Verklýðsblaðið

Útgáva

Verklýðsblaðið - 10.06.1931, Síða 3

Verklýðsblaðið - 10.06.1931, Síða 3
192$: „Við verdum að styðja Framsóknarstjórnina í 15-20 dr, skilyrðislaust, hvað sem fiún aðliefstu. 1931: „Fylkið ykkur um meiri hluta þingsins11 (17 íhalds- menn og 5 krata). „Vevum líiilláiiv, íslendingav Fyrirspurn til Olafs Friðrikssonar. Hvað léstu kratana fá fyrir 9600 krónurnar Bem þeir borguðu þér úr sjóði Alþýðusambands- ins í 2 ár? Hvar er sjóður jafnaðarmannafélagsins gamla? Gamall kunninyi. Samvinna krata og íhaldsmanna Kratarnir á Siglufirði ganga nú um nieðal fylgjenda allra flokka og reyna að fá þá til að kjósa Guðmund Skarphéðinsson annan fram- bjóðanda kratanna og annan íhaldsmanninn. Er þetta forleikur að væntanlegri sambræðslu- stjórn íhalds og krata? myndu þeii- hafa þá karlmannslund, sem þyrfti til að neita feitum bita af borði fjandmann- anna, þó fyrir kæmi heillar æfi liungui' liins ís- lenzka verkalýðs? Nei. íslenzkur verkalýður og fá- tækir þændur, íslenzkir öreigar og kúgaðar konur! Við verðum og trevsta okkur sjálfum, okkur einum og þeim flokki, s’em við höfum skapað okkur, Kommúnistafloklci íslands! það hefir verið reynt að hræða ykkur, reynt að gera hreyfingu öreiganna að grýlu í augum ykkar. það er auðvitað nauð- synlegt fyrir auðvaldið, nauðsynlegt fyrir kúgarana að þið iialdið áfram að selja líf ykkar ódýrt, selja þeim það svo ódýrt, að þeir geti grætt, þeir geti haft nóg að borða þeir geti búið í veglegum höll- um og lifað áhyggjulausu lifi og kennt börnum sínum að hæðast að hinum vinnandi lýð, sem þcir draga á asnaeyrunum. J>að er nauðsynlegt fyrir'þá að fylla blöð sín lygum um verklýðsríkið, Sovét- Rússland, svo að þið ekki skulið taka upp á því sama og fólkið hefir gert þar, að hrinda af sér þrældómnum og koma sér upp fögru framtíðarriki, þar sem allir vinna, allir hafa nóg til að Jifa af og allir hafa aðgang að þeirri menntun, sem þeir óska, þar sem aliir eiga allt og enginn fær að nota sér erfiðari aðstöðu annars í gróða skyni, þar sem konan er maður, en ekki lítilsvirt vera. það hefir verið nauðsynlegt fyrir þá að breiða út stórfelld- ar lygar um vcrkalýðinn rússneska, lygar, sem hafa verið svo fjarlægar og heimskulegar að engum nema hinu tryllta auðvaldi hefði dottið í liug að bera þær sér í munn. Eina leiðin er að skipa sér í baráttuna með allri hinni kúguðu stéttl Kommúnistaflokkur íslands, er eina forystuliðið, sem íslenzkur verkalýður á í verklýðsbaráttunni. Hann er eins og kommúnistaflokkar allra annara ianda myndaður af verkalýðnum sjálfum. Hann Þegar Sigurjón varð þingmaður. Þegar kosningar til alþingis fóru fram síðast, 1927, höfðu eins og flestir muna þrír flokkar frambjóðendur hér í Rvk. íhaldsflokkur, Prjáls- lyndi flokkurinn og Alþýðuflokkurinn. Frjáls- lyndi flokkurinn, með Jakob Möller efstum á lista, og fylgi Framsóknar, varð þess valdandi, að Sigurjón Olafsson varð þingmaður. Kosninga úrslitin urðu þessi: A 2494 atkv. B 3550 — C 1158 — tíigurjón Ólafsson var því kosin með 1247 atkv. Sigurbjörg Þorláksdóttir á íhaldslistanum fékk 1183 atkv. og varð 64 atkv. lægri en Sig- urjón. Athugi menn, að nú er Möllersíhaldið, runnið saman við Jóns Þorlákssonaríhaldið, og ætti eftir því nú að vera 4708 atkv. — Nú má ekki gleyma því að 1927 studdi Framsókn Sig- urjón Ólafsson og greiddj honum minst að kunnra manna áliti 600 atkvæði eða kannske mikið meira. — Þó segir 01. Fr. í hverju blaði að slagurinn standi á milli Sigurjóns og Magn- úsar Jónssonar. — ---- Ekki skal því neitað hér, að Sigurjón sé eini maðurinn á A-listanum, sem þekkingu hafi á kjörum almennins; en þvi setti þá Jón Baldvinsson hann þar á listann sem hann manna bezt vissi að Var „dauttu sæti? Ljóst var hon- um það, að Framsókn mundi taka sín atkv. Honum var líka ljóst að Kommúnistaflokkurinn mundi hafa menn í kjöri. Og því var Sigurjóni ekki stilt upp af Alþýðuflokknum í Hafnarfirði eða Seyðisfirði, þar sem sætið var vist? — Hon- um var stilt í annað sæti A-lÍ3tans, af því fyr- ir frarn var vitáð að hann mundi vanta 800 atkv. eða meir til að ná þingsæti hér í Reykja- vík. Honum var stilt í „dauðau sætið af því hann var sá eini þeirra sem hafði á fyrri tím- um unnið líkamlega vinnu og var minstur bur- geisabragurinn að. Verkamenn! í efsta sæti B-listans er óbreytt- ur verkamaður. Kjósið B-listann. Kjósandi. B-HSTINN ER LISTI VERKAMANNA OG VERKAKVENNA I REYKJAVlK skipar sér í fyikingar þeirra, sem breyta heiminum í betra horf, gera iífvænlegt íyrir alla. í kosningum þeim, sem i hönd fara, ganga komm- únistar i fyrsta sinn fram sem sjálfstæður flokkur. Menn þeir, sem hann hefir í kjöri eru allir reyndir og traustii' menn i verklýðsbaráttunni, menn sem ekki hika við að leggja allt í sölumar fyrir hugsjón sína. Auk þess sem kommúnistar berjast fyrir kröfum alls verkalýðs munu þeir berjast fyrir þess- um sérstöku kröfum fyrir verkakonurnar: 1. Að fá verkakonur inn í ■ verklýðsfélögin og vinná að sameiningu allra vinnandi manna og kvenna, sem vinna í sömu atvinnugrein í sam- ciginieg samtök. 2. Leggja áherzlu á að fá verkakonur með í flokksstarfið og stéttabaráttuna, og vinna að því, að þær eigi sæti í stjórnum fagfélaga, verkfallsnefnd- um o. s. frv. 3. Standa í broddi fylkingar i baráttu verka- kvenna um allt land fyrir hærri launum, undir kjörborðinu: sömu laun fyrir sömu vinnu. í- Leggja stund á að safna verkakonum tii bar- attu fyrir hinum sérstöku hagsmunamálum sín- um. svo se'm mæðrastyrk, mæðravernd og barna- vernd. Gangast fyrir að dagheimili séu reist á kostnað atvinnurekenda fyrir börn verkakvenna, og sé þeim stjórnað af hæfum konum, sem mæðurnar velja sjálfar. Að vanfærar verkakonur fái frí með fullum launum 2 mánuði fyrir og 2 mánuði eftir barnsburð. / 5. Kommúnistar munu krcfjast þess, aö lcvenna- vinna sé bönnuð i þeim iðngreinum, sem eru hættulegar heilsu konunnar eða of erfiðar fyrir konur. 6. Kommúnistaflokkurinn telur sér skylt að safna öllum alþýðukonum, bæði þeim, sem vinna á vinnu- stöðvum og húsmæðrum, gegn húsaleiguokrinu og drápsklyfjum tolla og skatta. Islenzkar konur! Hvernig munið þið greiða atkvæði um þessar Hvort viltu heldur? Þeir sem sækjast eftir því að framleiðslsn sé takmörkuð og opinberar framkvæmdir stöðv- aðar, að sett verði á stofn ríkislögregla til að berja á verkamönnum, að komið verði á vinnu- dómi til að skamta verkamönnum kaupið, að ísland verði látið ganga í þjóðbandalagið, og knúið þannig til að taka þátt í ófriði við Rúss- land, að lagðir séu háir tollar á neyzluvörur almennings, að piltar séu reknir úr skólum og sjúklingar úr siúkrahúsum fyrir pólitíska skoð- un, að lögreglu sé sigað á verkamenn í verk- föllum og verkamenn fangelsaðir fyrir að starfa fyrir stétt sína, — þeir kjósa íhaldsmenn, Fram- sóknarmenn eða krata. — A- C- eða D- listann. Hinir sem vilja ekkert af þessum hlutum, sem vilja að komið verði á tryggingum gegn at- vinnuleysi, sjúkdómum, slysum og elli, sem vilja að allir atvinnulausir menn fái atvinnuleysis- styrk, sem nægir til lífsviðurværis, að lagður verði skattur á óhóflegar íbúðir, verkamanna- bústaðir bygðir. og verkamönnum útvegaðar nægilegar ódýrar íbúðir, að tollar á nauðsynja- vörum séu afnumdir, að opinberar framkvæmd- ir sem eru til gagns fyrir alþýðuna, séujaukn- ar að miklum mun, að vinnutíminn sé styttur með lögum, að peningar til að framkvæma alt þetta séu teknir þar sem þeir eru til, að 9 miljónir króna séu teknar af yfirstjettinni með hækkuðum sköttum ástóreignamönnum og sparn- aði á útgjöldum til hálaunamanna — Þeir sem vilja allt þetta kjósa: Kommúnistaflokk íslands, B-listann. Hversu vel tekst um baráttuna fyrir þessum kröfum, hversu nálægt þær eru framkvæmdinni veltur mjög á því hversu margir greiða þeim atkvæði — hversu mörg atkvæði kommúnista- flokkurinn fær við þessar kosningar. Enginn má liggja á liði sínu. Reykjavíkurdeild kommúnistaflokksins heldur fund í Kaupþingssalnum í dag (fimtu- dag) kl. 8 síðd. Áríðandi að allir félagar og F. U. K. félagar, sem gegna störfum við kosning- arnar mæti. kröfur? Hvort viljið þið heldur vera þrælar eða frjálsir menn? Hvort viljið þið heldur strita í eld- liússvælu eða fisklykt allt ykkar líf, fátækar og framtíðarlausar, án þess að sjá nokkra glóru fyrir bættum kjörum, án þess að fá nokkum tima að anda að ykkur hr'einu loíti frjálsrar gleði, án þess að vera nokkurt andartak lausar við kvíða um framtíð barna ykkar, eða lifa eins og hin frjálsa kona Ráðstjórnarrikjanna. Hugsið um það, hvar ber ykkur að standa í baráttunni? Með hinum fáu, sem \ilja lirifsa til sín allan auðinn og völdin, eða hin- um mörgu, sem skapa auðinn og framleiða það, sem lifað ei' á? Eða viljið þið vera afskiptalausar? Hver er þá útkoman í lífi ykkar? Viljið þið skilja heiminn eins auman eftir þegar þið farið út úr honum eins og þegar þið komuð inn í hann, ef það er undir ykkur komið að frelsa hann? Sjáið þið ekki að fyrir ykkur liggur hið mikla hlutverk alls verkalýðsins! Hið mikla hlutverk að leysa hlekki ykkar og allra sem líða! Leysa hlekki ykkar, stétt- arsystra ykkar og stéttarbræðra Lífið er ekki öðm- vísi, en það sem mennimir hafa skapað og eru að skapa. pið getið verið með að skapa nýtt líf, nýja jörð, bara ef þið bindist samtökum við aðra þræla þessarar veraldar! Bara ef þið nú strax viljið koma í baráttuna! Hversvegna eigum við að líða, við sem erum svo miklu miklu fleiri en þeir, sem kvelja olckur? Við sem getum skapað okkur nýtt og heilbrigt líf, þar sem allir vinna og eru ánægðir? Verið ekki smeykar þó ykkur finnist þið hafa litla krafta, kraftarnir vaxa þegar þið farið að starfa þessvegna, íslenzkar konur, fylkið vkkur strax á morgun með þeim miljónum, sem eru að berjast fyrir frelsi sínu og bættum kjörum. Komið inn í Kommúnistafloklc fslands, eina forystuliðið, sem íslenzkur verkalýður á. Kjósið frambjóðendur Kommúnistaflokks íslands 12. júní, ef þið gerið það ekki, svikið þið sjdlfar ykkur og böm ykkar! Dýrleif Ámadóttir.

x

Verklýðsblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Verklýðsblaðið
https://timarit.is/publication/345

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.