Verklýðsblaðið

Issue

Verklýðsblaðið - 20.06.1931, Page 1

Verklýðsblaðið - 20.06.1931, Page 1
tJTGEFANDI: KOMMÚNISTAFLOKKUR ISLANDS (DEILD ÚR A.K.) II. árg. Reykjavíli 20. jiiní 1931 30. tbl. KosnÍKig'a.úx'slitin Eommúnistaflokkuriim fær 1026 at- kvæði i 4 biordæmam Þeg-ar blaðið fór í pressuna er það talið full- víst að þingmannatala flokkanna verði svo sem hér segir: Framsóknarflokkurinn fær 28 þingnrenn, íhaldsflokkurinn 15 og Alþýðu- flokkurinn 4 og eru þá taldir með landkjörnu þingmennirnir. Kommúnistaflokkurinn fær engan þingmann. Atkvæðatala flokkanna var þannig þegar blaðið fór í pressuna: Fi'amsóknarflokkurinn feefir fengið 12.104 atkvæði, Ihaldsflokkurinn 16.477, Alþýðuflokkurinn 5.943 og Kommún- isitaflokkurinn 1026. Er hér tekið meðaltal af atkvæðatölum frambjóðenda hvers flokks í tvímenningsk j ördæmum. Sést af þessu að Framsókn hefir fengið alls 11.342 atkvæðum • færra, en hinir flokkamir ailir. Samt er hún í algerðum meirihluta á þingi. Þannig er kjördæmaskipunin, sem eng- inn kostur er að fá breytt meðan Framsókn í’æður. Frézt hefir um úrslit kosninganna í 4 kjör- dæmum, þar sem Kommúnistar hafa fram- bjóðendur í kjöri. 1 Reykjavík fengu Kommún- istar 251 atkvæði, Kratar 2628, Framsókn 1234 og íhaldsflokkurinn 5576. í Vestmannaeyjum fengu kommúnistar 220 atkv., kratar 235, íhaldsflokkurinn 753 og Framsókn 34. Á Akureyri fengu kommúnistar 434 atkv., kratar 158, íhaldsflokkurinn 598 og Framsókn 305. í iSuður-Þingeyjarsýslu fengu kommúnistar 121 atkv., Framsókn 1034 og íhaldsfl. 217. Glæsilegastur er sigur Kommúnistaflokksins á Akureyri. Við síðustu Alþingiskosningar fékk Erlingur Friðjónsson 671 atkv. Nú er hann genginn yfir til kratanna með húð og hári og verkalýðurinn hefir svarað svikum hans með því að fylkja sér um frambjóðanda Kommúnistaflokksins Einar Olgeirsson. I Vestmannaeyjum mega kommúnistar líka una úrslitunum vel. Svo að segja allir félags- bundnir verkamenn hafa kosið Isleif Högna- son og kratarnir hafa fengið mjög fá hrein verkamannaatkvæði. Flestir fylgismenn Þor- steins Víglundssonar eru smáútvegsmenn. Auðséð er að Framsóknar-krataliðið, sem enginn greinarmunur er gerður á í Eyjum, hefir fylkt sér um Þorstein. I Suður-Þingeyjarsýslu hafa kommúnistar einnig unnið glæsilegan sigur. Atkvæðatala Kommúnistaflokksins þar, er Suður-Þingeying- um til sóma. Yfirleitt má atkvæðatala flokksins í þessum 4 kjördæmum teljast ágætur sigur, eftir að fiokkurinn hefir starfað aðeins í hálft ár og hefir nú frambjóðendur í kjöri í fyrsta skifti. Yfirleitt hafa bæði kratar og íhaldsmenn tapað stórum við þessar kosningar en Fram- sókn unnið á. Með klofningspólitík sinni hafa kratarnir spilað tveimur kjördæmum yfir í hendur Ihaldsins. Á Akureyri hefði íhalds- maðurinn tvímælalaust fallið og Einar kom- ist á þing, hefðu kratamir ekki rofið samfylk- ingu verkalýðsins með því að stilla Erlingi. Einar og Erlingur höfðu samtals 6 atkvæðum færra en íhaldsmaðurinn, en hefði Erlingur ekki verið í kjöri myndu ýmsir hafa kosið EmaI•, sem nú sátu hjá eða kusu Framsókn. I Hafnarfirði var Stefáni Jóhanni stillt í óþökk fulltrúaráðsins og árangurinn varð sá, að I- haldsmaðurinn komst að í því kjördæmi lands- ins, þar sem tiltölulega flest er af verkalýð. I Amessýslu hafa kratarnir 179 atkvæðum færra en 1927, og í Barðastrandarsýslu fékk Árni Ágústsson 48 atkvæðum færra en And- rés Straumland fékk við síðustu kosningar. I kjördæmum þeim, þar sem kratar stilltu nú í fyrsta sinni, fengu þeir aðeins fá atlcvæði. I Vestur-ísafjarðarsýslu fengu þeir 35 atkvæði, í Vestur-Húnavatnssýslu fékk Sigurður Gríms- son 21 atkv. og í Skagafj.s. fékk Laufey 37. Eins og áður ar sagt verða Framsóknar- menn tvímælalaust í hreinum meirihluta í sameinuðu þingi. En þeir verða í minnihluta í efri deild. Þinghæfa stjórn geta þeir því ekki myndað nema með aðstoð annaðhvort I- haldsmanna eða krata. En það má telja full- víst að sú aðstoð fáist. Við eigum því von á minnihlutastjórn, sem sitja mun næstu 4 árin með góðfúslegri aðstoð kratanna eða Ihalds- ins. Þannig er þingræðið, sem kratamir dá- sama, sem mest. thð eigum von á minnihlutastjóm, sem mun framkvæma ýmislegt af áhugamálum þeim, srm Framsóknarflokkurmn hefir haft á prjón- nnum undanfario. Stjórn, sem mun kon.a á vinnudómi, ríkislögreglu og almennri kaup- lækkun, svo framarlega, sem árás hennar verð- ekki stöðvuð af byltingarsinnaðri vöm vei'ka- lýðsins. Við eigum von á stjóm, sem mun láta ís- land ganga í Þjóðabandaiagið, hernaðarbanda- lag stórveldanna. Stjóm, sem mun beita fas- istiskum aðferðum, því ofsalegri og herskárri, sem kreppan harðnar meir. Þessvegna verður allur verkalýðurirm að vígbúast til baráttu undir merki Kommúnistar- flokksins gegn neyðinni og hörmungunum, sem framundan eru, gegn minnihluta-sultarstjóm auðvaldsins. Hryllilegar afleiðingar af áfengisnautn. Nýlega varð methylalkohol tveim mönnum að bana. Er ekki fullvíst ennþá hvar þeir fengu drykk þennan, en sagt er að lögreglunni muni takast að grafast fyrir rætumar á því. Jafnframt hefir orðið uppvíst um eitthvað hið stórkostlegasta vínbrugg, sem sögur fara af hér á landi. Voru það tveir menn, annar íslenzk- ur, en hinn þýzkur, sem störfuðu að framleiðslu þessari, í kjallaraholu hér á Laugaveginum. Höfðu þeir tæki til að brugga ýmsar tegundir vína, svo sem konjak, rom o. fl. Þannig er ástandið í landi Spánarvínanna. Engin furða þó Fi'amsóknarstjórnin stæri sig af að hafa komið áfengismálunum í slíkt horf. í Reykjavík Það sem sérstaklega einkennir kosninga- úrslitin hér í Reykjavík, er tap kratanna og hinn mikli vinningur Framsóknai'. Við síðustu Alþingiskosningar, 1927, fékk Alþýðuflokkur- inn tæplega 35% af öllum greiddum atkvæðum, en við þessar kosningar fengu kratamir aðeins 27 % greiddra atkvæða og vantaði 1092 atkvaiði til að koma tveimur mönnum að. Hinsvegar hefir Framsókn unnið stórkost- lega á. Undruðust margir fylgi hennar við síð- ustu bæjarstjómarkosningar, en þó mun at- kvæðatala hennar nú hafa komið flestum enn meira á óvart. Hvernig ber nú að skilja þetta ? Án efa hefir fjöldi verkamanna, sem árum saman hafa fylgt Alþýðuflokknum greitt Framsókn atkvæði við þessar kosningar. Þetta virðist í fljótu bragði óskiljanlegt. Hvemig getur nokkui’ verkamaður greitt þannig at- kvæði á móti sjálfum sér, með flokknum, sem sigar lögreglu á verkalýðinn og fangelsar for- ingja hans, með flokknum, sem freklegast hef- ir beitt ríkisvaldinu til að lækka kaup verka- manna, með flokknum, sem ósvífnast hefir gengið fram í því að hækka tollana, flokknum, sem stöðvað hefir opinberar framkvæmdir nú í atvinnuleysinu ? Hér er áreiðanlega um svipað fyrirbæri að ræða og fylgi fasistanna í Þýzkalandi. Hinn stéttvillti hluti öreigalýðsins, smáborgararnir, sem eru að hrapa niður í múg hinna eignalausu og nokkur hluti þess vei’kalýðs, sem kratarnir hafa hrundið frá sér með svikum sínum, leitar sér hæhs í örvinglun sinni undir væng þessa fjandaflokks síns. Langmest af fylgi Framsóknar hér í Reykja- vík, er tvímælalaust verkalýður, sem áður hefir fylgt krötunum. Að verkamenn og konur skuli vera á svo voðalegum villigötum, er eingöngu að kenna póUtík kratanna, sem brugðist hafa málstað verkalýðsins. I meðvitund fjöldans hefir Framsókn og kratar runnið saman í eina heild þessi ár, sem þessir flokkar hafa farið sameiginlega með stjórn. Mörgum þessara manna, sem nú kusu Framsókn, er það fyllilega ljóst, að Framsókn- arflokkurinn hefir verið andstæður hagsmunum þeirra í ýmsum meginmálum, og þeim er það jafnframt ljóst, að kratarnir hafa svikið mál- stað verkalýðsins. En ennþá' hljóma í huga þeirra kjörorðin, sem kratarnir hafa látið ldingja allt til þessa: „Allt er betra en íhaldið", eða „spakmæli“ Ólafs Friðrikssonar. „Fáir eru svo slcyni skroppnir, að þeir velji ekki það sem skárra er af tvennu illu“. Slíkri þjóðmálaspeki eiga Framsóknannenn vafalaust fylgi sitt að þakka að allmiklu leyti, enda segja margir þeirra, að enginn ræða hafi aflað þeim fleiri atkvæða en útvarpsræða Ólafs Fi'iðrikssonar. Verkamönnum þessum hefir verið það fylli- lega ljóst, að íhaldsflokkurinn er fjandsamleg- ur alþýðunni og sumir hafa líka vitað það vel, að Framsókn og kratar, sem þeir ekki hafa gert neinn greinarmun á, hafa ekki gætt

x

Verklýðsblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Verklýðsblaðið
https://timarit.is/publication/345

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.