Verklýðsblaðið

Tölublað

Verklýðsblaðið - 27.06.1931, Blaðsíða 4

Verklýðsblaðið - 27.06.1931, Blaðsíða 4
að leg-gja alla stund á að kynna alþýðunni fjár- málastefnuskrá flokksins á alþýðlegan hátt. Verkamenn verða að öðlast skilning á því, að byltingasinnuð barátta á grundvelli þessarar stefnuskrár er eina leiðin út úr ógöngunum. Flokkurinn verður að safna alþýðunni um ákveðnar dægurkröfur til að bæta úr brýnustu þörfunum. Yfirráðastéttinni má ekki takast það, að stöðva togarana, bræðsluverksmiðjurn- ar og ríkissjóðsframkvæmdir, þegjandi og hljóðalaust. Það þarf að safna alþýðunni um ákveðnar kröfur til Alþingis um að bæta Clr atvinnuleysinu — annaðhvort atvinnubæt- ur í stórurn stíl eða atvinnuleysistrygging- ar, sem öðlist strax gildi og heimild fyrir ríkis stjórnina til að greiða atvinnuleysisstyrk þeg- ar í stað. Flokkurinn þarf að táka upf) öflugri bar- áttu en fyr gegn kaupkúguninni við ríkissjóðs- vinnu. Blöð og rit flokksins þarf að útbreiða betur en áður og innheimta gjalda verður að ganga greiðar. Stofna þarf baráttuhópa allsstaðar þar sem kratar eru í meirihluta í verklýðsfélögunum. t þessa baráttuhópa þarf að safna öllum þeim verkamönnum, sem starfa vilja á grundvelli stéttabaráttunnar, án tillits til þess hvaða stjórnmálaflokki þeir fylgja eða lífsskoðun þeir hafa að öðru leyti. Verklýðsfélög þau, sem standa á grundvelli stéttabaráttunnar og baráttuhópamir þurfa að mynda með sér samband. Baráttusambandinu og deildum þess þarf að takast að Leiða hina daglegu hagsmunabaráttu verkalýðsins. Eitt af aðalverkefnum þeirra verður að berjast fyi- ir stofnun allsherjar landssambands verkalýðs- ins á grundvelli stéttabaráttunnar. Kommúnistaflokkurinn þarf að stofna fleiri Sellur og stjómir flokksdeildanna þurfa að gefa Sellustarfseminni meiri gaum og skipu- leggja hana betur. í þessu efni hefir mjög verið ábótavant. Nauðsynlegt er að Sellustarf- semin verði efld mjög nú yfir sumartímann á þeim vinnustöðvum, þar sem aðeins er starf- að á sumrin. Vinnustöðvasellur, sem aðeins geta starfað nokkurn hluta ársins, gera ágætt gagn. Þegar vinnan hættir á vinnustöðinni, flytjast félagamir yfr í aðrar Sellur eða starfs hópa og eru þá orðnir starfsvanir. Miðstjórnin hvetur allar deildir Kommún- i istaflokksins til að ræða sem best reynzlu þá, | sem fengist hefir í baráttunni og taka nú þeg- ar til óspiltra málanna að framkvæmd þess- ! ara brýnustu verkefna flokksins. . Herbúnaður Norðmanna Eftir því sem norska íhaldsblaðið „Tidens Tegn“ skýrir frá, leggur norska stjórnin fram herbúnaðartillögur, þar sem gert er ráð fyrir 3 miljónum króna í auknum útgjöldum til land- | hersins og 1 miljón til flotans. Hernaðar- i útgjöldin verða samtals 35 miljónir króna. Til herbúnaðar hefir norska yfirstéttin nægi- legt fé á sama tíma sem hún stöðvar fram- leiðsluna til að lcnýja fram stórkostlegar launalækkanir. En hún þarf líka að efla her- inn gegn vericamönnunum, sem ekki vilja beygja sig undir þrældómsokið. Bókaverzl. Alþýðu Aðalstræti 9 B. Hefir ávalt fyrírliggjandi fræðirit um sósíal- ismann, sem hverjum hugsandi manni er nauð- syn að lesa. — Nýútlcomin bók um 5-ára áætl- unina o. fl. Ennfremur „Rússland í dag“ eftir Aðalbjörn Pétursson. Kostar aðeins 75 aura. I Kamp mod Overmagten. Imperialismen som Kapitalens sidste Etappe. Saga rússnesku bylt- innarinnar, 2 bindi. Satire og Karrikatur o. m. fl. Konan og stéttabarátfan Margar og miklar 'eru þær blekk’ingar, sem hið borgaralega þjóðfélag notar til þess að halda þrælum sínum í skefjum og villa þeim sýn á leið sinni að frelsi. Þegar konan hefir hafið upp höfuð sitt og heimtað jafnrétti við karlmanninn hampar það framan í hana gömlum austurlenzkum þræla- lögum um undirgefni við mann sinn og hlýðni við heimilisagann. Það hefir ekki kostað konuna litla baráttu og háðung að ná þeim litlu réttindum, sem hún þó nýtur í hinu borgaralega þjóðfélagi og marg- sinnis liefir hún orðið að láta undan síga vegna skipulagsleysis og skilningsleysis á afstöðu sinni til þjóðfélagsins. Við verðum að skilja það að í heiminum eru tvær stéttir aðeins, eignastétt og öreigastétt. Aðstaða konunnar til hinna tveggja stétta er þessi : Konur eignastéttarinnar eru yfirleitt ekki annað en verzlunarvara. Fagrir þrælar, sem hafa það takmark í lífinu eins og franskur rit- höfundur kemst að orði, að „fá ménnina til að dreyma“ og verkakonan, sem háð er sömu ör- lögum og verkamaðurinn og auk þess er heim- ilisþræll. Á henni skella bylgjur atvinnuleys- isins og kreppunnar harðast og hún kemur þegar öllu er á botninn hvolft til að bera þyngstu byrðamar. Ég ætla aðeins að minnast lítið eitt á hinar fögru þræla yfirstéttarinnar og blelckingar þær, sem notaðar eru til að halda þeim í skefj- um og villa þeim sýn. Öll hin borgaralega siðfræði miðar í þá átt. Öll hin máttuga tíska er óspart notuð til að leiða huga konunnar frá alvarlegri efnum og inn á samkeppnisleiðina. öll þau ógrynni feg- urðarmeðala, sem komið hafa fram á sjónar- sviðið síðan í stríðinu, er einn þáttur í þessum blekkingarvef. Þetta bendir einnig á hina miklu samkeppni sem orðin er milli þessara kvenna, til þess að geta lifað — en í því að lifa aðeins er ekkert frelsi fólgið. Þessar konur eiga því samleið með öðru ófrjálsu fólki, sem leitar nýrra og betri lífskjara. Svo er það verkalconan og hinar vinnandi stéttir. Verkakonan er í raun og veru rétt- hærri en kona vfirstéttarinnar og hefir meiri skilyrði til að skilja þjóðfélagslega afstöðu sína. Hún vinnur við hlið mannsins — að vísu fyr- ir lægra kaupi en hann — hún tetkur þátt í kjörum hans hvort sem þau eru ill eða góð og örlög lians eru örlög hennar. Það sem henni aðeins er ekki farið að skilj- ast ennþá er það, að örlög mannsins, örlög’ siálfrar hennar og allar stéttarinnar, er að mildu leyti komið undir afstöðu hennar til mál- anna. Með því að vinna fyrir lágu kaupi lækkar hún kaup mannsins síns, og það kemur aftur niður á henni sjálfri, heimilinu og bömunum. Með því að standa fyrir utan samtök stéttar- innar tefur hún baráttuna og beinlínis verður henni Þrándur í Götu. Því kona, sem ekki tekur sjálf virkan þátt í baráttunni, sem verið er að heyja fyrir hana sjálfa og stéttina skilur oft og tíðum ekki þær fómir, sem maðurinn verður að færa til þess að fá málum sínum ágengt. Hún skilur ekki, að hann skuli heldur vilja I þrengja að heimili sínu, konu og börnum með | því að standa í verkföllum, heldur en selja | handafl sitt fyrir málsverðinn. — Hún skilur ekki að hann skuii ef til vill þurfa að eyða j kvölói eftir kvöld á fundum með félögunum í ! stað þess að vera heima og gleðja upp heimilið. Það er algengt að verkföll hafa tapast vegna : skilningsleysis konunnar á málum stéttarinnar. | Skilningsleysi hennar á því að einnig’ henni beri 1 skylda til að taka virkan þátt í baráttunni. ; Þessvegna, allar verkakonur, og allar aðrar ; konur, fylkið ykkur strax inn í baráttuna með ! stéttinni. Án ykkar verður enginn sigur unninn og án baráttunnar verðið þið eilífir þrælar. Oryg-glsleysi Við, sem tilheyrum íslenzku sj ómannastétt- inni, eigum oft við erfið kjör að búa af völd- um náttúrunnar, en þótt öfl henriar séu sterk, þá koma þau aldrei eins þungt niður á okkur eins og öll þau kaun, sem við hljótum af hinu heimskulega fyrirkomulagi auðvaldsskipulags þess, er hér ríkir. Mikill fjöldi af ungum og gömlum týnast úr okkar hóp árlega, en í flestum tilfellum vitum við ekkert áf hvaða ástæðum þeir hverfa, en eigi að síður hljóta þó ætíð að vera ákveðnar orsakir að sérhverju slysi, sem að höndum ber. Orsakir slysanna eru aldrei rannsakaðar, þótt vitanlegt sé að það er eina leiðin til þess að sporna eitthvað við því gífurlega mannfalli, sem er árlegur og jafnvel daglegur viðburður meðal þessarar þrælkuðu stéttar. Viö eigum húábændur, sem setja upp. hræsnisgrímu, ef margir týnast í einu og gefa nokkrar krónur, eða réttara sagt skila ofurlitlu af arðránsfé því, sem þeir hafa marið út úr okkur á löngum tíma, — til eftirlifandi aðstandenda. Ef við verkamenn til sjós og lands færum að íhuga þetta og athuga, hvort það sé gert af heilum hug, þá komumst við eflaust að þeirri niðurstöðu, að þetta er ekkert annað en einber hræsni. Við skulum athuga þetta nánar cg líta um borð í skipin. Þar verður fyrir aug- um okkar sd sjón, sem hverjum hugsandi manni hrýs hugur við að horfa á. Þar em á einstaka stað björgunarhringir, bandlausir, brotnir, striginn meira eða minna sundurtættur og ýmist fastir í sætunum eða bundnir niður. Athugum þvínæst aðalbjörgunarstöð þessara mannmörgu skipa — bátapallinn. Það á að vísu að heita svo að þar séu tveir lífbátar, en það er ekkert í þeim, sem gæti bjargað manni frá því að deyja úr hungri eða þorsta, þar er ekkert vatn, engin matur. Ráðamennimir vita scm sé, að það liggur naumast fyrir nokkrum -manni að lifa lengi í þessum trogum, því að það er oft ár og jafnvel fleiri ár síðan reynt hefii- verið að fleyta þeim og svo þegar óhapp ber að höndum og farið er að grípa til þeirra, þá hripar sjórinn svo í gegnum þá, að oft reyn- ist ómögulegt að halda þeim ofansjávar og riefi ég sjálfur verið ásjáandi að slíkum atburðum. Þarna er fleira ógæfulegt að sjá. Á bátapall- inn er grútartunnum raðað svo þétt, að ekki er nokkur leið að koma 'út bátum nema með hálf- tíma vinnu við að ryðja tunnunum burtu. Bát- amir sitja í járnspengdum stólum, sem eru ryðgaðir fastir, svo tæplega er hægt að opna þá, án þess að hita þá við eld. Þetta er mjög stutt lýsing á öryggi eða öllu heldur öryggisleysi okkar sjómanna, en það þarf engan að furða á því, þótt eigi sé allt í röð bg reglu á þessum vinnustöðvum, sem eru í eigu og undir stjórn óhlutvandra óreiðu- seggja. Þama eiga íslenzku þrælarnir að vinna, mennimir, sem auðvaldið hefir í vösum sér og sigar eins og hundum út í hvað sem er, án þess þeir segi æðraorð. Islenzki öreigalýður! Mundu það, að sam- kvæmt eðli þínu ber þér að vera frjáls og sjálfstæður, en ekki skóþurka blóðsugna þeirra, er ræna þig arði vinnu þinnar. Athugið þá staðreynd að til er land, þar sem engin blóð- suga getur lengur þrifist. Það er Ráðstjómar- Rússland. Til þess að ná því takmarki verðum við að rísa öndverðir gegn hverskonar ósvífni og kúgun, sem sýnd er stétt okkar. Undir merki stéttabaráttunnar — merki kommún- ismans — sigrum við. Sjómannafélagi nr. 1217. VERKLÝÐSBLAÐIÐ. Ábyrgðarm.: Brynjólfur Bjarnason. — Árg. 5 kr., í lausasðlu 15 aura eintakið. — Utanáskrift blaðs- ins: Verklýðsblaðið, P. O. Box 761, Reykjavík. Afgreiðsla Aðalstræti 9 B. Sími 2184. Prentsmiðjan Acta.

x

Verklýðsblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Verklýðsblaðið
https://timarit.is/publication/345

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.