Verklýðsblaðið

Tölublað

Verklýðsblaðið - 04.04.1931, Blaðsíða 3

Verklýðsblaðið - 04.04.1931, Blaðsíða 3
„Hnefahöggið". (Alþýðubl. 18. marz). (Verkamannabréf) • Þau eru mörg hnefahöggin sem ráðandi auð- valdsflokkur (Framsóknarfl.) hefir látið ríða að verkamönnum og Alþýðublaðsritararnir hafa blaðrað um það allmikið stundum og til bragðsbætis látið fylgja töluvert af slagorðum, en alvaran sem fylgt hefir þessu hjali hefir aldrei verið nein: skrípaleikur og ekkert annað. Flokksstjórn Framsóknarhefir stungið bita upp í alþýðuleiðtogana og þá hafa þeir misst málið fljótlega. Annars fer okkur verkamönnum og öðrum, sem við sömu kjör lifum og verkamenn,að verða nokkuð þungskilin gáta, til hvers fulltrúar okk- ar sitja á þingi. Ég man ekki eftir að þeir núna seinni árin hafi komið nokkru máli fram, sem til gagns sé okkar stétt, en stjórnina styðja þeir. Þá stjórn, sem meira en nokkur auðvalds- stjórn, sem áður hefir hér ríkjum ráðið, hefir reynt og í mörgum tilfellum tekist, að rýra kjör hinns vinnandi lýðs. Frumvörpum hafa þeir ungað út nokkuð mörgum, og þótt þar hafi ekki verið farið fram á neitt róttækar kröfur, þá hefir þessi flokkur, sem þeir eru í fóst- bræðralagi við, slegið hnefanum í þau, en okk- ar h&ttgalandi fulltrúar hafa bara lagt niður rófuna, glamrað svolítið í Alþýðublaðinu en haldið áffram að styðja og styðja. Þettað síðasta frumvarp Haralds, sem fellt var, fór nú ekki fram á meira en að stjórnin, sem Haraldur hoppar í kring um, borgaði í rík- isvinnu sama kaup og aðrir atvinnurekendur og að sami yrði vinnutíminun. Ekki var nú farið fram á nein ósköp. En fóstbræðurnir slá hnefanum, og allir vita um hug stjórnarinnar til þessa máls, en Haraldur bara heldur áfram að styðja og hoppa og fær bankastjórastöðu að launum. Hvílíkt karlmenni. Hættið þessu urri í Alþýðublaðinu! — Þið meinið ekkert með því, hættið þessu frum- varpasmíði. Það er bara til að sýnast. Játið heldur hreinlega, að þið séuð svo innlimaðir þeim svívirðilegasta auðvaldsflokk, sem nokk- urntíma hefir stjórnað þessu landi, að þið, þó að þið vilduð, ekki getið komið neinu fram. Játið, að ef þið sýnið alvöru, þá eigið þið víst að missa ykkar feitu bita. Því verkin tala. N. Samtökín eflasf. Ríkisst jórnin söm og jöfn. Fyrir skömmu átti að hef ja vegagerð í Borg- arnesi til að bæta dálítið úr því atvinnuleysi, er þar ríkir nú. Átti ríkissjóður að greiða að hálfu við sveitarsjóð þar. En er til kasta ríkis- stjórnarinnar kom, neitaði hún að greiða það tímakaup, sem nú gildir í Borgarnesi, og sem er kr. 1.00 — ein króna um tímann. Sagðist ríkisstjórnin ekki greiða meira en kr. 0,90 — níutíu aura-um tímann. Þótti nu verkamönnum dýrkeyptar atvinnubæturnar, ef þær ættu að kosta þá kauplækkun. Risu þeir upp til varnar og heimtuðu sitt kaup óskorið hjá ríkissjóði sem öðrum atvinnurekendum. Var svo haldinn hreppsfundur um þetta og þar að síðustu sam- þykkt að verkamenn fengju 1 kr. um tímann og greitt yrði úr hreppssjóði það, sem til vant- aði frá ríkissjóði. Er „bændastjórnin" víst að hugsa um hag bændanna sinna í Borgarnes- hreppi með þessu tiltæki sínu, að spara nokkr- ar króriur til að geta sáð á bitlingajötuna. Verkin tala. En þetta verk ríkisstjórnarinnar fór brátt að tala hástöfum. Verkamennirnir í Borgarnesi fundu sáran til þess, að þeir höfðu engan fé- lagsskap með sér til þess að gæta hagsmuna sinna. Fóru þeir nú brátt að ræða með sér möguleikana til þess að stofna verkamanna- félag, er gæti orðið þeim öflugt vopn í stétta- baráttunni. Þeir höfðu áður haft með sér fé- lagsskap, er varð þeim að litlu liði, vegna þess, að það var í höndum íhaldsmanna, er ekki höfðu stéttahagsmuna að gæta, og þeir höfðu aldrei bundist samtökum við aðra verkamtnn. Verka- menn í Borgarnesi skildu þetta vel og vildu því ekki brenna sig á því soðinu aftur. Beiddu þeir því um mann úr Reykjavík til aðstoðar við fé- lagsstofnunina. Föstudaginn 20. marz s. 1. fór ég undirritað- ur því upp í Borgarnes að tilhlutun Kommún- istaflokks íslands til þess að undirbúa stofnun verkamannafélags. Hafði þá verið látinn ganga listi meðal verkamanna í þorpinu og þeir skrif- að sig á, er vildu vera með á stofnfundinum. Höfðu þegar rúmir 40 verkamenn skrifað sig á, en um 50 verkamenn eru í þorpinu. Var því ekki annað eftir en að semja uppkast að lögum, er leggja skyldi fyrir stofnfundinn. Stofnfundur var svo haldinn sunnudaginn 22. marz. Voru þar mættir flestir þeirra, er ekki heldur að gera það, ef maður keypti bók- ina". Hrólfur Lundabaggi velti sér þessvegna ekki alveg svona lengi og lagði dálítið af. Og þá var honum skrifað frá Alþýðubókasafninu, að hann mætti ekki halda bókinni til eilífðar, aðrir þyrftu nú líka að lesa hana og hann yrði að senda hana aftur". Og konan hans sagði: „Ó, það gerir ekkert til, ég skal gefa þér hana í afmælisgjöf". En Hrólfur Lundabaggi átti ekki afmæli fyr en eftir þrjá mánuði og hann var mjög ánægð- ur yfir því, því hann var sannast að segja bú- inn að fá nóg af að velta sér. Og hann fór aft- ur að fitna, og dag nokkurn hitti hann vin^sinn, Bjössa bankastjóra, sem hann hafði ekki lengi séð og sagði við hann: „Heyrðu þarna, þú sem varst alveg eins feitur eins og ég, þú ert nú orðinn svo magur, hyernig hefirðu farið að því? Þú hlýtur að hafalagt mikið á þig". Og Bjössi bankastjóri sagði: „Nei, ég hefi alls ekki lagt mikið á mig. Ég hefi leitað til manns, sem hefir sagt mér hvernig ég ætti að fara að því að megra mig án þess að reyna mikið á mig. Og Hrólfur Lundabaggi sagði: „Æ, segðu mér hvað hann kenndi þér". En.Bjössi bankastjóri sagði: „Það get ég ekki sagt þér, því ég lofaði honum að þegja yfir því. En ég skal segja þér hvað hann heit- ir. Hann sagði honum hvað hann hét og Hrólfur Lundabaggi fór til hans. Og hann sagðist myndi segja honum það, hvernig maður gæti megr- að sig áreynslulaust, ef hann borgaði sér tvö hundruð krónur fyrir. Hrólfur Lundabaggi var nú búinn að fá meir en nóg af því að borga út peninga ,en gerði það þó og maðurinn sagði: „Allt og sumit, sem þér verðið að gera, er að segja hundrað sinn- um á dag: Ég er að verða magrari". Hrólfur Lundabaggi sagði: „Þetta er nú varla tvö hundruð króna virði". En maðurinn sagði: „Það kemur mér ekkert við, fyrst ég hefi tvö hundruð krónurnar yðar í höndunum". Hrólfur Lundabaggi reyndi nú að segja: „Ég er alltaf að verða margrari og magrari", en það dugði ekki til. En hann hætti þó að fitna. Og konan hans sagði: „Mér er ómögulegt að sjá hvaða þýðingu það hefir að vera alltaf að ausa út peningum og í sannleika sagt finnst mér það ekki gera svo mikið til þó þú fitnir með aldrinum. Mér hefði ekM verið um það um það leyti, sem við giftum okkur, að þú værir svona feitur, en nú stendur mér alveg á sama um það". Og Hrólfur Lundabaggi sagði: „Og mér er það líka nokkurnveginn sama; og ekki geta all- ir verið margir, og þú ert nú líka orðin tals- vert fyrirferðarmikil, Ég ætla ekki að angra mig yfir því meira. Og eftir það gjörði hann eins og honum þótti bezt, lifði góðu lífi og varð háaldraður, en vinur hans, Bjössi bankastjóri, tærðist upp og dó. skrifað höfðu undir óskina um stofnun félags- ins. Fannst brátt á, að þessir stofnendur voru ákveðnir um stéttarsamtök sín og að láta ekki atvinnurekendur eða umboðsmenn þeirra troða sér um tær. Fyrir því var samþykkt nærri í einu hljóði, að framkvæmdarstjóri einn, er ósk- aði að mega vera stofnandi, yrði ekki leyfð inn- ganga í félagið eða sitja á fundinum. Að því bimu voru rædd lög félagsins og samþykkt. 1 stjórnina voru kosnir: Daníel Eyjólfsson for- maður, Einar Finnur Jónsson varaformaður, Guðm. Sigurðsson ritari, Karl Björnsson fé- hirðir og Friðrik Þorvaldsson fjármálaritari. Bar allur fundurinn vitni um brennandi áhuga verkamanná f yrir öf lugum samtökum til bar- áttu fyrir bættum kjörum. Kauptaxti iélagsins. Fimmtudaginn 26. marz var haldinn fram- haldsstofnfundur. Voru þá lögð fram lög fó- lagsins til undirskriftar og rituðu 33 þá undir lögin og má það heita góð fundarsókn. Þá lagði stjórnin fram tillögur um kauptaxta félagsins og voru þær samþykktar í einu hljóði. Gildir sá taxti frá 1. apríl til jafnlengdar næsta ár, og er dagvinna 1 kr. um tímann; eftirvinna til kL 10 að kvöldi kr. 1,50, nætur- og helgidagavinna kr. 2,00. Veitt sé tvisvar hálftíma kaffihlé, er Engiim veit hvenær slys ber að höndum. Líftryggið yður. A N D V A K A, sími 1250 ekki dragist frá vinnutímanum, sumardagurinn fyrsti reiknast sem helgidagur og meðlimir verkalýðsfélagsins sitji fyrir vinnu. Verkamenn í Borgarnesi voru ákveðnir í þvi að verja þennan kauptaxta sinn með mætti samtakanna og treysta á þau. Og þeir rétta fram samtakahönd sína til allra verkalýðsfé- laga á landinu og samþykktu því í einu hljóði að sótt yrði um upptöku í Alþýðusamband ts- lands. Borgarafundnr. Mánudaginn 23. marz var haldinn almennur umræðufundur um þjóðmái. Var til fundarins boðað af nokkrum kommúnistum. Félagi ungr» sjálfstæðismanna var sérstaklega boðað á fund- inn. Hóf ég þar umræður og skýrði nokkuð frá stefnu kommúnista og baráttu þeirra. Til and- svara af sjálfstæðismönnum urðu þeir Sigurð- ur Jóhannsson og Friðrik Þórðarson og stóðu þeir sig „vel" eftir því sem málstaður leyfði. Fundurinn fór hið bezta fram og var auðheyrt að fjölda fundarmanna þótti kommúnisminn ekki eins ægilegur og andstæðingarnir höfðu viljað vera láta. Ðaginn ef tir var haldinn fundur sjálfstæðismanna og var hafður lokaður. Gátu Borgnesingar sér þess tfl, að hann hafi verið haldinn til að kanna liðið og styrkja þá, er kannske hefðu veikst í trúnni á auðvaldsskipulagið og siðferðisstyrk þess kvöldið áður. En á sama tíma var haldinn stofn- fundur kommúnistasellu í Borgamesi. Sást þar á að verkamenn í Borgarnesi eru sannfærðir um mátt samtakanna og þörfina á því að beina þeim á réttar brautir. Næsti fundur í sellunni var haldinn föstudaginn 27. og komu þá marg- ir nýir fullir áhuga fyrir málefnum verkalýðs- ins og enn mun von á mörgum fleiri í sam- tökin. Mér er það fullljóst, að verkamenn í Borgar- nesi verða sterkur hlekkur í samtakafesti verkalýðsins. Heilir í hópinn, félagar! Guðjón Benediktsson.

x

Verklýðsblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Verklýðsblaðið
https://timarit.is/publication/345

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.