Verklýðsblaðið

Tölublað

Verklýðsblaðið - 01.05.1931, Blaðsíða 4

Verklýðsblaðið - 01.05.1931, Blaðsíða 4
Alþýðan gengur til kosninga. Frh. af 1. síðu. iynda ennþá 10 stunda vinnudag. Meðan verka- lýðurinn verðui* að strita í 10 stundir fyrir ó- nógu viðurværi handa sér og sínum, vantar hann skilyrði til að þroska sig úndir þá bar- áttu, sem hann á fyrir höndum. Og á meðan geta pólitískir spekulantar ruglað hann í stétt- arkröfum hans og sundrað samtökum hans með háværum slagorðum, er geta hljómað býsna fagurlega í eyrum þeirra, sem lifa í trú, en ekki í skoðun. Þið munið nú ef til vill segja, að nú sé ekki svo mikil vinna, að þörf sé á því að stytta vinnudaginn. En það er ekki síður þreytandi að leita að vinnu og fá hana ekki, en að vinna í 10 stundir. Ög því styttri sem vinnudagur- inn er; því fleiri vinnudagar. En dagkaupið má ekki vera Iægra en það er nú. 8 stunda vinna þegar vinnu er að fá og 8 stunda vinnuleit þegar enga vinnu er að fá, er áreiðanlega nóg- ur þrældómur fyrir þann sem berst í bökkum fneð að sjá fyrir sér og sínum, þótt dagkaupið — kr. 12,36 —, haldist óbreytt. Verkamenn og verkakonur! Ég hefi tekið hér til meðferðar tvær kröfur, sem við getum ö'll fylkt okkur um hvaða skoðun sem við ann- ars höfum á hinum svonefndu stjórnmálum. Og þegar við erurh farin að berjast fyrir þess- um kröfum sameiginlega, finnum við brátt fleiri sameiginlegar kröfur til að berjast fyrir. Og fyrr en okkur varir finnum við, að öll okk- ar daglega barátta fyrir daglegu brauði, er stéttabarátta fyrir sameiginlegum kröfum á hendur sameiginlegum andstæðingi. Þá finnum við að í sameiningu okkar býr mátturinn, sem megnar, að bera til sigurs kröfur okkar og sækja rétt okkar í hendur yfirráðastéttinni og við þurfum ekki á hjálp smáborgaralegra stjórnmálaspekulanta að halda. Fylkjum liði í dag um kröfur okkar! Guðjón Benediktsson. Landsmál í íltvarpið. Á að útiloka Eommúnistaflokkinn? Sjálfstæðisflokknum, Framsóknarflokknum og Alþýðuflokknum hefir verið boðið að tala um landsmál í Útvarpið næstu viku. Er hverj- um flokki ætlaðir tveir tímar til ræðuhalda. Þar sem Kommúm'staflokknum hefir ekki verið boð- ið hefir flokkurinn sent útvarpsráðinu eftir- farandi bréf: Samkvæmt símtali í dag við formann út- varpsráðsins, herra Helga Hjörvar, viðvíkjandi umræðum um Iandsmál í Útvarpið í Reykja- vík, leyfum vér oss hérmeð að fara þess á leit við útvarpsráðið, að það veiti Kommúnista- flokki Islands jafnlangan ræðutíma í útvarpið og hinum flokkunuim er hafa frambjóðendur í kjöri .við Alþingiskosningar þær, er í hönd fara. Það skal tekið fram, að Kommúnistaflokkur Islands hefir frambjóðendur í kjöri við kosn- ingarnar 12. Júní í öllum stærstu verklýðskjör- dæmum landsins. Þar sem umræður eiga að hefjast nú eftir helg-ina, óskum vér þess að útvarpsráðið sendi oss svar sitt hið bráðasta. Virðingarfyllst, Kommúnistaflokkur íslands. Kratarnir vilja ekkert samkomulag 1. maí. Kommúnisitaflokkurinn hefir gert ítrekaðar tilraunir til að ná samkomulagi við kratana um hátíðahöld 1. maí. En þeir hafa neitað allri samvinnu, sldlyrðislaust. • Er þetta hörmulegur vottur, um klofnings- starfsemi kratanna á verklýðshreyfingunni. — Lýstu þeir því yfir, að þeir vildu gera daginn ao" kosningafundardegi fyrir klíku sína. Verkamenn! Þannig er sameiginlegur bar- áttudagur ykkar vanvirtur. Fylkið ykkur um samkomur Kommúnista- flokksins. 1. maí Kvöldskemtftiiti i K.-R. húsinu föstud. 1. mai kl. 9 e- h. Til sketntunar verður: 1. Hljómsveit spilar Alþjóðasöng jafnaðarmanna. 2 Brynjólfur Bjarnason: Ræða. 3. Hljómsveitín spílar úrvalslög. 4. Blástakkar (leikhópur verkamanna sýnir leik). 5. Ingibjörg Steinsdóttir: Upplestur (ný alþýðukvæði). 6. Geovanni Otto: Töfrasýningar. 7. Eggert Þorbjarnarson: Ræða. 8. Blástakkar sýna tvo nýja leiki. 9. Söngflokkur verkamanna. D A N S Hljómsveit frá Hótel ísland spilar fram eftir nóttu. Aðgöngumiðar á 2 krónur verða seldir í Bókavérslun Alþýðu, Lækjargötu 4 í Hljóðfærahúsinu Austurstræti 1 og á Laugaveginum, í Bókaverslun Sigfúsar Eymundssonar og við innganginn. Reykjavíkurdeild Kommúnistaflokksins — F. U. K. Kommúnistiskt vikublað í Borgarnesi. Kommúnistasellan í Borgarnesi er nú orðin rajög- fjölmenn. 1. apríl hóf göngu sína fjölrit- að blað, sem sellan gefur út og heitir „Hamar og sigð". Hefir það komið út vikulega síðan. Blað þetta er mjög vel skrifað og í því eru margar ágætar greinir um verklýðsbaráttuna. 14. apríl flutti blaðið eftirfarandi grein um skrípaleik borgaraflokkanna: UppreJsnin breiðist svo ótt yfir landið ... Ja, það má nú segja! Sjálfstæðismennirnir ganga nú í krófugöngu í Reykjavíkurbæ, um þessar mundir, og láta dólgslega. Sósíaldemó- kratar rísa upp á Alþingi og hrópa: Niður með konunginn og ríkisvaldið! Þessir þrír þingflokkar eru nú að leika þann skrípaleik frammi fyrir alþýðu manna, er seint mun gleymast í baráttu alþýðunnar. Eins og allir vita eru Ihalds- og Framsóknarflokkurinn, tveir borgaraflokkar, er berjast um það hver eigi að hafa völdin á hverjum tíma, til að geta tryggt ríkisvaldinu aðstöðuna í baráttunni gegn verkalýðnum og hans kröfum. Sósíaldemókrat- ar eru hinsvegar flokkur, sem stendur saman af verkamönnum, sem ekki eru enn búnir að koma auga á hina réttu leið til sigurs. Og foringjar þessa flokks kasta ryki í augu verkalýðsins og reyna að halda verkamönnum sem lengst frái þeim sannleika, að allsherjarbylting öreigalýðs- ins sé hið eina, sem getur kollvarpað auðvalds- skipulaginu. En alþýðan íslenzka lætur ekki af þessu upp- reisnarfálmi þeirra þingflokka, sem núi eru valdasjúkir á líkama og sál, og haga sér eins og í sögunni um tvær vinnukonur, sem báðar fengu ást á eiginmanni húsmóður sinnar, en treystu sér ekki til að beita hana valdi, vegna þess að báðar voru vanfærar, en fóru út á torg cg gatnamót, rifu hár sitt og æptu mikið, tóku síðan léttasótt, og varð barn annarar vanskapn- ingur en hitt hálfviti. Og enginn vafi er á að Ihaldið og kratarnir sefast, þegar þeir hafa orðið léttari af þeim uppreisnaranda, sem þeir ganga nú með, og halda síðan áfram að beita alþýðuna ofbeldi með þingræðinu og öðru slíku. Guðsþjónusta 1. maí. I Hafnarfirði hafa kratarnir ákveðið að 1. rnaí hátíðahöldin skuli hefjast með guðsþjón- ustu! Mun slíkt áreiðanlega vera einsdæmi í sögu 1. maí og þykir vafalaust saga til næsta | bæjar. NÝ BÓK Hvað víll Kommúmstaflokkur Islands? Kemur út í dag. Frá stofnþingi K. F. 1. Til íslenzkrar alþýðu. 9) Bók þessi er f jórar arkir í sama broti og „Iðunn", og kostar kr. 1,25. í bók þessari eru gefin skýr svör við mikilvægustu vandamálum íslenzkrar verk- lýðshreyfingar, gerð grein fyrir eðli og þróun íslenzkra atvinnumála og stefnu og starfsaðferðum Kommúnistaflokks íslands, lýst mjög greinilega. Fsest í Bóka/verzlim Alþýdn Lækjargötu 4

x

Verklýðsblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Verklýðsblaðið
https://timarit.is/publication/345

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.