Verklýðsblaðið

Issue

Verklýðsblaðið - 09.06.1931, Page 1

Verklýðsblaðið - 09.06.1931, Page 1
Ú TGEFANDI: KOMMÍINISTAFLOKKDR|jSL ANDS (DEILD ÚR A. K.) (Aukablað fyrlr Vestmannaeyjar) II. árg. Reykjavík jiini 1931 27. tbl. Hverjir kljfifa? Til kjósenda í Vestmannaeyjum. Nauðsyn ber til þese, að kjósendur athugi með rólegri yfirvegun stjórnmálaástandið eins og það er nú í landinu og hefir verið að und- anförnu. Vestmannaeyjadeild Kommúnistaflokks Islands hvetur alla hugsandi menn til þess að láta eigi blekkinga- og æsingarit hinna þriggja borgaralegu flokka: »sjálfstæði8«manna, >fram- sóknar«manna og »jafnaðar«manna villa sér sýn, heldur láta heilbrigða skynsemi ráða, hvernig atkvæðið fellur um kosningarnar 12. júni 1931. Ber þá fyrst og fremst að athuga fortið og breytni flokkanna í íslenzku stjórnmálalífi. SJÁLFSTÆÐISFLOKKURINN, sem i blekkingarskyni við óathugult fólk hefir enn einu sinni breytt um nafn, heldur því fram, að hann sé eini fiokkurinn í landinu, sem taki jafnt tillit til allra stétta þjóðfélagsins. Er þetta rétt? Athugum uppbyggingu og athafnir flokks- ins, en ekki orð hans, og þá fyrst og fremBt þau, sem almenningi eru kunn. Miðstjórn flokksins er skipuð stærstu auðkýf- ingum landsins. Þessi auðkýfingaflokkur, stjórn- endur miljónafélaganna »Kveldúlfs« og »Alli- ance« og auðugustu heildsala Reykjavíkur, hafa gengið ötullegast fram i því, að lækka verka- laun alls verkafólks. í hverri einustu kaup- deilu, sem háð hefir verið, hvar sem er á landinu, hafa blöð þau, sem eru eign þessara auðkýfinga, barist sem einn maður gegn verka- fólkinu, svivirt og mannskemmt forystumenn- ina i kaupdeilunum, og ekki hafa þeir hlífst við að siga lögreglu með barefli og vopn gegn fátækum og soltnum konum og börnum. Úr Vestmannaeyjum er þess skemmst að minnast, að -fyrverandi þingmaður flokksins, Jóhann Þ. Jósefsson, ginti i lið með sér flokk manna úr alþýðustétt til þess að berja á verk- fallsmönnum, er þeir gerðu vinnustöðvun i »GulIfoss« til þess að halda hinum lágu laun- um sínum, að undangengnu langvarandi at- vinnuleysi og skorti meðal verkamanna-fjöl- skyldna í bænum. Sjálfur skar Jóhann niður kaðalkeyrin og fékk hinum leigðu böðlum þau í hendur. Fyrir verkfallið hafði hann þó viðurkennt i orði, að laun verkafólks mættu ekki lækka, frá þvi sem væri, en til þess að siður kæmist upp um hann, otaði hann félaga sínum, Gunnari gamla Ólafssyni, til þess að taka á sig sökina af launakúguninni, en stóð sjálfur á bak við það mál, eins og reyndar öll önnur mál, sem hann lætur sínar pólitisku undirtyllur fremja, en eru illa þokkuð af alþýðu manna. Þess er og skemmst að minnast, að verkfæri Jóhanns, bæjarstjórnin, lét gera breiða götu upp af bæjarbryggjunni hér, sem út af fyrir Big er ekkert ámælisvert. En til þess að breikka göt- una, þurfti að ryðja úr vegi mörgum fiskhús- um, sem sumpart voru eign fátækra bænda eða verkamanna. Hús þessi voru metin til niðurrifs pg seld frá 30—100 krónur, og féll andvirðið eigendum hiisanna í skaut, en annað ekki. öll þessi fiskhús höfðu svarað árlegri rentu, til eig- endanna, svo um munaði. Aðeins einn, útvegs- maður, tryggur fylgifiskur Jóhanns Jósefssonar, lékk fullar bætur fyrir, að fiskhús hans varð að víkja úr götunni. Þeim manni, Þorst. Jóns- syni i Laufá8i, var gefinn miklu betri staður fyrir fiskhúsið en áður var og það flutt honum að kostnaðarlausu á lóð við steinbryggjuna, sem bærinn átti og er afar verðmæt. Um líkt leyti keypti bæjarstjórnin, sem þykist vinna jafnt að hagsmunum allra stétta ónýtan bræðsluskúr af einum kaupmanninum fyrir þúsundir króna. En sjálfstæðisflokksbroddarnir halda áfram að Jjúga því, að flokkur þeirra sé öllum stétt- um þjóðfélagsins jafn trúr. ígleifur Högnason frambjóðandi verkalýðsins i Vestmannaeyjum. FÁTÆKRASKÝLIN UNDIR STJÓRN „SJALFSTÆÐ1S“MANNA. Séu athafnir flokksins betur athugaðar í bæj- armálum Vestmannaeyja, verður hverjum manni augljóst, að sjálfBtæðis krefjast þeir einungis til handa þeim auðborgurum, sem við jarðar- farir skreyta sig með háum svartgljáandi pípu- höttum, en vinna að kúgun og jafnvel fjölgun jarðarfara verkafólks, og þó sérstaklega þess, sem verður fyrir því óláni, að leita fátækra- hjálpar hjá bæjarfélaginu. . Öllum menningar- og framfaramálum verkafólks hafa þeir verið Þrándur í Götu, og sem sýnishorn þess, hvernig þessi ráðandi flokkur hefir séð fyrir olnboga- börnum þjóðfélagsins, fátækum verkamönnum, konum þeirra og börnum, gerðu kjósendur rétt í því, að athuga fátækraskýlin Götu og Hólm- garð. Bæði þessi hús eru svo yfirfyllt af fá- tæku fólki, að hvergi í bænum munu vera önn- ur eins þrengsli, nema ef vera kynni i leigu- húsi Jóhanns Jósefssonar, Mörk, og fráleitt því að ætti að vera leyfilegt frá heilbrigðislegu sjón- armiði. Sveitarhúsið »Gata« er svo úr sér gengið og hrörlegt, að dragsúgur er um hiisið, þótt hurðir og gluggar séu lokaðir. í vindi róla raf- magnsperurnar til og frá i sumum herbergjun- um. Og í þessum húsakynnum verða veikluð Framh. á 3 síðu. íhaldið, sjálfir auðborgararnir, sem undir sjálfstæðisgrímunni, í skjóli sinna eigin laga, gerast leppar fyrir erlend auðfélög, til að arð- ræna islenzka alþýðu til lands og sjávar, og eru þannig brautryðjendur erlendrar yfirdrottn- unar hér á landi, ráðast á kommúnista og hrópa hver í kapp við annan: »Sko ættjarðar svikarana* o. s. frv. Kratarnir, sem allstaðar hafa reynst auðvald- inu önnur hönd, gegn hagsmunum verkalýðsins, hrópa nú i ákafa: »Kommúnistar eru klofnings- menn á samtök verkalýðsins*. Þetta segja Jón Baldvinsson, bankastjóri og bitlingabræður hans i Rvík. Þetta bergmálar eíns og tóm tunna, skósveinn þeirra Þorsteinn Víglundsson, hér í Eyjum. Þessar raddir þykja af kunnugum koma úr hörðustu átt, þó ekki væri nema hér í Eyjum. Strax þegar byrjað var af verkamönnum sjálfum, að gagnrýna starf Alþýðusambandsins, utan þings og innan, var heipt Jóns Baldvins- sonar og burgeisaklíku þeirrar er um hann stendur, stefnt gegn gagnrýnendunum, sérstak- lega hinum róttæku verkamönnum og kommún- istum. Svo hræddir voru kratarnir í Rvík strax 1926 um að missa völdin, að þeir neituðu jafn- aðarmannafélögum um upptöku í Alþýðusam- bandið, auðvitað af ótta við hinn vaxandi vinstri arm verklýðssamtakanna. Þó hafði Al- þýðusambandið þá enga afstöðu tekið í milli kommúnista og krata og áttu þó báðir þar sama réttinn. Síðan hefir hin ráðandi klíka i Rvík haldið uppi stöðugu skipulagsbundnu sundrunar starfl innan Alþýðusambandsins. Má þar til nefna klofningin við bæjarstjórnarkosningar hér í fyrra vetur o. fi, Þó kórónuðu kratar allar svívirðingar sínar á siða8ta Sambandsþingi með brottrekstri jafn- aðarmannafél. Vestmannaeyja og inntöku Þórs- hamars o. m. fl. Hefðu kommúnistar verið svo værukærir og sjálfselskir einstaklingshyggjumenn, sem hin leiðandi bitlingaklíka Alþýðusambandsins í Rvík, væru þeir löngu farnir á brott úr samtökunum — sem vitanlega hefði þýtt: klofning á hags- munasamtökum verkalýðsins, eftir endilöngu og þar með tilgangi kratanna náð. Reynsla hins félagsbundna verkalýðs hefir á seinni árum smám saman flett ofan af svikum krataforingjanna, og fært hann nær kommúnistum. En nú er svo komið, að mikill meiri hluti verkalýðs, að undanskildri Rvík, hefir suúið baki við krötunum. Verklýðssamband Norðurlands, sem nær yfir allan félagsbundinn verkalýð á Norðurlandi, er nú undir hreinni kommúnistastjórn. Hefir fulltrúaráð þess, eins og venja er til samkvæmt lögum Alþýðusambandsins, stilt upp frambjóðendum, fyrir hönd verkalýðsins við þingkosningarnar 12. júní næstk. — Sama hefir einnig verið gert hér í Vestmannaeyjum, þar sem kommúnistar hafa hreinan meiri hluta í verkalýðsfélögunum, og þar með full trúaráðið. — Þrátt fyrir þetta hafa krataburgeisar í Rvík upp á sitt eindæmi, i fullri óþökk verkalýðsins stilt upp klofningsmönnum á öllum þessum

x

Verklýðsblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Verklýðsblaðið
https://timarit.is/publication/345

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.