Verklýðsblaðið

Tölublað

Verklýðsblaðið - 12.06.1931, Blaðsíða 1

Verklýðsblaðið - 12.06.1931, Blaðsíða 1
ÚTGEFANDI: KOMMÚNISTAf LOKKUB^ÍSLjá.NDS (DEILD ÚB A. K.) II. arg. Reykjavik 12. Júní 1931. 29. tbl. K j ó s i ð Kosningaskrifstofa B-listans er í Aöalstræti 9b uppi og niöri. Sími 2184. Félagar og allir stuðningsmenn B-lístans, sem tækifæri hafa tilað inna störf af hendil Komið á kosningaskrifstofuna og veitið að- stoð við kosningastörfin! Nú ríður á, að enginn liggi á liði sínu. Kjósendur! Kosningaskrifstofan væri þakk- lát, ef þið létuð hana vita, þegar þið eruð búnir að kjósa. Hversvegna era kratar, fram* súkn og Ihald á móti lúxus- íMðaskatti? Einar Arnórsson sagði i Barnaakólaportinu á Bunnudaginn, að lúxusíbúðaskattur myndi ekki bæta úr atvinnuleysinu. Þetta voru einu rökin, sem prófessorinn hafði gegn tillögum kom- múnista. Kommúnistar eru einí fiokkurinn, sem komið hefir með rökstuddar tillögur um, að létta at- vinnuleysisbölinu af alþýðunni. Þeir hafa sýnt fram á, hvernig hægt er að auka tekjur ríkis- sjóðs um 9 milljónir króna með því að hækka skatta af yfirstéttinni og spara útgjold til henn- ar. Þeir hafa lagt til, að auknar yrðu opinber- ar framkvæmdir, til gagns fyrir alþýðuna, og 2 milljónum yrði varið í atvinnuleysisstyrk, sem samsvarar 2000 krónum handa 1000 atvinnu- leysingjum á ári. Og hverjar eru tillögur hinna flokkanna til að bæta úr atvinnuleysinu ? Engar. Tilgaogurinn með lúxusíbúðaskattinum er að lækka húsaleiguna, og fá fé til verkamanna- bústaða, gera alþýðunni mögulegt að flytja úr kjallaraholunum og hanabjálkaloftunum inn í sólríku íbúðirnar, sem yfirstéttin heldur fyrir henni. Og þetta mundi einnig bæta úr atvinnu- leysinu. Eða myndi það ekki bæta úr atvinnu- leysinu, ef byggðir yrðu verkamannabústaðir fyrir milljón krónur á ári? Ástæðurnar fyrir andstöðu sinni við tillögur kommúnistanna geta borgaraflokkarnir þrír, íhald, framsókn og kratar, ekki sagt kjósend- um sinum, þvi ef þeir segðu hinar réttu ástæð- ur, myndi enginn alþýðumaður kjósa þá. Ástæðurnar eru þær, að menn þeir, sem þessir flokkar hafa í kjöri, eru fulltrúar eignastétt- anna, sem hafa andstæða hagsmuni við verka- lýðinn. Það er til dæmis varla von, að þeir menn, sem borgaraflokkarnir hafa i kjöri, kæri sig um, að tillögur kommúnista um skatt á óhóf- legar íbiiðir verði að veruleika. Það myndi koma heldur óþægilega við pyngjur þeirra. Sjálfir búa þeir í lúxusíbúðum og skrauthöllum. Það myndi til dæmis leggjast allþungur skattur á »verkamannabústaðinn« hans Héðins. a Sivað er húsaleigan M hjá Jóni Baldvinssyni og Byggingaíjelaginu ? Alþýðublaðið gerði fyrirspurn um það, hvað húsaleigan væri há hjá Guðjóni Benediktssyni. Guðjón svaraði því á þriðjudagsfundinum, að hann skyldi gefa upplýsingar um það, hvað húsa- leigan væri há bjá sér, þegar Jon Baldvinsson gæfi upplýBÍngar um húsaleiguna í kjallaran- um sínum og hjá Byggingafélaginu. Næsta dag laug AlþýðubL, að Guðjón hefði haft rangt eftir það, sem stóð í Alþýðubl. TJm það getur mannfjöldinn, sem hlustaði á ræðu hans, bezt borið. Guðjón Benediktsson á lítinn húskumbalda og verður sjálfur að búa í kjallaranum til þess að geta staðið straum af honum. Jón Baldvins- son og Héðinn eiga stórhýsi og notar Hjeðinn sitt hús eingöngu til eigin íbúðar, en Jón leigir verkamanni kjallarann. — Ferst þessum herr- um heldur illa að ónotast við bláfátæka verka- menn, sem hafa komið sér upp húskofa, en verða sjálfir að búa í verstu íbúðunum til þess að standa straum af honum. Á fundinum spurði Ólafur Friðriksson, hvort ekkert hanabjálkaloft væri í húsi Guðjóns. Svaraði Guðjón því, að það myndi nægja fyrir hana eins og Olaf. Feítastir es'u krístarnlr Á fundinum i Barnaskólaportinu á sunnudag- inn, Bagði einn verkamaður í mannþrönginni: »Þeir hafa auðsjáanlega fengið góða næringu hjá FramBÓkn, »foringjarnir« okkar, því feit- astir eru þeir allra frambjóðendanna«. Hverjir eru_svikarar? Alþýðublaðið kallaði í gær alla kommúnista svikara. Svikarinn Einar Olgeirsson, svikarinn Brynj- ólfur, svikarinn Guðjón, hrópa þessir leiguliðar íhaldsflokkanna í máttlausum reiðitón. 011 alþýða, sem fylgist með málunum, veit, að aðeins ein misheppnuð tilraun hefur verið gerð i vetur til að sprengja verkamannafél. Dagsbrún. Það var þegar kratarnir tóku að reka menn úr Dagsbrún fyrir kommúnistiskar skoðanir. Þar næst ætluðu þeir að fylgja dæmi íhaldsins, útiloka menn frá vinnu og svelta þá þannig til að kasta skoðunum sínum og flýja á náðir kratanna, eins og V. S. V. og Ól. Friðriksson. Aðeins eitt verkalýðsfjeíag hefur verið kloflð i vetur. Það er verkakvennafélagið á Siglu- firði, sem Guðm. SkarphéðinBson, miðstjórnar- meðlimur Alþýðufl., klauf. En það tókst ekki að sundra verkakonunum. Þær fylktu sér um verkakvennafélagið undir stjóru kommúnista. Það tókst heldur ekki að sundra verklýðs- æskunni. Hún svaraði klofningstilraunum krat- anna með því að fylkja sér um kommunista. Og Árni Ágústsson og V. S. V. standa nú gersamlega fylgislausir og fá I hæsta lagi 9 menn á fund í félagi sínu. í fáeinum línum í Alþýðubl. eru kommúnist- ar kallaðir fimm sinnum svikarar. Fáein álíka kurteisleg orð eru milli upphrópananna. Ekk- ert samhengi. Engin vitglóra. Hverjir greiddu atkvæði með tollahækkuninni á alþýðunni, sem nam 5x/a niiljón í tvö ár? Hverjir sóttu fa^tast að komast í þjóðabanda- lagið, til þess að geta tekið þátt í fyrirhugaðri árás á verklýðsríkið Rússland? fiverjir áttu frumkvæði að því, að lögregiu- liðið var aukið, til þess að hægt væri að siga þvi á verkamenn? Hverjir studdu fasistiska stjórn og þögðu þegar beztu. menn verklýðsæskunnar voru reknir úr skólum og sjúklingar úr sjúkrahús- um fyrir starfsemi sína i þágu jafnaðarstefn- unnar? Hveijir ehdurprenta niðgreinar úr Mogga um Einar Olgeirsson? Og hveqir eru svikarar? 'Alþýðan á að svara I dag. Og hún á að svara með þvi að kjósa B-iístanH.

x

Verklýðsblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Verklýðsblaðið
https://timarit.is/publication/345

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.