Verklýðsblaðið

Tölublað

Verklýðsblaðið - 25.04.1931, Blaðsíða 1

Verklýðsblaðið - 25.04.1931, Blaðsíða 1
VERKLYÐSBIAÐIÐ ÚTGEFANDI: KONMÚNISTAFLOKKUR ISLANDS (DEILD ÚR A.K.) II. ápg. Reykjavík 25. appíl 1931 18. tbl Einræðisstjórnin ♦ Loddaraleikur Ihalds og krata. Lýðveldiskröfurnar þagnaðar. Á einræðisstjórninni hefir orðið sú breyting, að Sigurður Kiistinsson forstjóri S. í. S. hefir verið tekinn inn í stjómina í stað Jónasar og Eiriars Árnasonar. Einræðisstjómin virðist nú talsvert fastari í sessi en áður. Lýðveldiskröf- ur íhalds og krata eru nú algerlega dofnaðar, þai’, sem þeir hafa komizt að þeirri niðurstöðu, að ekki væru til neinar „löglegar“ leiðir til að gera lýðveldisbyltingu (!!). — „Hvenær er bylting lögleg? Þegar hún heppnast". Þessi ein- faldi bamalærdómur, eins og hann er orðaður af Ágúst Strindberg, virðist hafa verið heldur óljós fyrir „löglegu“ byltingarhetjunum, Ihalds- mönnum og krötum. Koriungurinn rýfur þing og skipar einræðis- stjóm. Stjórnarskráin er brotin. Hér á landi situr engin lögleg stjórn. Allt þetta er viður- kennt af íhaldsmönnum og krötum. — Hverju svara svo þessar hetjur lögleysunum? Þær krjúpa fyrir konunginum, sem fremur lögbrot- in, ávai*pa hann allra þegnsamlegast, og biðja hann að vera svo náðugan að lofa hinu löglega þingi að starfa áfram! Konungurinn svarar auðvitað neitandi. Alþýðuflokksforkólfamir bjóða íhaldsmönnum að mynda með þeim sam- eiginlega stjórn og halda, áfram þinginu, ef nægilegur þingmeirihluti fáist. Og Gunnar á Selalæk er beðinn ásjár. Hann neitar. Þá þyk- jast þeir ekki hafa nægilegan meirihluta, vegna þess að án Gunnars fáist ekki meirihluti í neðri deild! Kratarnir þykjast nú vera að barma sér yfir því að íhaldið hafi gugnað í lýðveldiskröfunni. Heyr á endemi! Bæði íhaldsmenn og kratar gugnuðu, þegar á fýrsta degi. Halda þeir að nokkur verkamaður sé svo skyni skroppinn, að harin hafi tekið gaspur þeirra um „löglegu“ byltinguna alvarlega? Þeg-ar kommúnistar bentu á einu mögulegu leiðina til að koma lýð- veldinu í framkvæmd, ætluðu þeir að ærast, og flettu þannig strax af, sér grímunni að kvöldi þess dags, sem þeir göluðu sem hæzt. Daginn eftir gáfu þeir út kjörorðið í Alþýðu- blaðinu, sem lengi mun í minnum haft: „Fylkið ykkur um þingmeirililutann í þessuni málum“. Kommúnistar bentu strax á það, að þingmeiri- hluti, sem samsettur væri af 17 íhaldsmönnum og 5 krötum, mundi reynast harla ónýtur til þess að koma á lýðveldi á íslandi! Og það liðu heldur ekki margir dagar áður en það sýndi sig, að þeir höfðu rétt fyrir sér. Þessi ósvífna og klunnalega tilraun krat- anna til þess að villa alþýðuna af brautum stéttabaráttunnar' og fá hana til að trúa og treysta versta fjandaflokk sínum, íhaldsflokkn- um, ætti seint að fyrnast í hugum íslenzkra verkamanna. Iiversvegna grípur íslenzk horgarastétt til ráða fasismans? Undanfarin 4 ár hafa sósíaldemókratar alið fasismann við brjóst sér. f hverju landinu á fætur öðru hefir þingræðið reynst éfært tii þess að vemda auðvaldsskipulagið. f hverju landinu á fætur öðru hefir borgarastéttin orð- ið að grípa til einræðis fasismans, eftir því sem kreppumar hafa harnað, og dauðinn hefir sett merki sín á allt atvinnulíf auðvaldsins. Svo reyndist það e innig hér á landi. f bók þeirri, sem Kommúnistaflokkurinn er nú að gefa út: „Hvað vill Kommúnistaflokkur íslands“ og rituð var á fyrra ári, er sagt að hinar tiltölu- lega friðsamlegu stjórnaraðferðir íslenzkrar borgarastéttar myndu „brátt víkja fyrir öðr- um ofsalegri og herskárri". Þetta hefir, nú komið á daginn fyr en varði. Löngu eftir að Framsóknarstjómin tók að gi’ípa til i óttækra fasistiskra ráðstafana, studdu kratarnir- hana sem fastast. Hún rak verkalýðssinna úr skólum og sjúkrahúsum, hún fangelsaði foi’ingja verka- manna, hún sigaði lögreglu á verkfallsmenn, og kratarnir gerðust henni raunverulega samá- byrgir um allt þetta. — Og nú hefir hún í um- boði brezka f jármálaauðvaldsins tekið sér ein- ræði, til að stöðva allar verklegar framlcvæmd- ir, og berja niður allar kröfur hins sveltandi verkalýðs. Eftir öllum sólannerkjum að dæma, hefir hún skuldbundið sig að láita enga ríkisá- ábyrgð í té, nema með leyfi Hambros Bank. Engin Sogsvirkjun, engin síldarsala til Rúss- lands, engar opinberar framkvæmdir. Það er Ilambros Bank, sem stjórnar með Framsóknar- stjórnina sem verkfæri. Hvers væri að vænta af sambræðslustjóm íhalds og krata? íslenzk borg’arastétt, er hagsmunalega ger- samlega samfléttuð erlenda auðvaldinu. íhalds- flokkurinn er kjarni íslenzku auðdrottn- anna, og er þess vegna í sterkustum tengslum við brezka fjármálaauðvaldið. Þegar kratarnir eru að telja alþýðunni trú um að sambræðslu- stjórn íhalds og krata myndi bjóða Hambros Bank byrginn og láta ríkisábyrgðir í té, þrátt fyrir bann brezka auðvaldsins, þá er það hin argasta blekking. Slík stjórn myndi verða jafn þægur þjónn erlenda valdsins og sú, er nú situr. Hver trúir því að íhaldið fari nú allt í einu að leggja sig í líma til að útvega fé til verka- mannabústaða ? Hver trúir því, að íhaldsmenn myndu, ef þeir ynnu mjög á í næstu kosningum eða kæmust jafnvel í meirihluta, fara að samþykkja stjóm- arskrárbreytingar, er steyptu þeim sjálfum af stóli?. Nei, þeir myndu sitja fegnir við kjöt- pottana í fjögur ár. íslenzk alþýða er nægilega lengi búin að hlusta. á blekkingar kratanna. Nú, þegar blekk- ingaraar hafa tekið á sig svo fáránlega mynd, að verkamenn eru hvattir til að styðja versta fjandaflokk sinn, sem þeir eru daglega í návígi við, er tími til kominn að hætta að láta for- ingjana hugsa fyrir sig. íslenzk alþýða verður sjálf að velta af sér ok- Miljónaþjófarnir „Um y2 rnilj. kr. á ári eykur þetta vaxta- og afborgunarbyrði ríkissjóðs. Töp erlenda hlutafjárbankans — ís- landsbanka —, sem þingið varðaði ekki framar en Alþýðubrauðgerðina, hvíla nú á ríkissjóði með y2 miljónar króna þunga á ári hverju" Hannes .Tóusson í Tímanum 4. apríl 1931. í fyrra þegar umræðum var lokið á þingi um íslandsbankamálið, finnst Tryggva Þórhallssyni full ástæða til að standa upp og lýsa ánægju sinni yfir hinni dásamlegu úrlausn málsins, er fengist hefði. Honum fannst það ánægjulegt „að geta sýnt, að þó að við Islendingar deilum innbyrðis, þá getum við þó orðið sammála og tekið höndum saman þegar mikið liggur við“. Og Tryggvi Þórhallsson tók sér í munn það, sem kveðið var til forna um Einherja: „Val þeir kjósa . og ríða vígi frá sitja meir of sáttir saman“. (Alþ.t. 1930, B. 7. hefti). Tæpt ár er liðið frá því, að „fulltrúar íslenzku þjóðarinnar" léku þennan sorglega skopleik í sölum Alþingis frammi fyrir alþjóð. Tvenns- konar eru afkvæmin, sem hin „dásamlega úr- lausn“ bankamálsins hefir fætt af sér á þess- um skamma tíma. Annað er „hinn mikli sigur“ Alþýðuflokksins (sbr. ræður Ólafs Friðriksson- ar), þegar honum tókst að flytja forseta sinn ofan úr Alþýðubrauðgerðinni niður í banka- stjórasæti hins enaurreista íslandsbanka. Hitt Nei máske engu veigaminna — það, að alþýðan íslenzka verður að greiða í afborganir og vexti fimm hundruð þúsund krónur á ári vegna fyrir- tækis, sem hana varðaði ekki framar en Al- þýðubrauðgerðina. Aftur kom Alþingi saman, Leikararnir frá því í fyrra voru enn mættir, sumir ef til vill ofurlítið umfangsmeiri en árinu áður. Annar þáttur skrípaleiksins hófst. — Þá er sögunni þannig komið að ríkisbú íslenzka auðvaldsins stendur á barmi gjaldþrotsins. Ríkissjóðskass- inn er þurausinn. Fleiri miljóna króna tekju- halli er á rekstri ríkisins, þrátt fyrir það, að tekizt hefði að hafa yfir 15 miljónir króna af fátækri alþýðu þessa lands með svívirðilegum tollum og sköttum. Geigvænlegt atvinnuleysi er dunið yfir. Engar verklegar framkvæmdir eru framundan. — Það væri synd að segja, að hlutverk skrípa- leikaranna á Alþingi sé ekki orðið vandasam- inu, og láta blekkingapostulana sigla sinn sjó. íslenzk alþýða verður að sameinast til að koma á verkamanna- og bændastjóm, sem leggur framleiðslutækin undir alþýðuna og skapar at- > vinnu og brauð. — Undir forustu Kommúnista- flokks íslands mun íslenzk alþýða sigra. Þessvegna verður alþýðan að gera Komrnún- istaflokkinn að flokki allrar alþýðu. Allir stétt- vísir verkamenn fylkja sér um Kommúnista- flokkinn og ljá engum öðrum floklci atkvæði 1 sitt við nséstu kosningár, hvar sem kostur er.

x

Verklýðsblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Verklýðsblaðið
https://timarit.is/publication/345

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.