Verklýðsblaðið

Tölublað

Verklýðsblaðið - 06.06.1931, Blaðsíða 1

Verklýðsblaðið - 06.06.1931, Blaðsíða 1
VERKLYÐSBIAÐIÐ ÚTGEFANDI: KOMMÚNISTAFLOKHUR ISLANDS (DEILD ÚR A.K.) II. árg. 1 Reykjavík 6. júní 1931 26. tbl. Aðferðir krata til að halda vðldunum Það átti ad falsa heilt félag. Hvernig1 drukknandi maður klórar í bakkann. Plestum mun í fersku minni hvernig krat- arnir höguðu sér í sumar, þegar þeir urðu í minnihluta a þingi Sambands ungra jafnaðar- manna á Siglufirði. Eftir að þingið hafði staðið í nokkrar mínútur, gengu þeir af fundi og klufu sambandið. Þegar kratarnir komu til Sauðárkróks, varð þeim fyrst fyililega ljóst, að það var vonlaust að þeir yrðu í meirihluta á þinginu, þó þeir notuðu allar hugsanlegar ofbeldisráðstafanir, sem venja er að nata á Alþýðusambandsþingum til að útiloka kommúnistiska fulltrúa. Og þá voru góð ráð dýr. Það varð að búa til fölsuð félög og senda fulltrúa frá þeim. Stöðvarstjórinn á Sandi var meðlimur í P. U. J. í Reykjavík og þá skorti ekki óskamfeilni til að treysta á aðstoð hans til slíkra hluta. Meðan kommúnistarnlr sátu á fundi í alþýðu- húsinu á Sauðárkróki, laumuðust þeir inn á símstöð og sendu eftirfarandi skeyti: Sauðárkróki nr. 68, orð 31, þann 12/9 1930, kl. 1215. Sendu Siglufjarðar morgun svohljóð- andi. Félag stofnað Sandi, meðlimir 35. Óskum upptöku sambandsins. Kosinn full- trúi Sigurður Sigmundsson. Undirskrift formanns, ritara. Alt veltur á þessu. Adr. skeytið á Árna. Guðm. Pótursson. Eins og skeytið ber með sér, hafa þeir Guð- mundur og Arni Agústsson, forseti sambands- ins, komið sér saman um þetta, og sennilega hefir verið tekin ákvörðun um þetta af allri Maður nokkur, Þorleifur Þorgrímsson að nafni hafði tekið að sér í samningsvinnu skurðgröft upp á Korpúlfsstöðum. Hafði hann 12 menn í vinnu, bæði erlenda og innlenda. Hafði hann gert samning við þá, og skuld- bundið sig til að greiða þeim 7 krónur á dag og frítt fæði og borga út 1. hvers mánaðar. En þegar átti að fara að borga út kom held- ur en ekki bobbi í bátinn. Verkamennirnir höfðu ekkert afrit af samningnum, og hafði hann því sjeð sjer leik á borði og falsað hann. Hafði þokkapiltur þessi bætt því inn í samn- inginn, að fyrst skyldi borgað út, eftir „að vinnumánuði væri lokið“ þ. e. eftir að verka- mennirnir hefðu unnið í heilan mánuð. Þegar mennirnir vildu ekki hlíta þessu, sagði hann þeim upp vinnunni. Verkamennirnir sögðu félaga úr stjórn Kom- múnistaflokksins frá þessu. Fóru þeir Guð- jón Benediktsson, Ingólfur Jónsson og Gísli Indriðason upp að Korpúlfsstöðum til að rann- saka mál þetta. Verkamönnunum bar öllum sam- an um að samningurinn væri falsaður. Og þegar verkstjórinn ætlaði að fara að borga mönnun- um út, dró hann frá þeim fyrsta vinnudaginn i og reiknaði þeim til skuldar fæði fyrir helgi- | sambandsstjórninni. Það væri því alrangt að skella skuldinni á Guðmund persónulega. Hann hefir ekki gert annað en framkvæma gerða ákvörðun. Og vafalaust hafa ungkratarnir rætt slíkar aðferðir við sambandsstjórn Alþýðuflokks- ins. Skeyti þetta er til sýnis á afgreiðslu verk- lýðsblaðsins. Mynd af því verður birt í „Rauða Fánanum“, sem kemur út eftir helgina. Sigurði Péturssyni, stöðvarstjóra á Sandi, féll allur ketill í eld þegar hann fékk þetta skeyti. Hann átti að senda skeyti um að félag væri stofnað, sem alls ekki var til! og hann átti meira að segja að dubba upp formann og rit- ara fyrir þetta falsaða félag og láta þá búa til kjörbréf fyrir Sigurð nokkurn Sigurmundsson! Sigurður dró það alllengi að láta Sambandi ungra kommúnista skeyti þetta í té. Honum tók persónulega sárt til félaganna í P. U. J. En hann komst að þeirri niðurstöðu að það væri siðferðislega rangt að leyna slíkum að- ferðum. Félög þau, sem kommúnistar voru fulltrúar frá, sendu nákvæma félagaskrá, og ef einhver reyndist kominn yfir það aldurstakmark, sem aldrei hefir verið farið eftir í S. U. J. átti að nota það sem átyllu til að taka af þeim full- trúaréttindi. Það er synd að segja að lögin hafi átt að ganga jafnt yfir alla! Það mun verða þung ganga fyrir heiðarlega verkamenn, að ganga nú að kjörborðinu til að kjósa menn, sem beita slíkum aðferðum. daga, — 3 krónur á dag. — Þessu vildu verka- mennimir auðvitað ekki una. Þeir Guðjón og félagar lofuðu að sjá um að verkamönnunum yrði útvegaður mála- færslumaður til að koma fram ábyrgð á hend- ur manni þessum fyrir fölöun á samningi. Enn- fremur að fara þess á leit við Dagsbrúnar- stjórnina, að hún sæi um, að verkstjórinn fengi ekki aðra menn í vinnu. Dagsbrúnarstjórnin hefir nú lofað að sjá um þetta. Enginn verkamaður má fara í vinnu til manns þessa. Það er annars ekki orðin vanþörf á að taka til rækilegrar athugunar, aðferðir þær, sem verkalýðurinn er beittur á Korpúlfsstöðum. Fjöldi útlendinga hefir verið tekinn þar í vinnu fyrir smánarkaup, meðan íslenzkir verkamenn ganga í hópum atvinnulausir. B-listínn hefir opnað kosningaskrif- stofu í Aðalstræti 9B. Hvernig hægt er að bæta úr húsnæðis- vandræðunum. Yerbamannabnstaðir fyrir miljón krónur árlega Tillögur Kommúnistaflokksins. Þar sem Framsóknarflokkurinn hafði í hyggju að stilla upp sérstökum lista hér í Reykjavík við kosningarnar í vor, varð að gera eitthvað til að telja reykvískum kjósendum trú um að Framsóknarmenn vildu gera eitthvað fyrir þá. Eitthvað varð að gera til þess að reyna að láta menn gleyma því, þegar Framsókn sigaði lög- reglunni á verkamenn í garnaverkfaliinu í vet- ur, og fangelsaði foringja atvinnulausra ver.ka- manna, sem svar við kröfunum um atvinnu- bætur. Þá tekur Framsókn upp það ráð að þykjast ætla að lækka dýrtíðina í Reykjavík. Lét hún semja frumvarp um ný húsaleigulög, sem áttu að lækka húsaleiguna að miklum mun. Mein- ingin var að láta húsaleigufrv. daga uppi á þing- inu, og nota það síðan óspart í kosningahríð- inni. Samt sem áður urðu kratarnir svo taugaveikl- aðir út af þessu frumvarpi að þeir fóru á fund Framsóknarmanna og báðu þá að láta það ekki koma fram á þinginu. Sögðu þeir að marg- ir húseigendur væru í sínum flokki og mundi þetta því stórspilla fyrir þeim í kosningum. En ef þeir greiddu atkvæði móti frumvarpinu mundi það spilla fyrir þeim hjá leigjendum. Báðu þeir bandmenn sína að athuga vel mál þetta, því atkvæðatap kratanna hér í Reykja- vík gæti spilt fyrix sameiginlegu valdi flokk- anna á þinginu. Framsóknarmenn munu hafa tekið þessari málaleitun vel, en svo kom vantraustið. Þá á- kváðu Framsóknarmenn að leggja frumvarp þetta fram í snatri, til að geta notað það í kosningunum. Verkamenn! Þannig er verzlað með hagsmuni ykkar á þinginu. Þetta eru mennirnir sem þykj- ast vera að ráða bót á bágindum ykkar. Þann- ig eru brýnustu nauðsynjamál ykkar gerð að braskvöru. Enginn stéttvís verkamaður gefur þessum bröskurum atkvæði sitt við næstu kosningar. Hverjar eru tillögur kommúnistaflokksins í húsnæðismálunum? í Reykjavík eru 559 hús, sem eigendur nota eingöngu til eigin þarfa. Flest þeirra eru stórliýsi. Ennfremur 801 hús, sem eigendur nota að rnestu leyti. Margir búa í íbúðum, sem hafa 10—20 herbergi.. Til eru íbúðir setn telja 30 herbergi. Yfirstéttin heldur húsnæðinu fyrir alþýðunni, sem verður að kúldrast í kjallaraholum, gróðrar- stíum berkla og annara veikinda, fyrir okurverð. Kommúnistaflokkurinn leggur til að lagður verði skattur á óhóflegar ibúðir, sem nemi að minnsta kosti 1 miljón krónum á ári. Ef þessi krafa kæmist í framkvæmd, myndi fjöldi ágætra íbúða losna, og húsaleiga lækka afar mikið. Og fyrir það fé, sem fengist inn, væri hægt að bygtrja verkamannabústaði. Þannig væri hægt að koma upp verkamanna- bústöðum fyrir minsta kosti miljón krónur árlega, án þess að hægt væri að svæfa málið með því

x

Verklýðsblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Verklýðsblaðið
https://timarit.is/publication/345

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.