Verklýðsblaðið

Tölublað

Verklýðsblaðið - 20.06.1931, Blaðsíða 3

Verklýðsblaðið - 20.06.1931, Blaðsíða 3
Lærdómar verkfallsins á Isafirði. Allur yerkalýður til lands og sjáy- ar í eina samtaka heild. Verkalýðurinn á ísafirði stóð í 16 daga verk- falli til þess að ná fram kröfum, sem félagarn- ir víða annarstaðar hafa búið við allt síðastliðið ár og jafnvel lengur. Kröfurnar, sem settar voru, eru þegar kunn- ar og úrslit deilunnar sömuleiðis. „Baldur“ hafði ákveðið, að setja kauptaxta. Atvinnurekendur voru spurðir hvort þeir ætl- uðu að greiða hann. En svöruðu engu. Þá var verkfalli lýst yfir neifia hjá Samvinnufélagi ís- firðinga og Kaupfélaginu, sem bæði samþykktu taxtann þegar í stað. Vinnu varð að stöðva hjá öllum öðrum fyrsta dag verkfalMns og gekk það allgreiðlega, þó nokkrar riskingar yrðu. Verkalýðurinn var í upphafi eigi sammála um kröfurnar, enda þótt fjölmennur og almennur verklýðsfundur hefði samþykkt þær með öllum atkvæðum gegn einu. Ýms ákvæði taxtans voru nýmæli og þeir, sem ekki höfðu sótt fundi, eða voru utan fé- lags áttuðu sig ekki á þeim. Enda réru atvinnu- rekendur og sporhundar þeirra, verkstjórarnir, ÓBpart undir. Töldu þeir taxtanum allt til miska. Einkum reyndu þeir, að nota tækifærið, þar sem ísfirskir sjómenn eru yfirleitt upp á hlut, til þess að siga sjómönnum á félaga þeixra og fjöl- skyldur í landi. Kváðu þeir verkalýð í landi vera að stela frá sjómönnunum og að öll at- vinna yrði að hætta ef kaupið hækkaði. Verkamenn settu þegar verkfallsnefnd og fólu kauptaxtanefnd sinni að tala við atvinnurekend- ur. A hverjum morgni mættu verkamenn kl. 6 og gengu á vinnustöðvar til eftirlits. Leyfðu þeir aðgerð á nýjum fiski, en önnur vinna var stöðvuð. Viðtalið við atvinnurekendur varð loks til þess, að þeir sendu á 9. degi tilboð, þar sem þeir gengu alveg að höfuðkröí'um verkalýðsins, dagkaupinu og þeim hlunnindum að hléin væru reiknuð með vinnutímanum. Jafnframt buðu þeir 3 kr. nætur- og helgidagakaup, en alla slíka vinnu átti samkvæmt taxtanum að leggja niður. Verkamenn sendu þegar gagntilboð, með nokkrum tilslökunum á aukavinnu o. fl. Því svöruðu atvinnurekendur aldrei, og fór svo fram um hríð, unz Baldur gaf formanni sínum fulln- aðarumboð til að ljúka samningum innan 24 klst., við mann er atvinnurekendur þóttust hafa gefið fullt umboð. Þegar til kom hafði svo mað- ur þessi ekki fullnægjandi umboð og liðu tveir dagar unz hann fékk það. Varð að endurnýja umboð formanns og þá jafnframt samþykkt að ef ekki tækjust samningar innan 24 klst., skyldi í engu hopað frá upphaflegum taxta. Það má segja, að verkalýðurinn á ísafirði hafi, eftir atvikum komist sæmilega frá þessu verk- falli, þegar á það er litið, að ekki verður ann- að séð, en atvinnurekendur hafi verið staðráðn- ir í að láta fiskinn, er á land var kominn, eyði- leggjast, og sprengja þannig samtök verkalýðs- ins. Komst gamall og reyndur verkamaður svo að orði, að engan skyldi undra slíkt, þeir færu ekki með sitt fé, heldur annara, væru á hausn- um hvort sem væri, og ekki borguðuðu þeir hall- ann. Var það og almennt mál manna, að höfuð- fjárstofnunin hér stæði að baki atvinnurekenda og bannaði þeim frekari tilslakanir. Meðan stóð á verkfallinu sannfærðust verka- menn yfirleitt um réttmæti baráttu sinnar og Kosningaranglæti. -- Overjandi kjörskrá 700—800 manns, mest at alþýdutólki, neitad um að kjósa. Vegna þingi'ofsins var, eins og kunnugt er, farið eftir eldgamalli kjörskrá nú við kosning- arnar, en ekki eftir kjörskrá þeirri, sem gengur í gildi eftir 1. júlí. Hlaut þetta, eins og gefur að skilja að valda hinu mesta ranglæti. Hefði verið sjálfsagt að gefa út bráðabirgðalög, um að nýja kjörskráin gilti. Segist stjórnin hafa leitað álits flokkanna um þetta, en hafi það strand- að á íhaldsflokknum. Þetta þótti einræðis- stjóminni nægileg afsökun. Sést á þessu sem öðru samvinna íhaldsflokkanna. Fjöldi verkamanna og kvenna, sem fyrir mörgum árum hafa fengið lítilsháttar styrk af bænum, oft aðeins 10—20 krónur eða minna, urðu frá að hverfa. Dæmi eru til þess, að menn misstu kosningarétt af því þeir höfðu einhvern- tíma verið fluttir í sjúkrabíl, gátu ekki í svip- inn greitt kostnaðinn (5 kr.) og bænum því sendur reikningurinn. En auk þess var fjölda manna vísað frá, sem aldrei höfðu þegið styrk, og höfðu ýmsir þeirxa dvalið 10—20 ár eða lengur í bænum og alltaf kosið. Þegar kært var fyrir yfirkjörstjóm var svarið venjulega: „Hefir fallið burt í mann- tali“, eða „stendur í skuld fyrir styrk“, jafn- vel þó viðkomandi vissi ekki til að hann hefði nokkurntíma þegið af bænum. Fjölda margir, sem kusu við síðasta lands- kjör, fengu ekki að kjósa nú. Alls munu 700—800 manns hafa verið vísað frá kosningu. Varla nokkur af þessum kjósend- um mun hafa fylgt íhaldsflokknum, en Komm- únistaflokkurinn mun hafa verið rændur á annað hundrað atkvæðum með þessu háttalagi. Það virðist því ýmislegt vera athugavert við samningu þessarar hneykslanlegu kjör- skrár. Á hverju ári heldur A. S. V. alþjóðlegan bar- I áttudag. Er þá gengið í kröfugöngum, fundir haldnir, merki seld og gefin út blöð til styrkt- i ar hinni alþjóðlegu samhjálp. Á þessu ári var 14. júní valinn til þessara starfa. Fyrir ári síðan var stofnuð deild úr Alþjóða- samhjálp verkalýðsins hér á landi. Hefir félags- skapurinn eflst framar öllum vonum á þessum stutta tíma og allfjölmennar deildir eru nú í öllum helztu kaupstöðum landsins og ýms stór verklýðsfélög eru meðlimir. Á þessum stutta tíma, sem A. S. V. hefir starfað, hefir hún safn- að svo þúsundum króna skiptir til hjálparstarf- semi verkalýðsins og reynzt mjög veigamikil um 60 manns bættust í Baldur. Þó eru enn margir, sem standa utan við samtökin og gera sjálfum sér og félögum sínum stórtjón með því. Enginn vafi er á því, að atvinnurekendur hefðu aldrei lagt út í baráttu þessa, ef þeir hefðu þegar í upphafi þekkt styrk samtakanna til hlýt- ar og ekki orðið varir við undirlægjuhátt og skilningsleysi nokkurra verkamanna, sem altaf virðast reiðubúnir til þess að gleypa hverja flugu atvinnurekandans, en gæta þess ekki, að þeir svikjast þar með aftan að sjálfum sér og stétt sinni. Verkfall þetta hefir orðið ísfirskum verkalýð lærdómsríkt. í fyrsta lagi hefir það sýnt honum, að hann getur stöðvað vinnu þegar hann vill, jafnvel þó hann ekki sé samtaka sem skyldi. í öðru lagi, hefir það sýnt sig að tillátssemi við atvinnurekendur, þegar verkfall er haíið, er ófær og eflir aðeins þrjósku þeirra. í þriðja lagi kennir það honum, að ræða vel og vandlega kröfur sínar og mæla fast með þeim, við þá sem veikir eru, áður en þær eru settar fram til úrslitabaráttu. Því, að sé hvergi lát að finna, verða atvinnurekendur að láta undan þegar í stað. Enn hefir það kennt honum, að hlutaráðn- ing á sjó, er verklýðsstéttinni í heild skaðleg og getur meðal óþroskaðs verkalýð valdið al- varlegum árekstrum; þó hjá slíku hafi verið komist í þetta sinn. Allur verkalýður til lands og sjávar í eina sam- anþjappaða og samtaka heild verður að vera kjör- orðið. Annars getur íhaldinu tekist að sundra samtökunum, eins og það svo áþreifanlega hefir gert tilraun til í þessu verkfalli. Mjög var því haldið á lofti, af atvinnurekend- um, til þess að reyna að spilla samtökunum, að þessar kröfur væru kommúnistiskar. En slíkt hafði engin áhrif á verkalýðinn. Auðvitað áttu kommúnistar þátt í kröfunum, eins og skýrt MtÉlir H. S. II. stoð í stærstu verkföllunum, sem háð hafa verið. í fyrsta skipti í ár, 14. júni, tók íslenzkur verkalýður þátt í hinum alþjóðlega baráttudegi A. S. V., undir kjörorðinu: Alþjóðasamúð og samhjálp verkalýðsins. I Reykjavík gaf A. S. V. út blað, 10 síður að stærð, mjög fjölbreytt að efni með mörgum myndum. Blaðið fæst í Bóka- verzlun Alþýðu, Aðalstræti 9. Þá voru seld merki á götunum og um kvöldið var mjög fjöl- breytt samkoma í Iðnó. Töluðu þeir Ingimar Jónsson, Þorbergur Þórðarson og Magnús V. Jóhannesson og leikhóparnir (Blástakkar) sýndu marga smáleiki Um kvöldið bættust A. S. V. Reykjavíkurdeildinni 40 nýir félagar. hefir verið frá hér í blaðinu og fylgdu þeim fram með síst minni áhuga en aðrir verkamenn. Og má Begja, að lítið hafi borið á ágreining um þær eftir að verkfallið var hafið, þó vel hefði það mátt vera ekki neitt. Ingólfur Jónsson. Hvernig Alþýðublaðið hugsar sér alþýðustjórn. Rétt fyrir kosningar stóð í Alþýðublaðinu að lögin væru jöfn fyrir alla, en það væri ekki fyllilega hægt að koma lögum yfir alla, fyr en alþýðan væri farin að ráða. Með öðrum orðum: Alþýðublaðið hugsar sér að láta borgaraleg lög gilda áfram, eftir að yíirráðin eru komin til alþýðunnar. Samkvæmt gildandi lögum eru menn dæmd- ir fyrir að stela fárra króna virði, í ýtrustu neyð. En þegar Jóhannes bæjarfógeti stal 60.000 kr. var hann dæmdur í 800 króna sekt, og hafði þvi 59.200 krónur í hreinan ágóða. Þetta er alt í fullu samræmi við lögin samkvæmt skýringum lögfræðinga. Og það er varla hætt við að lögskýringarnar verði mjög á annan veg, þegar „alþýðan“ er komin til valda, á þann hátt sera Alþýðublaðið hugsar sér. Þ. e. þegar Héðinn, Jón Baldvins- son og Olafur Friðriksson eru orðnir ráðherrar, og Stefán Jóhann og aðrir slíkir sitja í dómara- sæti. Eða hvernig er það í Danmörku, Eng- landi og Þýzkalandi? Eru það Jóhannesar bæjar- fógetar þessara landa sem fylia fangelsin þar? Nei, þar eru fangelsin full af kommúnistum, sem orðið hafa fyrir barðinu á hinum dásam- legu lögum kratanna, fyrir starf sitt í þágu verkalýðsins.

x

Verklýðsblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Verklýðsblaðið
https://timarit.is/publication/345

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.