Verklýðsblaðið

Útgáva

Verklýðsblaðið - 18.04.1931, Síða 1

Verklýðsblaðið - 18.04.1931, Síða 1
VERKLYÐSBIAÐIÐ ÚTGEFANDI: KOMMÚNIST.AFLOKKUR ISLANDS (DEILD ÚR A.K.) II. árg. Reykjavík 18. apríi 1931 16. tbl Alþýðan vill enga sambræðslu við íhaldíð Einræðisbröltið og stjórnarskrárbrotin ná hámarti sínu Heigulsháttur íhalds og krata. Krðfugöngur undir stjórn kommúnista. Burt með sultarstjórnina. Þingmenn reknir heim. Þriðjudaginn 14. apríl kl. 1 e. h. kom Alþingi uaman til að ræða vantraust það á ríkisstjóm- ina, sem íhaldið bar fram og sósíaldemókrat- arnír ætluðu að samþykkja. Þegar fundur hófst, las forsætisráðherra upp bréf mikið frá kóngi, er lýsti þing rofið og ákvað að kosningar skyldu fram fara 12. júní. Var þingmönnum þar með gefið til kynna, að þeir væru af þess- um erlenda embættismanni íslenzka auðvalds- íns sviftir umboði því, er mikill hluti þjóðar- innar veitti þeim með kosningunum 1927. Þingmönnum íhalds og krata brá mjög við þennan boðskap, því ýmsir munu hafa verið farnir að hugsa gott til glóðarinnar, að - láta gæðinga slna, — þá hina litlausu pólitiskt! —• setjast nú sameiginlega að krásum þeim og bitum, sem Framsókn skyldi nú rekin frá. Kom þeim öllum saman um að hér væri um hreint valdarán að raíða og þeir stæðu nú frarnmi fyr- ir einræðisstjóm, er með aðstoð konungsvalds- ins hefði hrifsað völdin af þinginu. Hefði þá legið næst fyrir þá að segja: „Við mótmælum allir þessu gerræði og víkjum héð- an hvergi, unz byssustingimir standa á oss“. En fulltrúar íslenzkrar borgarastóttar 1931 höfðu auðvitað ekki lengur snefil af því hug- rekki og snarræði, er einkenndi fulltrúa hinna framsæknu íslendinga 1851 eða fulltrúa frönsku borgarastéttarinnar 1789. Þingmenn íhalds og krata kölluðu að þetta væri valda- rán, stimpluðu ríkisstjórnina sem svikara og þjófa, — og fengu orðsöfnuð sinn jafn óþveg- inn til baka aftur frá hinni nýskipuðu konungs- stjórn. En af þingfundi fóra þeir, án bess hon- um væri slitið og kváðust mundu boða til funda um kvöldið. Alþvðan heimtar lýðveldi og nýja stjórn Strax um kvöldið voru haldnir mótmæla- fundir í Reykjavík, Hafnarfirði, Akureyri, Siglufirði og víðar. Kom það alstaðar í ljós, að alþýða manna var geysilega reið yfir aðförum stjórnarinnar og heimtaði af foringjum sínum það, sem sjálfsagt var, að krafan um íslenzkt lýðveldi yrði fram að ganga nú þegar. Á afar- fjölmennum fundi í Templarahúsinu í Reykja- vík sýndu fulltrúar kommúnistaflokksins fram á, að til þess að framkvæma myndun lýðveldis nú, yrði að kjósa bráðabirgðastjóm, er léti fram fara nýjar, almennar hlutfallslcosningar um land allt, þar sem allir yfir 21 árs hefðu kosn- ingarótt. Jafnframt yrði að svifta núverandi ríkisstjórn yfirráðum yfir útvarpinu, varðskip- um, símanum og bönkum, og setja það undir eftirlit alþýðu, koma upp verkamannaverndar- liði og lieyja allsherjarverkfall til mótmæla einn dag, 15. apríl. Sýndu kommúnistamir fram á, að ef það væri rétt, sem bæði Alþýðubiaðið og Morgunblaðið, bæði þingmenn og lögfræðingar íhalds og krata héldu fram, að stjórnin væri „einræðisstjóm“, fengi „konungsvaldið til að traðka á þingræðinu“ (Mbl.), „bryti sjtórnar- skrána með tilstyrk konungs“ (Alþbl.), þá væri hér um hreina uppreisnarstjórn og lögbrota- kóng að ræða, sem hvortveggja skyldu sett frá völdum og alþýðan yrði sjálf að skapa sér ráð 111 að framkvæma slíkt, því sambræðsluþingi íhalds og krata gæti alþýðan ekki treyst. Var rökum og ræðum kommúnista tekið ágætlega af áheyrendum, er skiptu hundruðum, en krataforingjarnir tóku þá að óttast afleið- ingamar af hinu róttæka glamri þeima sjálfra og lögðust fast á móti tillögum kommúnista og slitu fundinum áður atkvæði yrði talin um til- lögur kommúnista eða úrslitum lýst yfir. En eftir fundinn gengu yfir 1000 manns und- ir rauðum fána kommúnista í kröfugöngu upp að Sambandshúsinu til að mótmæla fasista valdaráni stjórnarinnar. Voru ræður haldnar við húsið og skorað á Jónas frá Hriflu að sýna sig, en hann sást hvergi. Heigulsháttur íhalds og krata. „það, sem hér hefir gerzt, er í raun og veru hrein stjórnarbylting, fram- kvæmd af æðstu valdsmönnum þjóðarinnar" Morgunbl. lö. apríl 1931. Áskoranir dundu nú yfir þingmenn frá kjós- endum þeirra hvaðanæfa af landinu að halda áfram þinginu þrátt fyrir geiræði stjórnarinn- ar, jafnvel koma á lýðveldi undir eins. Aðeins íhaldið á Akureyri, sem er kunnugt sem eitt- hvert þrællyndasta íhalds landsins, skreið í auð- mýkt fyrir „konungi vorum“ og vildi fyrir alla muni halda honum, í sama mund, sem Mogg- inn í æsingu hrópar: „Konungsvaldið hefir af- numið Alþingi!“ Fyrir þá þingmenn, sem sannfærðir voru um að hér væri um stjómarskrárbrot og valdarán og uppreisn ríkisstjórnar og konungs að ræða, Frh. á 2. síðu. Þingmeirihluti íhalds og krata hafa lýst því yfir, að þeir gætu myndað stjórn með stuðn- ingi 21 þingmanns og hlutleysi tveggja. Þar með hafa kratarair lýst sig reiðubúna til sambræðslu við íhaldið. Það er sem ekki eigi það af krötunum að ganga, að ljá til skiptis lið hinum borgaralegu flokkum auðvaldsins íslenzka til að mynda þá ríkisstjórn, er reki hagsmuni útlenda og inn- lenda auðvaldsins gegn íslenzkri alþýðu. Loksins hefir reiðin meðal alþýðunnar knúð foringja Alþýðuflokksins til að segja upp holl- ustu við þá ríkisstjórn, sem ofsótt hefir for- vígismenn verkalýðsins, flæmt þá burt úr skólum og stöðum, sem ekki vildu lúta henni. bannað félög verkalýðsins, þrýst niður kaupi hans, neitað honum um mannréttindi og pínt hann með sköttum og skyldum, en gefið auð- mönnunum eftir að sama skapi. En ekki er Alþýðusambandsstjómin fyrr bú- in að láta undan óánægju alþýðu í þessu máli, en hún fer að semja við íhaldið til að tryggja sér áfram stöður sínar í hinu borgaralega þjóð- félagi. Og nú er sem Alþýðublaðið gleymi allt í einu hverskonar flokkur þetta íhald sé og íhaldið notar sér þá gleymsku óspart til að reyna að blekkja alþýðuna um að nú séu engir flokkar lengiu’ til í kaupstöðunum, nema einn móti Framsókn, nú sé um að gera að tengjast sam- tökum gegn „bændavaldinu“ og jafnvel sumir Alþýðuflokksleiðtogamir láta glepjast á þessu. Nei! íhaldið nefir í engu breytzt, þótt Fram- sókn hafi sýnt innra eðli sitt betur. Ihaldið er ennþá aðalflokkur auðvaldsins íslenzka, flokk- ur arðræningjanna, sem ekki hika við að svelta verkalýðinn þegar þeim bíður svo við að horfa. íhaldið er enn flokkur ríkislögreglunnar og Krossaness-Manganna, kosningafalsaranna og sjóðþurðarþrjótanna.Jóhannesanna og Thorsar- anna.íhaldið er ennþá hættulegasti andstæðing- ur alþýðu, þótt það hafi getað látið Framsókn með aðstoð kratanna framkvæma hermdarverk sín gegn alþýðu síðustu árin, og sjálft setið hjá og reynt að blekkja alþýðu um hið sanna inn- ræti sitt. Þessvegna vill alþýðan enga sambræðslu við íhaldið. Alþýðan vill hvorki íhald né Framsókn, ekk- ert samband við auðvaldsflokka. Meðan auð- valdsskipulagið stendur, getur auðvaldið og flokkar þess sjálft séð um að stjórna því. Al- þýðan berst á móti auðvaldsskipulaginu og öll- um þess flokkum og ríkisstjórnum. Séu leiðtogar alþýðu orðnir svo spilltir af samvinnunni við borgaralega flokka — orðnir svo tengdir hinu borgaralega þjóðfélagi, að þeir verði að styðja auðvaldsstjórnir þess, hvort sem þær kenna sig við Framsókn, Ihald eða hlutleysi(!), — þá eru þessir „leiðtogar" engir foringjar alþýðu lengur, heldur útverðir og umboðsmenn auðvaldsskipulagsins í herbúð- um alþýðu. Og það eru sósíaldemókratar örðnir hér á Islandi sem annarsstaðar úti um heim.

x

Verklýðsblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Verklýðsblaðið
https://timarit.is/publication/345

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.