Verklýðsblaðið

Tölublað

Verklýðsblaðið - 04.07.1931, Blaðsíða 1

Verklýðsblaðið - 04.07.1931, Blaðsíða 1
VERKLÝÐ LTGEFANDI: KOMMÚNISTAFLOKKUR ISLANDS (DEILD ÚR A.K.) II. árg. Reykjavík 4. júlí 1931 32. tbl. Atvinnuleysið Hvernig er umhorfs hér um hábjargræðístímann? Sama og engar húsabyggingar, Síldarbræðslurnar flestar Íokaðar. Miklu minni bæjarvinna en undanfarið. Þegar atvinnuleysið var rætt í vetur í sam- kundum borgaranna, var það álitið mjög áríð- andi að fjárhagsáætlun bæjarins yrði sam- þykkt með þeim „miklu framkvæmdum, sem hún bæri í sér" eins og einn kratafulltrúinn í bæjarstjórninni orðaði það. Þá þótti það alveg sjálfsagt, að lögreglan væri látin gæta bæjar- stjórnarinnar, svo hún hefði frið til að ræða fjárhagsáætlunina fyrir atvinnukvabbi verka- manna. Og sumir verkamennirnir voru látn- ir dúsa í steininum, svo \að bæjarstjórnin gæti haft frið til að samþykkja fjárhagsáætl- unina sem allra fyrst, svo hægt væri að hefja atvinnubæturnar fyrir verkalýðinn. En hvern- ig er það nú með þessa fjárhagsáætlun, sem átti svo harða fæðingu? Þær framkvæmdir er gera átti samkvæmt henni eru nú í fullum gangi, og þó hefur ekki um langan tíma verið eins fáir í vinnu hjá bænum og einmitt nú. Það vantaði þó ekki glæsilega háar tölur í f járhags- áætlunina, er ættu að fara til verklegra fram- kvæmda. Það voru tölur, sem hægt var að sýna þeim sveltandi verkalýð að væri einhvers virði. En upphæðirnar áttu ekki allar að fara í vinnulaun handa verkamönnunum. Stór hluti þeirra hefir lent í verzlunarhagnað hjá Helga Magnúlssyni & Co. og ýmsum fleiri vinum og forfeðrum bæjarstjórnarinnar, og svo öðrum er bæjarstjórninni þótti betur að því komnir en verkamennirnir. Qg þetta eru þær einu „at- vinnubætur" sem þeir þóttust geta veitt okkur í vetur, og þóttust miklir af. En við verka- mennirnir, sem áttum að gera okkur þetta að góðu, lifðum sumir á þessum auðvirðilegu „náðarmolum", en aðrir á voninni um það, að eitthvað lagaðst með vorinu og- þá væri kanske von um að hægt væri að rétta eitthvað við eftir veturinn. En nú er verkalýðurinn þeirri tálvoninni fátækari en hann var í vetur. Nú er komið miðsumar — kominn s'á tími, þegar allt atvinnulíf hefur verið í mestum blóma. En hvar er nú atvinnan? Hvar eru mennirnir, sem undanfarin sumur hafa uhnið að húsabygg- ingum? Þeir g-anga atvinnulausir flestir og leita eftir vinnu, sem hvergi er að fá • Hvar eru sjómennirnir og verkamennimir, sem und- anfarin sumur hafa unnið að síldveiði og síld- ar verkun? Þeir eru sumir algerlega atvinnu- lausir, aðrir eru að búa sig til síldveiða upp á hlut úr afla, vitandi fyrirfram, að síldarverð- ið verður svo lágt, að sumarkaupið verður næsta auðvirðilegt. Svona er nú það ástand, sem verkalýðurinn á að búa við í sumar um hábjargræðistímann. Hvað mun þá verða þeg- ar vetra fer? Og það er eins og allir borgara- flokkarnir, að krötunum auðvitað meðtöldum, sjeu sammála um það, að þetta sé það, sem verkalýðurinn verði að láta sér lynda og taka með ró, því geti þeir ekki í sameiningu lag- fært þetta, verði það ekki gert. Kreppan og kaupgjaldið. Aðalvinnan, sem verkalýðurinn hefur haft hér í vor og sumar, er fiskverkunin. En sé það athugað hve heilladrjúg sú vinna hefur verið fyrir þá, er stundað hafa, sést það fljótlega, að líklega á hverri einustu fiskverkunarstöð hefur fleirum og færri verið greidd vinnulaun, sem eru Iægri en gildandi kauptaxti ákveður. Þetta er aðeins byi-jun að tilraun til kauphækk- unar. Þetta er prófsteinninn á styrkleika verkalýðssamtakanna. Kært hefir verið til Dagsbrúnarstjórnarinnar yfir þessum lúalegu árásum á kaupgjaldið. En það er eins og Dags- brúnarstjómin hafi ekki fundið neitt athuga- vert við þetta, því ekkert hefir hún gert til þess að koma í veg fyrir slíkt. Atvinnurekend- ur munu því óhræddir ganga á lagið með kaup- lækkun, ef verkamenn ekki nú þegar búast til sameinaðrar baráttu fyrir kaupi sínu, hvort sem stjórn Dagsbrúnar kýs að verða með eða móti. Hvað er framundan? Þannig spyrjum við sjálfa okkur. Getum við nokkurs vænst af bæjarstjórninni okkur til bjarga? Getum við nokkurs vænst af Alþingi því, er nú kemur senn saman, að það greiði úr þeim vandræðum er nú steðja að? Nei, ég held varla. Kröfur okkar í þessum málum eru ljós- ar og öllum skiljanlegar. En þær verða ekki uppfylltar nema þær verði bornar fram af sameiginlegu átaki okkar allra; — bornar fram af þeirri alvöru og festu, sem hugsandi verka- lýður einn getur sýnt. Og 3pá skal eitthvað verða undan að láta. Dagsbrúnarfélagi nr. 95. Kosningarnar á Spáni Fregnir eru komnar af kosningaúrslitunum á Spáni. Samkvæmt þeim hefir kommúnista- flokkurinn fengið 2% greiddra atkvæða. — Flokkurinn tók nú í fyrsta sinn þátt í kosn- ingunum og stillti upp frambjóðendum í 11 af 70 kjördæmum. Kommúnistar hafa átt við mikla örðugleika að stríða. Blöð þeirra voru flestöll bönnuð fyrir kosningarnar og foringj- arnir fangelsaðir. Þrátt fyrir það hefir flokk- urinn eflst mjög. Hann hefir .fjórfaldað með- limatölu sína á þessu ári. „Rauði fáninn" kemur út næstu daga. Efni m. a.: Nýjar lygar ungkratanna. Stétta- morð í Bandaríkjunum o. m. fl. Söludrengir komi á afgreiðsluna í Aðalstr. 9 B. þing Hvers má verkalýðurinn vænta? Árið 1927, þegar Framsóknarflokkurinn komst til valda fyrir sameiginleg átök verka- lýðs og bænda, var það almennt von alþýðu að þar væri stórt spor stigið á leiðina til þess að velta af sjer oki braskaralýðsins og auð- valdsins í heild. Undir merki umbóta og fram- farastarfsemi, fyrir hinar vinnandi stjettir, gengu þá Framsókn og „kratar" fram fyrir kjósendur, fengu traust þeirra — og fjöldinn beið með eftirvæntingu, þingsins, sem tíma- móta óreiðu og umbóta. Ihaldshreiðrið skyldi nú rækilega rannsakað; — „fúleggin" fundin og grundvöllur lagður að „sönnum þjóðþrif- um". . . Tollum og sköttum skyldi Ijett af allri al-( þýðu samkvæmt lögum Alþýðuflokksins og loforðum Framsóknar (sem átti enga prent- aða stefnuskrá svo vitanlegt sje). Allir væntu stórfelldra umskifta þegar þessir „alþýðuvinir" og „tollaféndur" næðu völdum. Það var og gengið út frá því sem sjálfsögðu að Alþýðu- flokksfulltrúamir hefðu sett Framsókn þau stuðningsskilyrði, að gengisviðaukinn og allir tollar á nauðsynjavörum yrðu afnumdir. Hver varð svo útkoman hjá bandalagi Framsóknar og „krata" á þinginu 1928? Þeir framlengdu gengisviðaukann og hækkuðu verðtollinn um 50%. Árin 1929—1930 nam þessi tollahækkun 5J/2 miljón króna. Þetta var fyrsta skrautnúmer bandalags „umbótamannanna" og „alþýðuvinanna". Og svo kom hvert af öðru: Lausn Eimskipa- félagskaupdeilunnar, lausn sjómannadeilunn- ar, lausn Islandsbankamálsins, Alþingishátíð- in, aukning ríkislögreglunnar o. s. frv., o. s. frv. Miljónaþjófnaður á þjófnað ofan úr vösum alþýðunnar. Engu skilað aftur, og samt sem áður sýndu ríkisreikningamir stöðugt vax- andi skuldatölur. 4 þing eru afstaðin. Það síðasta enti með ósköpum. Framsókn greip til örþrifaráða til þess að verja hreiðrið sitt — og ráðherrarnir fóru huldu höfði meðan alda óánægjunnar brotnaði á skeri skipulagsleysis. Þingfulltrúar verkalýðsins, sósíaldemókrat- arnir, göluðu hátt en gerðu ekkert — opin- beruðu enn einu sinni dáðleysi sitt og yfir- stéttareðli — en nokkur hluti kjósenda þeirra stóð ráðþrota. Kúgunarvönd íhaldsins þekktu þeir, dáðleysi „kratanna" höfðu þeir reynt. Kommúnistaflokkurinn var ungur og óþeklct- ur. Hið rétta eðli Framsóknar höfðu kratarnir hulið kjósendum sínum — nú kom þeim í koll slagorðið „alt er betra en íhaldið" — gamla kjörorðið ómaði enn í hugum alþýð- unnar. Á því meðal annars flaut Framsókn í valda- stólinn aftur. Með glamri sínu um „vinnufrið", „eflingu ríkisvaldsins" o. s. frv. reyndi Framsókn að draga athygli fjöldans frá þeim þjáningum er tolla- og skattaaukningin og önnur stjómar- farsleg örþrifaráð, bökuðu honum — draga athygli fjöldans frá því að horfa framundan

x

Verklýðsblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Verklýðsblaðið
https://timarit.is/publication/345

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.