Verklýðsblaðið

Tölublað

Verklýðsblaðið - 30.05.1931, Blaðsíða 1

Verklýðsblaðið - 30.05.1931, Blaðsíða 1
SBIAÐIÐ ÚTQEFANDI: KOMMÚNISTAFLOKKUR ISLANDS (DEILD ÚR A.K.) II. ápg. Reykjavík 30. maí 1931 25. tbl. Guðjón Benediktsson verkamaður, 1. maður B-listans í Rvík. Ingólfur Jónsson bæjarstjóri, 2. maður B-listans. Brynjólfur Bjarnason kennari. 3. maður B-listans. Rósenkrans ívarsson sjómaður, 4. maður B-listans. Einai Olgeirsson, ritstjóri, í kjöri á Akureyri. Aðalbjörn Pétursson, gullsmiður, í kjöri í Suður-þingeyjarsýslu. ............... lÍIIPÍ; n mBSmm tfifl liilfel «11 111- l&BI flifiii í Elísabet Eiríksdóttir, kennslukona, kjöri í Eyjafjarðarsýslu. Steingrímur Aðalsteinsson, verkamaður, í kjöri í Eyjafjarðarsýslu. ísleifur Högnason, kaupfélagsstjóri, í kjöri í Vestmannaeyjum. Alþýðukjósendur! Kjósið ykkar eigin menn: Frambjóðendur konimúnista fi að stððva togara- og síldarútgerðina? Heyrst hefir að loka eigi 3—4 síldarbræðslu- verksmiðjum í sumar. Úrsiitaboð Holdö's í Krossanesi. Brezka /f jármálaauðvaldið hefir í hyggju að takmarka íslenzka saltfisksframleiðslu. Ummæli blaðsins „Maritime Merchant". Hvað er framundan fyrir islenzkan verkalýð? í ávarpi frá stofnþingi Kommúnistaflokks íslands til íslenzkrar alþýðu er m. a. komizt svo að orði: „ísland hefir breyzt frá því að vera nokkurn- veginn sjálfsnægjandi, eiginframleiðsluland í það að verða hráefna- og matvælanýlenda heimsauð- valdsins með fiskveiðum sem einkaframleiðslu (Monokultur). Eins og í öllum nýlendum og hálf- nýlendum, þar sem auðvald stórveldanna hefir fest rætur, hefir það ýtt undir þessa atvinnuþróun og hindrað fjölbreyttara atvinnulíf. Landið er því orð- ið undirorpið öllum dutlungum heimsmarkaðs auð- valdsins og ofurvaldi þeirra afla, er þar drottna. pessvegna hefir líka erlent auðvald teygt gráðug- ar klær sínar yfir landið til þess til þess að sjúga sem mestan arð úr alþýðu landsins, verkamönnum og fátækum bændum, með aðstoð innlenda auð- valdsins. Sameinast allar tegundir og stig um J.-etta, einkaauðvaldið, hringa- og fjármálaauðvald- ið og loks ríkisvaldið, sem þrotalending auðvalds- skipulagsins. Drottnar hið samtvinnaða erlenda og innlenda auðvald yfir öllum atvinnugreinum að heita má". Hin djúptæku og skjótu áihrif heimskreppu auðvaldsins hér á landi, sanna bezt réttmæti þessara orða. Staðreyndir þær, sem nú eru orðnar öllum kunnar, þó blöð borgarflokkanna, að meðtöldu Alþýðublaðinu, geri sitt ítrasta til að þegja þær í hel, — staðreyndir þær að brezka fjármálaauðvaldið, Hambrosbanki í London, hefir sett ríkisvaidinu íslenzka stólinn fyrir dyrnar með frekari fjárveitingu til op- bcvia framkvæmda, sanna að viðvörunarorð ko^múnista til ísler.-'krar alþýðu voru orð í tíma töluð. I fyrra var miljónaskuldum Islandsbanka velt yfir á herðar verkalýðsins. Haldgóðu kefli var stungið upp í hina svokölluðu „alþýðufor- ingja", með því að veita þeim feitustu bitana í nýuppdubbaða bankanum, enda finna þeir til skyldu sinnar, sem tryggir fulltrúar og er- indrekar erlenda fjármálaauðvaldsins. Herra bankastjóri, Haraldur Guðmundsson, og herra bankastjóri Jón Ólaf&son ílytja á síðasta þingi frumvarp um að framlengja seðlainndráttar- skyldu Útvegsbankans enn um 10 ár. Jafn- framt hafa kratarnir með atkvæðum sínum orðið j-ess vaidandi, að skattaklyfjarnar voru auknar um miljónir. Hverra hagsmuna gæta þessir menn? Gæta þeir hagsmuna verkamannafjölskyldunnar, sem nú á í baráttu við örbirgð og atvinnuleysi? Eða gæta þeir hagsmuna bankamannanna í London? ; Nú er orðið ljóst, að í ár verða engar opin- berar framkvæmdir. Það þýðir atvinnuleysi fyrir fleiri hundruð verkamenn og smá- bændur í sumar. Það var fyrsta hnefahögg

x

Verklýðsblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Verklýðsblaðið
https://timarit.is/publication/345

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.