Verklýðsblaðið

Issue

Verklýðsblaðið - 30.05.1931, Page 3

Verklýðsblaðið - 30.05.1931, Page 3
Kröfur um aðskilnað ríkis og kirkju Frambjóðendur kommúnista Verklýðsblaðið birtir í dag myndir af fram- bjóðendum kommúnista. Eru þeir flestir svo þekktir menn, að ekki þarf að eyða miklu af rúmi biaðsins til að kynna þá íslenzkri alþýðu. Guðjón Benediktsson er efsti maður á lista flokksins (B-listanum) í Reykjavík. Þekktast- ur er Guðjón fyrir starfsemi sína í verka- mannafélaginu „Dagsbrún“, og var hann um eitt skeið í stjórn félagsins. Fyrir hina ötulu starfsemi sína í atvinnuleysisbaráttunni í vet- ur, var Guðjón settur í fangelsi, og enn stend- ur yfir mál hans og félaga hans, svo ekki er enn séð fyrir endann á því, hvað yfirstéttinni þykir hæfa að dæma Guðjón hart fyrir vel unnið starf í þágu verkalýðsins. En dómur yíirstéttarinnar er mælikvarði á það, hversu vel hefir verið unnið fyrir hina vinnandi stétt. Guðjón er verkamaður, og hefir ágæta mennt- un í þjóðfélagsmálum. Slíkir menn skilja bezt hagsmuni og þarfir stéttar sinnar. Slíkum mönnum getur verkalýðurinn treyst. Ingólfur Jónsson bæjarstjóri á ísafirði er annar maður á lista Kommúnistaflokksins hér í Reykjavík. Ingólfur er reykvískum verka- mönnum að góðu kunnur frá fomu fari. Starf- aði hann um langt skeið í verklýðshreyfing- unni hér, og var um tíma aðalmaðurinn við „Alþýðublaðið", meðan „Alþýðublaðið“ var raunverulegt alþýðublað. Síðan Ingólfur kom til ísafjarðar hefir hann heldur ekki legið á liði sínu. I síðasta verkfalli var hann tvímæla- laust lífið og sálin. Ingólfur er formaður A. S. V. (Alþjóðsamhjálpar verkalýðsins), og er það ekki síst ötulleik hans að þakka, að A. S. V. hefir á þessum stutta tíma, sem hún hefir starfað, náð að verða slík hjálparhella í íslenzkri verklýðsbaráttu og raun ber vitni. Brynjólfur Bjarnason, kennari, þriðji maður B-listans, hefir starfað í verklýðshreyfing- unni hér í Reykjavík, síðan hann kom frá námi erlendis í ársbyrjun 1924. Brynjólfur var einn af helstu hvatamönnum við stofnun jafn- aðamiannafélagsins „Sparta“, sem nú er orð- in deild Kommúnistaflokks íslands í Reykja- vík, og var hann um langt skeið formaður félagsins. Brynjólfur er nú aðalritari Komm- únistaflokksins (svarar til „forseti“ í Alþýðu- flokknum) og auk þess ábyrgðarmaður Verk- lýðsblaðsins. Rósinkrans ívarsson sjómaður, fjórði maður B-listans, er einn af elztu félögum Sjómanna- félagsins. Hefir Rósinkrans aldrei hlíft sér og jafnan staðið þar, sem baráttan var hörð- ust. Rósinkrans var lengi í stjói'n Sjómanna- félagsins, og munu fáir félagsmenn njóta jafn óskiftst traust stéttvísari hluta sjómannastétt- arinnar og hann. Fyrir Rósinkrans liafa heild- arhagsmunir sjómannastéttarinnar jafnan ver- ið allt. Sem dæmi um vinsældir Rósinkrans meðal róttækari hluta verkalýðsins, má nefna, að hann var heiðursfélagi í F. U. K. gamla. Rósinkrans er fulltrúi sjómannafél. í fulltrúa- ráði verklýðsfélaganna í Reykjavík. Einar Olgeirsson, ritstjóri, er í kjöri af hálfu fulltrúaráðs verklýðsfélagamia á Akur- eyri og studdur af Kommúnistaflokki Islands. Einar er svo þekktur meðal verkalýðsins um allt land, að ekki þarf að fjölyrða um starf hans, enda hefir hann síðan hann kom frá námi erlendis 1924, verið lífið og sálin í verk- lýðshreyíingunni Norðanlands. Einar er rit- stjóri Réttar og Verkamannsins. Undir stjórn Einars hefir Réttur orðið langbezta tímarit landsins. Einar er nú formaður Verklýðssam- bands Norðurlands. Kratarnir hafa nú Erling Friðjónsson í kjöri á Akureyri, til þess að reyna að fella Einar og koma íhaldsmanninum að. Það er skylda verkamanna á Akureyri, að sjá um að það takist ekki. Aðalbjörn Pétursson gullsmiður er í kjöri í Suður-Þingeyjarsýslu af hálfu Verklýðssam- Verklýðsblaðinu hefir borizt eftirfarandi bréf frá félagi íslenzkra stúdenta í Kaup- mannahöfn: Á fundi Félags íslenzkra stúdenta í Kaup- mannahöfn 29. apríl s. 1. var gerð eftirfarandi samþykkt: „Félag íslenzkra stúdenta í Kaupmannahöfn ályktar að skora á öll íslenzk stúdentafélög og nemendafélög íslenzkra menntaskóla að hefja baráttu fyrir skilnaði ríkis og kirkju á íslandi, afnámi trúarbragðakennslu í skólum og afnámi guðfræðideildar við Háskóla Is- lands“. Leyfir stjórn félagsins sér hér með að fara þess á leit að þér birtið ofanritaða samþykkt í blaði yðar. Virðingarfyllst Kaupmannahöfn, 12. mai 1931. f. h. Félags íslenzkra stúdenta í Kaupmannahöfn. Jakob Benediktsson (form.), Bjöm Franzson (ritari), Gísli Gestsson (gjaldkeri). IM—M—— bands Norðurlands og studdur af Kommúnista- flokknum. Aðalbjöm var einn af helztu leið- togum Krossanesverkfallsins, og sýndi þar bæði dugnað og prýðilega skipulagshæfileika. Hann var fulltrúi norðlenzks verkalýðs á þingi Rauða-alþjóða-verkamannasambandsins í Moskva í sumar. Hélt hann mjög fróðlega fyrirlestra um Rússlandsferð sína. Aðalbjörn er að góðu kunnur í verklýðshreyfingunni í Húsavík. Aðalbjörn var fulltrúi verkamanna- félagsins á Akureyri, á þingi Alþýðusam- bandsins s. 1. haust. Elísabet Eiríksdóttii', kennslukona, er í kjöri af hálfu Verklýðssambands Norðurlands í Eyjafjarðarsýslu, studd af Kommúnistaflokkn- um. Elísabet er helzti forvígismaður verka- kvennafélagsins á Akureyri og mun engin kona njóta slíks trausts, sem hún meðal norðlenskra verkakvenna. Elísabet er ritari Verklýðssam- bands Norðurlands. Steingrímur Aðalsteinsson, verkamaður, er í kjöfi af hálfu Verklýðssambands Norðurlands í Eyjafjarðarsýslu, ásamt Elísabetu. Hann er formaður Verkalýðsfélags Glerárþorps, og undir stjórn hans hefir félagið vaxið upp í máttug samtök, sem megnuðu að hrinda af sér kaupkúgun Krossanesverksmiðj unnar síð- astliðið sumar. Steingrímur er ungur maður, en þrátt fyrir það mun verkalýður Eyjafjarð- arsýslu ekki treysta öðrum betur til að sjá fyrir málum sínum. Steingrímur vai' fulltrúi Verklýðsfélags Glerárþorps á verklýðsráð- stefnunni hér síðastl. haust. Hann er nú vara- formaður Verklýðssambands Norðurlands. ísleifur Högnason, kaupfélagsstjóri er í kjöri í Vestmannaeyjum af hálfu verklýðs- félaganna þar og studdur af Kommúnista- flokknum. Isleifur hefir, ásamt Jóni Rafns- sjmi, verið helsti forvígismaður verklýðshreyf- ingarinnar í Eyjum um langt skeið. ísleifur var lengi forstjóri kaupfélagsins „Drífandi“, en nú hafa verkamenn í Eyjum stofnað nýtt kaupfélag á hreinum stéttagrundvelli, fyrir forgöngu ísleifs og er hann nú forstjóri þess. Undir stjórn ísleifs hefir Kaupfélagi verka- manna þegar tekist að lækka vöruverð í Eyj- um stórkostlega, þó það sé nýstofnað. G a s 1 e y s i. Svo mikið gasleysi hefir verið undanfama daga, að til vandræða hefir horft fyrir prent- smiðjunum, að koma blöðunum út. Á fimmtu- dagskvöld varð að hætta að setja í sumum prentsmiðjunum. Slíkt er alveg óviðunandi á- stand og verður strax að kippa í lag. Eini flokkurinn, sem berst fyrir þessum kröfum er Kommúnistaflokkur íslands. Er gott að vita til þess að íslenzkir menntamenn Ijá honum lið í þessu efni. Kommúnistaflokkurinn vill, að kristnir menn og aðrir trúmenn geti þjónað trú sinni eins og þeim líkar, og að þeir, sem | engin trúarbrögð játa hafi líka fullt frjálsræði um skoðanir sín- ar og sé ekki þröngvað til að styrkja með fé andstæðinga sína 1 trúmálum. , Með skilnaði ríkis og kirkju sparast ríkis- sjóði mörg hundruð þúsund krónur árlega. Fyrir þetta fé krefst Kommúnistaflokkurinn að reistir séu skólar og rekin önnur menning- arstarfsemi til nytsemda fyrir alþýðuna. SKRIFSTOFA KOMMÚNISTAFLOKKSINS ei í Aðalstræti 9B (gamla Vísisafgreiðslan). Komið þangað og fáið allar upplýsingar við- víkjandi kosningunum. Hvernig er aðbúnaður vertananna hár við hðfnina Hneyksli sem verður að hverfa þegar i stað. Hvergi í nærliggjandi löndum er verkalýður- inn á eins lágu þroskastigi stéttarlega séð, sem hér, enda er hann hvergi eins píndur og kúgaður. Vinnukaupendur almennt skoða verkalýðinn sem hverja aðra vél, sem sjálfsagt só að arðnýta eins og mögulegt er. Aðeins ef véhn, þ. e. verkalýðurinn, fær það nauðsynleg- asta eldsneyti eða viðhald, sem nauðsynlegt er til að láta þá orku í té, sem vinnukaupandinn þarf, þá er allt í lagi. Gerir ekkert, þó að hann (verkalýðurinn) búi í óhæfum húsakynnum, svo sem kjallai'aholum sundunifnum af rott- um, hanabjálkaloftum eða fjárhúskofum, eða þó börnin hans veltist úti á götunni í svaðinu í óþverra portum o. s. frv, eða þó þau hafi ekki allra nauðsynlegustu næringarefni og séu skin- horuð, með tæringu og beinkröm. Þegar vinnukaupandinn getur notað konur og böm við vinnuna, þá gerir hann það, þó heimilisfaðirinn sé atvinnulaus, aðeins vegna þess að það vinnuafl er ódýraxa. I hans augum er verkalýðurinn á miklu lægra stigi en húsdýr hans. Þetta er gegnumgangandi hugsunarháttur hjá vinnukaupendum og eru reykvískir vinnu- kaupendur engin undantekning frá því eins og ég mun sýna fram á nú. (Vitanlega er hér ein- staka undantekning sem annarsstaðar). Við höfnina hér er hvergi hægt að fá sér vatn að drekka, nema þá moðvolgt úti í skip- um, ef það er þá til og svo á Sltýlinu, en það er æði ldppur, að fara austan af kolagarði og heim á Skýli. Verkamenn munu yfirleitt heldur pína sig þó þyrstir séu. En það er hastarlegt að geta ekki fengið svo mikið sem vatnsdropa að drekka hve þyrstur sem maður er. Það er lítið sýnishorn af umhyggju atvinnu- rekendanna gagnvart verlcalýðnum, að við höfnina í Reykjavík, þar sem fleiri hundruð manns vinna, skuli ekki vera vatn nema á ein- um einasta stað fyrir verkamenn. (Hjá Kol og Salt er vatnskrani fyrir þá sem þar vinna). Hvað eru mörg salemi hér við höfnina? Ekki eitt fyrif utan þau sem eru á Skýlinu (nema ef eitt er hjá Kol og Salt, að eins fyrir þá, sem þar vinna). Það er álitin skylda hús- bóndans, að sjá verkafólki sínu fyrir náðhús- um, en hér í höfuðstað landsins þurfa stærstu atvinnurekendur landsins ekki að taka slíkar skyldur á sig.

x

Verklýðsblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Verklýðsblaðið
https://timarit.is/publication/345

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.