Verklýðsblaðið

Ataaseq assigiiaat ilaat

Verklýðsblaðið - 27.06.1931, Qupperneq 2

Verklýðsblaðið - 27.06.1931, Qupperneq 2
baki sér. Þannig er „lýðræðið“ marglofaða á Islandi. Ef þingmannatala færi eftir atkvæðamagni ættu íhaldsmenn að hafa fengið 16 þingsæti, Framsóknarmenn 13 og kratai' 6. Atkvæðatala Kommúnistaflokksins í þessum 5 kjördæmum hefði verið meir en nóg til þess að þeir fengju 1 þingsæti og hefði um verið að ræða allsherj- arkosningu Um land allt og kommúnistar hefðu haft hlutfallslega jafnmikið atkvæðamagn og í þessum 5 kjördæmum, hefðu þeir fengið 3 þ,ingmenn. Baráttan fyrir aðskilnaði rikis og kirkfu I ályktun frá félagi íslenzkra stúdenta í Kaupmannahöfn, um aðskilnað ríkis og kirkju sem birt var hér í blaðinu nýlega, voru ís- lenzkir mentamenn hvattir til að taka upp baráttuna fyrir skilnaði ríkis og kirkju og afnámi kristindómsfræðslu í skólum. Nemendur Menntaskólans í Eeykjavík tóku málið strax til meðferðar. Voru þeir reiðu- búnir að taka upp baráttuna fyrir þessum menningarmálum og samþykktu eftirfarandi, sem þeir hafa beðið Verklýðsblaðið að birta: „Á fundi, sem haldinn var með nemendum deilda Menntaskólans í Reykjavík fyrir for- göngu Framtíðarinnar, 31. maí 1931, var samþykkt svohljóðandi ályktun: „Nemendur beggja deilda Menntaskólans í Reykjavík tjá sig reiðubúna til þess að hefja þegar í stað baráttu fyrir afnámi kristin- dómsfræðslu í skólum. Hvað viðvíkur aðskilnaði ríkis og kirkju og afnámi guðfræðideildar við Háskóla íslands, bíða nem. undirtekta stúdentafélaganna, en lýsa sig eindregið fylgjandi þeim tillögum, er lengst ganga í þessu efni. Ennfremur lýsir fundurinn yfir megnri and- úð sinni gegn kii'kjudeildum, kristindómi og trúarbrögðum yfirleitt, og telur sig reiðubú- inn til þess að taka virkan þátt í baráttu gegn þessum stofnunum og stefnum“. Er þess að vænta, að aðrir skólar og stúd- . entafélögin taki málið til meðferðar hið bráð- asta. Kratarnír - málalíð auðvaldsíns. Stjórnarandstaða kratanna í Þýzkalandi. Nú er svo komið í Þýzkalandi, að Sósíal- demókratiski ílokkurinn er á góðum vegi með að missa öll ítök sín hjá verkalýð Þýzkalands, og veldur þetta borgurum landsins töluverðrar áhyggju. Borgararnir hafa fullreynt, að sósíaldemó- kratar eru þeim á erfiðustu tímunum til ómet- anlegrar hjálpar og blessunar. Þannig er það nokkurnveginn víst, að „enska þjóðin“ (sbr. íhaldsblaðið „Times“ í. London) „hefði varla verið svo einhuga í Indlandsmálunum nú hin síðustu og erfiðustu árin, ef nokkur annar stjórnmálaflokkur hefði setið við stjórn“ en sósíaldemókratamir ensku. Enska auðvaldið sér það, að það hefði ekki getað fram að þess- um tíma bælt niður indversku frelsishreyfing- una og pínt og dregið indverskan verkalýð, án þess að enskur verkalýður risi upp til mótmæla og til stuðnings stéttarbræðrum sínum í Ind- landi, ef kratarnir ensku hefðu ekki svo al- gjörleg’a stillt sér í þjónustu þess og notað hald sitt í verkalýðnum til þess að koma í veg fyrir bandalag og samstarf enska og indverska verkalýðsins í sameiginlegri baráttu þeirra gegn enska auðvaldinu. Sjómenn! Vaknið tii umhugsunar um ykkar eigin kjör! Það hefir lítið verið gert að því, að skýra al- þýðu þessa lands, frá því ömurlega lífi, sem sá hluti verkalýðsins, sem sjóinn stundar, lifir. Hingað til, síðan farið var að stunda fiskveið- ar, og ekki sízt nú í seinni tíma,. hefir sjómanna- stéttin verið kúgaðasta stétt Iandsins. Og í því skyni, að binda hana til hollustu við sig, og koma' í veg fyrir frekari samtök hennar, þá hafa togaraeigendurnir reynt að smjaðra fyrir íslenzku sjómönnunum, og kallað þá duglegustu sjómenn í heimi. Þrátt fyrir alla lóma auðvaldsins um kreppur, um litla markaði, um að útgerðin beri sig ekki, þá getur allur sá fjöldi útgerðarmanna, lagt í það mikla óhóf, sem liggur í bifreiðum, dýrindis íbúðum og klæðnaði, um leið og þeir láta þjóna sína, skipstjórana, henda þúsundum og hundr- uðum þúsunda í sjóinn. Það má í fijótu bragði álíta, að það sé rugl að segja þetta, en það er samt sannleikur, sem þúsundir sjómanna eru tilbúnar til að kannast við. En af hverju stafar svo þessi, eyðsla? Hún stafar einungis af því, að þeir, sem hafa lífsskilyrði verkalýðsins, útgerðina, í klóm sínum, eru ekki á neinn veg færir um að reka útgérð til hagsmuna fyrir verkalýðinn; þekkja ekki annað en þægindastóla og kaffihús. Við vitum það, að út á íslenzk fiskiskip, eru skipstjórar alltaf ráðnir þannig, að þeir hafa „prósentur“ af brúttóafla skiþsins. Þetta verður til þess, að skipstjórarnir komast í andstöðu við sjómennina, verða alveg kærulausir um kjör þeirra, en hugsa eingöngu um hag útgerðar- manna. Þetta, að skipstjórarnir skuli hafa sam- eiginlega hagsmuni með útgerðinni, er eingöngu bragð útgerðarmanna, til að pína sem mestan vinnukraft út úr sjómönnunum, sem ráðnir eru upp á kaup. Og þetta veldur sjómönnunum oft og tíðum geysilegs erfiðis og þrauta. Við skulum taka dæmi. Það er kastað trolli úti á Hala í vitlausu veðri. Það fiskast 20 fisk- ar, og troll rifna fyrir 800 krónur. Þegar skipstjóri tekur út launin sín fyrir þetta afrek, þá fær hann 3V2—4°/0 af verði þessara fiska. Hásetarnir fá ekkert nema áhættuna og hnút- ur frá útgerðarmönnum, um að þeir séu ekki matvinnungar o. s. frv. Öllum er kunnugt um hverjir björguðu auð- valdsstétt Þýzkálands út úr byltingunni þar. Þegar útlitið var orðið virkilega ískyggilegt fyrir borgaralýðinn, og verkamenn, bændur og hermenn voru farnir að taka höndum saman til að hrinda af sér oki yfirstéttarinnar, þá leitaði hún á náðir kratanna, og þeir sáu sér leik á borði að slá því nú föstu með sjö tommu saum, að yfirstéttin gat ekki án þeirra verið, og tóku að sér að koma aftur á „ró og spekt“. — Þá fer kratinn Noske frá Berlín til Ham- borgar, og verkamenn og hermenn tóku þar á móti þessum „foringja“ sínum með dæmafá- um fögnuði, báru hann á gullstól um borgina, og fylgdi honum afskapleg mannþröng. — Á eftir Noske komu svo soldátar hans og vél- byssur og á skömmum tíma hafði hann skotið niður tugi þúsunda at þessum lýð, sem fagnað hafði honurn mest, og komið á aftur „friði og ró“. En kratarnir geta því aðeins verið auðvald- inu að verulegu gagni, að þeir hafi eitthvert hald á verkalýðnum, og þetta sjá þýzku borg- ararnir fjarska vel. Þessvegna hafa þeir nú krataflokkinn í þinginu í málmynda stjórnar- andstöðu, eftir að þeir hafa haft hann í stjórn- arbandalagi um langan tíma — og á meðan er komið í gegn fjárveitingu til herskipabygg-, inga, lækkun atvinnuleysisstyrks, ellistyrks og annara styrkja o. s. frv. En krötunum þykir þetta 111 meðferð og biðja um að fá aftur að komast að ráðherra- Svo fá sjómennirnir að bæta netin, þó að ekkert fiskist og án þess að fá nokkuð hærra kaup. Við sjómenn verðum að fara að hafa nánari gætur á því, sem okkur er boðið af útgerðar- mönnunum, og umboðsmönnum þeirra, skipstjór- unum. Við verðum að vakna til meðvitundar um kjör okkar og hefja baráttuna með meiri krafti en áður. Sjómaður. Frá Sigiufirði var blaðinu símað, að fólk, sem þar hefði kom- ið í atvinnuleit, væri farið að flytja þaðan aft- ur vegna atvinnuleysis og útlits um, að þar yrði ekki um auðugan garð að gresja á þessu sumri. Alstaðar kveður við sama tón, vaxandi atvinnuleysi og örðugleikar verkalýðsins. Ef- laust lítur mörg verkamannafjölskyldan með kvíða til komandi vetrar, því kynni af stjóm- arvöldunum eru verkamönnum allt önnur en að þau reynist verkalýðnum hjálp í neyð- inni, sem framundan er. — Verkalýðurinn verður því að hefja þegar öfluga baráttu fyr- ir því, að hið opinbera tryggi honum lífsviður- væri, svo honum sé ekki dauði búinn af völd- um krenktra lífskjara, sem núverandi skipu- lag með vaxandi djöfulæði, býr honum á kom- andi vetri. Verkamaður. Korpúlfsstaðamálið Fyrir nokkru var sagt frá því, að Þorleifur nokkur Þorgrímsson, sem tekið hafði að sér samningsvinnu á Korpúlfsstöðum, hefði brot- ið samninga við verkamennina, og að Dags- brún hafði tekið að sér málið fyrir verkamenn- ina. Nú er þessu svo komið, að verkamennirn- ir hafa höfðað mál gegn nefndum þorleifi, og fær hann vonandi makleg málagjöld. Hitt hoi'f- ir til vandræða, að ekki hefir tekizt að spoma við því, að Þorleifur fengi menn í stað þeirra, sem fóru, er hafa verið að meatu atvinnulausir síðan, og útlit ekki þannig, að annað sé sjáan- legt en að sumarið sé þeim að mestu tapað. Af þessu er ljóst, að verkamenn þurfa að vara sig á því, að einir og aðrir flökkusnápar verði ekki til þess að koma hópum manna á vonar- völ með leppmennsku sinni. Það er nóg að eiga í höggi við atvinnurekendurna sjálfa. stólunum, og minna auðvaldsflokkana á þá greiða, sem kratarnir hafa gert þeim á undan- förnum tímum. . Eitt af auðvaldsblöðunum þýzku, „Deutsche Allgemeine Zeitung“, svarar þeim 20. apríl þ. á. óvenjulega hreinskilnislega gagnvart al- menningi — enda í trausti þess, að blaðið -á ekki marga lesendur meðal alþýðumanna -—: ,,'Vér neitum ekki að sósíaldqmókrataflokk- urinn sé smátt og smátt að verða stærsti borgaralegi flokkurinn; við viðui'kennúm það; þessa breytingu er rétt að styðja á al-lan hátt. En af þessari ástæðu sjáum við heldur enga hættu af því að taka bæði í ríkisþinginu og í prússneska þinginu afleiðingunum af því, að mistekizt hefir nú samvinnan við sósíaldemó- krata. Hver sá, er heldur því fram að varð- veita beri sósíaldemókrataflokkinn gegn kom- inúnismanum, verður einnig að viðurkenna, að til þess er ólíkt betx-i aðstaða, að þeir séu í stjórnarandstöðu, heldui’ en að þeir hafi ábyrgðina. ... Sosíaldemókrataflokkui’inn . .. á nú að vera í stjórnarandstöðu, og það er honum sjálfUm fyrir beztu“. Skyldu kratarnir íslenzku vera farnir að sjá það nú, eftir fjögra ára bandalag við stjórnar- flokkinn, að þeim er fyrir beztu að komast nú í málamyndarstjórnarandstöðu, ef þeir vilja skapa sér það fylgi, að þeir verði borgurunurn virkilega gagnlegir og ómissandi á sínum tíma. — Koshingasigur „Framsóknar" hefir nú gefið þeim óvænt tækifæri til þess.

x

Verklýðsblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Verklýðsblaðið
https://timarit.is/publication/345

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.