Verklýðsblaðið

Útgáva

Verklýðsblaðið - 26.05.1931, Síða 1

Verklýðsblaðið - 26.05.1931, Síða 1
VERKLYÐSBIAÐIÐ ÚTGEFANDI: KOMMÚNISTAFLOKKUR ISLANDS (DEILD ÚR A.K.) II. árg. Reykjavík 26. maí 1931 24. tbl. Hiati KomiinlstaMxs M Hl Mrii iltíli Verkamenn og vinnandi alþýða til sjávar og sveita! Kosningar þær, er nú fara í hönd, marka að mörgu leyti tímamót í sögu íslenzkrar stétta- baráttu. Til kosninga þessara gengur í fyrsta skipti sá flokkur, sem sagt hefir öllum flokk- um borgarastéttarinnar st-ríð á hendur, og varaliði hennar, sósíaldemókrötum, meðtöldum. í annan stað verða þessar kosningar til upp úr hinu mesta pólitíska róti er menn vita dæmi til á íslandi síðan sjálfs-tæðisbaráttunni lauk. Viðburðir þeir, er gerzt hafa hinar síðustu vikur, sýna glögglega, að atvinnugrundvöllur borgarastéttarinnar riðar undir fótum hennar. Heimskreppa auðvaldsins hefir skellt hramm- irium yfir ísland og atvinnulegt og pólitískt skipulag borgarastéttarinnar engist sundur og saman í klóm kreppunnar. Hin kynlegustu fyrirbrigði hafa orðið í herbúðum borgaranna. líin pólitíska sveitasæla „Framsóknar“ og sósíaldemókrata er rokin út í veður og vind og um leið veltust tveir ráðherrar úr sætum sín- um. „Sjálfstæðisflokkurinn“ svonefndi, sem hefir flaðrað við danska valdið við hvert tæki- færi, er orðinn „lýðveldissinnaður“ og ókon- unghollur, þótt hann hafi skriðið fyrir kóngi við hvierja konungskomu. Borgaraflokkarnir þrír keppast hver um annan þveran að leika loddaralistir sínar frammi fyrir almenningi. En á bak við skrípaleik auðvaldsflokkanna skín á alvöru auðvalds-veruleikans. Það er sá veru- leiki sem hver einn einasti verkamaður til lands og sjávar finnur á sínum eigin skrokk: vaxandi atvinnuleysi, engar atvinnubætur, engin opinber vinna, stopull síldarútvegur, lækkað kaup — steinar fyrir brauð! Allt hið pólitíska moldviðri sem borgaraflokkarnir hafa þyrlað upp seinustu vikur er aðeins til þess að leyna þessum veruleika! Öll öskur þeirra eru aðeins til þess að yfirstíga hróp þeirra stað- reynda, að auðvaldið íslenzka getur ekki leng- ur fullnægt óbrotnustu þörfum hins vinnandi lýðs! Kommúnistaflokkur íslands varar alla verka- menn við að láta glepjast af blekkingum borg- araflokkanna og sósíaldemókrata. Berið loforð þeirra saman við gerðir þeirra á þeim árum sem þeir hafa verið við völd, berið saman. orð þeirra og athafnir! Verkalýður Islands er þess enn minnugur, er hinn illræmdi Ihaldsflokkur fór með völd, þegar tollum og óbeinum sköttum var velt yfir á herðar hinnar vinnandi alþýðu — svo að hún fékk vart risið undir þeim. Ofan á allt ætlaði sami floltkur að koma upp hvítum her, ríkislögreglunni, til þess að geta bælt niður verkalýðinn, ef hann risi upp gegn launapóli- tík og skattastefnu auðvaldsins íslenzka. Fjögur ár eru síðan að íhaldsflokknum var velt úr völdum. I fjögur ár hefir „Framsóknar- flokkur hins íslenzka auðvalds haldið um stjómartaumana og reitt þingflokk alþýðunn- ar fyrir aftan sig. íslenzkur verkalýður hefir fjögra ára reynslu að baki sér um það, hvemig fer málum hans og baráttu, er hans eigin þingflokkur gengur í bandalag við stjómmála- flokk borgarastéttar og stórbænda. öll fögru loforðin, sem gefin voru við kosningarnar 1927, hvar era þau? Var ekki lofað niðurfærslu ó- beinna skatta og tolla? Jú, vissulega var það gert! En hverjar urðu efndimar? Óbeinir skattar og tollar voru hækkaðir, hinir göimlu tekjustofnar íhaldsins vora framlengdir og allt var þetta gert með atkvæðum og' stuðningi þingmanna Alþýðuflokksins! Hvað hafði verka- lýðurinn upp úr kaupunum?Ánægjuna af að sjá tvo alþýðuflokksfulltrúa setjast í bankastjóra- sæti auðvaldsins, þriðja alþýðuforingjann verða bankaráðsmann og aðra minni spámenn flokksins fá það bein er þeim hæfði. Þetta er árangurinn af fjögra ára „umbótastarfsemi" Alþýðuflokksþingmannanna, þannig var málum verkalýðsins komið, þegar Alþýðufl. „sleit“ sambandinu við „Framsókn", til þess að geta að minnsta kosti í orði kveðnu komið fram sem sjálfstæður flokkur við þessar kosningar. En ekki er Alþýðuflokkurinn fyr búinn að slíta hinni hneykslanlegu sambúð sinni við „Framsókn“, en hann býður Sjálfstæðisflokkn- um blíðu sína, þó með því að ganga í borgara- legt hjónaband við hann, þ. e. mynda stjórn með honum. Svo djúpt hefir vai'la nokkur sósí- aldemókratískur flokkur sokkið, og er þá mikið sagt. Þannig líta staðreyndimar út í stjórnmálalífi íslands þessa stundina. Það era lærdómsríkar staðreyndir, og allur verkalýður landsins verð- ur að draga af þeim þær ályktanir, sem eru í samræmi við stéttarhagsmuni hans. Hinn ungi íslenzki kommúnistaflokkur á sér enn ekki langa æfi, en þótt stutt sé frá stofn- un hans, þá hefir hann þó á öllum stöðum landsins, þar sem hann hefir náð til, gengið í fylkingarbrjósti í baráttunni fyrir kröfum verkalýðsins. Hann er eini flokkurinn í land- inu, sem hefir barizt gegn fasisma „Framsókn- ar“stjórnarinnar, hann er fyrsti flokkurinn, er hefir bent á yfirstandandi kreppu og e i n i flokkurinn, sem hefir kvatt verkalýðinn til virkilegrar baráttu -gegn árásum auðvaldsins, er sprottið hafa upp af kreppunni. Kommún- istaflokkur Islands er einn allra flokka, sem hefir ekki andstæða hagsmuni við heildarhags- muni hins vinnandi lýðs í landinu. Þess vegna er hann hinn eini flokkur, er getur leitt frelsis- baráttu verkalýðsins íslenzka til fullra lykta. Verkamenn, verkakonur og annað alþýðu- fólk! Þið standið á krossgöitum í stéttabaráttu ykkar! Önnur leiðin liggur með sósíaldemó- krötum og öðrum borgurum til uppgjafar og ósigurs hinnar íslenzku verklýðshreyfingar. Ef þið farið þá leið, þá mun auðvaldið og leppar þess ná forustu i hreyfingu ykkar og frelsis- baráttu og þá eruð þið ofurseld ykkar verstu féndum. Hin leiðin liggur með Kommúnistaflokk Is- lands, hinum eina sanna baráttuflokki verka- lýðsins. Ef þið farið þá leið, munuð þið ná marki ykkar og þið munuð geta leyst ykkar sögulega hluthverk af hendi, að koma upp al- ræði öreiganna og skapa stéttalaust þjóðfélag kommúnismans. Eins og þið sjáið, þá er aðeins um tvennt að velja — þriðja er ekki til Verkamenn, verkakonur og annað alþýðu- fólk! Ef þið viljið þola það lengur að greiða úr ykkar vösum 90% af öllum tekjum ríkis- sjóðs, 15 miljónir á ári í bankatöp, — þá kjósið þið sósíaldemókrata eða borgaraflokkana. Ef þið berið með þögn og þolinmæði kaupkúgun ríkissjóðs, sem borgar ykkur 60—90 aura um tímann, ef þið viljið fá ríkislögreglu til þess að berja á ykkur í verkföllum, ef þið sækist eft- ir að fá vinnudóm til þess að skamta ykkur kaup, — þá kjósið þið auðvitað borgaraflokk- ana og sósíaldemókrata. Ef þið viljið að allar opinberar framkvæmdir verði stöðvaðar, að togurunum verði lagt upp, að síldarverksmiðj- unum verði lokað, að verkalýðurinn verði svelt- ur, — þá kjósið þið náttúrlega borgaraflokk- ana og leppa þeirra. Ef þið viljið, að ungir námsmenn úr verkalýðsstétt verði reknir úr skólum fyrir þá sök eina, að þeir eru trúir sinni stétt og berjast með henni, að sjúklingum sé vikið af heilsuhælum fyrir pólitískar skoðanir sínar, að Island verði flekað inn í Þjóðabanda- lagið og verði meðábyrgt hinni glæpsamiegu starfsemi þess gagnvart Ráðstjórnar-Rúss- landi, — þá skipið þið ykkur undir merki auð- valdsflokkanna og sósíaldemókrata. Ef þið vilj- ið að Alþýðuflokkurinn verði teygður lengra á þeirri braut sem hann hefir verið á undanfar- in ár, að hinn pólitíski flokkur ykkar selji sig áfram þeim borgaraflokknum, sem bezt býður og bezt borgar, þá kjósið sósíaldemókrata! ' En ef þið viljið ekkert af þessum hlutum, ef þið viljið að öllum tollum og óbeinum sköttum verði létt af hinni vinnandi alþýðu og velt yfir á auðmennna sjálfa, að framleiðslutækin verði rekin áfram, að atvinnuleysingjum og öðrum, sem með þurfa sé veittur lífvænJegur styrkur, án þess að það valdi nokkrum réttindamissi, að auðmennirnir beri sjálfir töpin af bönkunum, — þá kjósið þið Kommúnistaflokk Islands og engan annan. Ef þið viljið að vinnudagur- inn verði styttur með lögum, að kosningarétt- urinn verði aukinn að miklum mun, að verka- mannabústaðir verði byggðir í stórum stíl, að skólagjöld verði afnumin,að öryggi verkamanna og sjómanna verði tryggt, að verkalýðurinn njóti ávaxta vinnu sinnar og að arðrán auð- valdsins hverfi, þá kjósið þið Kommúnista- flokk íslands. Ef þið viljið stéttabaráttu í þing- inu, en ekki stéttafrið, baráttu fyrir hagsmun- um verltalýðsins, en ekki pólitísk hrossakaup, — þá kjósið þið Kommúnistaflokk íslands! Nú eigið þið að velja og hafna! Þið þekkið starfsemi hinna sósíaldemókratisku brodda, makk þeirra og bandalag við borgaraflokkana, þið þekkið lydduskap Alþýðublaðsins og annara sósíldemókratiskra blaða, sem hundsa hags- muni ykkar og kröfur, þið vitið hvemig þeir haga sér gagnvart róttækum verkamönnum er þeir reka þá úr verkalýðsfélögunum, þið vitið einnig að þeir hika ekki við að kljúfa verka- lýðshreyfinguna, ef þeir eru hræddir um völd sín. En þið þekkið einnig starfsemi Kommúnista- flokkksins. Þið vitið að hann hefir eixm barizt gegn hinni fasistisku kúgun „Framsóknar" og meðsektarmanna hennar, sósíaldemókrata. Blöð kommúnista hafa verið hrein stéttarmálgögn

x

Verklýðsblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Verklýðsblaðið
https://timarit.is/publication/345

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.