Verklýðsblaðið

Tölublað

Verklýðsblaðið - 27.06.1931, Blaðsíða 3

Verklýðsblaðið - 27.06.1931, Blaðsíða 3
Áljktuo miðstjórnar KommúDístafiokks Islands Framhald af 1. síðu. hjúpað hið fasistiska eðli sitt. Það er því hlutverk Kommúnistaflokksins að safna verka- lýðnum, sem nú er að losna undan áhrifum kratanna, undir merki sitt. Þessvegna þarf að leggja alla áherzlu á að efla starf flokksins og auka honum ásmegin í Reykjavík. Tap Ihaldsflokksins og vinningar Framsókn- ar í sveitunum er merki þess að efnaðri bænd- unum er að verða það Ijóst, að Framsókn er betri fulltrúi þeirra en íhaldsflokkurinn. Hi-ns- vegar halda smábændurnir áfram að greiða Framsóknarflokknum atkvæði sitt, sumpart vegna þess, að stéttavitund þeirra er enn óljós, og sumpart vegna þess, að þeir eiga ekki kost á að kjósa neinn flokk, sem raunverulega berst fyrir hagsmunum þeirra. — Hér er því um risavaxin verkefni að ræða fyrir Kommún- istaflokkinn, sem verður að setja sér það mark að taka á sig forustuna í hagsmunabaráttu smábændastéttarihnar á Islandi. Hversvegna tekur Kommúnistaflokkurinn þátt í Alþingiskosningúm? . Tilgangur kommúnista með því að taka þátt í kosningum til Alþingis og bæjarstjóma er ekki fyrst og fremst sá að koma íulltrúum inn á þessar samkundur, heldur til að boða alþýð- unni til sjávar og sveita stefnu kommúnismans og safna henni undir merki stéttabaráttunnar. Alþingi er hluti af ríkisvaldi hinnar ráðandi stéttar. Alþingi kemur ekki saman til að ráða bót á kjörum alþýðunnar, heldur til að ræða hagsmuni yfirstéttarinnar og semja lög í þágu hennar. Alþingi kemur saman til að gera ráð- stafanir þær sem napðsynlegar eru fyrir auð- valdsskipulagið og þróun þess, undir yfirskyni lýðræðis. Á krepputímum auðvaldsins er það beinlínis verkefni Alþingis að rétta auðvaldið úr kreppunni á kostnað alþýðunnar. Verkefni þess Alþingis, sem nú kemur saman verður t. d. að gera ráðstafanir til að koma á almennri kauplækkun og hækka tollana, eins og aðal- afrek þingsins í fyrra var að velta miljóna- skuidum Islandsbanka yfir á herðar aiþýðunu- ar. Þessvegna er það nú aðaláhugamál Fram- sóknarþingmannanna, sem góðra þjóna hins ríkjandi skipulags, að nota meirihlutaafstöðu sína til að koma á vinnudómi og ríkislögreglu og binda Island fastara á klafa brezka auð- valdsins með því að láta það ganga í Þjóða- bandalagið. Þingxæðið er aðeins yfirskin lýðræðis. í raun og veru er það grímuklætt alræði borgara- stéttaiinnar. Stjórn sú, sem nú tekur við völd- um verður minnihlutastjórn, hefir mikinn minnihluta íslenzku þjóðarinnar að baki sér. Hitt er þó aðalatriði, að allar þingræðisstjói-nir eru minnihlutastjórnir í raun og veru. Allar rækja þær hagsmuni hinnar fámennu stéttar, sem drottnar yfir atvinnutækjunum, gegn hagsmunum vinnandi stéttanna, sem oftast hjálpa þeim upp í valdasessinn með atkvæði sínu. Ástæðan fyrir þessari þjóðfélagslegu mótsögn, er að eignastéttin hefir ekki einungis einokun á framleiðslutækjunum, heldur og á allri fræðslustarfsemi og hinu pólitíska og þjóðfélagslega trúboði. I höndum borgarastétt- arinnar eru skólar, kirkjur, blöð, bækur, út- varpið o. s. frv. Þessi tæki móta husgunarhátt svo að segja hvers einasta heimilis á landinu að meira eða minna leyti. Auk þess skapa yfirráðin- yfir atvinnutækjunum auðmanninum beinlínis andlegt vald yfir þeim hluta alþýð- unnar, sem ekki ér farinn að hugsa. Alþýðu- maðurinn er háður drottnanda auðsins á allan bátt, það er undir honum komið hvort verka- maðurinn fær átvinnu, smábóndinn og srná- útvegsmaðurinn lán o. s. frv. Það vill oft verða svo, að alþýðumaðurinn fylgir í blindni hverri bendingu „höfðingjans". Á meðan auðvaldið er nokkumvfcginn fast í sessi, er þingræðið örugg stjórnaraðferð fyr- ir yfirstéttina, jafngildi einræði hennar. En strax þegar auðvaldinu fer að hnigna og er í hættu statt, þegar það hættir að geta full- nægt óbrotnustu þörfum fjöldans, hnignar líka þingræðinu. Þá getur auðvaldið ekki lengur veitt sér þann „lúxus", að gefa vinnandi stétt- unum málamyndaríhlutunarrétt um stjórn landsins, vegna þess, að það missir jafnframt valdið yfir hugum alþýðunnar. Þá er þingræðið afnumið og gripið til ein- ræðis fasismans. Ólga sú, sem stafaði af atvinnuleysinu og kreppunni hér í vetur, varð t. d. til þess að þingræðisreglurnar voru brotnar af leppum brezka bankaauðvaldsins, aðallega til að hylma yfir hina réttu ástæðu fyrir neitun ríkis- ábyrgðar fyrir virkjun Sogsins. Kommúnistum er það fullljóst, að þingið getur aldrei orðið nýtilegt vopn í hendi verka- lýðsins. Verkalýðurinn verður að skapa sér sitt eigið ríkisvald, og hann mun ekki gefa arð- ránsstéttinni, sem . hann ætlar að útrýma, neinn þátt í því. Fyrirmynd verkalýðsríkisins hvar sem er í heiminum, verður ráðstjórnar- vald Sóvét-Bandaríkjanna. Kommúnistum er það einnig ljóst, að starf- semi þeirra á Alþingi er aðeins tiltölulega veiga- lítill hlekkur í hinni almennu stéttabaráttu. Úrslit mála í sókn og vörn fer fyrst og fremst eftir því hvernig -stéttabanáttan tekst utan þingsins. Sé hægt að knýja valdhafana til þess að láta undan síga í árásum sínum á verka- lýðinn eða að gefa að einhverju leyti eftir fyrir kröftum hans, er það vegna þess, að samtök hans eru svo styrk, kröfur hans svo einhuga og barátta hans svo ótrauð, að vald- hafarnir telja öllu skipulagi sínu hættu búna. Kaupskapur og samningar við fulltrúa hinna rjandsamlegu stétta bera engan árangur á tímabili hinnar miskunnarlausu stéttabaráttu. Það er aflsmunur stéttanna sem jafnan ræður úrslitum. Þessvegna er það miklu meira virði fyrir verkalýðinn að Kommúnistum tókst að safna 1165 atkvæðum í 5 kjördæmum en að þessir 3 kratar komust á þing. 1000 kommúnistisk atkvæði og enginn þingmaður er líka miklu meira virði en t. d. 1 kommúnistiskur þing- maður og 500 atkvæði. Hversu nærri framkvæmdinni kröfur verka- lýðsins era, veltur einmitt mest á því, hversu margir verkamenn fj7lkja sér um þær og eru reiðubúnir að berjast fyrir framkvæmd þeirra. Þessar kosningar hafa verið fyrsta liðskönn- un Kommúnistaflokksins. Og liðskönnunin hefir tekist vel. Kommúnistaflokkurinn veit, að bak við kröfur hans standa þessir 1165 kjósendur og miklu fleiri vinnandi menn og konur, sem ekki hafa kosningarrétt, auk alls fjöldans, sem fylgir honum í þeim kjördæmum, þar sem eng- ir Kommúmstar voru í kjöri. Og hann veit, að þessi fjöldi er reiðubúinn að berjast með honum til hins ýtrásta. Læidómar kosninganna. Við þessar kosningar hefir Kommúnista- í'lokkurinn átt við gífurlegt ofurefli að etja. Fé það, sem borgaraflokkarnir þrír hafa ausið út í kosningamar skiftir vafalaust hundruðum l^úsunda. Blöð þeirra hafa verið send út á hvert heimili og í bæjunum hafa launaðir kosningasmalar komið inn á svo að segja hvert einasta heimili og ekkert til sparað til að á- netja kjósendur í net blekkinganna. Hinn ungi Kommúnistaflokkur hefir átt við niikla örðugleika að stríða að koma skoðunum sínum og röksemdum út til alþýðunnar. Hann hefir verið fjárvana og hefir aðeins haft Verk- lýðsblaðinu á að skipa auk þess sem „Verka- maðurinn", málgagn Verklýðssambands Norð- urlands, hefir stutt hann í baráttunni. Rök- semdir flokksins hafa ^erið sterkar, steínu- sRrá hans skýr og alþýðleg. Með þróttmiklum rökum hefir flokkurinn bent alþýðunni á einu leiðina út úr ógöng'um auðvaldskreppunnar og sá hluti alþýðunnar, sem hefir átt kost á að kynnast rökum flokksins, hefir tekið þeim vel. Af veilum og göllum kosningabaráttunnar eru þessir helstir: 1. Fjármálastefnuskrá flokksins og baráttu- stefnustefnuskrá hafa ekki verið skýrðar nógu vel og alþýðlega, hvorki í ræðu né riti. • 2. Blöð flokksins og rit hafa ekki náð nægi- legrí útbreiðslu. 3. Kosningabaráttan var ekki nógu vel tengd hinni daglegu hagsmunabaráttu verkalýðsins. 4. Fjársöfnun í kosningasjóðinn var sama og engin. I því efni hefir orðið vart mikillar deyfðar hjá félögunum víðsvegar um landið. 5. Skipulagsbundin, munnleg boðun á stefnu flokksins meðal alþýðunnar var sama og engin. Félögunum hefir ekki verið ljóst mikilvægi kosnngabaráttunnar, sem óvenjulegs tækifæris til þess að vekja fjöldann og leiða hann inn á réttar pólitískar brautir. Hin skipulegs- bundna „prívatsmölun" andstöðuflokkamia mætti svo að segja engri andstöðu af hendi Kommúnista. Aðalsökma á þessu á miðstjórnin og stjórnir flokksdeildanna. Að vísu var við mikla örðugleika að stríða þar sem var skort- ur á reynslu í starfinu hjá ýmsum félögum, én það hefir sama og ekkert verið gert til að yfirvinna örðugleikana. Þetta á einkum við um Reykjavík. Allar þessar veilur þarf að gagnrýna vægð- arlaust og þær meiga ekki endurtaka sig. Loks hefir það tvímælalaust verið flokknum til hins mesta tjóns, að hafa ekki frambjóð- endur í fleiri kjördæmum en þessum 5. Víða annarsstaðar hefir hann átt mikið fylgi. I Skagafjarðarsýslu munu það hafa verið nær eingöngu Kommúnistar sem kúsu frambjóð- endur Alþýðuflokksins og margir kjósendur, t. d. í Barðastrandarsýslu stóð Kommúnista- flokknum næst. I Mýrasýslu eiga kratar ekk- ert fylgi, en Kommúnistar talsvert. Þar hvöttu félagarnir verkamenn til að skila auðum seðl- um. I Suður-Múlasýslu neitaði annar frambjóð- andi Alþýðuflokksins að skrifa undir flokks- stefnuskrána og var honum greitt atkvæði, ekki sem krata, heldur sem manni, sem í skoð- unum sínum stendur mjög nærri Kommúnista- flokknum. Á ísafirði á flokkurinn einnig tals- vert fylgi. Það er því full víst, að með því að stilla ekki í fleirum kjördæmum hefir Kommúnistaflokk- urinn látið ágætt tækifæri til að safna alþýð- unni undir merki stéttabaráttunnar, ganga sér úr greipum. Brýnustu verkefni Kommúnistaflokksins. Sú stjórn, sem nú sest að völdum, verður minnihlutastjórn. I fyrsta lagi er það minni- hluti þjóðarinnar, sem greitt hefir Framsókn- arflokknum atkvæði. Mikill meiri hluti hefir með atkvæði sínu tjáð sig andvígann honum. Hitt er þó aðalatriðið, að Framsóknarflokkur- inn er fulltrúi lítils minnihluta þjóðarinnar, stórbændanna og fámennrar klíku fjárplógs- manna í kaupstöðunum, sem eru í bandalagi við þá. Nýja stjórnin mun binda landið enn fastar á klafa brezka auðvaldsins, beita ríkisvaldinu enn freklegar en áður til að velta byrðum kreppunnar yfir á alþýðu og halda áfram á hinni fasistisku braut fráfarandi stjórnar. Nýja stjómin mun ekki hafa meiri hluta í efri deild Alþingis og á því líf sitt undir aðstoð annaðhvort íhaldsflokksins eða kratanna. Af- staða kratanna til stjórnarinnar verður annað- hvort sú, að þeir veita henni stuðning, eða þeir verða í málamyndar andstöðu við hana til þess að þvo hendur sínar frammi fyrir almenningi. Ekki er ósennilegt að þeir reyni að sýnast í andstöðu við hana, en veiti henni samt sem áður þann stuðning, sem nauðsynlegur er til þess að hún geti setið við völd, án hjálpar I- haldsflokksins. Eini flokkurinn, sem mun taka upp barátt- una gegn minnihluta-sultai^stjóm auðvaldsins, er Kommúnistaflokkur Islands. Það er því verkefni flokksins að fylkja íslenzkri alþýðu til baráttu gegn atvinnuleysinu og kreppunni og árásum atvinnurekenda og verkfæris þeirra, ríkisstjómarinnar. Betur en nokkru sinni áður verður flokk- urinn að skýi^a bai'áttustefnuskrá sína, kröf- ur og tillögur fyrir alþýðunni. Einkum verður

x

Verklýðsblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Verklýðsblaðið
https://timarit.is/publication/345

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.