Verklýðsblaðið

Tölublað

Verklýðsblaðið - 11.07.1931, Blaðsíða 3

Verklýðsblaðið - 11.07.1931, Blaðsíða 3
S trí ðsundí rbúníngur stórveldanna Hergagnaframleðslan eykst stórum í kreppunni Eina „leiðin“, sem stórveldi auðvaidsheims- ins sjá út úr heimskxeppunni, er stríð gegn ráðstjórnarríkjum verkalýðsins, til þess að bæla með því niður um áratugi frelsisbaráttu verkalýðsins, klófesta þar nýja markaði og ryðja hættulegasta keppinaut auðváldsfram- leiðslunnar úr vegi. Því skarpari sem kreppan verður, því ákafari verður þessi undirbúning- ur stórveldanna og enginn veit hvenær stríðið getur skollið yfir. Einn liður í undirbúningn- um er bann það á rússneskum vörum, sem víða hefir verið sett á nú í auðvaldslöndunum. Einhver bezta sönnunin fyrir þessum stríðs- .undirbúningi auðvaldsins er það, að einmict nú í vaxandi kreppu og minnkandi framleiðsltt auðvaldslandanna, við ógurlega fjárþröng og almenna neyð, þá þróast ein iðngrein ágæt- lega og stendur í hinum mesta blóma. Það er framleiðsla allskonar drápsvéla, eiturgass og annara slíkra „menningartækja“. Það hefir auðvaldið ráð á að framleiða,’ þegar miljónum verkamanna er kastað út úr allri nytsemda- framleiðslu. Drápsvélar getur auðvaldið fram- leitt í sífelt stærri stíl á sama tíma sem at- vinnuleysingjarnir eru ofurseldir hungurs- dauða. Það er sem auðvaldinu finnist morð þess á verkalýðnum ekki ganga nógu fljótt og með þeirri tækni og menningarbrag, sem 20. öldin heimtai'. í Tschekoslóvakíu, sem er eitt aðalvopnabúr auðvaldsins í Evrópu, hafa upp á síðkastið verið reistar 6 vélbyssa- og fallbyssaverk- smiðjur, 15 skotá- og patrónuverksmiðjur, 5 stórskotaverksmiðjur, 6 tanka- og brynvagna- verksmiðjur, 7 flugvélaverksmiðjur, 8 púður- og sprengiefnaverksmiðjur og 10 eiturgasverk- smiðjur. Og þetta gerist á sama tíma sem fjölda nytsamlegra verksmiðja er lokað, af því auðvaldið „hefir ekki ráð á“ að reka þær. Bak við hergagnaframleiðslu Mið-Evrópulandanna keriinga, sem ekki kunna til þessara hluta, og hlýzt þá oft líf- og heilsutjón af. 1 Þýzkalandi deyja t. d. árlega 10000 konur af völdum fóst- ureyðinga, sem framdar hafa verið af van- kunnáttu, þó að lækningin sé í raun og veru hættulaus, ef hún er framkvæmd á sjúkrahús- um með vísindalegum hætti. Sézt af þessu, hví- líkt fádæma-alvörumál hér er um að ræða. f Sovjet-lýðveldunum er þetta allt á annan veg. Þau eru eina landið á þessari jörð, þar sem konan er í raun og sannleika búin að öðlr ast fullt jafnrétti. Hún tekur þátt í viðreisn- arstarfi verkalýðsins á öllum sviðum þjóðlífs- ins, fær sama kaup og karlmaðurinn. fyrir sömu vinnu o. s. frv. Eitt af aðal-hlutverkum þeim, sem fyrir stjóminni liggja, er það, að gera kvenþjóðinni sem heild fært að taka þátt í framleiðslunni jafnhliða karlmanninum. Hún hlýtur fyrst og fremst að krefjast þess sjálf, að hún sé ekki neydd til að einskorða sig við störf, sem ekki framleiða þjóðfélagsleg verð- mæti, sem sé heimilisstörfin. Og hinsvegar hlýtur þjóðfélagið að krefjast þess af kon- unni sem fullgildum meðlimi, að hún taki þátt í framleiðslustarfseminni, sem miðuð er við hag allra meðlimanna og þá ekki síður hennar. Það hefir sýnt sig, að í flestum greinum iðn- aðarins er konan ekki síður starfshæf en karl- menn. Ráðstjórnin hefir komið á fót sérstakri vinnurannsóknarstöð, sem hefir það hlutverk að rannsaka áhrif 'ýmisskonar vinnu á mann- legan líkama og heilbrigði. Kvennavinnu er nú hagað í fullu samræmi við þær vísindalegu 'nið- urstöður, sem þannig eru fengnar, og njóta vinnandi konur lögum samkvæmt sérstakrar verndar með tiiliti til séreinkenna kvenlegs lík- ama. standa hinir voldugu hergagnahringir Vestur- landa, Schneider-Creuzothringurinn í Frakk- landi og Vickers-hringurinn í Englandi. Gegn hinni yfirvofandi stríðshættu verður verkalýður alheimsins að hervæðast. 1. ágúst verða haldnir mótmælafundir og kröfugöngur um allan heim undir forustu kommúnista, til að fylkja alþýðunni gegn auðvaldinu í barátt- unni fyrir frelsi og friði og afnámi auðvalds- ins. Hvað vill Hoover? Heimurinn ræðir nú niikið um tilboð og til- lögur Iloovers Bandaríkjaforseta um ársfrest á greiðslu ríkisskulda. Iivað er að gerast? Á að fara að gefa ríkis- skuldirnar eftir? Því fer fjarri. Hoover og Bandaríkjabanka- mennirnir sjá að skuldunautar þeirra sumir, einkum Þýzkaland, eru í voða staddir. Hefur þýzka auðvaldið og Hindenburg forseti varað þá við að ganga hart að nú, þar sem þá kynni bylting verkalýðsins að brjótast út og sigra i Þýzkalandi, en þar eiga Bandaríkjamennii-nir hundruð miljóna dollara í ýmsum fyrirtækj- um. Hoover & Co. eru því til með að gefa Þýzkalandi eins árs gjaldfrest, en það þýðir aðeins sama og að íþyngja alþýðunni þýzku því meir á næsta ári, því þá hafa safnast fyrir rentur og afborganir þær, sem kynnu að falla niður í ár. Sjálft er ameríska auðvaldið aðeins að hugsa um að geta pínt alþýðuna í Evrópu sem mest, en það verður hinsvegar líka að hafa hugfast að ganga hvorki frá þessari alþýðu dauðri né heldur knýja hana til byltingar, því þá er gróði þess búinn að vera. En svo flagga blaðaþrælar Bandaríkjaauð- valdsins með þessum tillögum sem stórkostleg- um mannúðarráðstöfunum og endurbótum, sem Bandaríkin í náð sinni, mildi og mannkærleika láta þjáðri Evrópu í té! í Sovétlýðveldunum er ekki einasta búið að útrýma öllu atvinnuleysi, heldur hefir þörfin á vinnukrafti aukizt svo gífurlega, að á árinu 1931 er gert ráð fyrir að taka verði rúmlega 3,5 milj. nýrra verkamanna inn í framleiðsl- una; þar af eiga 2 milj. að vera faglærðir. Á- ætlað hefir verið, að af þessum 3,5 miljónum verði 1,6 miljón kvenna. Svona stórkbstleg þátttaka kvenna í framleiðslunni útheimtir auðvitað geýsimikinn undirbúning af hálfú ríkisins. Bæði verður að uppræta með öflugri útbreiðslustarfsemi þann stórskaðlega hleypi- dóm, sem er jafn- algengur meðal karla og kvenna, að hlutverk konunnar sé það eitt að sinna heimilisstörfum, en allt annað sé „ó- kvenlegt“ — og í annan stað verður áð losa lconuna við heimilisstörfin. Ráðstjórnin hefir gert feykimikið starf í þessa átt með því að koma á stofn almannaeldhúsum, þvottahúsum og barnaheimilum. Árið 1929—30 voru útgjöld þau, sem til þess fóru að koma á fót og við- halda slíkum stofnunum 165 miljónir rúbla. Framlag til barnahæla, dagheimila barna, leik- valla o. s. frv. var 20 miljónir rúbla. Árið 1931 aukast þessi útgjöld stórkostlega, og mun ríkið þá leggja fram 250 milj. rúbla til þessara hluta. Við hverja verksmiðju á að verða opinber matstaður, þar sem verkamenn borða, og dag- heimili, þar sem verkakonur geta haft böm sín í gæzlu sérfróðra kvenna, á meðan þær eru að vinnu. (í auðvaldslöndunum verða þær að jafnaði að skilja börnin eftir á götunni eða hafa þau með sér í verksmiðjuna, ef um ung- börn er að ræða, og geta allir skilið, hvílík á- hrif slíkt hefir á heilsu og þroska bamsins). Á heimilum þessum er meðferð barnanna í hvívetna samkvæm niðurstöðum uppeldisfræð- Stéttvís „verkamaður"! Það var kært á síðasta Dagsbrúnarfundi, að Sigurður Jónasson, „fulltrúi verkalýðsins“ í bæjai'stjórn, borgaði tveim verkamönnum sín- um 1 krónu um tímann. Ólafur Friðriksson sagði að þeirri kæru væri ekki hægt að sinna, vegna þess, að þeir væru ekki í Dagsbrún og sömuleiðis hefði Sigurður sagt, að hann mætti ekki borga þeim hærra kaup. Sigurður Jónasson er meðlimur í verka- mannafélaginu Dagsbrún og því skyldur að beygja sig undir lög þess. Sem Dagsbrúnar- manni ber honum því skylda til að sjá um það, að taxti félagsins sé goldinn af honum sjálfum til þeirra er vinna hjá honum. Og sem góðum félagsmanni ber honum að fá verkamenn sína til að ganga í félag verka- manna og taka þátt í baráttu stéttar sinnar — jafnvel þótt það komi við buddu Sigurðar sjálfs. Slíkrar fórnar verður að» krefjast af stéttvísum verkamönnum. En hver bannar Sigurði að borga þessum möimum hærra kaup ? Það upplýsti Ólafur aldrei á fundinum. Stórsigrar verkalýðsins í Búlgaríu. Við kosn- ingarnar 21. júlí í Búlgaríu beið fasistastjórn- in ógurlegan ósigur, fékk aðeins 375.000 atkv. En borgaralegir andstæðingar hennar fengu 570.000 atkv. Verklýðsflokkurinn fékk 180.000 atkv. og 32 þingsæti, en hafði 1927 40.000 atkv. og 3 þingsæti. Þessi verklýðsflokkur er hinn löglegi byltingarflokkur verkalýðsins, því kommúnistaflokkurinn er bannaður og getur því ekki komið opinberlega fram undir sínu nafm. Sósíaldemókratarnir biðu afskaplegan ósigur, fengu aðeins 14000 atkv. og náðu engu sæti í þinginu. Eru það makleg málagjöld fyrir sambræðslu þeirra við fasistastjómina og svikin við verkalýðinn, þegai* hann hefir verið ofsóttur harðast. innar, og er þannig lagður grundvöllurinn að því, að hin nýja kynslóð, sem þar vex upp, verði bæði heilbrigðari og hamingjusamari en hinar fyrri kynslóðir. Til þess að hækka menningarstig rússnesku konunnar hefir sömuleiðis verið gert mikið verk. Má minnast þess í því sambandi, að þess verður nú ekki langt að bíða, að öll þjóðin verði læs og skrifandi, að á ýmsum al- mennum menntunarstofnunum og námsskeið- um verði að rpinnsta kosti 50% nemendanna stúlkur. Á gagnfræðaskólum, háskólum og verkfræðiskólum er lágmarkið 30—40%. Varla er þörf á að geta þess, að hinir breyttu þjóðfélagshættir og hin nýja menning leiða af sér aðrar og heilbrigðari siðferðishug- myndir en áður ríktu. Hjónabandið er algert einkamál beggja aðila, sem hvorki ríki né kirkja skipta sér af. Það er samband, sem hægt er að rjúfa, hvenær sem þeim lízt. Skyld- an til að sjá fyrir börnum, sem kunna að hafa fæðst í hjónabandinu, kemur jafnt niður á báðum foreldrunum. Fóstureyðingalöggjöfin hefir auðvitað verið afnumin, og er nú full- komlega leyfilegt að framkvæma þessa lækn- ingu á sérstökum sjúkrahúsum, ef ástæður eru til, eins og t. d. ef lífi eða heilsu konunnar er hætta búin af fæðingu, ef það er sýnt, að bamið muni verða fáráðlingur eða líkamlegur aumingi eða þá ef barnamergð og efnahags- ástæður réftlæta það. Af öllu þessu sést, að Ráðstjórnarlöggjöfin hefir í hvívetna tryggt rétt konunnar, ekki síður í andlegum efnum en líkamlegum, og er full ástæða fyrir alþýðukonur um allan heim að fylgjast af athygli með þessum málum. Félagi í Kaupniannahöfn.

x

Verklýðsblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Verklýðsblaðið
https://timarit.is/publication/345

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.