Verklýðsblaðið

Tölublað

Verklýðsblaðið - 11.07.1931, Blaðsíða 4

Verklýðsblaðið - 11.07.1931, Blaðsíða 4
11 Réiiut U eina íímavii vevkalýðsins Til þess að verkalýðurinn geti öðlast þá þekkingm, sem hann, ásamt samtökum sínum, þarf að ná til að sigra, verður hann að hafa auk blaða sinna aðgang að bókum og tímarit- um um málefni sín og þjóðfélags- og menn- ingarmál yfirleitt. „Réttur“ er eina tímaritið, sem verkalýður- inn á völ á hér á landi, sem fjallar um áhuga- mál alþýðu, sósíalismann, ráðstjórnarríkin, menningu verkalýðsins, kenningar brautryðj- enda hans og fræðir auk þess um viðburði í heiminum á hinum söguríku tímum, sem við lifum á. Það ar því Tiin brýnasta nauðsyn einmitt nú í kreppunni, þegar ekki aðeins allur verka- lýðurinm firtnur hve ófært og úrelt auðvalds- skipulagið er orðið, heldur einnig millistéttirn- ar, sem betur og betur finna grundvöllinn hverfa undan fótum sér, að allir geti sem bezt kynnt sér kenningar sósíalismans, þar sem þær eru settar fram skýrt og skilmerkilega. Réttur hefir flutt fjölda ágætra greina um sósíalismann og í síðastu heftum hans 1930 voru merkilegar. ritgerðir um kreppu þá, sem nú er dunin yfir landið. Var „Réttur“ eins og „Verklýðsblaðið“ í sinni röð, fyrst allra tíma- rita til að segja fyrir um kreppuna hér og rita um heimskreppuna almennt. Kommúnistaflokkurinn hefir nú ákveðið að hefja baráttu fyrir útbreiðslu „Réttar“ til þess að koma honum inn á sem allra flest heimili. Hann er svo ódýr, aðeins 5 kr. árgangurinn, að verkamenn þrátt fyrir fátækt sína, geta keypt hann. Þessvegna skorar nú miðstjórnin á alla flokksmenn og þá, sem hlyntir eru verk- lýðshreyfingunni og kommúnismanum, að starfa næsta hálfan mánuð til júlíloka af hinu mesta kappi fyrir útbreiðslu „Réttar“, safna áskrifendum og tilkynna þá á skrifstofu „Verk- lýðsblaðsins“. Lágmark það, sem flokkurinn setur sér að ná í viðbót af áskrifendum fyrir 1. ágúst í Reykjavík, er 100. Félagar! Talið við alla kunningja ykkar um „Rétt“. Færið hann í tal við starfsbræður ykkar! Útbreiðið „Rétt“! Kaupið „Rétt*! Þeir, sem ekki hafa áður keypt hann, ættu líka að athuga síðustu árgangana og kaupa þá. ZfMt S fS& S!? 1 SSj Wl (Gun S iHI^L Beykjavík F. O. Box 92. Sími 1263 Afgreiðsla: Týsgötu 3. (Horni Týsgötu og Lokastig) Verksmiðja: Baláursg’ötu 20 Kemisk fata- og skinnvöruhreinsun Litun. Allt nýtísku vélar og áhöid. Allar nýtísku aðferðír. Litar alit siiki. Pantanir afgreiddar fljótt og vel. Sent gegn póstkröfu hvert á land sem er Biðjið um verðlista. Fréttir Rauði herinn í Kína sækir nú á og fregnir berast frá Shanghai um mikla sigra, er hann hefir unnið á Nankinghernum. Heilar her- deildir úr auðvaldshernum hafa gengið á hönd rauða hernum í Vestur-IIunan. Hermálaráð- herra auðvaldsstjórnarinnar í Nanking viður- kennir þessa sigra rauða hei’sins og telur kommúnistasteínuna hið hættulegasta við- fangsefni Nankingstjórnarinnar, sökum hins öra vaxtar. Rauði herinn safnai aðalkröftum sínum í Vestur-Hunan og suðurhluta Kiangsi. Slys varð hér við höfnina miðvikudaginn S. júlí. Var verið að skipa upp cementi úr e. s. „Vaid“ en spilið svo lélegt, að „trogið“ sem halað var upp í, féll niður og lenti á einum lestarmanninum og lærbraut hann. Heitir hann Árni Árnason til heimilis á Bergstaða- stræti. Kunnugir telja það engum efa buna- ið, að hér sé um að kenna lélegum tækjum slripsins, sem sjá má af því, að „slengjan“ mun ekki hafa verið þyngri eri um 500 kg. Er slíkt ófyrirgefanlegur trassaskapur, en sýnir jafnframt, hve atvinnurekendur eru með öllu kærulausir fyrir öryggi verka- mannanna. „Réttur“ kemur út í 5 heftum í ár, en hefir orðið óvenju síðbúinn. 1. hefti er komið og verður til sölu í næstu viku. Efnisinnihald þess er mjög skemmtilegt, en fræðandi um ieiö. Er þar birtur fjöldi kvæða eftir íslenzk núlifandi alþýðuskáld, bæði frumsamin og þýdd, I kaflanum „Rödd alþýðu". Tvær frumsaqidar íslenzkar alþýðu-smásög- ur koma þar einnig. Önnur er eftir hina kunnu skáldkonu Kristínu Sigfúsdóttur og heitir „Vanþakklæti“. Löng og fróðleg ferðasaga „Frá Leningrad til Baku“ er í Rétti eftir einn Rússlandsfar- ann frá í fyrra, Aðalbjörn Pétursson. Mun marga fýsa að lesa hana, enda er margt merkilegt og skemmtilegt þar í. * Svo eru pólitískar greinar, „Víðsjá“ og frá- sagnir urn auðhringa nútímans, svo sem smjörlíkishringinn, sem nú veldur mestu verð- falli síldarolíunnar. Allir, sem fylgjast vilja með viðburðum, stefnum og baráttu nútímans, þurfa að eiga „Rétt'" og lesa. Mótmæli gegn dórnsmorði S negraverka- manna, sem stéttadómstóllinn í Scottsboro í U. S. A. ætlar sér að fremja, dynja nú yfir hvaðanæfa. Frá því í byrjun 1931 hafa 43 negrar verið drepnir án dóms og laga, og nú ætla hinn vilti auðvaldsskríll Ameríku að halda morðum þessum áfram á „löglegan“ hátt. Eru þessir 8 ungu negraverkamenn á- kærðir fyrir brot, sem þeir alls ekki hafa framið, alveg eins og Sacco og Vanzetti foið- um. Allur verkalýður heimsins þarf að sam- einast um mótmælin gegn morðfýsni ameríska dollaravaldsins. Nýja Efnalaugin Eins og sést af auglýsingu hér að ofan, hef- ir Gunnar Gurinarsson komið upp litunar- og efnahreinsunarstöð hér í Keykjavík. Umboðs- maður blaðsins hefir skoðað öll áhöld þar og kynnt sér litunar- og hreinsunaraðferðirnar, sem hvorutveggja er samkvæmt því nýjasta og fullkomnasta á því sviði, sem verksmiðjan tekur að sér ennþá. Sömuleiðis lét verksmiðjan í té sýnishorn af vérki sínu í litun og hreins- un, allt frá almemiu taui upp í silki og pels. Verður ekki annað sagt um fráganginn, en að hann sé sá fullkomnasti sem hér hefir þekkzt. Innan skamms kvaðst eigandinn fá til við- bótar vélar af nýjustu gerð, svo verksmiðjan yrði fær um að leysa af hendi allt er kraf- ist væri í kemiskri litun og hreinsun. Vill blaðið benda mönnum á að hagnýta sér þetta þarfa fyrirtæki og spara þar með mikla pen- inga — samfara auknum þrifnaði. Gunnar Gunnarsson hefir unnið á hinni lcunnu . efnahreinsunarstöð Herman Just í Kaupmannahöfn í nærfellt eitt ár og numið iðnina þar, með ágætis vitnisburði. Vélar og á- höld eru keypt frá hinni alþektu verksmiðju Rostell & Renard, Kaupmannahöfn. VEHKLÝÐSBLAÐIÐ. Ábyrgðami.: Brýnjólíur Bjarnason. — Arg. 5 kr., í lausasölu 15 aura eintakið. — Utanáskrift blaðs- Ins: Verklýðsljlaðið, P. O. Box 7(3!, Reykjavík. Afgreiðsla Aðalstræti 9 B. Sími 2184. Prentsmiðjan Acta. Gjalddagi síðari árshelmings Verklýðs- blaðsins var 1. júlí. Þeir sem skulda áskriftargjöld, eru vinsam- lega beðnir að gera skil svo fljótt sem ástæð- ur leyfa — því biaðið er í* fjárþröng. V erklýðsblaðið má ekki hætta' að koma út. — Kaupendur styrkið það með því að standa vel í skilum. Afgreiðslan Aðalstr. 9 B Rvík. Box 761. Sími 2184.

x

Verklýðsblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Verklýðsblaðið
https://timarit.is/publication/345

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.