Verklýðsblaðið

Tölublað

Verklýðsblaðið - 23.05.1931, Blaðsíða 2

Verklýðsblaðið - 23.05.1931, Blaðsíða 2
íslandsbanki. Allir þekkja sögu íslandsbanka og hvernig Framsóknarflokkurinn lét íhaldsmenn svín- beygja sig í því máli og kratamir gjörðust samábvrgir í svívirðingum hinna borgaraflokk- anna með því að taka á móti bankastjórastöðu launaðri með 20 þúsund krónum. Enda var svo gjörsamlega stungið upp í þá með bitling þess- um, að ekki hefur heyrst eitt einasta hljóð frá þeirra hálfu um Otvegsbanka og það svindil- brask, sem þar hefir gjörst síðan stjómmála- flokkarnir þrír tóku bankann upp á arma sína og létu landið borga til hans svo mörgum milj- ónum króna skifti. Um þessa samvinnu þegja Jónas og Ólafur. Góð samvinna hefir verið á milli allra flokkanna í þinginu um það að hækka og viðhalda drápstollum og sköttum á alþýðu landsins og skiptir það mörgum miljón- um króna, sem píndar eru út úr verkalýð landsins á þennan hátt. Ríkislögregla og gerðardómur. íhaldsmenn hafa verið á undanföraum þing- um að burðast með ríkislögreglu og gerðar- dómsfrumvarp. Um ríkislögreglufrumvarpið og örlög þess er það að segja að eingöngu vegna öflugra mótmæla verkalýðsins treystist ekki Framsóknarflokkurinn að ljá því liðsyrði, þrátt fyrír sinn góða vilja til þess að koma á ríkislögreglu, sem hefir sýnt sig bezt nú upp á síðkastið, þar sem Jónas dómsmálaráð- herra hefir haft til staðar aukið lögreglulið til þess að berja á atvinnulausum og hungruð- um verkamönnum, þegar þeir hafa verið að gjöra kröfur til þess opinbera um það að fá vinnu svo fjölskyldur þeirra yrðu ekki hungur- morða. Er það vitanlega gjört í fullu samræmi við íhaldsflokkinn. Gerðardómsfrumvarpið var fluttt af tveimur Framsóknarmönnum og þrem íhaldsflokksmönnum og var það eingöngu vegna samtaka verkalýðsins að slík þrælalög voru látin daga uppi í þinginu. Það er rétt að geta þess í þessu sambandi að „Jafnaðarmenn“ í bæjarstjóm Rvíkur áttu upptökin að fjölgun lögregluliðsins þar og virð- ist þeim herrum því ekki vera það á móti Konurnar í Ráðsljórnarlýðveidunum Eftir Sophie Forman. (Þýtt). Síðustu kosningar til ráðanna sýndu, hví- líkan stjómmálaþroska konan er búin að öðl- ast og hvílíkan skilning hún hefur á hlutverki sínu í myndun hinnar nýju tilveru. Sérstaklega eru framfarimar miklar á landsbyggðinni. 300.000 konur hafa verið kosnar í ráðin, og 7000 hlutu kosningu sem forsetar þorpsráð- anna. Allar þessar konur eru brautryðjendur hinnai' nýju menningar og berjast gegn erfða- venjum og öllum örðugleikum, sem em leifar fortíðarinnar og enn hamla konum í sveita- þorpunum og sem koma vel fram í rússneska málshættinum: „Hæna ér enginn fugl og kon- an enginn maður“. En þetta ástand er þó horf- ið að fullu. Reynsla síðustu ára hefir sýnt það í öllum greinum, að þessir meðlimir þjóð- félagsins, sem til skamms tíma áttu við kúg- un áð búa, em færir um að stjóma landi. 1 Norður-Dynahéraðinu hefir t. d. kona, sem er meðlimur ráðsins, komið af stað námsskeiði í býflugnarækt og stofnað samvinnufélag til kaupa á vélum. Hún stjómar undirbúningi þess, að horfið verði yfir að samyrkjunni. 1 Kursk-héraði hefir kona, meðlimur þorpsráðs- ins, sett á fót tígulsteinagerð og önnur stofn- að samyrkjubú. Bændakonur stofnsetja í þorp- unum ungbarnaheimili, bamagai'ða, klúbba, lestrarsali o. fl. Til þess að víkka starfssvið sitt, láta konur þær, sem kosnar hafa verið í þorpsráðin, fá sér í hendur stjóm deilda þeirra, er annast al- þýðumenntun, heilbrigðismál, fjármál o. s. frv. skapi að til taks sé flokkur æfðra manna til þess að berja á verkalýðnum, þegar hann ber fram hærri kröfur en yfirstéttinni þóknast af náð sinni að verða við. Samvinnan á Akureyri. Framsóknarmenn og Ihaldsmenn á Akureyri hafa staðið hhð við hlið í baráttunni á móti verkalýðnum þar og glöggir menn geta ekki gert greinarmun á stefna Brynleifs Tobías- sonar og Hallgríms Davíðssonar. Þá er öllum í fersku minni ofsókn íhaldsins á hendur ein- um mætasta bamaskólastjóra þessa lands, Steinþórs Guðmundssonar og hvernig Jónas frá Hriflu gjörsamlega fór eftir fyrirskipun íhaldsblaðanna bæði á Altrueyri og Reykjavík. Má svo að orði komast og með fullum rökum staðhæfa að Morgunblaðið með hinn fordæmda Valtý Stefánsson sem ritstjóra og norðlenzka blaðið íslendingur skipuðu dómsmálaráðheiTa fyrir verkum, er hann sem viljalaust verk- færi í þeirra hendi lagði fullnaðarúrskurð á málið með því að víkja Steinþóri frá skóla- stjórastöðurmi án þess að nokkrar verulegar sakir væru fyrir hendi. G. S. J. Hugur reykyískra kratabrodda til yerkfallsins á ísafirði Félagi nokkur gekk um bæinn til að safna fyrir A. S. V. handa ísfirskum verkamönnum til styrktar þeim í verkfallinu. Reynsla hans var hin sama og annara félaga, sem gengu með söfnunarlista. Verkamenn létu fúslega af mörkum af hinum litlu aurum sínrnn, og sýndu stéttarbræðrunum á ísafirði alla þá samúð, sem þeim var unnt. Meðal annars fór félagi þessi til Jóns Baldvinssonar, banka- stjóra, forseta Alþýðusambands íslands, og spurði hann hvort hann vildi styrkja verk- fallsmenn á Isafirði lítilsháttar. Tók Jón því f jarri og kvaðst ekki leggja eyri í svona fyrir- tæki. Með stöðugri starfsemi í þessum deildum safna þær margskonar hagnýtri reynslu á hinum ýmsu sviðum. Þær hafa eftirlit með .fram- kvæmd ákvæða þeima, sem stjórnin gefur út fyrir hverja atvinnugrein, útbreiða þessi ákvæði meðal fólksins og vinna að því að koma menningarmálum verkamannsins 1 betra horf. Á þennan hátt hafa þær, t. d., fyrir stöðu sína í deildum þessum, eftirlit með starfsemi skól- anna, með kennslunni, útbýtingu á heitum morgunmat og undirbúningi barnanna fyrir daglegt líf. Heilbrigðismáladeildin lítur eftir starfsemi sjúkrahúsanna o. s. frv. Fimmára-áætlun (Pjatiletka) landbúnaðarins hefir vakið mikinn ákafa, starfsemi og eldmóð meðal alls vinnandi lýðs í Ráðstjómarríkjun- um. Konan fylgist í hverju og einu vel með í hinni nýju tilveru. Bændakonur hafa t. d. komið á fót „rauðum obosy“ (flutningastarf- semi), til þess að afhenda ríkinu kornbirgð- irnar. Þegar stofnuð hafa verið samyrkjubú, hafa bændakonur víða átt upptökin að því, að roörg hundruð einstaklingabú gengu inn í sam- yrkjubúskapinn. í þorpi einu í Kursk-hérað- inu gengust t. d. 300 konur fyrir þorpssam- komu og ákváðu að stofna samyrkjubú þegar í stað. Síðan fylgdu nágrannaþorpin dæmi þeirra. Á öllum iðnaðarstöðvum er nú búið að koma á sósíalistiskri samkeppni, sem hefir á stutt- um tíma aukið framleiðslumagn vinnunnar, hækkað kaupið og lækkað framleiðslukostnað- inn. Þessari samkeppni er þann veg háttað, að verkamenn sameinast í liðssveitir, og er kallað, að þær vinni sem sóknarflokkar. Konur taka ötullega þátt í samkeppninni. Verkakon- urnar hafa myndað sérstakar liðssveitir, en stundum keppa þær sem einstaklingar. í þessu gefa þær dæmi um fyrirmyndar-aga. T. d. þegar sóknarflokkar verkakvenna unnu við Barnadagur S. U. IL 2. Hvítasunnudag 1931. Óteljandi eru þær leiðir, sem borgararnir fara til þess að temja bömum verklýðsstétt- arinnar siði sína og hugsunarhátt, til að koma í veg fyrir að þau gangi út í baráttuna með foreldrum sínum, á móti stéttarandstæðingun- um. — Með þróun hins borgaralega skipulags hafa bömin dregist meir og meir inn í fram- leiðsluna. En þau eru óþroskuð og illa skipu- lögð og standa ennþá undir sterkum áhrifum frá borgurunum. Þessi aðstaða er líka svo miskunnarlaust notuð af atvinnurekendunum, að kaup og atvinnuskilyrði bamanna eru verri en hjá fullorðnum verkamönnum, — en jafn- framt því eru bömin notuð, til þess að þrýsta niður kaupi verkamannanna. S. U. K. hefir því ákveðið 2. í Hvítasunnu sem almennan bamadag sinn. Tilgangur dags- ins á að vera sá, að sameina verklýðsbörnin til baráttu fyrir hagsmunum sínum, fyrir betra kaupi, styttri vinnutíma og bættum at- vinnuskilyrðum, móti atvinnuleysi og sulti. Það þarf að draga bömin inn í allsherjar bar- áttu verkalýðsins, það þarf að stemma stigu fyrir að borgaramir ah upp bömin, verkalýð- urinn á að gera það sjálfur. F. U. K. í Reykjavík hefir því ákveðið að halda þennan dag hátíðlegan með úti- skemmtun. Verður hún haldin fyrii' utan bæ- inn, verða fríar bílferðir til staðarins og ein- hverjar veitingar á staðnum. Nánari uppl ýsingar verða auglýstar með götuauglýsingum og í blöðum. Verkamenn og verkakonur! Látið böm ykk- ar taka þátt í bamadegi S. U. K. B-LISTINN ER LISTI BOLSÉVÍKA ALLIR STÉTTVÍSIR VERKAMENN OG VERKAKONUR KJÓSA HANN sundurgreiningu á kolum í Dondældinni; á hálfum öðrum mánuði kom ekki fyrir eitt ein- asta brot, á vélahlutum. Þessir flokkar stofnuðu líka með samkeppni bamabæi, ungbamaheim- ili, námsskeið til þess að kenna þeim, sem ó- læsir voru, o. s. frv. Þátttaka kvenna í starfsemi fagfélaganna stendur í réttu hlutfalli við stai'f þeirra í iðn- aðinum og á öðrum sviðum. í sumum fagfé- lögum eykst starfsemi kvenna stöðugt, t. d. í félögum vefnaðarverkamanna, verkamanna í matvælaiðnaðinum og þeirra, er vinna að heilbrigðismálum. Altítt er, að kona sé for- seti fagfélagasambands einhvers bæjar- eða sveitarfélags. í stjóm miðsambands fagfélaga Ráðstjómarríkjanna eru konur og eins í öðr- um ábyrgðarstöðum innan fagfélaganna. íSkilyrði fyrir þessari alhliða starfsemi í stjórnarfarslegu, félagslegu og efnalegu lífi landsíns, sem er að ryðja braut nýrri menn'- ingu, er fyrst og fremst hækkun menningar- stigsins. Með hverju árinu sem líður, er meira afrekað í þá átt að bæta menntunarástand kvenþjóðarinnar. Miljónir þeirra, sem áður voru ólæsai', hafa nú lært þá list. Tala kven- stúdenta við landbúnaðardeildir háskólanna steig frá því að vera 15.8% allra stúdenta ár- ið 1925—’26 upp í 19.6% árið 1928—’'29. Við uppeldisfræðideildimar hækkaði talan úr 41.7% upp í 52.7%. Við læknisfræðideildimar frá 50.0% upp í 54.7%. Við hagfræðideildirn- ar frá 16.5% upp í 20% o. s. frv. Við iðn- fræðiháskólana, sem eðlisfræði- og stærð- fræðideildin telst til auk annara, hækkaði tal- an á sama tíma frá 8.8% upp í 13.2%. Auk þess stunda margár nám við verkalýðsdeild- irnar, sem halda fyrirlestra sína og æfingar á kvöldin (14.5%) og við iðnfræðiskóla (13.3%). Nokkur tímarit eru g'efin út sérstaklega

x

Verklýðsblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Verklýðsblaðið
https://timarit.is/publication/345

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.