Verklýðsblaðið

Issue

Verklýðsblaðið - 17.05.1931, Page 1

Verklýðsblaðið - 17.05.1931, Page 1
l/CD If WlfcGHl V A Mlfc (ITOEFANDI; KOMMCNISTAFLOKKUR ISLANDS (DEILD (IR A.K.) II. árg. Reykjavík 17. maí 1931 21. tbl. Kommúnistafloklcurinn krefst skatts á „lúxus“*íbúðir er nemi einni miljón króna á ári Erfiðleikarnir hjá verkalýðnum, við að fá sæmilegt húsnæði fyrir viðunandi verð, era alltaf að aukast. í fyrsta lagi er nær því ókleyft að fá íbúðir og í öðru lagi er húsa- leigan svo há, að fátækir verkamenn fá ekki staðist hana. í allan vetur, meðan hið stöðuga atvinnu- leysi hefir skapað verkalýðnum sult og neyð, þá hefir 'húsaleigan verið meginhluti af út- gjöldum verkamanna.Og til þess að verðaekki hent út á götuna, þá hefir mörg verkamanna- fjölskyldan orðið að spara matinn við sig, svo að húsaleigunni væri borgið. Verkamannabústaður I Reykjavík. „Hér eru sameiginlegum átökum knúið fram þá lausn á húsnæðisvandræðunum, sem hægt er að framkvæma innan sjálfs auðvaldsþjóðfélagsins. Skömmu fyrir þingrofið kom Framsóknar- stjómin fram með lagafrumvarp um húsnæði í Reykjavík. Og hún lagði það einmitt fram á þeim dögum, þegar útséð var um, að það næð- ist ekki fram að ganga á þinginu. Vegna að- stöðu þeirrar, sem Framsóknarflokkurinn er nú í, hefir hann gripið til þeirra ráða, að þykj- ast vilja taka upp bai’áttuna fyrir hagsmunum Hús Ólafs Thors. lir jafnirk Skorturinn á íbúðum hefir verið svo tilfinn- anlegur, að verkalýðurinn hefir orðið að gera sér að góðu hverskonar kytrur og skúmaskot. Þær kjallaraholur og skúragarmar, sem yfir stéttin leigir undirstéttunum fyrir svo miklar upphæðir, að þær eru að sligast undir þeim, þær þægindalausu íbúðir, sem velta miljónum króna í vasa bi’askaranna, en sem sjúga hvern einasta eyri út úr verkalýðnum og stofna lífi hans í voða, þessi grímulausa eymd er orðin svo áberandi, að verkalýðnum er knýjandi nauðsyn á að sameinast um kröfur sínar á hendur yfirstéttinni um meira, ódýrara og betra húsnæði. Orsakir húsnæðisvandræðanna liggja í auð- valdsskiiiulaginu. Þær liggja í einkaeign borg- arastóttarinnar á nær því öllum húseignum. Og auðvitað eru húseignirnar reknar til hags- muna fyrir borgarastéttina. Ifið gengdarlausa brask hennar með húseignir og lóðir, kaup og sala, allskonar skattar og afgjöld, er rennur til yfirstéttarinnar, vextir til bankanna og okur- lánaranna ásamt hinu gífurlega lóðaverði, eru orsakir húsnæðisvandræðanna og hinnar drep- andi húsaleigu. Þessvegna verður húsnæðis- vandræðunum aldrei útrýmt fullkomlega í þjóð- skipulagi auðvaldsins, meðan einkaeigendur húseignanna fá að auðgast á volæði verkalýðs- ins. Þeim verður aðeins útrýmt að fullu, þeg- ar verkalýðurinn hefir sjálfur tekið lóðirnar og húsin til fullrar eignar og getur ráðstafað þeim eftir sínum eigin þörfum. En þrátt fyrir það, getur verkaiýðurínn með verkalýðsins hér í Reykjavík. Smábændum sveitanna er óðum að skiljast, að smáborgara- fiokkurinn Framsókn, er ekki fær um að vera foringi þeirra, að hún er mestmegnis orðin pólitískur flokkur stórborgaranna. Samhliða þesssu er verkalýðurinn að sjá miklu betur svik foringjanna, sósíaldemókratanna. Hann sér, hvernig þeir bíta á víxl á agn borgara- flokkanna og hika ekki við að selja sig svart- asta andstæðing verkalýðsins, þegar þeir þykj- ast geta tryggt hagsmuni klíku sinnar betur. Vegna þessarar aðstöðu sinnar, ætlar Fram- sókn sér að vinna sig inn á verkalýðinn, þann sama verkalýð, sem hún hefir rekið úr skólum og sjúkrahúsum, þann sama verkalýð, sem hún hefir barið með kylfjum og fangelsað. Og ráðið til þess, að geta blindað verkalýð- inn og gert hann stéttviltan, er að slá um sig með róttækum, borgaralegum endurbótaglam- uryrðum, og frasakenndum stefnuskrám. Eitt af þessum slagorðum Framsóknar -í Iíeykjavík er húsnæðisfrumvarpið. Það er lagt fram rétt fyrir kosningarnar í sumar, og tæki- færið notað til þess að sýna fram á, að ómögu- legt hafi veríð að koma því í framkvæmd í þetta sinn. Frumvarpið á að vera kosninga- bomba Framsóknar í Reykjavík, framsett í ]iví einu augnamiði að afla sér atkvæða og traðka síðan á því eftir á. Það sem einkennir sérstaklega frumvarp þetta og greinargerð þá, sem því fvlgir, era þær aðferðir, sem rannsókn á húsnæðinu bygg- (Frh. á 4. síðu). Stefnuskrá Framsóknarflokksins Flokkurinn starfar í 14 ár stefnuskrárlaust. í 38. tbl. Tímans birtist nú stefnuskrá Framsóknarflokksins. Er það í fyrsta skifti sem stefnuskrá þess flokks kemur heilsteypt — ef heilsteypu skildi kalla — fram fyrir augu almennings — og má af því sjá, að stjórnarflokkurinn, sem verið hefir undanfarin 4 ár — hefir ekki til þessa átt nokkurt á- kveðið starfsplan eða skipulagða flokksstarf- semi, heldur starfað eftir ákvæðum fárra for- ingja, í það og það skiftið, og starfið því ver- ið háð öllum þeirra dutlungum, sem oft hafa sýnt sig að vera af lakari kendum sprottnar og tæplega eðlilegar. En þó svo að flokkurinn hafi birf þessa nýju stefnuskrá sína, verður flestum ljóst, að hann er ekki á.Jbatavegi, því eftir stefnu- skránni að dæma, þræðir hann allar götur neð- an við meðalmennskuna hvað stjómmálum - viðvíkur, að því er snertir aðgerðir íslenzkri verkalýðs- og smábændastétt til heilla. — Hinsvegar heldur flokkurinn áfram að treysta vígi auðborgara- og braskai'alýðsins, sem er og eðli hans samkvæmt, eftir því sem vit og geta leyfir. Skal nú umrædd stefnuskrá tekin til athug- unar í aðaldráttum: I. Utanríkismál: „Að sambandslagasamn- ingnum verði sagt upp svo fljótt sem lög standa til“. Það þýðir: að viðhalda skuli öllum skuldbindingum borgarastéttarinnar við erient kúgunarvald, og að hvergi verði vikið frá þeim lagastaf er heimilar erlendu og inn- lendu auðvaldi arðrán á vinnandi stéttum landsins. Þetta telur Fi’amsókn ekki viðkom- andi hagsmunamálum. II. Þvinga skal þjóðina til þess að neyta spánsks áfengis og krýja þannig af litlum líf- eyri verkalýðsins — til styrktar ríkisvaldinu og fjárbraðli þess. — Þjóðinni skal telja trú um að atvinnuvegunum sé hætta búin ef vikið sé frá þessum ákvæðum. III. Að koma íslandi í þjóðabandalagið, og skuldbinda það með því, til þess að veita auðvaldsríkjunum styrk, í hemaði, gegn eina verkalýðsríkinu, og fyrirgera þar með því inikilvægasta, sjálfstæði íslands — hlutleys- inu við hemað. Svona lítur nú út innihaldið í fyrsfa kafla Framsóknarstefnuskrái*innar og er það nægi- legt sýnishorn til þess að skýra fyrir mönn- um hverskonar flokkur Fl'amsókn er. Vegna rúmleysis í blaðinu er ekki hægt að taka alla liðina svona nákvæmlega, en þó skal bent á nokkur atriði enn, sem kjósendur ættu að athuga áður en þeir ganga að kosninga- borðinu. í kaflanum um mentamálin segist flokkurinn vilja efla heimilismenningu og haga skólum landsins og’ menningarstofnunum svo sem bezt fullnægi þörfum almennings og ki’öfum lífsins. (Leurbr. hér). Ætlar þá Framsókn að hætta ofsóknunum gegn uppvaxandi stéttar-forvörðum verkalýðs- ins — ætlar hún að hætta því að reka berkla- sjúklingana af sjúkrahúsum, sem eru að láta ef til vill sitt síðasta stai’fsþrek til örfunar

x

Verklýðsblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Verklýðsblaðið
https://timarit.is/publication/345

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.