Verklýðsblaðið

Tölublað

Verklýðsblaðið - 14.03.1931, Blaðsíða 1

Verklýðsblaðið - 14.03.1931, Blaðsíða 1
V EIilULaí II oolsllf 111 ÚTOEFANDl! KOMMÚNISTAFLOKKUR ISLANDS (DEILD ÍIR A.K.) II. ápg. Reykjavífc 14. marz 1931 11. tbl Út með togarana! Verkalýðurinn verður að rísa til sameiginlegrar baráttu Fiskerí er nú alveg óvenjulega mikið. Alstað- ar að berast fréttirnar um rífandi afla. En tog- araeigendur láta sig þetta mokfiskerí litlu rfkipta. Togararnir eru bundnir. Verkaf ólkið býr tí6 hina sárustu neyð, meðan bjargræðið er tfít um kring, meðan auðurinn liggur ónotaður rið fætur þess. Hversvegna? Vegna þess að fjandsamleg stétt drottnar yfir atvinnutækjun- *m. Vegna þess að framleiðslutækin erU notuð í stéttabaráttunni gegn verkalýðnum, í stað þeSs að skapa honum velmegun. Þó ekkert fé sé fyrir hendi til atvinnubóta, samkvæmt kenningum valdhafanna, þá er samt nægilegt af peningum til að gefa út Morgun- blaðið. Og satt er þáð, að margir myndu missa góða atvinnu, ef það hætti að koma út. Þá at- rinnu, að skrifa stórlygar í Morgunblaðið álíta eigendur framleiðslutækjanna miklu nauðsyn- íegri nú í kreppunni en að veiða fisk úr sjó. Hvemig eiga útgerðarmenn að geta haldið áfram að gera út með stöðugU tapi? spyr liorgunblaðið. Samkvæmt kenningum Morgun- Ólafur Thors kveinaði sem hæst í Morgunblað- inu, höfðu eignir Reykvíkinga aukizt um 18 milljónir króna á 3 undanförnum árum. Megin- hlutann af þessum auð hafa togararnir aflað bænum, samkvæmt kenningum Morgunblaðs- manna. Bærilegt samræmi! Mann rekur oft í rogastans hvað Morgun- blaðið ímyndar sér að til sé mikið af sauðar- hausum meðal alþýðu manna, því tilgangurinn með skrifum þessum hlýtur þó að vera sá, að telja fólki trú um þetta. Annars væri lítið vit í því að ausa út fé til að gefa út Morgunblaðið. Hver er þá tilgangurinn með togarastöðvun- inni? Eftir að Morgunblaðið er búið að rausa sem mest um tapið; gloprar það út úr sér hinm' réttu ástæðu. Togararnir eru stöðvaðir til að tíikmarka framleiðsluna. Það er svo sem auðséð hverjir hér eru að verki. Það eru stóru útgerð- arfélögin, sem hafa mestalla fisksöluna í sínum höndum. Það er ekki að ástæðulausu, sem Morgunblaðið er að stríða sósíaldemókrötum með síldareinkasölunni, sem líka takmarkar Mótmælafundur gegn atvinnul eysinu oú toéarastöðvun^nni verður haldinn sunnudaginn 15. mars í K. R. húsinu (Bárunni) kl. 5 síðdegis. Fundareini: Atvinnuleysið og togarastöðvunin Borgarstjóra, Atvinnuxnálaráðherra, bankastjórum Utvegsbankans og stjórn Félags islenskra botnvörpuskipaeiganda er boðið á fundinn. Verkamenn og verkakonur! Fjöimennið Nefnd atvinnultusra verkamanna blaðsins er útgerð ekkert annað en góðgerða- starfsemi. Það er raunar talsverður galli á þeirri góðgerðarstai"f semi, að hún bregst alger- iega þegar mest á ríður, þegar kreppan skellur yfir og neyðin sverfur að. Morgunblaðið segir, að togaraútgerðin hafi tapað, 660 þús. krónum á ísfiskiríinu í ár. Fyr- ir nokkrum árum sagði Morgunblaðið að rekst- urinn bæri sig ef selt væri fyrir 800 pund í hverri ferð. Síðan hefir allt, sem til útgerðar |7arf, lækkað stórum. Það mun því sanni nær að 650—700 pund eru nægiíegt fé til að stand- ast allan kostnað. Nú hefir fiskirí verið alveg framúrskarandi í vetur og salan góð, svo tog- ararnir Jiafa selt fyrir allt að 2800 pundum, og emn þar yfir. Samt hefir útgerðin tapað sam- kvæmt Morgunblaðinu! Það fer ekki að verða vanþörf á því að losa þessa vesalings menn við framleiðslutækin, sem eru þeim tií svona mik- Ula byrða! Alltaf hefir sónninn verið sá sami hjá Morgunblaðinu. Alltaf að tapa! 1929, þegar framleiðsluná. Hringamynduninni miðar prýði- iega áfram í saltfisknum líka. Hérna höfum við auðvaldsskipulagið í sinni réttu mynd, verkamenn. TJm allan heim sverfur neyðin að. Hundruð milljóna svelta. Ög einmitt vegna þess er framleiðsla á matvörum tak- mörkuð. Tvær flugur hyggjast þeir að slá í einu höggi. Að rýma af markaðinum og að svelta verkalýðinn til auðsveipni, svo þeir eigi hægara ineð að koma fram kaupkúgunaráformum sín- um. Auk þess liggja stórpólitískar „spekulation- ír" að baki stöðvuninni, eins og síðar mun fram koma. Mótmælafundur gegn atvinmileysinu og togarastövuninni. 25. febrúar gengu fylkingar hins stéttvísa verkalýðs í auðvaldslöndum í voldugum kröfu- Framh. á 4. síðu. Kristneshælishneykslið Öll blöðin hér í Reykjavík steinþegja um það hneyksli, sem sa.gt er frá í næstsíðasta Verk- lýðsblaði, er Jakob Árnason, berklasjúklingur á Kristneshæli var rekinn þaðan vegna stjórn- málaskoðana sinna. Hér er þó ekki um neitt smáræðis afbrofe að ræða, sem valdhafarnir hafa framið. Skýlaus f^Tirmæli stjórnarskrárinnar eru brotin. „Helg- ustu" mannréttindin, sem hún á að tryggja þegnunum, lýðréttindin, rétturinn til að hafa með sér hverskonar löglegan félagsskap, er fót- um troðinn. Þegar borgurunum þykir sín eigin lög vera orðin úrelt í stéttabaráttunni, hrækja þeir á þau. Jafnvel grundvöllurinn að öllu þeirra stjórnskipulagi, stjórnarskráin, er virt að vett- ugi, ef þeim býður svo við að horfa. Þeim laga- fyrirmælum, sem koma yfirstéttinni að haldi á núverandi stigi stéttabaráttunnar, er skylt að framfylgja til hins ýtrasta, hin, sem ekki eru lengur nýt vopn fyrir borgarastéttina og eru jafnvel orðin til trafala í ofsóknunum gegn forustuliði verkalýðsins, er jafn skylt að virða að vettugi. Þessi stjórnarstefna, sem í flestum auðvalds löndum jarðarinnar tekur nú að leysa hið borg- aralega lýðræði af hóhni að meira eða minna. leyti, hefir fengið alþjóðlegt nafn — er kennd við óaldarflokk þann, sem nú fer með völd í ítalíu og köiluð fasismi. Það er líkast því, sem það sé kaldhæðni ör- laganna, að einhverjar fyrstu ráðstafanir faa- ismans á Islandi, skuli koma niður á varnar- lausum berklasjúklingum. Jakob Árnason sagðí sannleikann í grein' þeirri, ef hann ritaði í Vérkamanninn. Hann1 sannar að dómsmálaráðherrann hafi gert sig sekán um! einhverjar ægiiegustu blaðálygar, sem dæmi eru til um laiigt skeið hér á landi En það fylgir því ærin áhætta að segja sann- leikann. Éf maður á heilsuna éða Hfið undir náð ríkisvaldsins, þá kostar það mann heila- una eða lífið. Um þetta smáræði steinþeigja öll blöðin hér í Reykjavík. Morgunblaðið þegir, llminn þeg- ir, Alþýðublaðið þegir. Nú þegír blað „lýðræðis- jafnaðarmannanna" þó höggvið sé nærri lýS- ræðinu. 1 stað þess styður Alþýðublaðið og „lýðræðisjafnaðarmennirnir" þann flokk, sem fastast, sem beitir fasistiskum aðferðum aí meiri ósvífni, en áður hefir þekkst hér á landi. Alþýðublaðsmennirnir gerast sanisekir fasist- unum, sem framið hafa gjörræðið gegn sjiíkl- ingunum á Kristneshæli. Verklýðsblaðið krafðist þess, að fulltrúar Alþýðuflokksins á þingi gerðu gangskör að því að Alþingi hlutaðist til um það, að hinum brott- relma sjúkling yrði þegar í stað leyfð vist á hælinu. Það hefir nú þegar sýnt sig, að sú krafa hefir ekki fallið í góðan jarðveg. Verkálýðurinn um allt land verður að hefja svo öfluga mótmælabaráttu, áð Alþingi geti með engu móti gengið þegjandi fram hjá mál- inu. /

x

Verklýðsblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Verklýðsblaðið
https://timarit.is/publication/345

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.