Verklýðsblaðið

Útgáva

Verklýðsblaðið - 21.03.1931, Síða 1

Verklýðsblaðið - 21.03.1931, Síða 1
VERKLYÐSBIAÐIÐ ÚTGEFANDI: KOMMÚNISTAFLOKKUR ISLANDS (DEILD ÚR A.K.) II. árg. Reykjavík 21. marz 1931 12. tbi. Mótmælafundurinn gegn atvinnuleysinu <>g togarastöðvuninni Sunnudaginn 15. þ. m. var haldinn mótmæla- fundur gegii atvinnuleysinu og’ togarastöðvun- inni, í’ K. R. húsinu. Fundurinn var undirbúinn og boðað til hans af’ nefnd atvinnulausra verkamanna, sem starfaði í samráði við miðstjóm Kommúnista- flokks íslands. Fundurinn var mjög fjölsóttur, þrátt fyrir það þótt Alþýðublaðið hafi neitað þessunt atvinnulausu verkamönnum um að birta auglýsingu um fundinn. Fundurinn var settur á tilsettum tíma, kl. 5 og var húsið þá orðið troðfullt út úr dyrum og urðu margir frá að hverfa. Munu ekki hafa verið færri en 500—600 manns á fundinum. Boðið hafði verið á fundinn ixtrgarstjóra, atvinnumálaráðherra, bankastjórum Útvegs- bankans og stjóm Félags ísl. botnvörpuskipa- eigenda. Enginn af þeim háu herrum lét sjá sig á fundinum, Hefir þeim víst fundist, að þeir ættu ékkert vantalað við verkamenn eftir viðurgerninginn í vetur. En fundarmenn létu þáð lítt á sig fá, sýndu ákveðinn samhug um að bera fram kröfur sínar, og sýndu það í verk- inu, að þeir virða lítilsvirðingu þessara vald- hafa að vettugi og sýna þeim á móti mátt sam- takanna. Fundarstjóri var Rósenkranz Ivarsson sjó- maður og fundarritari Gísli Indriðason verka- maður. Málshefjandi var Guðjón Benediktsson verkamaður, en auk hans töluðu: Þorsteinn Péturssbh verkamaður, Brynjólfur Bjamason kennari, Björgvin Þorsteinsson verkamaður, liOftur Þorsteinsson járnsmiður, Ólafur Guð- brandsson verkamaður, Eggert Þorbjarnarson verkamaður og Rósinkranz ívarsson sjómaður. Var rætt um kreppuna og aðgerðaleysi vald- hajanna í atvinnubótamálinu, öryggisleysi verkanrapna gegn atvinnuleysinu, togarastöðv- Akureyri 13. marz 1931. Afskaplegrt -atvinnuleysi og harðindaástand í bænum, ilt útlit með voratvinnu. Á síðasta verkamannafélagsfundi var kosin nefnd til þess að undirbúa nýjan kauptaxta fyrir vorið og skilar hún áliti sínu á næsta fundi félagsins. Nefndina skipa eintómir kommúnistar. Verkalýðsfélögin hafa mótmælt burtrekstri Jakobs Árnasonar af Kristneshæli. Eftir skip- un dómsmálaráðherra var sjúklingurinn Jakob Árnason sóttur að Kristneshæli 11. þ. m. og fluttur á Akureyrarsjúkrahús, af héraðslækni og sýslnmanni. Óánægja og andúð meðal verka- lýðsins hér yfir því að þingmenn skuli láta sér unina og inngöngu íslands i Þjóðabandalagið. Að loknum umræðum voru samþykktar ein- um rómi eftirfarandi kröfur og mótmæli: 1. Að bæjai’stjóm og ríkisstjórn úitvegi öll- i!m atvinnulausum verkamönnum í Reykjavík atvinnu þegar í stað og haldi sú atvinna á- fram, unz verkamennirnir fái vinnu annars- staðar. 2. Ef viðkomandi stjórnarvöld treystast ekki til að útvega öllum atvinnulausumt verkamönn- um atvinnu, verði þeim, sem. ekki verða at- vinnubótanna aðnjótandi, veittur atvinnuleys- isstyrkur, er samsvari meðaldaglaunum, meðan ]?eir eru atvinnulausir. 3. Að Alþingi lögleiði þegar í stað atvinnu- leysistryggingar á kostnað atvinnurekenda. 4. Fundiirinn mótmælir harðlega stöðvun togaraflotans og skoðar það sem fasistiska morðtilrapn við verkalýðinn. Verkalýðurinn verðúr því að sameinast til baráttu fyrir kröf- unni: LJt með togarana þegar í stað. 5. Fundurinn mótmælir harðlega, að íslenzka ríkið sé látið sækja um inngöngu í Þjóðabanda- lagið. Skoðar fundurinn það sem hi-ein landráð gegn verkalýðnum íslenzka, og’ mun líta á þá, er greiða þeirri tillögu atkvæði, iákveðna óvini verkalýðsins. Það kom greinilega í ljós við atkvæðagreiðsl- urnar, að þessar kröfur og mótmæli voru á- hugamál þeirra manna, er á fundinum voru, og að þetta eru mál, sem allir verkamenn geta sameinast um, hvaða pólitíska skoðun, sem J'eir hafa. Verkamenn, beram einhuga fram kröfurnar, unz við fáum þær uppfylltar með illu eða góðu. Guðjón Benediktsson. Alþýðublaðið hefir neitað að birta þessa frásögn af fundinum. detta slíkt í hug, að ísland gangi í Þjóðabanda- lagið. Fréttaritari Verklýðsblaðsins. Jakob Árnason neitaði .að hlýða fyrirskipun hælisnefndar, sem gerð var án nokkurrar heim- ildar. Úrskurðaði þá bæjarfógetinn á Akureyri, samkvæmt kröfu dómsmálæráðuneytisins, að Jakob Árnason skyldi víkja af hælinu. Ekki gerði dómari minnstu tilraun til að rökstyðja dóm sinn með lögum, enda brýtur hann í bága við öll lög og stjórnarskrána. Er hér um að ræða svívirðilegan stéttardóm og fasistiskt of- beldisverk, sem verður ennþá andstyggilegra, þar sem því er beitt gegn vamarlausum berkla- sjúkling. Jakobi Ámasyni er holað niður í kjallara í siúkrahúsi Akureyrar. „Trúðar og leikarar leika jiar um völl“ Kaupið við opinbera vinnu og bratarnir. Alþingi er samkunda, þar sem þjónar yfir- ráðastéttarinnar ráða ráðum sínum um það, hvernig ríkisvaldinu verði á heppilegastan hátt beitt í þjónustu hinnar ráðandi stéttar og hvernig arðránshluti hennar verði bezt tryggð- ur. Minsta kosti helmingui* af starfstíma Al- þingis fer í það að leika einskonai’ grímudans- leik fyrir alþýðu manna, í þeim tilgangi að halda við þeirri trú, að flokkarnir beri hags- muni kjósenda sinna, sem allflestir eru vinn- andi menn og konur, fyrir brjósti. Þegar Al- þingi kemur saman rétt fyrir kosningarnar, fer langmestur tíminn í þennan leikaraskap. Nú flytja kratarnir á þinginu frumvarp um opinbera vinnu. Samkvæmt frumvarpinu á að vera skylt að greiða fyrir alla opinbera vinnu samkvæmt taxta verkalýðsfélaga í því kaup- gjaldsumdæmi, sem verkið er framkvæmt. Vinnutíminn á að vera 9 stundir. Er komizt svo að orði í greinargerðinni, að afköst vinn- unnar muni ekki verða minni þó vinnutíminn sé styttur. Úr því kratarnir eru á annað borð að burðast við að bera fram kröfur fyrir hönd verkalýðs- ins, hversvegna bera þeir þá ekki fram þær kröfur, sem verkalýðurinn hefir samþykkt að berjast fyrir? Kratamir vissu það ofur vel að frumvarp þetta yrði strádrepið, enda var það fellt frá 2. umr. með yfirgnæfandi meirihluta. Það er þess vegna óhugsandi, að frumvarpið hafi haft nokkurn annan heiðarlegan tilgang en að láta þingmenn vita hverjar væru kröfur verkalýðsins. — Á verklýðsráðstefnunni og þingi Alþýðusambandsins í haust, var sam- þykkt að taka þegar upp baráttuna fyrir 8 stunda vinnudegi, og kratarnir þorðu ekki ann- að en ljá því fylgi sitt. — A þinginu minnast þeir ekki á 8 stunda vinnudaginn, og viður- kenna þar með að sú krafa sé alls ekki rétt- mæt. Hinsvegar þykir þeim þurfa mikils við, að sannfæra þingmenn um réttmæti 9 stunda vinnudags. Og hvemig era rökin? Þau eru þannig: Afköst vinnunnar á 9 tímum era jafn- mikil óg á 10 tímum. Með öðrum orðum : Jafh- harðan og vinnutíminn er styttur á að auka, vinnuhraðann. Það borgar sig best fyrir at- vinnurekandann að hafa vinnutímann styttri. Þeir eru svo sem ekki smeykir við að lýsa því yfir, að það sé hagur atvinnurekandans, en ekki verkamannsins, sem þeir bera fyrir brjósti. Arðránshluti atvinnurekandans má undir engum kringumstæðum skerðast! Hví- líkir verkalýðsfulltrúar! Svo komum vér að aðalatriðinu. Hversvegna hefir krötunum ekki dottið í hug að flytja slíkt frumvarp fyr en nú? Það vita þó allir, að öll þessi ár, sem Framsóknarstj ómin hefir setið að völdum, hefir hið „opinbera“ óspart verið „notað sem árásai'afl á kaupgjaldssamtök verkalýðsins“ eins og komizt er að orði í grein- argerðinni. Og hvemig hefir „bai‘átta“ kratanna verið gegn þessari kaupkúgun? I sumar leið var afannikið að gera í allri opinberri vinnu, vegna Frá Akureyri Jakob Árnason fluttur nauðugur frá Kristneshæli, eftir fyrirskipun dómsmálaráðhérra.

x

Verklýðsblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Verklýðsblaðið
https://timarit.is/publication/345

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.