Verklýðsblaðið

Tölublað

Verklýðsblaðið - 04.04.1931, Blaðsíða 4

Verklýðsblaðið - 04.04.1931, Blaðsíða 4
Farísear og tollheimtumenn Aldrei hafa útsvör verið innheimt af jafn- miklu kappi eins og nú. Lögtaksmennirnir ganga hús úr húsi, og ef menn hafa ekki pen- ingana í höndunrim, þegar þeir koma, er misk- unnarlaust „skrifað upp" það litla, sem kann að finnast, og ekki nóg með það, heldur eru mörg dæmi þess, að þeir vaði inn í íbúðir manna, þótt þeir séu ekki heima og „skrifi upp" án þess að vita hvort viðkomandi maður á þá muni, sem inni eru. Nú er það vitanlegt, að margir verkamenn fá lánuð húsgögn hjá kunningjum sínum, sem betur eru stæðir, eða öllu heldur hjá þeim, sem orðið hafa að þrengja að sér með húspláss, vegna hækkandi húsaleigu, og hins gífurlega atvinnuleysis, sem hér ríkir á hverju ári, þó aldrei hafi það verið eins ægilegt eins og í ár. Það er sagt, að bæjarsjóður hafi oft látið taka og selja húsgögn, sem verið hafa í íbúð- um manna og verið annara manna eign, og hafa lögtaksmennirnir þannig orðið til þess að stela handa bæjarsjóði, svo framarlega sem viðkom- andi maður ekki hefir getað lagt á borðið skjal því til sönnunar, að þetta væri ekki hans eign, sem oft er ekki hægt að sanna, vegna þess að verkamenn eru ekki svo tortryggnir gagnvart hverjum örðum, að þeir hafi allt skjalfest með vitundarvottum eins og við svikara og brask- ara væri að eiga. En tollheimtumennirnir verða að gera Faríseunum skil. Nú kunna einhverjir að spyrja. Hversvegna fafa menn ekki í mál við bæjarsjóð, þegar svona lagað kemur fyrir? Verkamenn geta hvorki náð rétti sínum gagnvart bæjarsjóði eða öðrum vegna þess að þeir hafa ekki efni á að taka dýra lögfræðihga, sem taka ekki að sér mál, nema peningarnir séu vissir. Það er hreinasta svívirða að ganga svona hart að verkamönnum í annari eins óáran og nú stendur yfir. Það er víst ekki hægt að benda á mörg dæml þess, að svo hart hafi yerið gengið að burgeis- unum, jafnvel þótt þeir hafi farið á hausinn, að þeir hafi ekki haft stól til að sitja á eða borð tíl að boröa við, en þannig er farið með okkur verkamenn ál sama tíma og bæjarsjóður á tugi þúsunda útistandandi hjá „máttarstólpum" bæjarfélagsins. Nei! Þeim er gefið eftir. J. J. Fasistískt morð í Hamborg Nóttina fyrir 16. marz var kommunistiskur bæjarfulltrúi, Henning að nafni á leið til Ham- borgar í bíl með öðru fóiki. Er hann ók gegnum eitt af úthverfum borgarinnar, réðust þrír fas- istar (nationalsósíalistar) inn í bílinn og heimt- uðu að félagi Henning léti af hendi öll plögg, er hann hefði meðferðis. Að því búnu tóku þeir upp byssu og skutu hann og létu svo um mælt, að þeir hefðu leitað hans. Fóru þeir síðan úr bflnum ,en létu nokkur skot ríða af áður en þeir fóru, og særðu talsvert konu eina, sem í bíln- um var. í Hamborg er sósíaldemókratiskur lögreglu- stjóri. Gerast fasistar ærið ósvífnir í morðum sínum og myrkraverkum í skjóli hans. Æsing- ar eru miklar meðal verkalýðsins í Hamborg út af þessu máli. Yfirvöldin hafa svarað með því að banna öll kommúnistisk blöð og öll kommúnistisk fundarhöld, bæði úti og inni. „Verklýðsblaðið". Ábyrgðarm.: Brynjólfur Bjarnason. — Árg. 5 kr., i Jausasfilu 15 aura eintakið. — Utanaskrift blaðstos: VerkJýJsblaðið, P. 0. Box 761, Reykjavik. PrentsmiBjan Acta. Dívanar og Dívanteppi Ef yður vantar dívana, þá kaupið þá.hjá þeim, sem framleiða þá sjálfir og bjóða yður einungis vandaðar vörur með sanngjörnu verði. Húsgagnaversl. Erlinés Jónssonar Sími 1166. Hverfivgötu 4. ¦- Baldursgötu 30. Sími 1166. Sorgarsaga. (Verkamannabréf). Ég verð nú að segja það, að slík ósvinna og fyrir kom á síðasta Dagsbrúnarfundi, hefði mér aldrei dottið í hug að yrði samþykkt hjá okkur í félaginu. Það að fara að reka ungan og greindan pilt í burtu og útiloka hann f rá vinnu fyrir engar sakir, finnst mér satt að segja svo skammarlegt, að ég hefði nú varla trúað því upp á Ólaf. En þó tók út yfir þegar ég sá að Ólafur klappaði fyrir röflinu í honum Hirti. Það er að segja, mér fannst það í fyrstu vera röfl, en ég áttaði mig brátt á því að það var sú mesta sorgarsaga, seíh hent getur nokkurn verkamann. Hjörtur sagði sem sé, að allar hans óskir hefðu í æsku snúíst um það, að reyna að leysa verkamenn undan okinu, en hefði svo seinna séð, að þetta var svo erfitt, að hann mundi ekki fá neinu áorkað, enda hefði hann ekkert getað gert. Skildist mér sem hann hæld- ist af því og vildi að svo færi fyrir fleirum, að þeir yrðu að sjá hjartfólgnustu óskir sínar um að vinna fyrir heildina, verða að engu, fannst mér hann telja áhuga piltsins fyrir verklýðs- málum fullgilda ástæðu til þess að hann yrði rekinn. En ég vil nú spyrja verkamenn hvernig fer fyrir okkur, ef ungu mennirnir ekki hafa kjark til að berjast fyrir og beita sér fyrir mál- efnum okkar, mér finnst nú hafa farið svo með okkar gömlu krafta, að farið hafi að síga að þeim værð með aldrinum. Og ég segi fyrir mig, að ef það á að fara að reka verkamenn úr Dags- brún, vi 1 ég heldur fara og reyna að fá mér vinnu ananrsstaðar, því slíkt svínarí get ég ekki horft upp á. Verkamaður. Þjófnaður eða lygi. Árni Ágústsson hefur sagt frá því á tveim- ur opinberum fundum, að Verklýðsblaðið væri styrkt af burgeisum. Er nú líklegt, að nokkur burgeis sé svo heimskur að grafa sér gröfina á þann hátt? Er nokkur maður svo heimskur að trúa því? Það-trúir því víst enginn ennþá, en það er sagt að svo oft geti lýginn logið, að hann trúi að lokum sinni eigin lýgi, og þar af leiðandi fer Árni nú bráðlega að segja frn því sem heilög- um sannleika. Vill nú ekki Árni Ágústsson benda .'kkur á þá burgeisa, sem vilja styrkja „Verklýðsblað- ið" svo við getum sótt peningana til ];eirra(.!!)- En hafi Árni verið beðinn fyrir peninga til Verklýðsblaðsins, þá er víst að hann hefir ekki skilað þeim. En að draga sér peninga, sem menn eiga að skila til annara, heitir þjófnaður. En Árni getur huggað sjálfan sig og sagt: „Það er ekki verra en annað". O. F. Vinnukennsla í Sovétlýðveldunum. Eins og áður hefir verið sagt frá hér í blað- inu, er atvinnuleysi nú með öllu upprætt í Sovétlýðveldunum. Vöntunin á æfðum vélaiðu- aðarverkamöimum hefir gert sérstaklega vart við sig upp á síðkastið og er það skiljanlegt ef maður gerir sér grein fyrir hinni stórkostlegu þróun iðnaðarins. Jafnóðum og hinn geysimikli fjöldi nýrra verksmiðja og iðjuvera taka til starfa, þarf vitanlega að hafa útlærða véUðn- aðarmenn við hendina. Til þess að fullnægja þessari þörf verða á þessu ári útskrifaðir 1.200.000 verkamenn úr verksmiðjuskólunum, 500.000 af námskeiðum, sem miðstjórn atvinnumálanna lætur halda og a. m. k. 600.000 verkamönnum verður kennt í ýmsum verksmiðjum. Liðlega helmingur þeirra, sem kennt verður eru konur, því Sovétlýðveld- in eru eina landið í heiminum, þar sem konurn- ar njóta jafnréttis við karla og gegna jafnr framt sömu skyldum og þeir, sem taka virkan þátt í framleiðslunni, og dragast þannig loks til fullnustu inn í þjóðfélagslífið sem fullgildir þjóðfélagsmeðlimir, sem sýnir sig bezt í því, að þátttaka kvenna í öllum opinberum störfum vex hröðum skrefum ár frá ári. Það væri alrangt að láta sér detta í hug, að í Sovétlýðveldunum séu konurnar teknar inn í verksmiðjurnar í þeim tilgangi að fá ódýrari vinnukraft, eins og tíðkast í öllum auðvalds- lóndum. Síður en svo, því í Sovétlýðveldununa fá, allir sama kaup, sem stunda samskonar vinnu. Þjóðfélagsleg aðstaða kvenna í Sovétjýðveld- unum er stórkostlega merkilegt atriði, og mun .blaðið síðar birta grein um þetta efni. Kosaingabomba kratanna. • Leiðrétting. 1 greininni „Kosningabomba sósíaldemó- krata" í síðasta blaði, hefir fallið úr lína á ein- um stað, svo málsgreinin verður óskiljanleg. Frá næstsíðustu greinaskilum í greininni átti að standa: „Rússneskir sósíaldemókratar ætluðu að koma í veg fyrir verklýðsbyltinguna með því að ljúga því upp að Lenin og félagar hans væru þýzkir njósnarar. Með þessum fáránlegu lygum átti að villa rússneskri alþýðu sýn, svo hún héldi áfram að láta auðvaldið drottna yfir sér, héldi áfram blóðbaðinu gegn stéttabtræðr- um sínum. Margir trúðu þessu um stund — en Iygar sósíaldemókrata megnuðu ekki að hefta gang sögunnar" o. s. frv.

x

Verklýðsblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Verklýðsblaðið
https://timarit.is/publication/345

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.