Verklýðsblaðið

Issue

Verklýðsblaðið - 09.05.1931, Page 1

Verklýðsblaðið - 09.05.1931, Page 1
ÚTGEFANDI: KOMMÚNISTAFLOKHUR ISLANDS (DEILD ÚR A.K.) II. árg. Reykjavík 9. maí 1931 20. tbl. Til alþýðu á Islandi til sjáyar og* syeita Stefnuskrá Koramúnistaflokksins við kosningarnar 12. júní Kosningar standa fyrir dyrum. Þeim hluta alþýðunnar, sem hinar ríkjandi stéttir leyfa að kjósa, gefst nú tækifærí til að láta í ljósi skoð- un sína á hverri stefnu þeim beri að fylgja í þjóðfélagsmálum. ' Á slíkum alvörutímum, sem nú eru, fyrir alla menn og konur af vinn- andi stéttum, ber hverjum einasta verkamanni og fátækum bónda, hverri einustu verkakonu til sjávar og sveita, að rannsaka hið ríkjandi skipulag og verk og innræti stjórnmálaflokk- anna, til þess síðan að skipa sér þar í orust- una, sem þeim hæfir samkvæmt hagsmunum þeirra og hugsjónum. Á íslandi ríkir auðvaldið, drottnunarvald auð- mannastéttarinnar, sem hefur í höndum sínum alla togara og gufuskip, allar venksmiðjur og verkunarstöðvar,- samgöngutæki og verzlun. Auðmannastéttin hefur ríkisvaldið í sínum höndum og stjómar með því bönkum og öðrum ríkisreknum fyriríækj um, að meðtöldum skól- um og öðrum andlegum útbreiðslustofnunum þess. Með eignavaldi sínu á framleiðslutækjun- um arðrænir auðmannastéttin verkalýð lands- ins svo gífuriega, að hann eignast aldrei neitt, en sligast undir fargi fátæktar og skuldabyrði alla sína æfiv Aðeins á árunum 1928 og 1929 nam gróði reykvískra auðmanna á vei'kalýðn- um 18 miljónum króna að þeirra eigin uppgjöf. Aðeins eitt einasta auðfélag, Kveldúlfur, á fjórða hlutann af öllum útflutningi íslands og arðrænir verkalýð og smærri fiskframleiðendur um miijónir króna. Með aðstoð bankanna þræl- bindur erlent og innlent auðvald fátæka bænd- ur og smáframleiðendur á skuldaklafa sinn, svo þeir fá aldrei í'isið undir því fargi er á þá legst sakir hárra rentna og fallandi verðs á fram- leiðslu þeirra. Þegar atvinnurekendur, kaupmenn og bank- ar síðan ekki geta arðrænt verkamenn og fá- tæka bændur frekar, reka þeir þá burt frá vinnustöðvunum og jörðunum og ofurselja þá atvinnulausa neyðinni og örbyrgðinni á mölinni eða miskunnarleysi steitastyrkjanna og hreppa- flutningsins. Slík er kúgun sú og rangindi, sem hinn vinnandi lýður til lands og sjávar er beitt- ur, en arðinn af vinnu hans hirða innlendir og erlendir auðmenn og rífast um ránsfenginn inn- byrðis. Aldrei hefir þó óstjórn og kúgun auðvaldsins keyrt svo fram úr hófi sem nú. Eðli braskþjóð- félagsins hefnir sín öðru hvoru á því sjálfu, en auðvitað sér auðmannastéttin um að láta þá hefnd koma niður þar sem síst skyldi, á verka- lýð og fátækum bændum, unz alþýðan sjálf tekur í taumana. Hinir hættulegu afleiðingar braskframleiðslunnar, sem aðeins framleiðir til að reyna að græða á því á fallvöltum markaði, en ekki til að fullnægja útreikningunum og skipulögðum þörfum lýðsins, koma nú hræði- lega niður á allri íslenzkri alþýðu. Verðfallið á fiski og fiskafurðum, síld og síldarlýsi, ull og gærum hefir nú þegar gert hinn mesta óskunda. Auðmannastéttin veltir afleiðingunum yfir á alþýðuna með því að auka atvinnuleysið, svelta verkalýðinn, lækka kaupið, flæma bænaurna frá jörðunum, hækka tollana og svifta alþýðu öll- um hlunnindum eða réttarbótum. Og allar verða þessar aðgerðir auðvaldsins til að auka enn meir á kreppuna sjálfa og neyð þá, er óhjá- kvæmilega fylgir henni. Jafnframt búa stórlaxamir, hákai'lai' brasks- ins, sig undir að græða á kreppunni og ganga sterkari og voldugi’i út úr henni en inn í hana. Eru því smærri og fjárminni fyrirtækin gerð gjaldþrota og eigur þeirra seldar ódýrt, svo stóriaxamir, beint og óbeint með aðstoð bank- anna, geti hremmt þær inn í hringa sína og stjórnað þeim upp frá því. Kreppan færir því vinnandi stéttunum at- vinnuleysi og örbirgð, en auðmannastéttinni aukin völd og vaxandi gróðamöguleiki, ef hún yfirstígur kreppuna á annað borð. Fulltrúar auðvaldsins í stjórnmálalífinu eru borgaralegu stj ómmálaflokkamir. íhaldsflokkur sá, sem uppnefnir sig „Sjálf- stæðisflokk", er öllum lýð kunnur af stjórn sinni 1924—27. Hann er brennimerktur í stjórnmálalifinu sem flokkur ríkislögreglunnar og gerðardómanna, flokkur vaxtaránanna og sjóðþurðanna, flokkur kosningasvikanna og bankabrasksins. En í atvinnumálunum er hann hinn útvaldi fulltrúi arðræningjanna, enda sitja í miðstjórn hans fulltrúar og stjórnendur okur- félagsins Shell, auðhringsins Kveldúlfur, stór- kaupmannavaldsins, braskbankans fyrverandi og hæstlaunuðu embættismanna auðvaldsins, — og engir aðrir. Ættu engir verkamenn né vinn- andi bændur að glepjast á að kjósa þennan brennimerkta flokk íslenzka, danska og enska auðvaldsins. „Framsóknarflokkurinn" studdist í síðustu kosningum við bændur og millistétt kaupstað- anna og hafði náð trausti og fylgi jafnvel fá- tækari bænda með því að þykjast ætla að vinna að hagsmunum þeirra og einkum þó hugsjón samvinnustefnunnar. Ifét hann öll fögm og eru upprunalegu tillögumar hans um byggingar- og landnámssjóðinn gott dæmi loforðanna. En nú hefir „Framsókn" stjórnað í 4 ár og endir- inn er sá, að atvinnuástand allt er hið hörmu- legasta, sem verið hefir um langan aldur, skuldir bænda vaxa, afurðir þeirra falla, ríkis- sjóðurinn þurausinn og óyfirstíganleg vand- ræði fyrir höndum. 1 stað þess að losa bændur við farg kaupstaðaauðvaldsins hafa þeir þvert á móti verið þrælbundnir á bankaskuldaklafa þess og ginntir með gyllingum um ódýr lán. En auðvaldið hefir leikið lausum hala óáreitt cg hefir á stjórnarárum „Framsóknar“ (1928 —1929) grætt með mesta móti á að arðræna alþýðu, enda hafa því verið gefnir eftir skatt- arnir, þegar alþýðunni hefir verið íþyngt hvað mest með tollum. I stað þess að gera sam- vinnufélög bænda og verkalýðs drotnandi yfir auðvaldsvei-zluninni með því að brjóta vald stóriaxahna á bak aftur, hefir „Framsókn“ ]ivert á móti gert samvinnufélögin og samband þeirra fjárhagslega háð auðvaldinu og bönk- um þess og ofurselt þau þannig grimd og hatri íhalds og auðvalds, þegar skuldir þeirra auk- ast sökum kreppunnar. Og samtímis og sam- hliða verða síðan ríkisstjóm og samvinnufélög þau, sem Framsókn þannig ofurselur auðvald- inu, verkfæri í hendi auðmannastéttariimar til að lækka laun verkalýðs eins og átakanlega hefir komið á daginn. Þannig hefir „Fram- sókn“ alveg ofurselt sig auðvaldinu, enda virð- ist hún einkum og sérstaklega lúta boði og banni brezka bankavaldsins. Til þess að hindra frekari framsókn þeirrar alþýðu, er hún hefir svikið og selt, reynir „Framsókn“ með ofbeldi að bæla niður starfsemi kommúnista í opinber- um stofnunum (skólum, heilsuhælum), ofsækja forvígismenn þein-a, og að lokum hefir hún reynt að kúga allan verkalýð með einskonar allsherjar útilokun frá vinnu, sem felst í neit- un ríkisábyrgðar fyrir Sogsvirkjun og fleiri nauðsynjaatvinnu, í lokun veðdeildar og stöðv- un allrar vinnu af hálfu hins opinbera. Miðar árás þessi á líf og atvinnu verkalýðsins bein- línis að því að gera hann meirari og eftirláts- samari í baráttunni við auðvaldið. „Framsókn" hefir því dyggilega rekið erindi auðvaldsins og ber engum vinnandi manni til sjávar eða sveita að ljá henni fylgi sitt. 1 Alþýðusambandi Islands eru það ekki verkamennimir sjálfir, sem með völdin fara, heldur lítil klíka manna, sem í krafti peninga- valds síns í flokknum hafa hrifsað til sín blað alþýðu og þannig öðlast áhrif og völd og halda þeim síðan við með ofbeldi og lababrotum í sambandinu. Útiloka þeir ýms tryggustu félög verkalýðsins, en taka viðurkennd svikarafélög í staðinn. Ennfremur reka þeir ýmsa trygg- ustu og fórnfúsustu forvígismenn verkalýðsins úr félögunum, kljúfa þau eða neita um upptöku, og loks nær ofbeldi þeirra hámarki sínu, er þeir með svokölluðum „lögum“ reyna að úti- loka kommúnista frá öllum trúnaðarstöðum í verklýðshreyfingunni. Sú klíka sósíaldemó- krata, er nú sem stendur ræður Alþýðuflokkn- um, samanstendur af hálaunuðum embættis- mönnum og auðhringjastjórum. Hefir pólitík þeirra verið innifalin í því undanfarin 4 ár að styðja „Framsóknarstjórnina“ í öllum hennai' fjandskap við verkalýð, tollahækkun og öðru slíku og eru því henni samsekir. Síðan hafa þeir brætt sig saman við erkifjendur verka- lýðsins, íhaldið, og predika nú á gatnamótum Reykjavíkur að baráttan standi milli bæja- valds og sveitavalds, milli Reykvíkinga og bændavalds. Hjálpa þeir þannig íhaldinu til að ala upp fasistalýð í Reykjavík til höfuðs bænd- um og verkalýð, rugla reitum við íhaldið svíkja stéttabaráttu allrar alþýðu á íslandi, í kaup- stöðum og sveitum, gegn ofui-valdi Reykjavík- urauðmannanna og stéttarbræðrum og kump- ánum þeirra út um land. Þessi höfuðglæpur sósíaldemókrata gagnvart frelsisbaráttu alþýðu kórónar öll afglöp þeirra á síðustu fjórum ár- um' og sýnir hve óhjákvæmilega þeir eru tengdir og ofurseldir auðvaldinu, hugsunar- hætti þess og hagsmunum. Enda eru þeir pen- ingalega studdir til starfs síns af því alls- her j arsambandi sósíaldemókrata, sem svikið

x

Verklýðsblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Verklýðsblaðið
https://timarit.is/publication/345

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.