Verklýðsblaðið

Tölublað

Verklýðsblaðið - 14.03.1931, Blaðsíða 4

Verklýðsblaðið - 14.03.1931, Blaðsíða 4
mönnunum ef vélabilanir yrðu um lengri eða skemmri tíma. Út af þessu urðu nokkrar snarp- ar umræður á milli stjórnarinnar annarsvegar og róttækra verkamanna hinsvegar. Var svo gengið til atkvæða og var tillaga stjórnarinnar felld með jöfnum atkvæðum 34 á móti 34. En formaðurinn, Erlingur Friðjónsson, varð þá ekki ráðalaus, hann hafði nefnilega grun um það, að einhverjir hefðu farið út af fundi, sem hefðu greitt atkvæði á móti tillögunni. Þess- vegna heimtaði hann atkvæðagreiðslu í annað sinn og fékk þá tillöguna samþykkta með tveggja atkvæða meirihluta. Síðast á fundinum var svo borin fram tillaga, þar sem fundurinn krafðist þess, að stjórnin auglýsti framvegis fundi félagsins í Verka- tnanninum. Þessa tillögu neitaði formaður að bera undir atkvæði og neitaði umræðum um hana að undanteknum Halldóri Friðjónssyni, fíem stóð upp og lét mjög dólgslega og jós úr gér svívirðilegum skömmum yfir blaðið Verka- manninn. Sleit svo formaður fundinum, þrátt fyrir mótmæli félagsmanna. Voru foringjar kratanna þá orðnir svo æstir, að þeir slógu bnefanum niður í borðin og veltu um blekbytt- um og öðru sem fyrir varð. Islenzkir verkamenn! Þið munið eftir því, að í vetur sendi Verkamálaráð Alþýðusambands- íns út áskorun til allra verkalýðsfélaga þar sem það var brýnt fyrir félögunum, að kaupgjald mætti hvergi iækka og menn yrðu að standa saman um það, sem einn maður. En hvað hefir Erlingur Friðjónsson gert nú, sá maður, sem er útvörður Alþýðusambandsins hér á Norður- ög á að starfa í fyllsta samrænn* við það. Hann hefir unnið að því að kaupið við tunnuverk- emiðjuna yrði 40 aurum fyrir neðan settan kauptaxta Verkamannafélags Akureyrar og um leið lagt grundvöllinn undir kauplækkun á þessu ári. Og það er áreiðanlega ekki Erlingi Frið- jónssyni eða hans nótum að þakka, ef að verka- lýðnum tekst það að halda velh í kaupgjalds- málunum, þrátt fyrir ótrúleik þeirra manna, eem troðið hafa sér í trúnaðarstöður verkalýðs- ins. Eða er þetta spegilmynd af Alþýðusam- bandsstjórninni, er þétta fyrsta sporið, sem verið er að stíga til þess að kaupgjald verka- lýðsins lækki ekki? (!) Svo framarlega sem að Alþýðusambandsstjórnin vill sjá sóma sinn, þá hlýtur hún að víta harðlega aðra eins fram- fcomu og Ertings Friðjónssonar í þessu um- rædda máli. Við bíðum og sjáum hvað setur. Verkamenn! Standið á verði, og umfram allt verið nógu fljótir að sparka þeim foringjum, sem ætla að svikja ykkur og láta atvinnurek- endur arðræna ykkur ennþá meir en áður, svo f)ið fallið dýpra niður í örbyrgðina. Eftir verk- ununi skulu þeir dæmdir verða. Akureyri 12. febr. 1931. Jóhann Kúld. Verklýðsblaðið berst fyrir tilveru sinni Verkalýðurinn, sem heldur uppi Verklýðs- folaðinu hefir orðið fyrir þungum búsifjum af atvinnuleysinu. Margir sMlvísir menn sjá eng- in ráð til að greiða áskriftargjöldin eins og sakir standa. Það er þessvegna afskaplegum fjárhagslegum örðugleíkum bundið að láta Verklýðsblaðið koma út áfram. En Verklýðsblaðið verður að halda áfram að koma út. Og^það getur því aðeins orðið, að allir, sem vilja að það lifi áfram, leggist á éitt. Hjá Bókaverzlun Alþýðu liggja nú söfnunar- listar fyrir pappírssjóðinn. Fáið ykkur lista og safnið í pappírssjóðinn. Greiðið skílvíslega 811 gjöld. Látið skrá ykkur sem styrktarfélaga. Aðstoðið við innheimtu. „Verklýðsblaðið". Ábyrgðarm.: Brynjólfur Bjamason. — Arg. 5 kr., i iatisasölu 15 aura eintakið. — Utanáskrift blaðsins: Verklýðsblaðið, P. O. Bo* 761, Reykjavík. Prentsrniðjan Acta. Jafhaðarmannafélagið „SPARTA" Fnndur verður haldinn í kvöld (laugardaginn 14. mars) klukkan 8 e. h. í Kaupþingsalmim Ðagrskrá: II. Fyrirlestur um galdraofsóknir gegn alþýðu á 17. öld. 2. Togarastöðvunin og atvinnuleysiö. 3. Þingmál Allir verkamenn velkomnir! Stjórnin Vinnan á eyrinni Frá því í október í haust höfum við geng- ið niður á „Eyri" og oftast komið jafnnær heim að kvöldi. Fleiri hundruð verkamenn hafa leit- að þangað daglega árangurslaust. Aldrei svo eg muni eftir hefir verið eins brennt fyrir það að fá nokkurt handtak. Einstaka kolaskip með mjög löngu millibili og áætlunarskipin hálftóm. Þetta hefir verið það, sem um hefir verið að ræða. Á þessu hefir þessi stóri hópur átt að lifa. Árstekjur margra þessara manna hafa ekki farið fram úr 15—1600 krónum. Sumir hafa haft nálægt 20—2200 krónum. Þessir menn hafa haft 4, 5, 6, 8 og jafnvel þaðan af fleiri fyrir að sjá. Á hverju hafa þessir menn lifað? Hvernig hafa þessir menn farið að því að fæða og klæða sína f jölskyldu og greiða hina háu húsaleigu? Hafa valdhafar þessa bæjar setið til borðs með þessum mönnum og séð maf> föng þeirra? Hafa þeir kynnt sér húsakynni þeirra og húsaleigu? Hafa þeir kynnt sér fatn- að þeirra og barna þeirra? Vita þeir, að sökum klæðleysis hafa börnin orðið að liggja í rúminu til skiftis? — Ég þarf ekM að spyrja að þessu. Þeir hafa ekkert af þessu gert. Þeir láta sig litlu skipta hvernig ástæður okkar þrælanna eru. Þeir hugsa meira um að laða okkur í kirkju og K. F. U .M. og börnin okkar. En vita skuluð þið það, háu herrar, að slíkar kjaftaromsur eru léttar í magann. Börnin okkar hafa sagt þegar þau hafa komið heim aftur: „Mamma, eg er svangur, mamma, eg er svöng, gefðu mér bita". Börnunum okkar hefir reynst það heldur létt fóður sem þið hafið boðið þeim upp á. Þið hafið ekki mettað neinar 5 þúsundir manna, en þið hafið þótzt vera að flytja okkur guðsorð, en við álítum ekki neitt guðsorð, sem út af ykkur gengur, farísearnir ykkar. Þið hafið haft fé til að halda uppi „kristileg- um" samkomum á hverju kvöldi, fé til að reisa stórar og skrautlegar kyrkjur og önnur slík samkomuhús og ætlið að fara að reisa eitt slíkt stórt og veglegt guði til lofs og dýrðar, en þíð hafið ekki haft peninga til að seðja með hungur okkar né barnanna okkar. Hungurstunur okkar hafa ekki skafið innan á ykkur eyrun. En vita skuluð þið það, að einhverntíma skuluð þið fá að heyra þær og vei ykkur þá, sem daufheyrist núna. Hin háttvirta landsstjórn hefir verið svo ein- staklega hugulsöm, eftir að vera búin að gera sitt til að svelta okkur í allan vetur, að fara nú að gera varðskipið „Þór" út til fiskveiða og selja okkur „ódýran" fisk. Þetta var mjög fall- ega gert, einmitt núna fyrir kosningarnar. En vildi hinn elskuverðugi Jónas, — sem er allt í öllu og ekki fellur einn „bithngur til jarðar án hans vilja" og vakir yfir okkar velferð(!) eins og hverjum góðum hirði ber að gera yfir hjörð sinni — vildi hann ekki láta okkur hafa nokkra aura til að geta orðið hins ódýra fiskjar áð- njótandi, því okkur er ekki nóg að sjá hann koma upp á bryggjuna, okkur vantar aurana til að kaupa hann fyrir. Þessi Jónasarútgerð er náttúrlega mjög góð fyrir Knút borgarstjóra, Jón Baldvinsson, Héðinn Valdimarsson og fl. peningamenn, en hún nær skammt til okkar sem enga peninga höfum. Atvl. verkam. TogarastööYuniD og atYinnuleJsið Fi-h. af 1. síðu. göngum um götur borganna í mótmælaskyni gegn atvinnnuleysinu. í Kaupmannahöfn tóku 40.000 verkamenn þátt í kröfugöngunni, eftir því sem blöð herma. Hér á landi varð sam- göngubannið því til trafala, að íslenzkur verka- lýður tæki þátt í þessari alþjóðlegu baráttu. Á Akureyri var haldinn mótmælafundur, en hér í líeykjavík gat ekki orðið úr neinni samkomu vegna samkomubannsins. Enn gerir bæjarstjórn og ríkisstjórn ekkert til að bæta úr atvinnuleysinu. Fjárskortí er borið við, þó vitanlegt sé að bæði bæjarstjórn ög ríkisstjórn hafa næg-ilegt að reiðu fé, ef þær væru þeirrar skoðunar að líf verkamannanna ætti að ganga fyrir öðru. 43 þúsundir til Þjóða- bandalagsins þykja ekki umtalsins verðar. (Raunar má búast við að kostnaðurinn vegna Þjóðabandalagsins verði minnsta kosti helmingi meiri). Hvað munar um svoleiðis smáræðis styrk til stóiveldanna! En til atvinnubóta eða atvinnuleysisstyrks handa íslenzkum verka- monnum, sem búa við sárustu neyð, er ekki til einn einasti eyrir. Nefnd atvinnulausra manna, sem stóð fyrir undirbúningnum undir 25. febr. boðar til mót- mælafundar gegn atvinnuleysinu og togara- stöðvuninni á morgun (sunnudag) kl. 5 í K.R.- húsinu (Bárunni). Kröfur alls verkalýðsins eru nú: tít með togarana! Atvinnu handa hver jum einasta verkamannií Borgarstjóra, atvinnumáláráðherra, banka- stjórum Útvegsbankans og stjórn Félags ísr Ienzkra botnvörpuskipaeígenda er boðið á fund- inn. Átvínnuleysið er sameiginlegt böl alls verka- lýðsins. Þessvegna verða allir verkamenn, hvort heldur þeir eru atvinnulausír éða ekki, að koma á fundinn annað kvöld. Nauðsynlegt er að allar verkamannafjölskyldurnar komi á fund- inn, eftir því, sem ástæður frekast leyfa. Konurnar má ekki vanta. Látum valdhafana sjá að allur verkalýðurina stendur einhuga, sameinaður um krofurnar. Allir á fundinn á morgun. Stjórn S.U.K. hefir nú tekið upp samskonar skipulagningu og stjórnir annara S.U.K og A.U.K., þannig, að henni er nú skift niður í nefndir: Pólitíska nefnd, faglega nefnd, skipulegsneind og út- breiðslu- og fræðslunefnd. Þessi skifting hefir allsstaðar reynst hin árangursmesta og er hins sama vænst af stjórn S.U.K. SOVJET-STJÖRNUR eru til sölu í Bókavea-zlun Alþýðu, Lækjargötu 4, Reykjavík Faglegu nefnd S.U.K. hefir verið falið að skipuleggja leik- hópana í deildum sambandsins. Einnig að koma á fót bréfaskriftum milli F.U.K. félaga á hinum ýmsu stöðum.

x

Verklýðsblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Verklýðsblaðið
https://timarit.is/publication/345

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.