Verklýðsblaðið

Tölublað

Verklýðsblaðið - 23.05.1931, Blaðsíða 4

Verklýðsblaðið - 23.05.1931, Blaðsíða 4
Dagur alþýðubarnanna ANNAR í HVlTASUNNU HEFUR VERIÐ ÁKVEÐINN BARNADAGUR S. U. K. F. U. K. EFNIR TIL STÓRRAR útískemmtunar ÞENNAN DAG. -- SKEMMTUNIN FER FRAM í Hamrahlíð í MOSFELLSSVEIT. 1. Lagt verður af stað frá Lækjartorgi í bílum klukkan 1. e. h. 2. Á skemmtuninni verða fluttar ræður, sýndir ýmsir leikir, efnt til pokahlaups o. fl. 3 Klukkan þrjú verður samdrykkja: Nýmjólk með brauði. 4. Til Reykjavíkur verður farið klukkan rúmlega 5 og staðnæmst á Lækjartorgi stund- víslega klukkan 6. MP' Skemmtunin verður að öllu leyti ckeypis. Öllum alþýðuböraum heimil þátttaka. Aðgöngumiða má vitja í hljóðfæraverzlun Ben. Elfar, Laugavegi 19, útbúi Hljóðfærahússins, Laugav. og Bókaveralun Alþýðu, Aðalstr. 9 B (gömlu Vísis afgreiðsluna). Allir krakkar, strákar og stelpur, verða með á annan í hvítasunnu! 1. maí úti í heími Frh. af 1. síðu. gefið upp, að það hafi verið 6.000. I Lundúnum gengu byltingasinnaðir verkamenn í 8 fylking- um til Hyde-Park þai', sem hin eiginlega kröfu- ganga fór fram og foringjar kommúnista héldu ræður. iStór hópur negra sjómanna gekk undir hinum rauðu fánum brezkra stéttai*bræðra sinna. Var þeim tekið með miklum fögnuði af verkamönnum sem safnast höfðu fyrir í göt- umar til þess að horfa á kröfugönguna. 1. maí í verklýðsríkinu. Hvergi í heiminum er haldin önnur eins há- tíð eins og hátíð verkalýðsins í Ráðstjómar- ríkjunum. Þar er „l.maí“ ekki aðeins einn dagur heldur heil vika. Síðustu dagana í apríl er búið undir hina miklu hátíð. 1. maí ganga óslitnar skrúðgöngur um götur borgaranna. 2. maí hvíl- ist allt. 1. maí í ár var sérstaklega hátíðlegur. Hrakspámar um það, að fimmáraáætlunin myndi mistakast eru nú svo sýnilega rakalaus- ar að jafnvel hinn versti óvinur ]>yrði ekki framar að bera þær sér í munn. Atvinnuleysi er ekki lengur til, alstaðar rísa upp dýrðleg verk sósíahsmans. Fjöldi verkamannasendinefnda úr öllum heiminum, þar á meðal 30 manna nefnd frá Noregi og 23 manna nefnd frá Svíþjóð komu til Moskva til að samgleðjast hinum sigri hrósandi verkalýð Ráðstjómarríkjanna. Þegar snemma um morguninn líktust götum- ar í Moskva engu frekar en herbúðúm, þar sem verið er að fylkja liði. Klúkkan 8 hófst skrúð- ganga rauða hersins, á slaginu 8,45 kvað við lúðrahljómur og Woroschilow, foringi rauða hersins reið fram fyrir fylkingamar og heils- aði hinum ungu hemrönnum. Á sama tíma gengu foringjar Kommúnistaflokksins fram á þak Lenin hvelfingarinnar með Stalin, Malotow og Kalinin í broddi fylkingar, var þeim heilsað með miklum fögnuði af áhorfendum einkum verkamannasendinefndum auðvaldsrík j anna. Áftur kvað við lúðraþytur. Félagi Woroschilow tók til máls. Rödd hans hljómaði fuil festu og eldlegs áhuga um hið víðáttumikla rauða torg. Hann kvaddi verkamenn, bændur og rauðliða Ráð- stjómarríkjanna. Síðan sneri hann sér með bar- áítukveðju að fulltrúum verkalýðsstétta auð- valdsríkjanna og mælti meðal annars: „Verkalýður Ráðstjómarríkjanna vinnur sig- ur á öllum þeim erfiðleikum, sem innlendir og erlendir stéttaóvinir búa honum. Við vitum að það er stórveldastefnan, sem innlendir og út- lendir fjendur magna gegn okkur. Við vitum af lausninni undir forystu kommúnistaflokk- anna. Og við munum verja sósíalisman með sama afli og sömu ást eins og við höfum byggt bann upp“. Síðan sneri Woroschilow sér að rauða hem- um, sem lofaði hátíðiega að verja landið og sósíalismann með lífi og blóði. Á meðan rauði herinn mælti fram loforð sín di-undu fallbyssumar yfir Rauðatorgið. Rauði herinn gekk burt af torginu og þúsundum maí- flugblaða rigndi niður. — „Internationalinn“ hljómaði. Síðan hófust skrúggöngur með skóga af rauð- um fánum og spjöldum. Allan daginn gekk I verkalýðurinn við söng, og lúðraþyt, byltinga- söngva og byltingamarsa. Alstaðar var gleði og baráttuhugur. Um allt landið ú-t í hvem krók og kima hlustaði verkalýðurinn á ræðu Woro- schilows og byltingasöngvana frá Rauðatorg- inu. í verkamannaklúbbunum safnast verka- mannahóparnir, sem lofa því að hraða vinnunni enn meira, byggja upp á fjórum árum það, sem á að byggja upp á fimm. í Wjedenski-verka- mannaklúbbnum komu saman 2000 vefnaðar- konur, úr vefnaðarverksmiðju einni í Moskva, sem lokið höfðu því, sem þeim var sett fyrír eftir fimm ára áætluninni á tveimur árum og sjö mánuðum. Á öðram stað halda verkamenn- irnir úr vélaverksmiðjunni það hátíðlegt, að Auðvaldið í dauðateygjumim. Hinn þekkti þýzki hagfræðingur og félags- fræðingur, prófessor Werner Sombart, hefir ný- lega haldið fyrirlestur, þar sem hann heldur því fram, að auðvaldið sé nú búið að lifa sitt blóma- skeið og elli og hrömunarmerki þess bendi á áð síðustu dagar þess séu í nánd. Auðvaldið hefir tekið þeim breytingum, að varla er lengur hægt með nokkrum ráðum að finna leið út úr kreppunni. Á sama tíma og auðvaldsskipulagið er að grafa sér gröfina, hillir undir ný þjóðfélags- form út við sjóndeildarhringinn. Þannig lítur þá auðvaldið út í augum þessa borgaralega vísindamanns. Og á sama tíma heyrist önnur rödd úr þeirri átt, sem maður hefði sízt búist við. Bankaauðvaldið er einnig farið að efast um sín guðdómlegu tilveruskilyrði, og einnig þeir hatrömustu mótstöðumenn sósíalismans eru famir að búast við að endalok auðvaldsins séu ekki eins fjarri, eins og þeir hafa verið að reyna að telja sjálfum sér og öðrum trú um. Ensk-ungverski bankinn í Budapest hélt nýlega aðalfund, þar sem yfirbankastjórinn hélt ræðu. Þar segir hann meðal anr.ars: „Alstaðar í heiminum hefir eyðslan minnkað, — eftirspurn og framleiðsla haldast ekki leng- ur í jafnvægi, og gullframleiðslan hefur ekki getað fullnægt gjaldmiðilsþörfinni. Á fram- leiðslumarkaðinum eykst kreppan stöðugt. — Nú tala menn um kreppur í kom-, sykur-, kaffi- og bómullarframleiðslunni — og krepp- an eykst stöðugt vegna þeirra 20 miljóna, sem nú reiknast til að séu atvinnulausir, og sem í flestum rikjum er svo þungur baggi, að tekju- halli verður á flestum fjárlögum. Ríld, sem er ekki stærra en Ungverjaland, stendur ráðþrota í heimskreppu þeirri, sem nú geysar. Ofan á allt saman bætist sú geysilega hætta, sem auðvald- inu stafar af rússneska bolsivismanum. Auð- valdið er í dauðateyjunum — til úrslita hlýtur að draga á næstu árum. — En — ef öll ríki ver- aldarinnar undir stjórn Bandaríkjanna skildu sitt hlutverk og hagsmuni, gæti hugsast ein- hver fær leið. — En ef við framvegis eins og hingað til höldum áfram á skaðsemdarbraut, tortryggnis og stríðsundirbúnings, þá er úti um auðvaldsþjóðfélagið, framleiðsluhætti þess og sjálfsbjargarviðleitni, þá er auðvaldið búið að grafa sér gröfina, og er þá leiðin opin fyrir skipulagða framleiðslu, undir alþjóðlegi’i stjórn þeir höfðu lokið því, sem þeim va rsett fyrir á fimm árum á tveim og hálfu ári. Þannig heldur hinn sigri hrósandi verkalýð- ur 1. maí. sósíalismans á grundvelli samyrkju og þjóðnýt- ingar“. Þetta eru eftirtektarverð orð frá yfirbanka- stjóra í landi Horthys — hinu hvíta Ungverja- landi. „Hversvegna er maður þessi ekki lokaður inn- an fjögra veggja fyrir að útbreiða þannig kommúnismann“ spyr verkamannablað nokkurt í Austurríki. Nei, það gæti aldrei átt sér stað; því sá sem talaði þessi orð var Emmerich Karo- lyi greifi, tengdasonur Horthys, einvaldsherra Ungverjalands. Þegar þessi skoðun er að festa svo djúpar rætur innan þessarar stéttar, að jafnvel Hort- hy og hans samherjar, — ákveðnustu andstæð- ingar sósíalismans, byrja að efast um að nokkur leið 'sé fær fyrir auðvaldið að rétta við aftur, þá ætti verkamannahreyfingin, hversu grátt sem kreppan er búin að leika hana, að fá nýja von og nýjan þrótt, og sjá ao framtíðin er sósíalisminn. A t h s.: Ofam-ituð grein er þýdd úr mál- gagni sænskra járn- og málmiðnaðarmanna „Metallarbeteren“. Það er eftirtektarvert að á meðan aðalfor- verðir auðvaldsskipulagsins úti um heim, koma þannig í ræðu og riti fram fyrir augu almennings, skrækja undirtillur þeirra íslenzk- ar sjálfstæðis (íhalds) hungursálir í sama tón og afar þeirra og langafar. Öll þeirra málgögn eru full af lofsorðagjálfri um frjálsa sam- keppni og einstaklingsframtak — um gildi þess þjóðslripulagsforms er húsbændur þeirra erlendis eru famir að viðurkenna að sé dauða- dæmt. Það virðist ætla að fylgja íhaldinu hér í gröfina að sjóndeildarhringur þess í þjóðmál- um nái ekki til að vikka út fyrir rönd á fimm- eyring — það danzar enn kringum sama „sem- entspokann“ þrátt fyrir áþreifanlega reynslu þess að allt úr þeim poka, sem notað hefir ver- ið til „viðgerðar á íslenzkri þjóðskipulags- bvggingu“ (eins og þeir sjálfir kalla það) hefir verið það aupiasta klístur sem alltaf hefir hrunið úr og skilið eftir stærri göt, en áður voru. „Því dæmist rétt að vera“: Annaðhvort er íhaldið sokkið svo djúpt í fáfræðinni, eins og skrif þess raunar benda til, eða það dæmir ís- lenzka alþýðu svo dómgreindarlausa og fá- fróða, að henni sé allt bjóðandi. Það sé hægt að segja henni og hún trúi að hvítt sé svart og svart sé hvítt. Með þessu framferði ályktar iíklega eldri kynslóð íhaldsflokksins að hún geti unnið sér frið við að naga síðustu hnútumar, sem þetta auma skipulag gerir henni fært að draga sér í skjóli laganna. Þýðandinn. „Verklýðsblaðið" Ábyrgðarm.: Bryijólfur Bjamason. — Árg. 5 kr., t .ausasölu 15 aura eíntakið. — UtanAskrift blaöstns: ' Verkiý-.isblaöiö, P. O. Box 701, Reykjavík. ! ■ PrentíMniðjan Acta.

x

Verklýðsblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Verklýðsblaðið
https://timarit.is/publication/345

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.