Verklýðsblaðið

Tölublað

Verklýðsblaðið - 04.07.1931, Blaðsíða 4

Verklýðsblaðið - 04.07.1931, Blaðsíða 4
4 VERKLÝÐSBLAÐIÐ Þó nefndur atvinnurekandi hefði greitt full- an taxta kr. 12,50 á dag handa hverjum, hefði samt komið í hans hlut kr. 347,50 á dag. Út af áðurnefndum brotum var kært til stjórn- ar verkamannafélagsins, sem talaði við H. E. og fékk leiðrétt uppskipunarkaupið, en ekki annað. Á fyrsta fundi í Verkamannafélaginu, eftir þetta, sem hægt var að koma máli þessu að, fluttu kommúnistarnir þetta mál. Þá skeði það, að stjórn félagsins varði atvinnurekandann (H.E.) tneð oddi og egg, en vildi telja verkamanninn (H. Ó,) brotlegan, þótt hann hefði leitað aðstoð- ar hennar til að ná rétti sínum gagnvart at- vinnurekandanum. Eftir allsnarpar umræður samþykkti fundur- inn að fela stjórninni að leiðrétta umrædd taxta- brot, án þess að H. Ó. missti við það atvinnu í tunnuverksmiðjunni, og ef sú leiðrétting feng- ist eigi, skoðaði félagið sig ekki lengur bundið við áður gerða samþykkt. Þetta framkvæmdi stjórn Verkamannafélags- ins þannig, að hún fer til II. E. og semur við hann í algerðu heimildarleysi um, að kaup H. Ó. skuli vera það sama og hjá hinum verka- mönnunum eftir 1. apríl, en gerði ekkert til að leiðrétta kaup hans fram að þeim tíma. Hreinn ágódi sídasta ár var 125 miljónir sænskar krónur. Sænski eldspítnahringurinn, undir stjórn auð- kýflng8ins Ivars Kreuger, var myndaður árið 1917, þegar 2 stærstu eldspitnaverksmiðjur Sví- þjóðar, „Jönköpings & Vulcanu og „Förenadeu voru sameinaðar. Nú á hringurinn („Svenska Tándsticks A. B.u) 250 eldspítnaverksmiðjur í 43 löndum. Hlutafé hringsins er 360 milj. sænskar krónur. I 18 löndum hefir hringurinn tryggt sér einkasölu, víðast með því að veita viðkomandi löndum stórlán. í fyrra lánaði hringurinn Þýzkalandi 500 milj. marka. Afleiðingin varð sú að eldspít- ur hækkuðu þegar um_ 25°/0 í smásölu, þar sem hringurinn var nú orðinn eiriráður á markað- inum. Kreuger-hringurinn á fiölda annara miljóna- fyrirtækja og má þar nefna sem dæmi: raf- magnsfélagið „Telefon A. B. Ericsonu með 100 milj. kr. lilutafé, sænska málmiðnaðinn („Trafik A. B. Grángesberg Orelösundu) hefir hringinn gjörsamlega í höndum sér, sama má segja um timbur og pappírsiðnaðinn, félagið „Svenská Cellulosa A. B.u, hlutafé 50 milj. á 1 '/2 miljón hektara skóg í Svíþjóð. Á kreppuárinu 1930 hafði hringurinn í hrein- an ágóða samtals 125 miljónir sænskar krónur og borgaði 30°/0 í arð til hluthafanna. Aðalstræti 9 B — Reykjavík Aðalstræti 9 B — Reykjavík hefir fyrirliggjandi eftirtaldar bækur: Kominterns sjátte Kongress...........kr. 4.25 I kamp för Komíntern...................— 1.75 Den nye kurs...........................— 1-00 Fra Laselle til Lenin..................— 2.50 Dreiers Skrifter 2 bindi...............— 6.50 I Kamp mod Overmagten..................— 4.00 Imperialismen som kapitalismens sidste Etappe......................— 2.70 Tugthuslovene ude og hjemme . . . . — 0.50 Den politiske Debatt...................— 0.50 Bækur sendar gegn eftirkröfu. Vonir kratanna til komandí þings. (Verkamannabrjef). í 28. tbl. Alþýðublaðsins — grein „Atvinnu- leysi verkalýðsins" stendur meðal annars þessi klausa: „Nú kemur brátt í ljós, hve auðugt Alþingi reynist af verkhygni, dáð og dreng- skap“. Þarna er krötunum rétt lýst! Þeir gera sér og alþýðu, ennþá, vonir um að þingsamkunda borgaranna verði til þess að bæta úr atvinnuleysinu —, atvinnuleysinu, sem orðið er að nokkru vegna aðgerða þeirra sömu manna, sem nú koma saman 15. júlí til þess að vernda vald og hagsmuni yfirstétt- anna og tryggja varnarstöðu þeirra gegn ó- hj ákvæmilegum rj ettarbótakröfum verkalýðs- ins á komandi tíma. — Þess er víst að vænta af Framsóknarflokknum, að hann bæti inn á fjárlögin viðunandi fjárframlagi til verklegra framkvæmda, og styrk til atvinnulausra, — að h ann afnemi tolla af nauðsynjavörum og aðrar skattaálögur á alþýðu — eða hann styrki verkalýðinn í vinnudeilum, gegn kaup- lækkunartilraunum atvinnurekenda. Reyndist ekki svo í „Gefjunnar" og „Garnaverkfall- inu“ ? Nei verkamenn! Ef við lítum nú á gjörðir Framsóknar á undanfömum þingum, sýna staðreyndimar okkur hve nauða lítið verka- lýðsmálunum hefir þokað áfram, þrátt fyrir það, þó hún hafi átt alla sína velferð undir af- stöðu sosíal demoki-atanna fimm — ef maður skyldi nokkurs af þeim vænta. — Hvers get- um við þá vænst af Framsókn þegar svo er komið að hún þarf ekki að bjóða nema í Jónka Bald. bankastj., einann. Nei, slíkum tálvonum má verkalýðurinn ekki láta blekkja sig með; því samkvæmt eðli og aðstöðu, getur Framsókn aldrei orðið annað en böðull verkalýðsins — því verri sem henni gefast meiri völd — og völdin hefir hún þegar trygt sjer, með því að vera örlát á tuggurnar handa „hlöðukálfum“ sínum sósíal- demókrötunum, því hún veit sem er, að þeir þegja meðan eitthvað er í jötunni. Og eins og að undanförnu mun hún annast — ef henni líst það nauðsyn til valdatryggingar — að „kratarnir“ verði ekki með hungurgauli næsta kjörtímabil — í því mun hún sýna „verk- hyggni“, „dáð“ og „drengskap", og það hefir líklega Alþýðublaðsritstjórinn meint, en af gömlum vana vafið það í blekkingablæjuna, sem áður dugði vel — en reynist nú í seinni tíð svo stórgötótt, að hún hylur ekki einu sinni höfuðið. F. U. K. og Reykjavíkurdeildar K. F. í. (Jafn- aðarmannafélagið Sparta) efna til skemmti- farar til Borgarness á morgun, sunnudaginn 5. júlí. Lagt verður af stað kl. 7'/2 um morguninn. . .Fjölbreytt skemmtun verður í Borgarnesi. Allir Kommúnistar verða að taka þátt í förinni og taka kunningja sína með sér. Farmiðar kosta 5 krónur fram og aftur og fást þeir keyptir á afgreiðslu „Verklýðsblaðs- ins“. Allar nánari upplýsingar má ennfremur fá þar. FARARNEFNDIN. VERKLÝÐSBLAÐIÐ. Ábyrgðarm.: Bryujólfur Bjarnason. — Árg. 5 kr., í lausasölu 15 aura eintakið. — Utanóskrift blaðs- ins: Verklýðsblaðið, P. O. Box 761, Reykjavík. Afgreiðsla Aðalstræti 9 B. Sími 2184. Prentsmiðjan Acta. Fréttir Aðalfundur Eimskipafélags íslands er nýaf- staðinn. Reikningar ársins 1930 sýndu 242 þús- und króna tekjuhalla. Framkvæmdastjóri félags- ins flutti ræðu á fundinum, þar sem hann gerði samanburð á kaupi sjómanna hér og erlendis, og sýndi fram á, að sjómönnum væri greitt hærra kaup hér. Hversvegna gerði framkvæmda- stjórinn ekki einnig samanburð á tekjum sín- um sem munu vera 20 — 30 þúsundir á ári? Atvinnan á Siglufirði. Fjöldi verkamanna sem fór til Siglufjarðar í atvinnuleit laust eftir lok, eru nú óðum að hverfa heim aftur, án þess að hafa fengið handtak að gera. Fullvíst mun nú, að síldarverksmiðjurnar á Siglufirði verði ekki starfræktar í sumar, nema ríkis- verksmiðjan, sem verður starfandi, ef hún fær nokkra síld. Hún býður kr. 2.90 fyrir málið. Maður liverfur. Á þriðjudagskvöldið síðasta, fór maður á smábát („kajakku) út á ytri höfn hér í Reykjavík. Sást síðast til hans inni í Kolla- firði um klukkan 10. Voru bátar sendir út til að leita að manninum daginn eftir, en árangurs- laust. Maðurinn hét Hjörtur Einarsson, kyndari á „Snorra goðau. Sogs-málið. Frá því var skýrt hér í blaðinu fyrir skömmu að Sigurður Jónasöon sem er for- stjóri umboðsfélags þýska auðhringsins A. E. G. hafi fyrir hönd félagsins gert Reykjavíkurbæ tilboð um að virkja Sogið, gegn því að félaginu verði veitt einkaleyfi á rekstri Sogsstöðvarinn- ar, um ákveðið árabil. Nú hefir annar rafmagns- hringur Siemens Schuckert Werke í Berlín gert svipað tilboð. Mál þetta mun koma fyrir næsta þing, og ættu verkamenn að fylgjast vel með framkomu „kratannau. „Crraf Zeppelin“. Kl. rúmlega tí'/2 á miðvikudagsmorguninn nálgaðist Reykjavíkurbæ hið margumtalaða loftbákn. Fregnin barst um bæinn, eins og eld- ur í sinu. 1 dyrum og símum hvein við ópið: Greifinn er að koma — greifinn er að koma. Bærinn fór allur á annan endann. Jafnvel þekktustu svefnpurkur þustu í öfugar tuskurn- ar, og út á götu eða upp í þakglugga og öll húsþök, sem uppá var hægt að komast, voru röðuð fólki. Jafnvel helgitákn, eins og turninn á kaþólsku kirkjunni urðu að þola skítuga skó syndugra manna — það eitt gilti að fá að sjá þetta tmlduga verk hugvits og hagleika. Verk- fall var um allt í öðru en að glápa og góna, jafnvel kaffikönnurnar fengu í friði að láta sjóða í eða út úr sér. Loftskipið sveif hægt í stórum hringjum yfir bænum til kl. rúmlega 8, tók það þá póst uppi. á öskjuhlíðarhæðinni, á þann hátt að renna bandi niður mðð ankeri á, og hala þannig upp pokana. Byltingin var búin — loftfarið fjarlægðist smátt og smátt — þúsundir augna störðu — þar til þreytan og fjarlægðin fyrti þau getu til að sjá lengur þetta stundar „goðu. NÝ BÓK. Rússland í dag eftir Aðalbjörn Pétursson Verð 75 aurar. Útgefandi: Alþjóðasamhjálp verkamanna. Bckaverzlun Alþýðu hi. Aðalstræti 9 B. /

x

Verklýðsblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Verklýðsblaðið
https://timarit.is/publication/345

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.