Verklýðsblaðið

Tölublað

Verklýðsblaðið - 09.05.1931, Blaðsíða 2

Verklýðsblaðið - 09.05.1931, Blaðsíða 2
 hefur verklýðshreyfinguna um allan heim, kæft frelsisbaráttu alþýðunnar í blóði og reynt bæði leynt og ljóst að spilla fyrir viðreisnar- og uppbyggingarstarfi alþýðunnar í Ráðstjórn- arríkjunum. Að treysta íhaldi, „Framsókn“ og krötum fyrir forustu í frelsis- og lífsbaráttu íslenzku alþýðunnar er að ofurselja sig óvininum fyrir- fram. Sá eini flokf.ur, sem stendur með alþýðunm í allri baráttu hennar gegn auðvaldinu og skipulagi þess, er Kommúnistaflokkur Islands. Hann hefir engra annara hagsmuna að gæta en sameiginiegra hagsmuna allra vinnandi stétta í nútíð og framtíð. Hann er deild úr því Al- þjóðasambandi kommúnista, sem stjómar frelsisbaráttu verkalýðsins og fátækrabænda um allan heim. Undir forustu þessa sambands og hinnar rússnesku deildar þess hefir alþýða Ráðstjórnarríkjanna unnið sigur sinn á heims- auðvaldinu og byggir nú upp hið glæsilega framtíðarland sósíaiismans, meðan auð- valdsskipulaginu hnignar dag frá degi og fjör- brot þess kvelja alla alþýðu. Aðeins undir for- ustu kommúnista hefir verkalýð og bændum tekist að hrinda auðvaldinu frá völdum, af- nema atvinnuleysið og bæta kjör lýðsins, gera alþýðuna frjálsa og volduga, ráðandi sjálf yfir lífsskilyrðum sínum, framleiðslu og vinnutækj- um. Aðeins undir forustu kommúnista hefur samvinnu- og samyrkjuhreyfing oændaalþýð- unnar orðið fjárhagsleg og menningarleg ljrítistöng fyrir fátæka bændur og landbúnað- inn, þar sem auðvaldið allsstaðar annars hefir hremmt samvinnufélögin og spillt þeim. Þessvegna hvetur hinn ungi Kommúnista- flokkur íslands alla alþýðu til baráttu gegn auðvaldsskipulaginu á Islandi og öllum vernd- arflokkum þess hverju nafni, sem þeir nefn- ast, hvaða grímu, sem þeir bera. Hann hvet- ur hana til að fylkja sér um baráttustefnu- skrá Kommúnistaflokksins, fyrst og fremst um brýnustu stundarkröfumar svo sem: Afnám allra tolla og óbeinna skatta. Allar skattbyi’ðamar séu lagðar á auðmenn- ina. Atvinnuleysis-, sjúkra-, örorku-, slysa- og ellitryggingar, svo fullkomnar, að þeim, sem njóta styrks þeirra séu tryggð full daglaun. 7 stunda vinnudagur með fullu dagkaupi. Aimennur kosningarréttur fyrir alla þá, sem eru fullra 18 ára án tillits til þess, hvort þeir hafa fengið styrk af opinberu fé. Uppgjöf á skuldum fátækra bænda. Leiga á jörðum, sem fátækir bændur búa á, sé takmörkuð með lögum. Rentulaus rekstrarlán, handa fátækum bænd- um og fiskimönnum. Við þessar kosningar hvetur Kommúnista- flokkurinn alla alþýðu til að fylkja sér um eftirfarandi brýnustu stundarkröfur verkalýðs og fátækra bænda. KRÖFUR VERKAMANNA OG SJÓMANNA. Fullkomnar tryggingar gegn atvinnuleysi. Öll opinber vinna sé greidd samkvæmt taxta verklýðsfélaga. FuUkomnar öryggisráðstafanir við alla vinnu bæði á sjó og landi. Bygging verkamannabústaða í stórum stíl. Löggilding 8 stunda vinnudags í öllum verk- smiðjum og vinnustöðvum. Lögskipun 8 stunda hvíldar á sólarhring á línuskipum. KRÖFUR FÁTÆKRA BÆNDA. Uppgjöf skulda, sem hvíla svo þirngt á bænd- um, að þær gera þeim ókleift að búa á jörð- unum.' Ódýr lán handa fátækum bændum til véla- kaupa og nýtæktunar. JŒÖFUR FÁTÆKRA FISKIMANNA. Rekstrarlán, svo ódýr að fátækir fiskimenn geti orðið óháðir valdi stóratvinnurekanda og stórverzlana. Enn þá stendur verkfallið á ísafirði. Fyrstu dagana gerðu sumir atvinnurekendur tilraun til að láta vinna en misheppnaðist algerlega. Samtökin eru framúrskarandi góð. Verkamenn vinna til skiftis hjá Samvinnufélaginu. A. S. V. hefir hafið samskot víðsvegar um landið. Það ríður mjög á því að allir íslenzkir verka- menn leggi sitt af mörkum til hjálpar stéttar- Tollfrelsi á nauðsynjavörum útgerðarinnar. Afnám hafnargjalda fyrir smáútgerð. KRÖFUR ALLRAR ALÞÝÐU. Engin stöðvun á opinberum framkvæmdum. Engin stöðvun framleiðslunnar, hvorki á sjó eða landi. Afnám allra tolla á nauðsynjavörum. I stað þeirra beinn skattur á tekjur og eignir yfir- stéttarinnar. Fullkomnar sjúkra-, slysa- og ellitryggingar. Lyf og læknishjálp ókeypis. Læknar kostaðir eingöngu af ríkinu. Afnám hreppaflutnings. Landið sé gert að einu framfærsluhéraði. Kosningarrettur frá 21 árs aldri án tillits til styrkþágu. Landið eitt kjördæmi með hlutfallskosningu. Auk þessara alþýðukrafa hvetur Kommún- istaflokkurinn alla alþýðu til að varast glamur borgaraflokkanna um spamað, því með „sparn- aði“ meina þessir blekkingaflokkar aðeins það, að alþýðan eigi að neita sér um allt hið nauð- synlegasta, og spara hvem eyri, meðan yfir- stéttimar kasta ógrynni fjár í átveizlur sínar og skemmtanir. Til þess að sýna hvemig alþýðan getur veitt sér þau réttindi og þær tryggingar, sem hún fer fram á, en látið þjóðarbúið spara á kostnað auðmannanna, útlendra og innlendra, og há- launaðra þjóna þeirra í embættismannastétt, ber flokkufinn fram sínar eigin sparnaðartil- lögur frá sjónarmiði vinnandi stéttanna. Þessar tillögur verða birtar bráðlega. Verkamenn og fátækir bændur! Krefjist svars af frambjóðendum um það hver sé af- staða þeirra gagnvart þessum brýnustu nauð- synjamálum allrar alþýðu. Kjósið enga aðra en þá, sem heita þeim fullu fylgi sínu. Alþýðumenn! Varizt glamur sósíaldemókrat- anna! Þið hafið fengið, nægilega reynzlu fyrir því, að sósíaldemókratar hafa gjörsamlega snú- ið baki við þessum sameiginlegu kröfum ykkar. Skilyrðislaust hafa þeir stutt verstu fjanda- flokka ykkar, hjálpað þeim til að hækka stór- kostlega tollana á nauðsynjavörum ykkar og gerzt þeim samábyrgir. Eini flokkurinn, sem beitir öllum kröftum sínum til að hrinda þessum kröfum í fram- kvæmd, er Kommunistaflokkur íslands. Þess- vegna er það skylda hvers alþýðumanns, áð stuðla að því með atkvæði sínu, að kommun- istaflokknum vaxi svo ásmegin, að stéttarand- stæðingarnir verði að láta undan síga. Þess vegna verður hver einasti alþýðumaður, sem vill vera trúr stétt sinni, þrátt fyrir allt, sem annars kann að skilja skoðanir hans frá skoðunum flokksins, að kjósa frambjóðendur kommunistaflokksins. Verkamenn og fátækir bændur á Islandi! Verði fulltrúar ykkar ekki við þessum sjálf- sögðu hagsmunakröfum allrar alþýðu, sem er 85% af öllum íbúum landsins, — verði það Al- þingi, sem nú verður kosið, ekki við þessum óhjákvæmilegu kröfum ykkar til að geta lifað áfram, ráði þessir nýju fulltrúar enga bót á kreppunni, heldur láta afleiðingar hennar, suit og seyru, skella á öllum almenningi, en hlífi auðmönnunum, — þá verður alþýðan sjálf að taka til sinna ráða og fara sínar eigin leiðir til að framkvæma nauðsynjamál sín, ef eigi er bræðrunum á ísafirði. Sigur verkalýðsins þar vestra í þessu verkfalii, er mikill sigur fyrir alla íslenzka verkamenn. Á Siglufirði gekk taxti verkakvennafélagsins „Ósk“ fyrir línustúlkur í gildi 1. maí. Aðeins 3 atvinnurekendur höfðu viðurkennt taxtann, þegar síðast fréttist. Verkamannafélagið hefir tekið að sér framkvæmdir í málinu. annars kostur. Þá dugar ekki lengur að láta auðmannastétt fara með völd á íslandi í skjóii hinna ýmsu stjórnmálaflokka sinna, ef hún ekki einu sinni getur tryggt líf og sæmilega af- komu alþýðu þeirrar, er skapar henni auð og völd. Þá verður alþýðan sjálf að skapa örlög sín og, ef í nauðir rekur, leita sér hjálpar hjá sigrandi alþýðu Ráðstjómarríkjanna. Þá yrðu aðalkröfur íslenzkrar alþýðu þessar: Verkalýðs- og bændastjóm á Islandi. Ríkiseinkasala, í nánu sambandi við kaupfé- lög verkalýðs og bænda, á öllum innfluttum og útfluttum afurðum. Þjóðnýting togaiaflotans, línuveiðara og verksmiðja. Sameining bankanna í einn ríkisbanka undb’ stjórn verkalýðs og bænda. Framkvæmd trygginga- og réttindaki-afa al- þýðu. Náið vináttu- og verzlunarsamband við Ráð- stjórnarbandalagið, því ef vandræði bera að höndum sökum aðgerða útlends auðvalds, þá er hægt að fá frá Ráðstjómarríkjunum flestallar þær vörar, er ísland þarf, í skiftum fyrir þá framleiðslu okkar, sem auðvaldsmarkaðurinn hafnar. Verkamenn og fátækir bændur! Með því einu móti að alþýðan fylki sér undir merki Kommúnistaflokks Islands, getur þessi stefnuskrá, sem ein megnar að bjarga hinum vinnandi stéttum þessa lands, frá neyð og hörmungum, orðið að veruleika. Þessvegna kjósa allir stétbvísir alþýðumenn til sjávar og sveita, frambjóðendur Kommun- istaflokks Islands, þar sem þeir eru í kjöri. Mikið hefir verið talað og skrifað um hin háu laun, sem Ford borgar verkamönnum sín- um og sá sem einna mest hefir haldið því á lofti, er Ford sjálfur. Vinnumálaskrifstofa Bandaríkjanna hefir reiknað út, að brýnustu þurftarlaun mættu ekki vera undir 1,850 dollarar, en við að rannsaka lífskjör verkamanna Fords (sem allir hafa sömu laun), kemur í ljós, að þeii' hafa í árslaun 1,719 dollara 83 cent. M. ö. o. þeir hafa ekki brýnustu þurftarlaun. Þetta er ekki hægt að rengja, vegna þess að þetta hefir reiknað út sama vinnumálaskrifstofa, sem reiknaði út þurftarlaunin. Árangur rannsóknarinnar er birtur í tímarit- inu „Labor Review“, sem er opinbert málgagn fyrir Uepartement of Labor, og er fullyrt, að enginn geti énzt lengur til að vinna hjá Ford en þangað til hann er 40—45 ára, því þá séu þeir búnir að eyðileggja heilsu sína. Nú hefir Ford nýlega vakið á sér eftirtekt með því að nú ætli hann að borga sömu laun í öllum löndum, þar sem hann hefir útbú, en þar með er ekki víst, að launin hækki, heldur get- ur það orðið til þess, að þau lækki, vegna þess að þar sem ódýrara er að lifa, verða launin þeim mun lægri. Með hverju ári sem líður fer það að verða gagnsminna að benda á Ford sem fyrirmyndar atvinnurekanda. J. J.

x

Verklýðsblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Verklýðsblaðið
https://timarit.is/publication/345

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.