Verklýðsblaðið

Tölublað

Verklýðsblaðið - 17.05.1931, Blaðsíða 2

Verklýðsblaðið - 17.05.1931, Blaðsíða 2
stétt sinni í baráttunni við lögbundinn ó- þokkaskap. — Eða hvað á Framsóknarflokk- urinn við með því að tala um „að fullnægja sem bezt þörfum almennihgs og lífskröfum“? Er ráðið til þess það, að viðhalda aiðráns- skipulaginu, sem eykur með degi hverjum tölu þeirra atvinnulausu og þeirra, sem líða meii’i og minni skort, því skipulagi, sem reynst hef- ir ófært til þess að „fullnægja þörfum mann- anna og lífskröfum“? Nei, þarna er ósam- ræmið milli orða og athafna svo opinbert hjá Framsókn, að fáir hygg ég þeir verði, sem ekki sjá hvað undir býr. Enda hefir Framsókn sýnt það í sinni stjórnartíð, að hún er á móti öllum menningarmálum verkalýðsins — hún hefir sett fasistiskar reglugerðir í skólum landsins, til þess að girða fyrir að verkalýðs- æskan gæti notið þeirrar menntunar sem þar er á boðstólum, til þess að gera sig hæfa í baráttunni fyrir frelsi stéttar sinnar, fyrir „þörfum almennings og kröfum lífsins". Framsókn héfir beitt valdi sínu til þess að útrýma héðan áhrifum mikilvægustu vísinda- starfsemi heimsins — sósíalismanum — og gert það svo opinbert og níðingslega, að í minnum verður haft sem hinn svartasti blett- ur á íslenzku stjórnmálalífi, og því skyldi eng- inn trúa, að í þessu breytti Framsókn um starfsaðferðir, ef valdið verður i höndum hennar framvegis — því lífsskilyrði þess flokks eins og allra annara auðvaldsflokka er, að fjöldinn — hin vinnandi stétt — sé sem fáfróðust og fjarri skilningi um mátt sinn og réttarkröfur, og hið borgaralega skólafyrir- komulag hefir reynst tryggasta meðalið til þess að svæfa verkalýðinn. Þess vegna vill Framsókn festa form þess í hverju atriði. Starfsemi Framsóknar í landbúnaðarmálum er þegar orðin nokkuð kunn — kunn að því að binda bændur á klafa auðvaldsins gegnum banka-auðvaldið. I stórhópum flosna bændur nú upp af jörð- um sínum — okurvextimir af þeim lánum til búnaðarbóta, sem Framsókn hefir útvegað, hefir riðið fjárhag þeirra að fullu í félagi við úreltar starfsaðferðir. Það þarf heldur ekki glöggan mann til þess að sjá, að íslenzk smá- yrkja á ófrjórri jörð, er hvergi samkepnisfær við erlendan stóryrkjubúskap, og ekki sízt þegar af smáframleiðslunni dragast 10—20% til vaxta og leigugreiðslu, eins og á sér stað hér. Af umbótastarfsemi Framsóknar í búnaðar- málum, hefir því smábændum hlotnazt sá heiður, að ala íslenzkt og erlent auðvald á rentum og leigum, meðan eyrir er til — og Konurnar í Ráðstjórnarlýðveldunum Eftir Sophie Forman. (Þýtt). I Ráðstjómarríkjunum er ekki um að ræða neina sérstaka kvenréttindahreyfingu, því að þar hefir konan ekki aðeins í orði kveðnu,held- ur í raun og vem fullt jafnrétti við aðra með- limi þjóðfélagsins og tekur á öllum sviðum þátt í framkvæmd jafnaðarstefnunnar. í öðr- um löndum hafa konur til þessa dags ekki tek- ið þátt í landsstjóminni; í Ráðstjórnarríkjun- um verður aftur á móti stöðugt meira um það, að þær hafi á hendi stjómarstöður og séu með- virkar um það að reisa hið nýja sósíalistiska þjóðfélag. Tugir þúsunda verkakvenna og bændakvenna eru meðlimir ráðanna. Vinnandi konur, svo að hundruðum skiptir, stjóma starfsemi* ráðanna, sem fulltrúar þeirra, og eng-u fæmi eru þær, sem eru í ábyrgðarmikl- um stöðum, er snerta hinar ýmsu greinar þ j óðarbúskaparins. Hin frækilega barátta konunnar í bylting- unni mun hljóta sérstakt rúm í sögunni. Sjálfsafneitun konunnar í baráttunni fyrir hinu nýja þjóðskipulagi, fyrir gerbreyttum lífsháttum og nýrri menningu, bíður lísta- verða síðan að hrekjast frá verkum sínum og flytja á mölina, eins og það er líka glæsileg framtíð. Aftur á móti hafa stórbændurnir, sem höfðu rekstursfé fyrirliggjandi, og þar með Thor Jensen, alist vel við Framsóknareldana, slíkum var arðurinn af tilbúna áburðinum, sem íslenzkur verkalýður greiddi að hálfu fyrir þá, beint, að tilhlutun Framsóknar, meðan smábændurnir lögðu að sér til þess að kaupa sér og hagnýta 2—3 áburðarpoka, sem þeir njóta að litlu arðsins af. Þama tala verkin. Og svo ætla þeir að styrkja landbúnaðinn með „ríflegu fjárframlagi úr ríkissjóði“, sem þeir hafa þurausið, svo sem framast er unnt, og „hagkvæmum lánum“, sem þeir geta hvergi íengið. Það ætti að vera Framsókn minnis- stætt. Og svo koma bankamál Framsóknar. „Að beina ekki útlánastarfsemi í hendur örfárra einstaklinga“, heldur fái framleiðendur • til lands og sjávar greiðan aðgang að lánsfé“. Þama er efalaust átt við þá sem framleiðslu- tæki eiga, sem sé tæp 20% af þjóðinni — rúm 80% eiga að vera eins og að undanförnu, launaþrælar eða atvinnuleysingjar — auk þeirra er smámsaman troðast undir í sam- keppninni, og bætast við öreigahópmn. — Lag- leg umbótastarfsemi. Þá eiga ekki samgöngumálin að verða út- undan, eftir nýju stefnuskránni að dæma. Fyrst um sinn verður mest áherzla lögð á vegagerðir, segir þar. Á fjárhagsáætlun fyr- verandi stjórnar, var nú raunar gert ráð fyrir að stöðvaðar yrðu allar opinberar framkvæmd- ir. Ekki er ósamræmið þar! Þá er annað atriði í umræddum kafla, sem vekur eftirtekt, en það er, að framvegis er það stefnuskráratriði, „að áður en flugferðir verði styrktar til muna af opinberu fé, verði ítarlega rannsökuð skilyrði og kostnaður við rekstur flugvéla“. Þetta hefir víst Framsókn ekki gert áður, svo hér er um framfarir að ræða, og hún hefði einnig átt að taka upp í byggingarmálakaflann, að hún styrkti ekki til muna af opinberu fé, fjósbyggingar, nema skilyrði fyrir rekstri og kostnaður við bygg- ingu væri ítarlega rannsakað áður en verkið væri hafið. Því einmitt svona atriði ásamt útrýming kynsjúkdóma o. fl. sæma sér svo vel, sem sérstök stefnuskrármál Framsóknar. Um afstöðu Framsóknar til þess, er hún sér- greinir sem verkamannamál þarf ekki að fara mörgum orðum. Verkalýðurinn hefir lært gegn- um verk Framsóknar, hvaða afstöðu hann á að taka til hennar, og af þessari nýju stefnuskrá mannsins, sem á eftir að draga upp sanna mynd af takmarkalausum hetjuskap þúsunda kvenna, er fómuðu lífi sínu fyrh’ málefni bylt- ingarinnar. Sérstök örlög höfðu orðið hlut- skipti rússnesku konunnar. Allir þekkja hin þungbæra kjör bóndakonunnar í Rússlandi, meðan keisaradæmið stóð. Bændafólk í Rúss- landi var á þeim áram almennt ólæst og skrif- andi, en af þessu leiddi, að allur þorri fjöld- ans var aftur úr og fákunnandi. Þetta gerði æfikjör konunnar í sveitaþorpunum sérstak- lega erfið. Hún var ambátt innan fjölskyld- unnar. Á henni hvíldi akurvinnan. sem var bæði erfið og rekin með úreltum aðferðum, öll þyngstu verkin féllu í hennar hlut; hún var með öðrum orðum ekki annað en vinnudýr. Þegar hún kom heim af akrinum, mátti hún, auk húsverkanna, eiga von á skömmum og barsmíðum bónda síns, senr ósjalaan neytti drottinstöðu hinnar og beitti varnarlausa kon- una ofbeldi og misþyrmingum. Þetta ástand hafði á umliðnum öldum fest slíkar rætur, að það þótti sjálfsagður hlutur að berja konuna. Sama ástand áttu verkakonur í borgunum við að búa. Æfikjör rússnesku konunnar voru því sérstaklega erfið. Annarsvegar var algert réttleysi, bæði stjórnarfarslegt og efnalegt, en hinsvegar hið óeðlilega fjölskyldulíf, sem leiddi af fáfræði og dæmalausum menningar- skorti rússnesku þjóðarinnar. er það augljóst, að breyting cr engin til batn- aðar hvað því viðvíkur. Á móti launakröfum verkalýðsins hefir Framsókn staðið þar sem hún hefir komið afskiftum sínum við — og er skamms að minnast vegavinnukaups ríkissjóðs og verkfallanna, er bæði sunnlenzkur og norð- lenzkur verkalýður hefir orðið að heyja við eitt aðalvígi hennar, Samband ísl. samvinnu- félaga. Hún hefir reynt að koma á gerðardómi í kaupdeilum og þannig færa ráðin að öllu úr hendi verkamanna til þess að ákveða kaup sitt — svifta þá beittasta vopninu er þeir höfðu til þess að halda rétti sínum fyrir óbilgjörnum braskaralýð, og stefnuskrá Framsóknar sýnir, að hún heldur sér þar við efnið. Framsókn hefir þegar lagt grundvöll að ríkislögreglu og beitt henni á forgöngumenn verkalýðsins í atvinnu- leysisbaráttunni s. 1. vetur. Framsóknarflokkurinn eyðilagði frumvarpið um verkamannabústaði, hann hefir verið á móti öllum tryggingarmálum verkalýðsins, með því að sveitarstyrkur varðaði réttindamissi, móti 21 árs kosnngarrétti allt til þessa, með hækkun tolla á nauðsynjavörum, með að gefa stórgróða- mönnum eftir gengisviðaukann 1929; sem sagt móti öllum hagsmunamálum verkalýðsins, en verið bein eða óbein stoð auðborgara og braskaralýðs, sem hann svo læst vera að fordæma. Og svona er innræti Framsóknarflokksstefn- unnar enn; stefnuskráin ber það með sér, því það, sem ekki er orðagjálfur smjaðurs og blekkinga, er opinberun um andstöðu flokksins gegn öllu.er heitir réttarbætur öreiganna í sam- ræmi við undanfarið starf hennar. Þessi stefnu- skrá er því aðeins til þess að rifja enn betur upp fyrir fjöldanum harðstjórnarsögu Fram- sóknar og hvílík hætta honum er búin, ef sá flokkur eða aðrir af sama tægi ná að festa sig í valdasessi — og þá fær verkalýðurinn sýnis- hom af „löggjöf um dómstól, er dæmi um það hvort vinnustöðvun hafi verið gerð með lögleg- um hætti“ En það þýðir, að m.eð lögum skuli afnema rétt verkalýðsins til þess að ákveða verkalaun sín. Og þetta kallar Framsókn „sátta- fyrirkomulag í vinnudeilum“ og af því er skiljanlegt að hún telur verkalýðinn eiga að sætta sig við að atvinnurekendúr ákveði laun þeirra. Þetta þurfti Framsókn ekki að taka á sína stefnuskrá. Það er margjóðluð tugga frá íhaldinu, ein viðurkenningin enn um, stuðning Framsóknar við auðvald og braskaralýð. Vitanlega þarf ekki að undrast yfir þessari opinberun — „verkin era 'búin að tala“ nóg í 14 ár. Stefnuskrá — eftir 14 ára stefnuskrár- leysi — var alveg óþörf. G. I. Þrátt fyrir virka þátttöku verkakvenna og sumra menntakvenna í byltingarbaráttunni, varð það þó aðallega eftir októberbyltinguna að aðkallandi viðfangsefni, hvernig hægt væri að ná konunni inn í baráttuna fyrir hinni nýju tilveru; og þetta var ekki einasta viðfangs- efni kommúnistaflokksins, heldur líka lands- stjóraarinnar. Stjórnin byrjaði á því að gefa út tilskipun um sömu laun fyrir sömu vinnu, um vernd vinnandi kvenna, sem eru barns- hafandi, um orlof fyrir og eftir barnsburð (2 inánuði í hvort skipti fyrir verkakonur og IV2 mánuð fyrir aðrar konur, sem vinna fyrir kaupi). Jafnframt var lagt bann við kalym- siðnum (þeirri venju, sem ríkir hjá sumum austurlandaþjóðum, að kaupa sér konu). Þess- ar ráðstafanir, sem snerta daglegt líf og til- veru, stuðluðu að því, að konan gæti orðið virkur þátttákandi í stjórnarfarslegu og efna- legu lífi þjóðarinnar. Margra alda gamlar erfðavenjur, sem höfðu í för með sér hlutleysi konunnar gagnvart stjórnarháttum og þjóðmálum, leiddu af sér nauðsyn á sérstakri uppfræðsluaðferð til þess að hefja þorra kvenþjóðarinnar á hærra menn- ingarstig og fá hana til þátttöku í stjóra landsins. Til þess að leysa þetta hlutverk á sem al- mennastan hátt, var stofnað til svonefndra mnnp y "euuoA>iupuaeq .oo -eqjoA epunjen.rqinj

x

Verklýðsblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Verklýðsblaðið
https://timarit.is/publication/345

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.