Verklýðsblaðið

Tölublað

Verklýðsblaðið - 09.06.1931, Blaðsíða 4

Verklýðsblaðið - 09.06.1931, Blaðsíða 4
við landbúnaðínn aukið svo skuldir ríkissjóðs auðborgaranna, að drápsklyfjar vaxta og skulda- byrðar munu halda áfram að hvíla sem mara á verkamönnum og fátækum bændum. Frambjóðandi flokksins hér í Vestmanuaeyj- um Hallgrímur Jónasson, er að sjálfsögðu sann- færður um réttmæti stefnu þessa flokks, en það er engin undantekning, því að áreiðanlega inunu 80 af hverjum 100 kennurum landsins hafa þessa sannfæringu, sem að af öllum sólar- merkjum að dæma, grundvallast á röggsemi fyrverandi kenslumálaráðherra Jónasar Jóns- sonar um skipun kennarastaða í landinu. Kommúnistar hafa fyrir löngu síðan brenni- merkt flokk þennan, sem afturhaldsamann borgaraflokk, sem leitar atkvæða meðal þeirra manna, sem enga ákveðna stjórnmálastefnu hafa. Foringjar hans hafa helat tönglaBt á hin- um innantómu slagorðum, um að Framsókn sé hinn eini stjórnmálaflokkur, sem syndi á milli öfganna á báða bóga, að hann þræði hinn gullna meðalveg á öllum sviðum. Tómleiki og fais þessara fullyrðinga flnna menn bezt með því, sem fyr, að bera saman orð og athafnir flokksins. Því verður reyndar ekki mótmælt, að i framfaramálum landbúnaðarins hefir flokk- urinn fylgt hinum lakara vegi meðalmennskunn- ar, þvi að fjárbruðl hans til bænda hefir meat- megnis lent í ginnungagopi óðalsbænda, svo sem Thórs JenBen og annara slíkra i nágrenni Rvíkur, sem sjá má af skýrslum Tímans. En þegar mál og réttur verkafólksins hefir verið til meðferðar í stjórnarherbúðunum, hefir enginn meðalmennska verið viðhöfð. Eins og fyr hefir verið frá skýrt, hefii stjórn- in beitt byltingasinnaða verkamenn ofríki og grimd. Rekið syni þeirra úr skólum, hækkað skólagjöldin, hækkað óbeina skatla á neytslu- vörum, rekið sjúklinga af spítölum, skert hlunn- indi berklaveikra sjúklinga og síðast en ekki sízt átt forgöngu á hinu óhóflegasta svalli og bruðii, Bem i sögu landsins á sér engan líka, en það er Alþingishátíðin 1930. Undirballansinn af óhófinu nam 1 miljón króna, og enda þótt alþýðuflokksbroddar og sjálfatæðis legðu bless- un sína á svínaríið í sameiningu, verður stjórn- arflokkurinn að bera aðal ámælið fyrir þetta dæmalausa tildurhóf, sem verkafólkið, er heima sat verður með súrum sveita að bæta á sinar sliguðu herðar. SAMEIGINLEGAR ÁVIRÐINGAR ALLRA BORGARAFLOKKANNA. Gjaldþrot Islandsbanka. Þvi hefir i ótal blaðagreinum Framsóknar og alþýðuflokksbrodda, verið lýst hvernig að fjár- glæframenn Reykjavikur og kaupstaða landsins hafa sóað 30 miljónum króna af rekstursfé íslandsbanka.. Sjálfstæðismenn vilja láta það heita töp á atvinnurekstri þeirra, en þegar þess er gætt, að flestir þessara manna hafa lifað eins og kóngar, byggt skrauthallir víðsvegar um landið og í Rvik, keypt dýrindis bifreiðar, lifað í sukki í stórborgum EvrópU, en látið atvinnu- reksturinn »passa sig«, verður því varla mót- mælt, að tjónið af atvinnurekstrinum sjálfum, er ekki fólginn í þeBsum 30 miljónum kr. heldur i þeirra eigin stjórnsemi og lifnaðarhætti. Það er sannanlegt að margir þeirra sem mest hafa skuldað íslandsbanka, hafa notað frá 50 til 150 þúsund krónur á ári til persónulegra þarfa. Þegar að margir auðkýíingar búa svo notalega um sína elskulegu eigin persónu, svo árum og áratugum skiftir, er ekki að furða þótt verkalýðurinn sem hálft árið verður að ganga með tómann magann og klæðlítill, reyni að skygnast í pjönkur þessara »júní«-manna. Svo loksins þegar ekki er hægt að fleyta hinni sökkv- andi bankaskútu, veifa hinir pípuhattaskreyttu hræsnarar höndum og kenna verkalýðnum um skellinn. Verkamenn hafi heimtað of hátt kaup af atvinnurekendum, atvinnufyrirtækin fari á hausinn og í hundana og viðreisnin sé aðeins möguleg, ef allar stéttir taki höndum saman og i hjálpi bankanum, lífæð þjóðfélagsins, sem þeir kölluðu. Til þess að blekkja alþýðuna, ennþá betur notuðu þeir óspart ummæli erlendra auð- kýfinga, stéttabræðra sinna. Og alþýðan trúði. Gengið var iyrir hvers manns dyr 6em ein- hveriu liafði önglað saman, með striti og súrum sveita og lagt til hliðar, til þess að mæta elli, sjúkdómum og öðrum áföllum, til þess að hjálpa að stöðva blóðrás þjóðféiagsins. Fjöldi, alþýðu- fólks var þannig ginnt til þess að kaupa hluti í bankanum fyrir að minnsta kosti helming sparisjóðseignar sinnar í íslandsbanka. Hvers virði þessi bréf eru nú ætti eigendunum að vera kunnugt, hafi þeir reynt að Belja. Auðvitað voru það ekki hábroddarnir póli- tísku, sem gengu að söfnun þessari. Nei, Jóhann sat á þingi. En Friðrik Þorsteinsson, Erlendur ritstjóri og Hjálmur Konráðsson voru sendir út i foræðið. Söfnunin tókst. Bankinn var endurreistur.. Stjórnmálaflokkarnir 3: sjálfstæðis, jafnaðar og framsókn settust allir i nýjan banka, sem blaut nýtt nafn. Það var mynduð samábyrgð um bank- ann af öllum þessum pólitísku öskuröpum og nú minnist enginn þeirra lengur á að nokkuð sé að athuga við stofnunina. Alþýðan, fátækir útvegsbændur og verkamenn hafa annars ekki orðið varir við aðra breytingu en þá, að sparisjóðsbækurnar hafa eitthvað rýrn- að og i stað þeirra eru komin út hlutabréf með gullnum stöfum og vel hæf til innrömmunar. Þjóðabandalagið og ísland. Bandalag þetta var myndað af sigurvegurum siðustu heimsstyrjaldar. Alþýðu allra veraldar var af stofnendum þess komið til að trúa, að bandalagið ætti að tryggja heimsfriðinn. í gegnum þessa hræsnisgrimu hafa nú flestir Béð. Togstreita er mikil innan þess milli stórveld- anna um nýlendur, og þótt að bandalagið hafi ekki klofnað út af þessum nýlendumálum, hafa þær nýlendur og smáþjóðir, sem verst hafa orðið fyrir barðinu á þeim stærri og voldugu kúgurum, sannfærst, að bandalagið og meðlimir þess, hafa ekki alltaf sýnt sig i líki friðardúf- unnar, heldur þvert á móti, spúð eldi og eitur- gasi yfir þær þjóðir, sem gert hafa tilraun til þess að losna undan erlendum yfirráðum. Síðan striðinu lauk, hervæðast allar þessar þjóðir enn vitfirringslegar en nokkru sinni fyr í sögunni og friðarráðstafanir þeirra og afvopn- anir hafa allar farið út um þúfur. Lög Þjóða- bandalagsins mæla svo fyrir, að hver þjóð, sem i sambandinu er, sé skyld að taka þátt í ófriði með hinum, gegn óvinum bandalagsins, en það eru nú öll þau ríki, sem utan við standa, sem sé Bandaríki Vesturálfu, Ráðstjórnarrikin, Tyrk- land o. fl. Ennfremur gegn þeim rikjum, sem kynnu að skerast úr Þjóðbandalaginu, en við því er líka búist. Á bak við alla alþýðu manna brugga nú Kosningaskrifstofa verklýðslélagannaog^kommún- Ista^ or^í Alþýðuhúslnu. leiðtogar 'núverandi þingtiokka ráð sín um að ofurselja sjálfstæði og hlutleysi landsins í hend- ur þeBsum morðvörgum. Virðist af öllum sólar- merkjum mega ráða, að stjórnir flokkanna bú- ist við að á þann hátt verði auðsóttara meira lánsfé erlent, er hingað til, og eru þá jafnframt auðstéttinni tryggðir stærri möguleikar til fjár- bruðlunar af alþýðu landsins. Mál þetta hefir farið heldur dult i þinginu, en málgögn borg- araflokkanna hafa básúnað kosti bandalagsins og eiga þar óskift mál Alþýðu- Framsóknar- og Sjálfstæðisfiokksins. Engum stjórnmálaflokki íslenzkum, öðrum en Kommúnistaflokknum er trúandi til að hindra upptöku Islands i Þjóðbandalagið. Að líkindum er þetta mál lang alvarlegasta málið, sem þing- ið hafði til meðferðar, því það ætti hverjum alþýðumanni, að vera ljóst, að ef slikt næði fram að ganga og hlutleysið væri ofurselt hernaðarbandalaginu, mundi hann ekki þurfa að kvíða þvi, að kemba bærurnar. Þingmenn borgaraflokkanna eiga heldur minna i hættunni, þvi slikir menn eru ekki vanfí að ganga í fylkingarbrjósti i styrjöldum, heldur myndu þeir i "krafti auðs síns flýja tii afdala og óhultra staða, sem mörg dæmi eru til úr siðustu styrj- öld. Verkamenn og fátækir bændur! Verkakonur! Vaknið til Btéttarmeðvitundar! Kjósið þann flokk til þings, sem óhikað flettir ofan af óhæfuverkum borgaralegu flokkanna og berst fyrir réttindum ykkar og frelsi! Kjósið öli frambjóðanda Kommúnistaflokksins 12. júni! Hverjum var mútað? Framsóknarklíkau meö Jóuas frá Hriflu 1 broddi fylk. iugar, heíir reynt á stjórnarárum siuum, aö múlbiuda foringja verkalýðsins með þvi, aö veita þeim viröuleg og vellaunuö embætti. — Aöíerð þessi viröist hafa tekist ljómandi vel hvaö Yiövikur krötuuum. — Svo að eins nokkur dæmi séu nefud: Jón Baldvinssou, baukastjóri. Héöiuu Valdimarsson, bankaráösm. o. m. il. Haraldur Guömundsson, baukastj- o. m. il. Stefán Jóh. Stefánsson, baukaendurskoöaudi. Finnur Jónsson, framkvæmdarstj Guöm. fcikarphéðinsson, stjórnandi rikisverksmiðjunnar og svo mætti áfram telja. Þorsteinn okkar Viglundsson fékk lika sinn skerf, þegar honum var veitt skólastjóraembættiö, Þetta fengu kratarnir fyrir stuöninginn, Þetta fengu þeir fyrir aö hækka tolla- og skattabyrðar á alþýðu — með atkvæöi sinu á þingi — um 5Va milj. króna. Björn Asgeirsson komst svo aö orði um kratana á næst siöasta þingi: „ Þegar Framsókn hirti háttvirta þingmcnn Alþýöuíiokksins upp af götu sinni voru þeir munaöarlausir og umkomulausir pólitiskir vergangsmenn. Framsókn setti þá til valds og viröingu i þeirri von, að auka mætti manndóm þeirra“. Það væri skömm að segja, að þetta haii ekki tekist. Hart er það fyrir alþýðu þessa lands, aö láta þaunig hæöast aö litiimennsku og eigin hagsmunaást foringja sinna og geta ekki mótmælt. Alþýðublaö kratanna birtir grein sem það nefnir: sKommúni»taburgcisar“. Er hún næst á eftir grein hr. bankastjóra Jóns Baldvinssonar. í þessari grein er veriö að útmála hinar ógurlegu tekjur ísleifs Högnasonar og Einars Olgeirssonar, Já, einnig þessum mönnum átti að múta og kaupa þá tii fylgis við borgarana. En þar mistókust baráttuaðferðir Jónasar frá Hriiiu. Þessvegna var Einari Olgeirssyni vikiö úr stöðu sinni og þess- vegna var ísleiii Högnasyni sagt upp forstöðu Afengis- verziunarinnar og kratarnir hjálpuöu til meö að flæma hann úr Kaupfélaginu. Dæmið nú, verkamennl ,,V©rklýösbiadiÖkk. Ábyrgðarm: Brynjólfur Bjarnason. — Árg. 5 kr., i lausasölu 15 aura eintakið. — Utanáskrift blaðsins: Verklýösblaðiö, P. O. Box 761, Beykjavik. Prentsmiðjan á Bergstaðastræti 19.

x

Verklýðsblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Verklýðsblaðið
https://timarit.is/publication/345

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.