Verklýðsblaðið

Tölublað

Verklýðsblaðið - 20.05.1931, Blaðsíða 1

Verklýðsblaðið - 20.05.1931, Blaðsíða 1
ÚTGEFANÐI: KOMMÚNISTAFLOKKUR ISLANDS (DEILD ÚR A.K.) II. árg. Reykjavík 20. maí 1931 22. tbl. fjðrmðlðstÉuskr Hvernig hægt er að afnema tolla á nauðsynjavörum, koma á fullkomnum atvinnu- leysistryggingum, sjúkra-, slysa- og ellitryggingum, byggja verkamannabústaði í stórum stíl, hækka laun verkamanna og lágt launaðra starfsmanna, með því að taka peningana þar sem þeir eru til Aðalkröfur Kommúnistaflokksins um hags- munabætur til handa hinni vinnandi alþýðu, sem nú þegar verður að framkvæma til þess, að lífvænlegt sé fyrir hinn vinnandi fjölda þessa lands, eru þessar: Afnám allra tolla á nauðsynjavörum. Fullkomnar tryggingar gegn atvinnuleysi. Fuhkomnar sjúkra-, slysa- og ellitryggingar. Lyf og læknishjálp ókeypis. Læknar kostað- ir eingöngu af ríkinu. Hækkun áj launum verkamanna og lágt laun- aðra starfsmanna ríkisins. Bygging verkamannabústaða í stórum stíl. Ódýr rekstrarlán fyrir fátæka bændur og fiskimenn. Opinberar framkvæmdir. Eru hér taldar þær kröfur, sem þarf sér- stök útgjöld af ríkisins hálfu til að fram- kvæma. Gegn þessum kröfum heyrist alltaf sama mótbáran frá stéttaandstæðingunum, og þeim alþýöumönnum, sem leggja eyrun við blekking- um þeirra: Það er ekkert fé til að framkvæma allt þetta. I eftirfarandi tillögum er sýnt fram á, hvernig hægt er að framkvæma allar þessar hagsmunabætur alþýðunnar með því að taka peningana þar, sem þeir eru til, með því að láta arðránsstéttina bera allar byrðarnar. 1 fyrsta lagi krefst Kommúnistaflokkurinn þess, að afnumdir séu verðtollur, vörutollur, kaffi- og sykurtollur og yfirleitt allir tollar á neyzluvörum almennings. Allir þessir tollar samanlagðir eru á fjárlagafrumvarpi stjórnai'- innar fyrir 1932 að upphæð 3 milj. og 830 þús. krónur. Þá krefst flokkurinn afnáms allra skólagjalda, sem áætluð eru 15000 krónur. Þeg- ar búið er að strika þessa tekjuliði út úr fjár- lögunum, eru eftir 5 miljónir og 155 þúsundir, sem hreinn tekjuauki fyrir ríkissjóð, sam- kvæmt fjáraukatillögum Kommúnistaflokksins. Hvað er svo hægt að gera við þetta fé? Fyrir1 það er hægt að framkvæma allar brýn- ustu hagsbótakröfur Kommúnistaflokksins til handa alþýðu. Fyrir það er hægt að koma á fullkomnum tryggingum gegn atvinnuleysi, sjúkdómum, slysum og elli, fyrir það er hægt að byggja verkamannabústaði í stórum stíl, út- vega bændum og fiskimönnum ódýr lán o. s. frv. Fyrir það er hægt að hækka laun verkamanna og lágt launaðra starfsmanna ríkisins. Fyrir það er hægt að halda áfram og auka opinberar framkvæmdir. T. d. væri hægt að útrýma atvinnuleysis- neyðinni. Ef ríkið legði fram 1 miljón í atvinnu- leysisstyrk og gerði atvinnurekendum að skyldu að leggja fram jafnháa upphæð, væri hægt að veita 1000 atvinnuleysingjum 2000 króna styrk Tillögur Kommúnistaflokks íslands um tekjuaukning ríkissjóðs á kostnað yfirstéttarinnar. 1. 2. 3. 4. 5. 6. 7. 8. 9. 10. 11. 12. 13. 14. Hækkun á tekju- og eignaskatti............... . ........ kr. 3.600.000 Hækkun á fasteignaskatti.................. ......... — 220.000 Hækkun á erfðafjárskatti............................ — 160.000 Lúxusbifreiðaskattur...................... .......... — 80.000 Lúxusíbúðaskattur.................... .... .... — 1.000.000 Tollur á lúxusvarningi .............................. — 2.250.000 Afnám á borðfé konungs..........................'.. , — 70.000 Lækkun á kostnaði við Alþingi.................... ...... — 60.000 Lækkun kostnaðar við ríkisstjórn • •• •.................... — 60.000 Lækkun á launum hálaunaðra embættismanna............ . . — 200.000 Afnám gjalda til kirkjumála og guðfræðideildar háskólans......... — 300.000 Afnám ýmiskonar bitlinga....................... . . . . .. — 200.000 Afnám eftirlauna............................... . . — 250.000 Stöðvun á greiðslum vegna Islandsbanka . ................. — 550.000 Tillögur þessar eru miðaðar við fjárlaga- frumvarpið fyrir 1932. Á þennan hátt er hægt að auka tekjur ríkis- sjóðs um 9 miljónir ýmist með hærri gjöldum, sem auðmannastéttin er látin greiða, eða með sparnaði á útgjöldum til yfirstóttarinnar. Hvernig á svo að verja þessum 9 miljónum króna? Samtals 9 miljónir króná á ári. Þar sem gert er ráð fyrir áframhaldandi og auknum opinberum framkvæmdum, væi*i það fulltryggt, að neyðinni, sem stafar af atvinnu- leysinu, væri þar með aflétt. Um einstaka liði tekjuaukatillaganna. Eigna-, tekju- og fasteignaskatturinn. Þessir beinu skattar á eignamönnunum verða til sam- ans samkvæmt tillögunum, miðað við fjárlaga- frv. 1932, 5 miljónir. Ætlast er tíl að þessi hækkun komi aðeins niður á þeim, sem hafa 5—6000 í árstekjur og þar yfii', en aðallega legst hún á hátekjumenn- ina, sem telja fram tugi og hundruð þúsunda í skattskyldum tekjum. Tekjur, sem ekki fara fram úr venjulegum verkamannaiaunum, eða tekjum bjargálnabónda, er ætlast til að verði algerlega skattfrjálsar. Vitanlega mun yfirstéttin kveina og kvarta og halda því fram, að hún rísi ekki undir slík- um byrðum. Látum tölurnar tala. Árin 1924—1927 töldu einir 190 einstakling- ar fram 31/* miljón í skattskyldum tekjum að meðaltali hvert ár. Árið 1925 töldu 184 félög og 618 einstaklingar, eða rúml. 2,3% skatt- greiðenda, fram yfir 14 miljónir samtals, í skattskyldum tekjum. Frá þessum tekjum hefir verið dregið, auk alls kostnaðar við öflun þeirra, allt sem lög heimila til frádráttar, svo sem persónufrádráttur, vextir af skuldum, tryggingariðgjöld, útsvör, tekju- og eignaskatt- ur, fasteignagjöld o. s. frv. Má af þessu ráða, hversu gífurlegar tekjur þessara fáu manna hafa verið, einkum þegar tekið er tillit til þess, að hér er um að ræða framtöl mannanna sjálfra, sem eru alltof lág. Árin 1926—1929 ukust eignir Reykvíkinga um 6 miljónir á ári til jafnaðar, samkvæmt framtali eigendanna sjálfra. Þetta ætti að nægja til að sýna fram á að hækkunartillögur Kommúnistaflokksins á beinu sköttunum, eru engar öfgar. Erfðaf járskatturinn. Hann verður tæpar 200 þús. samkv. tillögunum miðað við fjárlaga- frumvarpið. Er ætlast til að afarhár skattur verði lagður á stórar erfðir. Luxusbifreiðaskattur. Samkvæmt tillögum Kommúnistaflokksins, er hann jafnhár og allur bifreiðaskattur áætlaður í fjérlagafrumvarpi stjórnarinnar. Það er jafnframt krafa Kom- múnistaflokksins, að allur skattur á vörubif- ir og almennar fólksflutningabifreiðir falli nið- ur. Lúxusíbúðaskattur. Þetta er mjög varleg á- ætlun. Því miður eru engar opinberar skýrslur til um tölu og stærð óhóflegra íbúða í landinu. En samkvæmt rannsókn þeirri, sem gerð hefir verið á húsnæði í Reykjavík, eru þar 559 hús, sem eigendur nota sjálfir og leigja ekki af. Auk þess 801 hús, sem eigendur nota að mestu leyti. Þar að auki er fullvíst að fjöldi leigjenda býr í óhóflegum íbúðum. Rannsóknin leiddi i liós, að sumar íbúðir hafa milli 10 og 20 her- bergi.

x

Verklýðsblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Verklýðsblaðið
https://timarit.is/publication/345

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.