Verklýðsblaðið

Tölublað

Verklýðsblaðið - 27.06.1931, Blaðsíða 1

Verklýðsblaðið - 27.06.1931, Blaðsíða 1
RKLÝÐ ÚTGEFANDI: KOMMÚNISTAFLOKKUR ISLANDS (DEILD ÍJR A.K.) II. árgr. Reykjavlk: 27. júní 1931 31. tbl. Ályktun miðstjórnar Kommúnistaflokks Islands í tilefni af úrslítum kosninganna 12. júní. Úrslitin. Nú þegar kosnmgaúrslitin eru orðin kunn, er nauðsynlegt fyrir Kommúnistaflokkinn að líta yfir reynslu þá, sem fengizt hefir í kosn- mgabaráttunni, draga allar nauðsynlegar ályktanir af liðskönnun þeh*ri, sem fram hefir farið og draga skýrt upp línurnar fyrir bar- áttu þá og verkefni, sem framundan eru.. Allir flokkar, sem tóku þátt í síðustu Al- þingiskosningum 1927, nema Framsóknarflokk- urinn hafa tapað hlutfallslega í atkvæðamagni við þessar kosningar. íhaldsflokkurinn og Frjálslyndi flokkurinn höfðu samtals 48,3% greiddra atkvæða 1927, en nú hafa þeir sam- einaðir undir nafninu Sjálfstæðisflokkur feng- ið aðeins 44,8 af hundraði. 1927 var atkvæða- magn Alþýðuflokksins 19,1%, en nú aðeins rúmlega 16%. Framsóknarflokkurinn hafði aft- ur á móti aðeins 29,8% greiddra atkvæða 1927, en 36% nú. Framsiíkn hefir nú meirihluta þing- manna, en ef þingmannatala færi eftir at- kvæðamagni ætti flokkurinn að hafa aðeins 13 þingmenn kosna í kjördæmum, en andstöðu- flokkarnir 23. . Kommúnistaflokkurinn, sem fengið hefir 1165 atkvæði í 5 kjördæmum í fyrsta skipti, sem hann gengur til kosninga má vel una úr- slitunum. Hann hefir fengið rúmlega 714% greiddra atkvæða í þessum kjórdæmum. Það verður að teljast mikill sigur. Þó er atkvæðatala flokksins í sumum kjör- dæmum talsvert minni en hið raunverulega fylgi hans meðal kjósenda. Ástæðurnar til þessa þarf að taka rækilega til íhugunar. Það er ennfremur nauðsynlegt að gera sér grein fyrir ástæðunum til þess að fylgi Fram- sóknar skyldi aukast svo mjög, en fylgi sósíal- demókrata minnka að sama skapi. I nokkrum kjördæmum, þar sem þrír flokk- ar hafa verið í kjóri, Sjálfstæðismenn, Fram- sóknarmenn og Alþýðuflokkurinn, hafa sósíal- demókratisku kjósendurnir fylkt sér um Framsókn, en kommúnistisku kjósendurnir einir hafa kosið Alþýðuflokkinn. Ástæðan.til þess er að verkamennirnir, sem kusu Fram- sókn litu á það eitt, að nauðsyn bæri til að fella íhaldsframbjóðendurna, sem þeir hötuðu. Hér er um að ræða vaknandi stéttarvitund verkalýðsins. Hatrið gegn Ihaldinu er í raun og veru stéttahatur verkalýðsins gegn auðvaldinu. Það er stéttahatur þess hluta verkalýðsins, sem skilur ekki ennþá stéttareðli Framsóknar- flokksins og sósíaldemókratisku foringjanna. Á undani'ömum árum hafa sósíaldemókratar gert allt til að hindra það, að verkalýður og smá- bændur öðluðust gleggri skilning á stéttareðli Framsóknar. Við þessar kosningar hefir það komið þeim sjálfum í koll. Tap sósíaldemókrata hér í Reykjavík og vinningur Framsóknar á beinlínis rót sína að rekja til þess að verkalýðnum er orðið það ljóst að sósíaldemókratar hafa brugðizt mál- stað hans. Flótti verkalýðsins til Framsóknar á sér skýrar sögulegar rætur. Hin djúptæka al- heimskreppa, sem dunið hefir yfir auðvalds- heiminn, hefir knúð ríkjandi stéttir til að neyta allra bragða, stjórnkænsku og valds, til að velta byrðum kreppunnar yfir á herðar hinna vinnandi stétta. Eins og borgarastéttir allra landa, hefir einnig íslenzka borgarastétt- in komið á sérstakri verkaskptingu í stjórn- málastarfsem sinni. Verkaskipting þessi kom greinilega í Ijós við kosningarnar 1927. Ihalds- flokkurinn hafði svo gersamlega afhjúpað sig með afturhaldsstefnu sinni, að lægja varð öld- urnar meðal hinna óánægðu stétta þjóðarinnai', með því að láta Framsóknarflokkinn — sem sló um sig með róttækum slagorðum, og náð hafði hylli töluverðs hluta þjóðarinnar, taka völdin. — Þessari stjórnmálastarfsemi, hefir borgarastéttin hér á landi eins og alstaðar ann- arsstaðar, beitt með fullri samhjálp og stuðn- ingi sósíaldemókrata. En kommúnista hefir skort bolmagn til að leiða verkalýðinn yfir á brautir stéttabarátt- unnar og þess vegna hafa allmargir látið ginn- ast af glamri Framsóknar, þessvegna sigraði Framsókn við afstaðnar kosningar. En samkvæmt eðli og aðstöðu Framsóknar- flokksins, hlýtur hann í valdatíð sinni að beina stjórnarstarfi sínu inn á brautir fasismans, því hann sem forvörður ríkisvalds og yfir- stéttar á krepputíma, hlýtur að neyta þeirra meðala, sem handbær eru til þess að halda „lög- um og rétti" yfirstéttanna, og þau meðöl verða hér eins og annarsstaðar ríkislögi-egla — skoð- anakúgun — og hverskonar þvingunarráð, er hann telur nauðsynleg til ]^ess að sundra sam- tökum verkalýðsins, svo átök hans í réttmæt- um lífskröfum nái ekki til þess að hnekkja arðránsaðstöðu valdhafanna. Kommúnistar hafa margoft bent verkalýðn- um á hinar fasistisku tilhneigingar Fram- sóknar. — Framsóknarflokkurinn, sem fer með ríkisvaldið, er fulltrúi brezka fjármálaauð-i valdsins, og verður að gæta hagsmuna þess i baráttunni við íslenzkan verkalýð. En til þess að geta innt þetta hlutverk af hendi á þeim hörðu krepputímum, sem framundan eru, hlýt- ur hann óhjákvæmilega að beita ennþá hrein- ræktaðri fasistiskum aðferðum í árásinni á lífskjör verkalýðsins. Allt bendir því til þess að Framsóknarflokk- urinn muni þróast yfir í hreinan fasistaflokk. Með lýðskrumi sínu um „vinnufrið" — um „eflingu ríkisvaldsins", með slagorðum sínum um „að ríkið sé hafið yfir stéttirnar" eða í stuttu máli, með því að taka sér í munn stór- yrði sósíaldemókrata, hefir hann greinilega af- Framhald á 3. síðu. e Urslit kosninganna Kommúnistatíokkurinn íær 1165 atkvæði í 5 kjördæmum Þegar síðasta tbl. Verklýðsblaðsins kom út, var enn ótalið í Eyjafjarðarsýslu. Úrslitin þar urðu þessi: Kosnir voi-u frambjóðendur Fram- sóknar, þeir Bernharð Stefánsson og Einar Árnason fyrv. ráðherra. Fékk Bernhai'ð 1309 atkv. en Einar 1297. Frambjóðendur Kommúnistaflokksins fengu: Elísabet Eiríksdóttir 149 'atkv. og Steingrím- ur Aðalsteinsson 129 atkvæði. Frambjóðendur íhaldsins fengu: Garðar Þorsteinsson 552 atkv. og Einar Jónasson 529. Frambjóðendur krat- anna fengu: Guðmundur Skarphéðinsson 307 atkvæði og Halldór Friðjónsson 202. Eins og sagt hefir verið frá hér í blaðinu áður, hvöttu kratamir á Siglufirði almenning til að kjósa Guðmund Skarphéðinsson með öðr- um frambjóðanda íhaldsins. I kosningablaði, sem þeir gáfu út, hvöttu þeir kjósendur af öllum flokkum til að kjósa Guðmund. Síðan er hann kallaður „allra-flokka-Guðmundur", enda var hann kosinn af borgurunum í bæjarstjórn Siglufjarðar og er nú kominn aftur til föður- húsanna. — Manna á meðal reyndu kratarnir að fá sem flesta til að kjósa Guðmund þenna og Garðar Þorsteinssón frambjóðanda Ihalds- ins. Á atkvæðatölunum má glögglega sjá, að þetta hefir tekizt að nokkru leyti. — Þetta er að vísu ekki annað en venjuleg kratapólitík, en hér er þó á óvenjulega ósvífin og" opinskáan hátt reynt að fá verkalýðinn til að falla til fóta verstu fjandmönnum sínum og styðja þá til valda. Atkvæðatölur flokkanna um allt land eru þessar: Kommúnistar 1165 (í 5 kjördæmum). Sósíaldemókratar 6198 (í 16 kjördæmum). íhaldsmenn 17171. Framsóknarmenn 13840. Við síðustu kjördæmakosningar 1927 fékk Framsóknarflokkurinn 29,8% greiddra at- kvæða, en nú hefir hann fengið 36%. 1927 fengu kratar 19,1 % greiddra atkvæða og stilltu þá aðeins í 12 kjördæmum, nú stilltu þeir í 16 kjördæmum, en fengu ekki nema 16,2% atkvæða. íhaldsflokkurinn og Frjálslyndi flokk- urinn fengu samtals 48,3% atkvæða 1927, nú fjekk Sjálfstæðisflokkurinn 44,8%. í þessum 5 kjórdæmum, sem Kommúmsta- ilokkurinn hafði menn í kjöri hefir hann feng- ið 7,3% greiddra atkvæða. Staðreynd kosninganna er þá þessi: Krat- amir hafa tapað stórlega, Framsókn unnið mjög á, og fjöldi kjósenda fylkt sér um Kommúnistaflokkinn. Hér endurtekur sig greinilega sama sagan sem gerst hefir í öðr- um auðvaldslöndum í kjölfari kreppunnar: Fylgi fjöldans skiptist meir og meir milli kommúnistaflokkanna og fasisíaflokkanna (Frámsókn er að vísu ekki hreinræktaður fas- istaflokkur, en öll pólitík hennar stefnir inn á fasistiskar brautir). . Framsókn hefir meirihluta í sameinuðu þingi, en hefir þó um 10700 atkvæðum færra en hinir flokkarnir samtaJs. Þingmeirihlutinn hefir því aðeins röskan þriðjurtg kjósenda að

x

Verklýðsblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Verklýðsblaðið
https://timarit.is/publication/345

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.