Verklýðsblaðið

Tölublað

Verklýðsblaðið - 18.07.1931, Blaðsíða 1

Verklýðsblaðið - 18.07.1931, Blaðsíða 1
VERKLÝÐSBIAÐIÐ ÚTGEFANDI: KOMMÚNISTAFLOKKUR ISLANDS (DEILD ÚR A.K.) TT *„„ Reykjavík 18. jtilí 1931 Verklýðsftandur Atvinimleysid rætt og* teknar ákvarðanir Fimmtudaginn 16. þ. m. hélt Reykjavíkur- deild K. F. í. almennan verkalýðsfund í K. R. húsinu út af atvinnuleysinu. Fundinn sóttu um 400 manns, mest allt verkamenn, og voru þess glögg merki að verkamenn eru að vakna til skilnings á eðli yfirstandandi atvinnuleysis, vexti þess og þeim voða, er verkalýðurinn er ofurseldur, ef hann tekur ekki sjálfur í taum- ana til þess að tryggja sér brýnustu lífsþarfir. Fundarstjóri var Otto Þorláksson og fundar- ritari Gísli Indriðason. Málshefjandi var Guðjón Benediktsson og auk hans töluðu: Þorsteinn Pétursson, Einar Olgeirsson, Hannes Guðmundsson, Gísli Ind- riðason og Erlendur Vilhjálmsson. Að loknum umræðum voru eftirfarandi kröfur samþykktar í einu hljóði: Atmennur verklýðsfundur í Reykjavík sam- þykkir eftirfarandi kröfur út af atvinnuleys- inu: I. Greiðsla nú þegar á styrk úr ríkissjóði til allra atvinnulausra verkamanna og verka- kvenna í landinu, er nemi minnst 100 krónum til einhleypra og 200 krónum til fjölskyldu- fólks og sé þetta ekki talinn fátækrastyrkur. II. Jafnframt sé komið á föstum atvinnu- leysisstyrk frá ríki og bæjarfélögum. Greiðsla allra styrkjanna fari fram undir eftirliti verka- lýðsins sjálfs. III. Atvinnulausir verkamenn fái ókeypis gas, rafmagn og annað, sem hið opinbera sel- ur almenningi. Einnig séu þeir undanþegnir útsvörum og sköttum. Ennfremur sé úthlutað til þeirra ókeypis þeim matvælum, sem landið framleiðir og óseld liggja, svo sem fiski, síld, kjöti og öðru, er verða kann. Ennfremur sé öllum atvinnulausum verkamönnum seld mjólk við því verði, sem bændur fá fyrir hana, en allri álagningu mjólkurhringsins sleppt. IV. Stytting vinnutímans niður í 8 stundir á dag við alla vinnu án skerðingar á dagkaupi, til þess að útvega þannig fjölda verkalýðs vinnu. V. Atvinnubætur séu hafnar í stórum stíl, svo sem: 1. Verkamannabústaðir séu byggðir, svo um muni og húsnæðiskjör verkamanna batni verulega og þeim sé tryggt að verða ekki hent út á götuna. 2. Fé sé veitt í veðdeild til þess að byggingar einstaklinga einnig geti hafizt á ný með fullum krafti. 3. Öll sjófær vieiðiskip séu látin fara til veiða nú þegar á síld, ísfisk eða annað. 4. Allar síldarbræðslustöðvarnar séu reknar méö fullum krafti og vilji einstaklingarn- ir ekki reka þær, sóu þær teknar eigna- námi og reknar af ríkinu. Eignanámið sé skaðabótalaust. . 5. Síldarsöltunin sé aukin og framleitt ótak- markað feftir því sem veíðist, en sjómönnum á síldarskipum tryggð lágmarkslaun, minnst 640 kr. yfir vertíðina, svo verðfall skelli ekki á þeim.; 6. Opinberar framkvæmdir, svo sem vega- vinna, símalagning, brúargerð, hafnarmann- virki o. s. frv. séu auknar að miklum mun og tryggt áð þeim verði haldið áfrám næsta sumar í stórum stíl. 7. Sogsvirkjunin sé hafin nú þegar. Þá var og samþykkt svohljóðandi tillaga: „Fundurinn kýs 11 manna nefnd til að skipu- leggja baráttu atvinnuleysingja, bera fram og kynna kröfur þeirra, bindast samtökum við nefndir atvinnulauss verkalýðs annarsstaðar og fylkja verkalýðnum til baráttu gegn atvinnu- leysi og neyð auðvaldsþjóðfélagsins". 1 nefndina voru kosnir eingöngu verkamenn. Með samþykktum þessum hefir allmikill hluti reykvísks verkalýðs sýnt að hann ber ekki lengur traust til þeirra, er valdhafar ríkis og bæjarstjórnar kallast; að hann væntir það- an einkis, sem létt geti af honum því oki, sem atvinnuleysið leggur honum á herðar. Með fundi þessum hefir reykvískur verkalýð- ur lagt grundvöll aS sínu eiginlegva og sjálf- sagða baráttuliði, er með krafti stéttarsam- takanna geti skelft svo mörvambar íslenzkrar auðstéttar og áhangendur þeirra, sem auðæf- unum halda, og nú vísa verkalýðnum á guð og gaddinn, — að þeir af ótta hundskist til að sleppa úr greipum sér því, sem nægir til þess ,að forða verkalýðnum frá sulti á komandi vetri. En til þess þarf allur verkalýður að fylkja sér saman, fylkja sér um sitt eigið baráttulið, fyrst og fremst, svo hinar brýn- ustu stundarkröfur fáist uppfylltar, en jafn- framt til þess að festa stéttarbaráttu sinni svo fast form að dæmi verkalýðsins í Ráð- stjórnarríkjunum, að fullnáðarsigur náist, og hin fegursta hugsjón mannkynsins verði hér sem fyrst að veruleika. Verkamenn og konur! Stöndum saman um kröfur okkar, bægjum skortinum frá bömun- um okkar, því þeirra á að bíða annað og göf- ugra en að verða fórn á altari auðvaldsins. Fundamiaður. n EwGtf lll1 u Félagar! Hafið þið gert skyldu ykkar við flokkinn í því að útbreiða „Rétt"? Takmarkið var minst 100 áskrifendur fyrir 1. ágúst. 54 eru komnir. En betur má, ef duga skal. Það eru að mestu 2 félagar, sem útvegað hafa þessa kaupendur. Hver einasti kommúnisti og sannur verk- lýðssinni verður að hefjast handa! Kreppan og ráð kratanna Neyðin, atvinnuleysið ' og sulturinn sverfa harðar áð verkalýðnum með degi hverjum. Ihaldsflokkarnir tveir taka höndum saman um að vernda nú auðvaldsþjóðfélagið, sem veldur vandræðum og hörmungum, gegn öllum árás- um alþýðunnar. En þriðji borgaraflokkurinn. —kratarnir — lýsa því yfir, að þeir vilji ekki vernda þjóðfélag þetta. Það er því bezt að at- huga nú þeirra ráð við kreppunni og neyð verkalýðsins. Ráð kratanna birtist mjög áþreifanlega í grein Alþbl. 15. júlí, „Alþingi kemur saman". Er þar ritað af fjálgleik miklum um krepp- una og hið illa auðvald, um neyðarástand verkalýðsins og að lokum kemur ráðið við öllu þessu böli og hljóðar á þessa leið: „Og frá Alþingi, meðan það er skipað sem nú, er engra verulegra bóta að vænta- Fyrst þegar þjónar verklýðsfélaganna skipa þar meiri hluta, kemur breytingin". Þetta er þá bjargráð íslenzku sósíaldemó- kratanna, sem þeir gefa alþýðunni á hinum| verstu neyðartímum, þegar atvinnuleysið beimtar úrlausn undir eins, eða örbyrgðin vof- ir yf ir ella. Til næstu kosninga geta vel orðið 4 ár og efasamt um nokkrar breytingar þá. Verkamenn! Þið, sem hafið verið atvinnu- lausir í vetur og sjáið fram á skort og atvinnu- leysi framvegis! Bíðið þið minnsta kosti næstu 4 ár og líklega lengur! Verkakonur og mæður af alþýðustétt! Þið, sem horfið upp á börn ykkar svöng og þjáð af skorti! Bíðið þið og látið þau hrópa á b'rauð næstu 4 ár og líklega lengur. Sjómenn, sem togaravaldið fleygir frá fram- leiðslunni, þegar brezku bankarnir skipa! Sveltið rólega, uns „þjónar verklýðsfélaganna" skipa meirihluta Alþingis! . Allir þið, sem fátækir eruð og þjáðir af óréttlæti og kúgun auðvaldsins! Berið, alla kúgun og réttindarán, sult og esryu með þögn og þolinmæði, uns alþýðusambandsstjórnin, er glatáði Hafnarfirði frá verkalýðnum fyrir of- stopa og kastaði Akureyrarkjördæmi í gin ihaldsins af illvilja, hefir fengið meirihluta á þingi! Það verður vafalaust ekki langt að bíða. Síð- asta kjörtímabil hafði Alþýðusambandsstjórn- in 5 þingmenn, nú hefir hún 4, og við næsta landkjör missir hún líklega Jón Bald. og hefir þá 3, svo haldi það áfram eins 'og hingað til, þá er auðséð hve lengi þarf að bíða! Þetta eru þá ráð Alþýðusambandsstjómar- innar til alþýðu. Verkamenn! Finnst ykkur ékki auðsjeð að það eru menn, sem ekki þurfa að svelta sjálfir næstu 4 ár, sem svona ráð- leggja, hvað svo sem yfir okkur dynur. Séu „ráðin" krufin enn betur til mergjar sést hve ósvífinn blekkingavaðall hér er á ferð- inni. Alþbl. viðurkennir sjálft og öllum er vit- anlegt, að „engra verulegra bóta" sé að vænta frá Alþingi og þá auðvitað síst á kjördæma- skipuninni. Við næstu kosningar eru því engin líkindi til að Framsókn tapi nokkra þingsæti, svo breyting gæti fengist. En kratarnir hafa samt eina veika von, sem þeir giípa í sem

x

Verklýðsblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Verklýðsblaðið
https://timarit.is/publication/345

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.