Verklýðsblaðið

Tölublað

Verklýðsblaðið - 23.05.1931, Blaðsíða 3

Verklýðsblaðið - 23.05.1931, Blaðsíða 3
Verkin tala (Verkamannabréf). Óðum nálgast sá dagur er íslenzka þjóðin á að ganga að kjörborðinu og kjósa sér full- trúa á hina pólitísku kaupstefnu sem kallað er Alþing. Ar eftir ár hefir verið fleygt úr ríkissjóði hundruðum þúsunda króna til þessarar sam- kundu, sem saman stendur af hinum svoköll- uðu fulltrúum þjóðarinnar. En látum. nú verk þeirra tala. Ár eftir ár hefir íslenzkur verkalýður verið kúgaður með sköttum og tollum, til að létta byrðina af arðræningjum og embættismanna- klíku þessa lands. Ár eftir ár hefir dunið yfir verkalýð þessa lands dýrtíð, atvinnuleysi, húsnæðisleysi og heilsuleysi, með fylgjandi skorti á fæði og klæði og öllum nauðsynjum sem er bein afleið- ing atvinnuleysisins. En hverjir ei-u svo valdir að þessum hörm- ungum? Einmitt fulltrúar þjóðarinnar, meiri- hlutinn á Alþingi. Ár eftir ár hefir ríkissjóður verið þuraus- inn. Fyrst af íhaldinu, til að liilma yfir sjóð- þurðir og endurreisa fallna fjárglæframenn og síðast en ekki sízt í bitlinga handa tryggum fylgismönnum þess. Framsóknarstjórnin hefir dyggilega fetað í fótspor fyrirrennara síns með .fjármálin, ríkiskassinn tæmdur, miljóna- króna lán hafa verið tekin, en öllu er burt ausið. Tekjur ríkissjóðs margveðsettar í fleiri ár ensku auðvaldi.- En verkalýðurinn íslenzki situr með niðurskornar verklegar framkvæmd- ir á öllum sviðum og algjört atvinnubann. Með öðrum orðum, verkalýðurinn á að svelta fyrir fjársukk og vitlausa stjórn í fjár- málum landsins og aðgerðir fulltnianna í þing- inu. Og þetta síðasta þing kórónar allt sem á undan er gengið, það kostaði nú landið eitt- hvað á þriðja hundrað þúsund krónur, en hvað liggur eftir það? Ekki eitt einasta nýti- fyrir konur. Þau fjalla um dagleg viðfangs- efni á alþýðlegan hátt. Upplag tímarita eins og t. d. „Krestjanka" (Bóndakonan), „Rabot- niza“ (Verkakonan) og annara er um 470000 eintök. Það hefir þegar verið minnzt á hin almennu réttindi konunnar. Nú skal sagt nokkru nánar frá nokkrum atriðum í löggjöf Ráðstjómai'- lýðveldanna, sem fjalla um vemd konunnar og þær ráðstafanir, er til þess eru gerðar að leysa hana undan leifum fornrar kúgunar og til þess að bæta aðstöðu hennar yfirleitt. Eitt- hvert stórvægilegasta atriðið í löggjöf Ráð- stjórnarlýðveldanna eru ákvæðin um vernd mæðra og ungbama. Óþarfi er að minnast frekar á þá þýðingu, sem tveggja mánaða or- lof með fullu kaupi, bæði fyrir og eftir barns- burð, hefir fyrir móðurina. Auk þess hefir móðir, sem á barn á brjósti, rétt til þess að hætta vinnu með ákveðnu .millibili, til þess að gefa barninu að sjúga. Meðan móðirin er að starfi sínu, hefst barnið við á ungbarnaheim- ili, undir umsjón reyndra kvenna, svo að móð- irin getur unnið vel og ókvíðin, í þeirri vissu, að bam hennar er í góðum höndum. Slík ung- bamaheimili eru við allar verksmiðjur og vinnustöðvar. Á ungbamaheimilinu er barnið til þriðja árs, en síðan er það venjulega látið á barnagarð. Auk þess er til mikill fjöldi ráð- gjafastöðva, og þangað fara mæður reglulega með böm sín, til þess að láta læknisskoðun fara fram á þeim. Þannig er viðurværi og al- mennt uppeldi bamanna ákveðið á uppeldis- fræðilega vísu. Fé til þessara stofnana rennur samt úr sjóði til endurbóta á aðbúð verka- manna og annara vinnandi manna. í sjóð þenu- an renna 10—12% af tekjum fyrirtækjanna. 85% af fé sjóðsins fer til þess að reisa íbúðar- hús og 15% til almenningsþarfa, svo sem til stofnunar ungbarnaheimila, barnagarða og legt frumvarp var afgreitt sem lög. Era nú þessir menn ábyrgir gerða sinna? Geta þeir varið slíkt? Ég segi nei. Kjallaraibúð í Reykjavík. Þá ætla ég að minnast örlítið á húsnæðið hér í Reykjavík, sem verkalýðurinn á við að búa. Allir sem vilja og nokkuð til þekkja, vita að fátækum fjölskyldumönnum er gert ómögu- legt að búa í sómasamlegum íbúðum. Þeir verða að láta sér nægja og gera sér að góðu það sem enginn vill líta við, sem nokkur önn- ur ráð hefir, sem sé sólarlausar kjallaraholur fullar með slaga og maukfúnar og rottunöguð gólf. Fólkið er grafið lifandi ofan í jörðina hjá rottunum. En hverjum er svo þetta að kenna, að fólkið verður að búa í þessum í- búðum? Það er að kenna illmennsku, þröngsýni og þekkingarleysi þeirra þingmanna, sem með atkvæði sínu felldu úr gildi húsaleignlögin, þá einu hlíf, sem verkalýður þessa bæjar hafði fyrir útburði, yfirgangi og okri húseiganda og braskara hér í bæ. Þessir sömu fulltrúar þjóðárinnar með Jón Þorláksson í broddi fylk- ingar, eyðilögðu og afskræmdu svo frumvarp um verkamannabústaði á þinginu í fyrra, að það var óþekkjanlegt, þegar það kom út úr því og til einkis nýtt eins og flestum mun kunnugt. Og munið hverjir af fuiltrúum þjóðai’innar stuðluðu að því með atkvæði sínu á þinginu annara verustaða fyrir böm. Allar þessar menningarráðstafanir hafa þann tilgang að losa konuna við daglegar áhyggjur og hús- verk, til þess að starfsorka hennar megi koma að gagni við nytsama vinnu fyrir þjóðfélagið og skapandi starfsemi. Eitt af aðalhlutverkum þeim, sem eru skilyrði þess, að því marki verði r.áð, er stofnun opinberra matstaða fyrir börn og fullorðna. í fimmára-áætluninni er gert ráð fyrir stofn- un stórkostlegra eldhúsa, sem hvert á að geta afhent 6000—30000 máltíðir á dag. 1 Moskva og eins í allmörgum iðnaðarborgum, Iwanowo Wosnessensk o. fl., er þegar búið að koma á fót slíkum eldhúsum í stórum stíl, þar sem mið- degisverðurinn fæst fyrir 25—40 kopek. Talandi tákn um réttmæti þessara ráðstaf- ana er það, að íbúatalan eykst um 2!/> miljón á ári. Þó að fóstureyðing sé leyfð í Ráðstjómar- lýðveldunum, er hún ekki framkvæmd nema heilsa konunnar sé í veði, þegar konunni staf- ar hætta af því að ganga með barni, til dæmis þegar um arfgenga sjúkdóma er að ræða; auk þess koma ýms félagsleg atriði til greiha, er fóstureyðing er framkvæmd, svo sem barna- mergð o. fl. Lögmæti fóstureyðinga stuðlar að heilbrigði kvenþjóðarinnar, þar sem einungis læknar í þjónustu ríkisins mega framkvæma verkið á sjúkrahúsum, þar sem öll heilbrigðisleg skil- yrði eru fyrir. Áður fyrr, meðan fóstureyðing var bönnuð með lögum, lét mikill hluti þessara kvenna lífið af bólgusótt. Auk þess var þeim refsað, ef upp komst. Með því að ríkið hefir leyft fóstureyðingu undir opinberu eftirliti, hefir tvennt unnizt: Lækningin er orðin hættu- laus og hefir þegar bjargað lífi þúsunda kvenna og í annan stað hefir þjóðfélagið losnað við að að gera okkur að ánauðugum þrælum hernað- arbandalags auðvaldsins, sem gæti sigað okk- ur út í ófrið þegar því sýndist og látið slátra okkur þar. En þrátt fyrir þetta og margt fleira sem hér yrði of langt upp að telja, þá eru þessir menn, þessir sömu menn, sem nú koma á næstunni fram fyrir verkalýðinn og alþýðu í þessum bæ með fögur loforð og guðræknis- svip, biðjandi um atkvæði. En blygðunarleysi er það, vitandi það, að þeir hinir sömu menn eru búnir með verknaði sínum á Alþingi að gera fjöldann af uppvaxandi kynslóð af verka- lýðsstétt að heilsulausum aumingjum, bæði andlega og líkamlega af langvarandi skorti á fæði og klæði og eitruðum húsakynnum. Það eru verk sem tala og munu tala svo lengi sem íslenzk alþýða ekki þekkir sinn vitjunartíma. Því er það, að við sem erum í verkalýðs- stétt þessa lands og lifum og hrærumst undir því bölvaða þjóðskipulagi, sem hér ríkir, er- um búnir að líða og stríða, þola atvinnuleysi og skort á öllum sviðum fyrir tilstilli þeirra manna, sem teljast fulltrúar þjóðarinnar. Við eigum að sýna það við þessar kosning- ar, að það dugar ekki lengur að láta ábyrgð- arlausa loddara leika þennan skrípaleik á Al- þingi. Við eigum að sparka þeim út úr þinginu og setja okkar menn í staðinn, sem eru kom- múnistar. Þá einu menn fær íslenzka auðvald- ið ekki keypta og þeir einu menn munu leiða íslenzkan verkalýð fram til sigurs gegn kúg- un og auðvaldi. Og þá er tilganginum náð. Kjallarabúi. KJÓSENDUR, SEM FARIÐ ÚR BÆNUM. Skrifstofa lögmanns, er opin kl. 10—12 árd. og 4—5 síðd. (í Amarhvoli). Farið þangað og greiðið atkvæði. Skrifið aðeins bókstafinn B á kjörblað, sem ykkur verður afhent, látið í um- slagið og límið aftur. þurfa að ala upp böm, sem eru óhæf til þess að lifa. Að lokum nokkur orð um hjónabandslöggjöf- ina. I Ráðstjómarlýðveldunum er frá réttar- farslegu sjónarmiði enginn munur á hjónaband- inu, hvort sem það er fært inn í embættisbæk- ur eða ekki; slíkt er komið undir geðþótta þeirra, sem hlut eiga að máli. Ráðstjómai-lög- gjöfin gerir engan mun á því, hvort böm era fædd í hjónabandi eða utan þess (25. gr. iborg- aralegs réttar um hjónaband, fjölskyldu og til- sjón með börnum). Lögin skylda hvorttveggja foreldrið til þess að sjá fyrir bami sínu. Ef hjónin skilja, er með- lagið ákveðið eftir tekjuhæðinni (48. gr. hins borgaralega réttar). Ef meðlög og uppeldistil- lög ófullveðja barna eru ekki borguð, er það skoðað sem athæfi, er ríkinu stafi hætta af, og hefir í för með sér þunga refsinu (158. gr. refsiréttarins). I Ráðstjórnarlýðveldunum er hjónabandið enginn fjötur, er bindur saman mann og konu, heldur frjálst samlíf tveggja pei'sóna, sem unn- ast og bera virðingu hvor fyrir amiari. Ef til- finníngar þær, er leiddu til hjónabandsins, hverfa, þá missir hugtakið „hjónaband" merk- ingu sína. Lög hinna borgaralegu ríkja, sem knýr oftast nær aðilana til að halda áfram sam- lífinu, þó að svona sé komið, verða þannig að takmarkalausri byrði fyrir fjölskylduna. Þyngst kemur þetta niður á bömunum, að jafnaði, sem eru vitni að ósámkomulagi og rifríldi foreldr- anna. Lög, sem gera auðveldara um upplausn hjónabanda, er farin eru út um þúfur, stuðlar að því að gera allt fjölskyldulíf heilbrigðara. Þess vegna skoðar konan í Ráðstjórnarlýðveld- unum hjónabandið 1 raun og veru sém samband, er byggist á djúpum tilfinningum, virðingu og vináttu milli manns og konu.

x

Verklýðsblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Verklýðsblaðið
https://timarit.is/publication/345

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.