Verklýðsblaðið

Tölublað

Verklýðsblaðið - 04.07.1931, Blaðsíða 2

Verklýðsblaðið - 04.07.1931, Blaðsíða 2
2 VERKLÝÐSBLAÐIÐ til þeirra ógnartíma, sem nú eru að renna yfir af völdum kreppunnar. Lífsskilyrði Framsóknarflokksins voru undir því komin að þetta tækist — því við yfirlit á gjörðum hans á undanförnu valda- tímabili hlaut það óhjákvæmilega að verða hverjum hugsandi alþýðumanni ljóst, að slík- ur flokkur yrði ekki til þess að ráða bót á kjörum verkalýðsins og leysa vandamálin honum í hag, heldur hið gagnstæða samkvæmt eðii flokksins og undanfornum athöfnum. Blekkingarstarfið lukkaðist enn ágætlega. Kosningarnar veittu Framsókn meiri sigur en almennt var búist við. Og Hriflu-Jónas veifaði veldissþrotanum aftur. Hyað er framundan? Á komandi vetri rennur því neyðin að hin- um vinnandi stjettum frá tveimur hliðum. Annarsvegar áhrif kreppunnar í auðvaldsheim- inum á allt atvinnulíf þjóðarinnar — takmörk- un framleiðslu — afurðaverðfall — og tilraun- ii um kauplækkun. Hinsvegar tolla- og skattabyrðar af völdum innlendrar óstjórnar samfara viljaleysi vald- hafanna til þess að veita af opinberu fé at- vinnubætur eða atvinnuleysisstyrki, af því sem hlutverk þeiira er að vemda hag innlends og erlends auðvalds og um leið ríkisvaldsins, sem í höndum núverandi stjómar er skjól og skjöldur beggja. Af þessu er augljóst, að verkalýðurinn hef- ir einskis góðs að vænta af gjörðum komandi þings. Það verður eins og hver önnur kjafta- samkunda auðvaldsfulltrúanna öðrum hérlend- um fremri á þann hátt, að baráttan fyrir lífi auðvaldsins verður skipulögð betur á fasist- iska vísu. Fjendur verkalýðsins fá bætta að- stöðu. Það er vinningurinn við veigengi Fram- sóknarflokksins. Hyað getur verkalýðurinn gert? Eins og sjá má af þessurn fáu línum hér að framan hefir reynslan sannað okkur að störf Alþingis hafa að mestu miðast við hluta eða heild auðvaldsins, eftir því sem fulltrúun- um hefur virzt að þarfir krefðu. Og þar sem að auðvaldið er nú að komast i alvarlega kreppu, er hitt víst, að ríkisvaldið verður notað því meir til þess að tryggja borgarastéttinni varnarvopn gegn vaxandi nauðsynjakröfum verkalýðsins, sem stendur bjargarlítill á gaddi auðvaldsins næsta vetur. Að fela þingfulltrúum verkalýðsins, sósíaldemó- krötum, flutning á kröfum hans, hefir heldur ekki gefizt vel meðan þeir höfðu þó aðstöðu til þess að setja böðulsvaldi Framsóknar stól- inn fyrir dyrnar, í stað þess að ala hana upp í einræðisflokk. Hvers er þá að vænta af þeim, nú þegar þeir eru orðnir snýtuklútar beggja auðvaldsflokkanna. Nei, þeir tímar eru að nálgast, að verkalýðnum lærist til fullS, að hann getur einungis treyst sjálfum sjer til flutnings á kröfum sínum og framkvæmda á sínum hagsmunamálum. Og nú er sú stund að nálgast, sem krefur samtaka hans, ef rjettur hinna vinnandi stétta á ekki að vera fyrir borð borinn á hrafnaklíku þeirri, sem hefst 15. þ. m. og kölluð er „hið friðhelga Alþingi Islendinga“. Verkamenn til sjávar bg sveita! Heimtið af „þinginu“: 1) að það sjái um að öll atvinnutæki verði í fullum gangi, eða öðrum kosti, að taka þau til rekstrar, og launtaxtinn haldizt óbreyttur. 2) að á fjárlögunum verði veittur ríflegur styrkur til atvinnuleysistrygginga. 3) að svo ríflegur fjárstyrkur verði veittur til verkamannabústaða, að með því verði hús- næðismáiið leyst svo viðunandi sé. Fylki verkalýðurinn sér nógu einhuga um þessar kröfur og flytji þær fram með fulln einurð fjelags og stj ettarbundinna krafta, mun fulltrúum á Alþingi þykja óvænlegt til frið- ar, og völdum sínum og fylgi takmarkaður ald- ur, ef þeir þverskallast. Þessar kröfur eru í samræmi við loforðin, sem þeir hafa alltaf, gefið fyrir hverjar kosn- ingar og auðvitað svikið. Allir hafa þeir lofað „gulli og grænum skóg- um“, en gefið í staðinn vaxandi atvinnuleysi og neyð. Nú er bezt að krefja þá reiknings- skapar. Það telst varla of snemmt, 'þegar líf verkalýðsins er orðið í veði. — Þegar sjáan- legt er hverjum sem vill sjá, að á komandi vetri verður stórkostlegri neyð en nokkru sinni fyr hjá íslenzkum verkalýð. Kommúnistaofsóknír 1 Svíþjóð. Sænska auðvaldið hefir haflð æðisgengna of- sóknarherferð gegn foringjum kommúnista, til að bæla niður hin voldugu mótmæli verkalýðs- ins gegn verkamannamorðunum í Odalen, sem getið var um hér í blaðinu fyrir skömmu. 19. maí s. 1. boðaði kommúnistaflokkurinn til mótmælafundar í Stockholm. Sló þar í bardaga milli verkalýðsins og lögreglunnar, sem bannaði fundinn. Lögreglan réðist með brugðum sverð- um á fólksfjöldann, og særði 30 verkamenn. 15 lögreglumenn urðu fyrir meiðslum í viður- eigninni. Foringi kommúnistaflokksins Sven Linderot og 9 aðrir félagar, voru handteknir, og hafa nú verið dæmdir í 5 til 8 mánaða fangelsi hvor. I Odalen var flokksritarinn félagi Hordström, og nokkrir aðrir verkamenn, teknir fastir. I örebro, Halmstad, Jönköping, Yástervík, Söder- hamn og Södramöre hefir kommúnistum verið varpað í fangeisi. Málaferli eru hafin gegn blöð- um flokksins og Sambands ungra kommúnista. rúblu og tuttugu upp í eina rúblu og sextíu kópeka púdið af hveitinu þetta ár. Þareð upp- skeran er óvenju góð í ár, munu margir bænd- ur í Norður-Kákasus og annarsstaðar hafa um fjögur til fimm hundruð rúblur í hreinan ágóða — og er það miklu meira en tekjur sjálfseignarbændanna í sömu héruðum. Auk uppskeruhlutarins fá samyrkj ubænd- urnir einnig rentur af innstæðum sínum í bú- inu. Er þetta einhver eftirtektarverðasta end- urbótin, sem komist hefir á eftir að grein Stalins birtist í marzmánuði. Fram að þeim tíma voru allir bændur — bæði þeir, sem áttu búpening og vélar og hinir, sem ekkert áttu — teknir inn í samyrkj ubúin, með sömu kjör- um. Efnaði bóndinn hugsaði því mjög rétti- lega sem svo, að það væri eins gott fyrir irann í.ð drepa, eta eða selja búpening sinn, stinga á sig ágóðanum og ganga síðan slippur og snauður inn í samyrkjubúið. Sem sagt, miljón- um skepna var slátrað alstaðar í Ráðstjórnar- ríkjunum. Landið verður ennþá að bera þess sárar bætur. En nú er því komið svo fyrir, að sá maður, sem leggur eignir sínar í samyrkju- búin fær rentur af þeim í hlutfalli við stærð höfuðstólsins. Þessar ívilnanir eru gerðar til að fullnægja hinum eigingjörnu hvötum bænd- anna. Samyrkjubúin eru á engan hátt sameign. Eitthvert vandasamasta úrlausnarefni Ráð- stjómarinnar, sem samyrkjunni fylgir og sem leiðir af bættum búskap og betri uppskeru, er ]?að, að of miklir peningar safnast fyrir í vös- um bændanna. Það er einna líkast misheppn- aðri fyndni að komast svo að orði, því rúss- neski bóndinn er í rauninni mjög fátækur. En sökum geysilegs skorts á ýmsum nauðsynja- vörum getur bóndinn ekki keypt nema tak- markað af vefnaðarvörum, skóm, nöglum og því um líku og afgangurinn af rúblum hans liggur ónotaður, nema að hann fari eftir ráð- um kommúnistanna og kaupi ríkisskuldabréf. Stjómin gerir nú alt sem hún getur til þess Jötnarnir á steppunum eftir Louis Fischer II. Kósakkar — jafnaðarnienn. Uppbygging jafnaðarstefnunnar hefir reynst erfið rússneska bóndanum, vegna þess hve langt hann var kominn aftur úr. En það virðist hrein og bein fjarstæða að hugsa sér að hægt. muni að skipuleggja Kósakkana á þennan hátt. í augum mentaðs Rússa eru „Kó- sakkarnir“ fallegir en grimmir hermenrx, sem sitja á ólmum hestum og þeysa inn í raðir stúdentanna eða verkamannanna með reiddar svipur, þegar þeir eru að ganga kröfugöngur sínar. Kósakkarnir voru slátrarar keisara- stjómarinnar, ef svo mætti að orði komast. Þó eru þeir í dag skipulagðir við samvinnu- landbúnað og skoða Bolshevikkamir það fræg- astan sigur jafnaðarstefnunnar í Rússlandi. Um 60 hundruðustu hlutar Kósakkanna í Norður-Kákasus sitja á samyrkjubúum, og al- gjör samyrkja á hinu geysi víðlenda svæði á ekki lengra í land, en svo sem eitt til tvö ár. Að ytra útliti líkjast samyrkjubúin venju- legum þoi-pum. Þó eru mörg þeirra að byggja eða hafa þegar bygt, svínastíjur í stórum stíl, kornlyftur og fjós, þrátt fyrir þetta eru þau ekki annað en þorp. Það er hin algjörða skipu- lagning þeirra, sem gefur þeim sérkennilegan nýtízkusvip. Sérkennilegast við samyrkjubú- in er sameiginleg ræktun jarðarinnar og sam- eign manna á vélum og vinnudýrum. Smábóndinn í samyrkjubúinu hefir ekkert land til eigin afnota, nema litla blettinn í kring um húsið sitt. Þar má hann rækta grænmeti og aldini, byggja sér hænsnakofa og geyma þau húsdýr, sem eru einkaeign hans. Hús sitt á hann sjálfur. En þangað ná tak- mörk eignarréttarins, hins ósamnýtta innan samyrkjunnar. Allt annað er sameign. Ökrun- um er ekki skift á milli bændanna. Enginn bóndi á samyrkjubúinu á sinn eigin hest, uxa, plóg eða herfi. Það eiga allir jafnt. Kósakkar taka einstaklega vel samyrkju- stefnunni. Þeir eru vanir aga og taka fúslega skipulagðri vinnu. Stjórn samyrkjubúanna, sem kjörin er af bændunum sjálfum, skipa hverjum Kósakka eða bónda fyrir um hve fnikið hann eigi að vinna og hvar vinna skuli. Hún fær honum í hendur nóg verkfæri, útsæði og dýr. Unnið er í hópum að því að plægja, herfa, sá, slá og þreskja, oft undir umsjón reyndra búfræðinga. Uppskemnni er komið fyrir í hlöðu ’samyrkjubúsins og síðan skift. Skifting uppskerunnar var mjög mikið rætt mál okkar ferðalanganna. Það var verið að þreskja. Hver átti að fá hveitið, hvað mikið og hvernig — í pokum eða peningum? Sér- hverjum karli og sérhverri konu á samyrkju- búinu er greitt 'eftir því, hve marga daga hann eða hún hefir unnið og eftir verðmæti vinnunnar. Á þennan hátt fær framtakssemi hvers eins og dugnaður að njóta sín og yfir- burðir metnir að maklegleikum. Stundum eru launin greidd fyrirfram, en oftast fer launa- greiðsla fram öll í einu að uppskerunni lok- inni. Venjulegast er að senda fyrstu uppsker- una í lyftuna og gera hana þannig hæfa til ráðstöfunar fyrir ráðstj ómina. Síðan er nægi- legt korn tekið frá til uppeldis fólkinu alt ár- ið, fóður handa dýrunum og til útsæðis næsta ræktunaitímabil. Þegar við vorum á ferðinni var búið að skifta þó nokkrum púðum milli fjölskyldnanna, sem byrjunarinnborgun, seinna fengu þeir viðbótar álag frá hinum sameiginlegu forðabúrum. Auk þessa er vara- forði tekinn frá ef óvænt óhöpp skyldu að höndum bera. Það sem er afgangs er selt rík- inu eða samvinnufélögunum fyrir þetta eina

x

Verklýðsblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Verklýðsblaðið
https://timarit.is/publication/345

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.