Verklýðsblaðið

Tölublað

Verklýðsblaðið - 14.03.1931, Blaðsíða 2

Verklýðsblaðið - 14.03.1931, Blaðsíða 2
S. U. K Krónuveltan. Félagarnir á Húsavík hafa nú sent fjölda- margar áskoranir í Krónuveltuna. Sýnir það, hve glöggan skilning félagarnir þar hafa á fjár- hagslegum örðugleikum sambands síns. Félagar í öðrum deildum þurfa nú að sýna, að þeir etandi ekki að baki þessum félögum sínum. Þessar áskoranir hafa bæzt við í síðustu viku- Kristján Júlíusson, Húsavík, skorar á Eðvarð Jónsson, Húsavík og Helga Kristjánsson, Húsa- vík. Eðvarð Jónsson, Húsavík, skorar á Guðmund Jónsson Húsavík og Ásgeir Kristjánsson, Húsa- vík. Guðmundur Jónsson, Húsavík, skorar á Sig- ríði Baldvinsdóttur, Akureyri og Maríu Guð- mundsdóttur, Siglufirði. Helgi Kristjánsson, Húsavík, skorar á Þór Pétursson, Húsavík og Kára Steinþórsson, Húsa vík. Þór Pétursson, Húsavík, skorar á Maríu Thor oddsen, Breiðumýri, S.-Þingeyjarsýslu og Jón Buch, Reykjarhverfi. Kári Steinþórsson, Húsav. skorar á Stefán Pétursson, Húsavík og Sigurgeir Kristjánsson, Húsavík: Sigurgeir Kristjánsson, Húsavík skorar á Svein Júlíusson, Húsavík og Björgólf Sigurðs- son, Húsavík. Björgólfur Sigurðsson, Húsavík, skorar á Sverri Þorbergsson, Húsav. og Helgu Þórarins- dóttur, Húsavík. Sveinn Júlíusson, Húsavík, skorar á Skúla Magnússon, Rvík og Sigfús Jóelsson, Húsavík. Sigfús Jóelsson, Húsav. skorar á Sigfús Krist jánsson, Húsav. og Björn Jóh. Björnsson, Húsa- vik. Ragnar Guðjónsson, ísaf., skorar á Ingimund Steinsson, Isaf. og Sigurð Hannesson, ísaf. Ný kndráðamál í Moskva Alþjóðasamband Sósíaldemókrata fyrir dömstóli verlcalýðsins 1. mars hófst í Moskva málssókn á hendur 14 mensjevíkum (sósíaldemókrötum), sem sannir eru að sök um landráð. Þessir 14 sósíal- demókratar mynduðu útbú miðstjórnar „Sósíal- demókratiska verkamannaflokks Rússlands", í Ráðstjórnarríkjunum, annars er miðstjóm flokksins erlendis. Störfuðu þeir í samráði við og samkvæmt fyrirmælum flokksstjórnar sósí- aldemókrata erlendis. Starfsemi hinna ákærðu sósíaldemókrata var fólgin í því, að koma á ringulreið í atvinnumál- um og fjármálum verkamannaríkisins, til þess að búa í haginn fyrir vopnaða herferð stórveld- anna gegn Rússlandi. Tveir þeirra voru um nokkurt skeið meðlimir í bankaráði ríkisbank- ans. Var hlutverk þeirra að koma óreiðu á f jár- málin með óheppilegu lánafyrirkomulagi o. fl. Aðalmaður hinna ákærðu, hr. W. Gromann, var um all langt skeið meðlimur í skipulagsnefnd atvinnumála Ráðstjórnarríkjanna. Hlutverk hans þar var að vinna að skipulagsleysi og ó- stjórn í atvinnumálunum, með vísvitandi röng- um útreikningum o. s. frv. Allir hinna ákærðu hafa játað sekt sína og viðurkennt, að hafa staðið í sambandi við er- lenda gagnbyltingamenn í þeim tilgangi, að búa í haginn fyrir herferð á hendur Rússlandi. Fé til starfsemi sinnar hafa spellvirkjanitr fengið frá „Iðnaðarflokknum*, gagnbyltinga- flokknum, sem dæmdur var í vetur, sem aftur hafði fé sitt frá frönsku hermálastjórninni, enii fremur frá sósíáldemókrataflokkum Þýzkalands og Frakklands og frá II. Internationale — Al- þjóðasambandi sósíaldemókrata. Hér með eru foringjar sósíaldemókrata ura allan heim orðnir sannir að sök um félagsskap. við gagnbyltingásinna, til að undirbúa herferð gegn Ráðstjórnarríkjunum. Á síðustu reikningum Alþýðusambandsins voru færðar 40 þús. krónur sem styrkur frá n. Internationale og flokkum þess. Peningarnir, sem fóru til gagnbyltingamannanna í Rússlandi og sósíaldemókratanna hér heima voru veittir í sama tilgangi: Til þess að styrkja heimsauð- valdið í sessi. í Rússlandi búa sósíaldemókratar í haginn fyrir vopnaða herferð gegn alþýðu lands síns. Á Islandi róa sósíaldemókratar öllum árum að því að ísland gangi í Þjóðabandalagið, sem heí- iv þræði stríðsundirbúningsins í hendi sé"r. Hvorirtveggja þykjast vera vinir ráðstjórnar- innar. Er vandséð hvorir eru meiri hræsnarar. Sæmundur Sigurðsson, Rvík skorar á Hauk Björnsson, Rvík og Dagmar Helgadóttur, Rvk. Haukur Björnsson, Rvík, skorar á Arngrím Sigurjónsson, Rvík, og Kjartan Þórðarson, Rvk Björgvin Pálsson, Rvík, skorar á Emil Ás- mundsson, Rvík, og Jón Sigurðsson, Rvík. Ivar Sigurbjörnsson, Rvík, skorar á Óskar B. Pétursson, Rvík, og Steinþór Steinsson, Isa- firði. Hallfríður Jónasdóttir, Rvík, skorar á Gísla Indriðason, Rvík og Sigríðí Þorvarðardóttur, Akureyri. Fél. Ásgeir Bl. Magnússon, sem dvalið hefir hjá F.U.K á Isafirði, er no á leið til Siglufjarðar til að skipuleggja starfið þar. W Asiandið i auðvaldsheiminum Úm áramótin 1929—39 var nýafstaðið banka- hrunið mikla í New York, sem batt enda á vel- gengni ameríska auðvaldsins og boðaði heims- kreppu auðvaldsskipulagsins. Þetta snögga hrun kauphallarbrasksins, sem samfara offram- leiðslunni hafði blómgast ágætlega, var auð- drottnum allra landa og máltólum þeirra með öllu óskiljanlegt. 1 fyrstu gátu þeir ekki áttað sig eftir þetta óvænta áfall, og þegar þeir voru komnir til sjálfra sín, tíndu þeir saman öll rök auðvaldshagfræðinnar til þess að reyna að telja almenningi trú um, að fyrirbæri þetta væri að- eins tilviljun og mundi aðeins standa skamma stund, og jafnframt fieituðu þeir því, að nokk- ur kreppa hefði.haldið innreið sína í Ameríku, þessa velmegunar-paradís auðvaldsins. Sam- timis komu stóriðjuhöldar Ameríku, undir for- ustu Hoovers, fram með fjölda resepta, sem áttu að innihalda óyggjandi meðul við krepp- unni. Árið 1930 hefir greinilega sýnt að rök þessi höfðu ekki við neitt að styðjast og að skottu- lækningar Hoovers voru einskis virði. Að vísu hefir ameríska kreppan ekki vaxið eins hröðum skrefum og margir bjuggust við í ársbyrjun 1930, né heldur. hefir heimskreppa auðvaldsins farið eins hratt yfir og búizt var við. Þróun kreppunnar var hægari en þeim mun djúptæk- ari. Um áramótin 1930—31 er útlitið í heiminum gjörbreytt. Heimskreppa auðvaldsins er komin á nýtt og hærra stig. Lönd, sem aðeins fyrir skömmu síðan höfðu ekkert af kreppunni að segja, eða jafnvel voru í hægum uppgangi hefir kreppan nú þegar heltekið. Má þar til nefna ls- land, en allt fram á þennan dag hafa allir aðr- ir en kommúnistar neitað því, að hér væri nokkur kreppa í vændum. (Sbr. viðtal Tr. Þór- hallssonar við dönsku blöðin, þar sem hann veg- samar hástöfum velmegun íslenzku þjóðarinn- ar og heldur því fram, að á íslandi sé ekkert atvinnuleysi, né útlit fyrir það). 1 ýmsum auðvaldslöndum hefir hin efnalega kreppa valdið erfiðum pólitískum kreppum. Stéttabaráttan hefir harðnað um allan heim. Borgarastéttinni er það ljóst, að hún getur ekki lengur stjórnað með þingræðistækjum lýðræð- isins. í nokkrum löndum hefir fasisminn tekið völdin, en í öðrum er alræði hans í fæðingTinni. Mótsetningarnar milli stórveldanna hafa aukizt svo gífurlega, að það eru engar ýkjur, þótt maður segi að stríðshættan vofi yfir. Eftir því sem kreppan harðnaði fór bylting- arhreyfing fjöldans, sem fyrripart ársins 1930 hafði tiltölulega hægt um sig, að færast í auk- ana. Og á síðustu mánuðum hefir byltingaald- an hækkað um allan heim. Hinsvegar rennur nú upp úrslitaár fyrir Sóvjet-lýðveldin, sem á síðastliðnu ári hefir tekist að yfirvinna allt atvinnuleysi og eru far- in að flytja inn verkalýð í stórum stíl frá auð- valdslöndunum. Þar er lokabaráttan fyrir upp- byggingu sósíalismans. Því betur sem sósíal- isminn í Sovét-lýðveldunum sannar yfirburði sína yfir auðvaldsskipulagið, því örar vex hætt- an á árásarstyrjöld auðvaldsins, sem er síðasta tilraun þess til að brjóta heimsbyltingu verka- lýðsins á bak aftur. Þannig er í stórum dráttum ástandið í heims- pólitíkinni um áramótin 1930—31. Kreppan í Ameríku. Seinni hluta ársins 1930 harðnaði kreppa ameríska auðvaldsins til muna. Landbúnaðar- kreppan, sem í byrjun hafði aðeins lítil áhrif á deifðina í iðnaðinum, hefir á síðustu mánuðum svo að segja runnið saman við iðnaðarkreppuna og þanng er ameríska auðvaldið komið inn í al- menna kreppu, sem fer hríðvei'snandi, og sést bezt á því hve óðfluga atvinnuleysið, vex. 1 byrjun ársins 1930 var talað um 5 til 6 mil- jónir atvinnulausra manna í Bandaríkjunum, en nú eru 9 til 10 miljónir áreiðanlega ekki of há tala. Heilar iðngreinar leggjast niður. Stór- bankarnir segja fólki upp í stórum stfl og hátt á annað hundrað smærri bankar hafa orðið að loka vegna kreppunnar. Ljóst dæmi eymdar þeirrar, sem fjöldinn á við að búa, er hín hræsnisfulla góðgerðarstarfsemi borgaranna, sem nú fer eins og logi yfir akur í þessari auð- valds-paradís. „Nýlega er það orðið fínt að éta á götunum í New York epU, sem hefir verifl keypt af atvinnulausum manni", segir P. Scheffer (fréttaritari „Berliner Tageblatt"). „Sökum þess hve eymdin er afskapleg er það orðið mönnum samboðið að láta í ljósi samuð sína", segir sami maður. En þrátt fyrir eymð- ina berst auðvald Bandaríkjanna með hnúum og hnefum gegn atviimuleysisstyrk, enda er hann þar enginn. Auðvaldið ræðst vægðarlaust á laun verkalýðsins og á síðustu sex mánuðum hafa þau lækkað stórkostlega. Sé iðnaðarframleiðsla landsins borin saman við 1929 hefir hún minnkað um rúmlega 35%. Samkvæmt nýútkomnum hagfræðisáætlunum hefir hrájárnsframleiðslan 1930 verið 32 mil- jónir tonna, en 43,3 milj. 1929, og hrástáls- framleiðslan 42.5 milj. tonna 1930, en var 57.S milj.- 1929. Allt bendir í þá átt að enn hafi kreppan í Ameríku ekki náð hámarki sínu. Kreppan í Þýzkalandi, Frakklandi og Englandi Þýzkaland, sem vegna Young-samþykktarinn- ar er mjög háð ameríska auðvaldinu, varð fljótlega vart við áhrif amerísku kreppunnar, og það er athyglisvert, að hrástáls- og hrá- járnsframleiðslunni hefir hvergi hrakað svo gríðarlega sem þar, að Bandaríkjunum einum undanskildum. Eftir áætlunum „Samband* þýzkra járn- og stálframleiðanda" hefir hrá- járnframlejðsla Þýzkalands fallið um 13.4 milj. tonna. Og það er augljóst að hin efnalega kreppa þýzka auðvaldsins harðnar stöðugt. Augljóst tákn hins nýja stigs heimskrepp- unnar er, að hún hefir nú teygt arma sína til

x

Verklýðsblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Verklýðsblaðið
https://timarit.is/publication/345

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.