Verklýðsblaðið

Tölublað

Verklýðsblaðið - 18.07.1931, Blaðsíða 4

Verklýðsblaðið - 18.07.1931, Blaðsíða 4
1. ágúst Baráttan gegn stríðshættunni Hinir örlagaríku júlí- og ágústdagar nálgast nú í 17. sinn síðan 1914 og vekja aftur hjá öllum hugsandi lýð hi'yggð og hatur yfir því hermdarverki, sem auðvaldsstjómir Evrópu frömdu þá. Miljónimar, sem létu líf sitt á blóðvelli Evrópu og Asíu, miljónimar, sem sultu og þjáðust heima fyrir, miljónirnar, sem eftir lifa, örkumla, blindir, vitskertir, áminna enn þá einu sinni verkalýð veraldarinnar og alla þá, sem berjast vilja gegn auðvaldinu og hernaðaræði þess, um að vera á verði og af- stýra slíkri ógn, þegar auðvaldið ætlar sér að hefja hana á ný. En við völdin í auðvaldsríkj- unum sitja enn þá hemaðarpostulamir, jafn- vel í Þýzkalandi, sem ætti þó að hafa fengið dýrkeyptan lærdóm, situr í forsetastóli sá maðurinn, sem kvað stríðið hafa verið sér sem bezta bað. Tignendur blóðbaðanna, heræsinga- mennimir, sitja enn að völdum í auðvaldsríkj- unum. Aldrei hefir herbúnaðurinn verið meiri, né herútgjöld á „friðartímum“ hærri hjá auðvaldinu. Aldrei hafa drápsvélamar verið fullkomnari. Og eiturgasaðferðirnar hafa tekið ljómandi framföram, síðan byrjað var 1915 að blinda með því, eitra lungun og seigdrepa menn á annan fullkomnari hátt. Og hver af- vopnunarráðstefnan rekur aðra, til að reyna að blinda þjóðimar sem mest fyrir hættunni sem yfir vofir. Allur stríðsundirbúningur stórveldanna snýst nú fyrst og fremst gegn ráðstjómarríkjunum. Þótt erjur séu allmiklar milli stórveldanna inn- byrðis, þá munu þau í hvert sinn sem hætta væri á að þeim lenti saman sín á milli, koma sér saman um að gera heldur upp sakir sínar á kostnað hins sameiginlega óvinar þeirra allra, sósíalistisku ráðstjómarríkjanna. Með því að leggja þau að velli vinna auðvaldsríkin þrent í einu: 1) Bæla niður sósíalismann um langt skeið og lengja líf auðvaldsins í heiminum að sama skapi og viðhalda kúgun verkalýðsins. 2) Brjóta á bak aftur aðalbakhjarl frelsis- baráttu nýlenduþjóðanna. 3) Ná sjer í ný lönd til að skifta upp sem herfangi á milli sín í hráefnalindir og mark- aði. Þessvegna verður öll stríðshætta, sem nú kemur upp í veröldinni fyrst og fremst að hættu á árásarstríði auðvaldsins til að kæfa hin upprennandi ríki sósíalismans í blóði. Einmitt nú, þegar auðvaldið sýnir svo átak- anlega vanmátt sinn til að ráða úr kreppunni, en verklýðsríkin þróast hvað bezt og sanna með hverjum degi betur yfirbúrði sósíalismans yfir auðvaldið, — einmitt þá er það auðvald- inu lífsnauðsyn að reyna að bæla niður þennan hættulega keppinaut. Hvenær auðvaldið byrjar stríð sitt er ó- mögulegt að segja, en tillögur Hoovers eru einn liður í þeim undirbúningi, því tilgangur Bandaríkjaauðvaldsins er að sameina auðvald Evrópu undir forastu sinni gegn ráðstjórnar- ríkjunum. Þessvegna skorar alþjóðasamband kommún- ista á allan verkalýð, að mótmæla undirbún- ingi auðvaldsins í heiminum undir stríð gegn ráðstjórnarríkjunum, undir ný bróðurmorð og blóðböð með storfeldum mótmælafundum og krofugöngum 1. ágúst. Islenzki verkalýðurinn, sem verið er að reyna að fleka' inn í hemaðarbandalag stórveldanna, Þjóðbandalagið, þarf einnig að sameinast til að vinna gegn stríðshættunni að sínu litla le.yti. VERKLÝÐSBLAÐIÐ. Ábyrgðarm.: Brynjólfur Bjarnason. — Árg. 5 kr., í lausasölu 15 aura eintakið. — Utanáskrift blaðs- ins: Verklýðsblaðið, P. 0. Box 761, Reykjavik. Afgreiðsla Aðalstræti 9 B. Sími 2184. Prentsmiðjan Acta. Fréttir Samvinnuhreyfingin í ráðstjómarríkjunum. í sambandi við alþjóðasamvinnudaginn, 5. júlí, voru birtar eftirfarandi tölur um vöxt og við- gang samvinnufélaganna í Rússlandi frá 1924 til 1931. Sá hundraðshluti þjóðarinnar, sem bundinn er samvinnusamtökum, steig frá 8% upp í 61,2%. Tala félagsmeðlima óx úr 7 miljónum upp í 56. Tala sölustaða úr 37000 upp í 158000. Veltan í smáverzluninni óx úr 1 miljarð upp í 13 miljarða rúbla. Fjármagn samviimufélag- anna úr 16 miljónum upp í 3100 milj. rúbla. Sjóðir fjelagsmanna sjálfra uxu úr 223 miljón- um upp í 1900 milj. rúbla. Tölur þessar þurfa ekki frekari skýringar, en þau blöð, sem láta sér ant um framgang samvinnustefnunnar í heiminum, era beðin að prenta þessar tölur upp. Amerískir kolanámumenn sækja vinnu til ráðstjómarríkjanna. 5. júlí kom fyrsti hópur amerískra kolanámumanna til ráðstjórnarríkj- anna og síðar hafa fleiri bætst við. Alls koma á þessu ári 1000 kolanámuverkamenn frá Ame- ríku og um 500 kolanemar úr Evrópulöndun- um, einkum Þýzkalandi. „Okkur vantar hálfa aðra miljón verka- manna“, segja verkamenn ráðstjómarríkjanna. En í ríkasta landi heimsins, Bandaríkjum Norður-Ameríku, ganga 10 miljónir manna at- vinnulausar, styrklausar, ofurseldar hungur- dauða, meðan amerísku bændumir brenna hveitinu og kaffihringur Brazilíu kastar 40 þús. sekkjum af kaffi í sjóinn. Fyrir aldamót voru Bandaríkin „fyrir- heitna“ landið, sem tóku við atvinnuleysingj- unum frá Evrópu. Þá var auðvaldið í uppgangi þar. Nú er auðvaldsskipulagið komið á sitt hnignunarstig, getur hvorki hagnýtt sér vinnuafl verkalýðsins né vélar og tækni nú- tímans nema að litlu leyti. Nú eru Banda- ríkin lokuð öllum innflutningi og reka útlenda verkamenn úr landi með harðri hendi. En ráðstjómarríkin era að opnast, sakir þess að þar er sósíalisminn að hefjast, fram- tíðarskipulag mannkynsins að fæðast, meðan auðvaldið í gamla heiminum hrömar og deyr. Þar sem erlent auðvald drotnar. í Kína drotnar ameríska og enska auðvaldið með kínversku herforingjana sem jarla sína, nema þar sem verkamenn og bændur með hinum hrausta rauða her sínum hafa rekið þessi ó- féti á brott. Og ástandið í Kína fer líka eftir því. Á síðustu 5 árum hafa dáið úr hungri eingöngu 11 miljónir manna undir handarjaðri þessara hákristnu menningarríkja, sem senda heiðingj atrúboða sína í þúsundatali til að boða þessum mönnum kristni sína, og láta svo óp- íum, brennivín og byssukúlur sigla í kjölfar kristninnar til að fullkomna blessun „menn- ingarinnar". Árangurinn er auðsær. „Kristna menningin" getur verið stolt. Hún predikar vafalaust áfram dæmisöguna um brauðin og fiskana, meðan hún lætur brenna hvelti og eyðileggja rág, sem hefðu getað afstýrt hung- urdauða í Kína! Að hræsnisklerkar og for- verðir þessarar „menningar“ læri að skamm- ast sín, er vafalaust til of mikils mælst, en heiðingjatrúboð yfir myrtu miljónunum í Kína ættu þeir ekki að minnást á fyrst um sinn. „Labour Monthly“ 10 ára. Bezta tímarit enska verkalýðsins er í þessum mánuði 10 ára gamalt. Er það mánaðarritið „Labour Month- ly“ og hefir það gefið út sérstakt minningar- hefti í því tilefni. Ritstjóri er R. Palme Dutt, einhver ágætasti rithöfundur ensku verklýðs- hreyfingarinnar. Fyrir hvern þann, sem fylgj- ast vill vel með í frelsisbaráttu brezku ný- lendnanna, stéttabaráttu enska verkalýðsins [ og sundurliðun brezka heimsveldisins, er „La-; bour Monthly“ bezti fræðarinn. Heimilisfan<|J- tímaritsins er 7 John Street, London, W. C. l). Árgangurinn kostar 8 shillings. ( Verkalýður Akureyrar samþykkir atvinnukröfur kommúnista. Kommúnistar áAkureyri gengust fyrir fundi á fimmtudagskvöld og mættu um 100 verka- menn og verkakonur. Voru þar samþykktar tillögur kommúnista, líkar þeim, sem sam- þykktar voru í Reykjavík. Auk þess ákveðið að gangast fyrir atvinnuleysisskráningu. Vinnudeilan stendur enn óútkljáð, því engin síld hefir komið nema til Samvinnufélagsins. BændabyltiDg í nánd á Spáni? Örbyrgð bændanna, leiguliðanna og sveita- verkalýðsins á Spáni er ein af orsökunum til lýðveldisbyltingarinnar þar. Jafnframt er landbúnaðarkreppan þar það vandamál, sem lýðveldisstjórninni gengur erfiðast að ráða við. Helmingur þjóðarteknanna er frá landbún- aðinum og helmingur allra útfluttra afurða eru landbúnaðarafurðir. Upp undir 3/-i hlutar verkalýðsins vinna við landbúnaðinn. Kjör bændanna era hin verstu, því stórjarðeigend- ur eiga þar mestalt landið. T. d. eiga rám ein rniljón smábænda tæpar 3 miljónir hektara, en 26000 stórjarðeigendur eiga rúmar 10 miljónir hektara. Enda flytja árlega ca 200 þús. smábændur, leiguliðar - og • sveitaverka- merm, til Argentínu og Kúba sem launaverka- menn, og tugir þúsunda í viðbót flosna upp og flytja í bæina. Þó eru kjör landbúnaðarverkamannanna enn þá hörmulegri en fátæku bændanna. Þeir eru 6—8 miljónir að tölu. Laun þeirra eru miklu lægri en iðnaðarverkamannanna, en að meðaltali eru laun spánskra verkamanna 2/s af meðallaunum bresks verkamanns! Laun þeirra eru 3—5 pesetar á dag (ca. kr. 1.50— 2.50) fyrir 12—14 tíma vinnu. Venjulega eru þeir atvinnulausir 100—150 daga ársins. Nú eru t. d. 60% af verkamönnum alveg atvinnu- lausir. Einn þáttur lýðveldisbyltingarinnar er uppreisn hins kúgaða sveitafólks, kotbænda og landbúnaðarverkalýðs, sem heimtar skift- ingu stóru jarðeignanna milli vinnandi bænda og bætt kjör sín. En lýðveldisstjómin vernd- ar sérréttindi stórjarðeigendanna og bregst þannig vonum sveitafólksins. Þessvegna verður byltingarhreyfing sveita- fólksins á Spáni eitt aðalaflið, sem knýr borg- arabyltinguna þar út fyrir þau takmörk, sem henni upprunalega voru hugsuð af borgurun- um, út í verklýðs- og bændabyltingu undir forustu spönsku kommúnistanna. Nú þegar sýnir þetta afl spönsku bændaal- þýðunnar sig í risavöxnum kröfugöngum, í eignaiíámi stóijarðeigna í Extramadura, í skærunum og uppreisnunum í Sevilla og Andalúsiu yfirleitt og á tvímælalaust fyrir sér að vaxa unz alþýðan byltir af sér oki stórjarðeigendanna og auðvaldsins á Spáni. Bankahrun í Þýzkalandi? Kreppan í Þýzkalandi virðist vera að kom- ast á hástig, þrátt fyrir tilraunir Bandaríkja- auðvaldsins til að bjarga auðmagninu í þess- ari hálfnýlendu sinni. Bönkunum er lokað, úttektir takmarkáðar með lögum, forvextir hækkaðir stórum, hætt að skrá' markið á erlendum kauphöllum. Aftur er þýzki verkalýðurinn að lenda út í sasnskonar ástand eins og 1922—23, eftir að auðvaldsstj órnirnar til skiftis hafa gert til- ;raunir sínar til að festa sig í sessi á bognu ' baki þrælandi alþýðu, en árangurslaust. En nú mun komið að því marki brátt, er þolinmæði þýzka verkalýðsins þrýtur og hann kastar af sér því tvöfalda oki útlenda og inn- lenda auðvaldsins, sem hann fram að þessu hefir stunið undir.

x

Verklýðsblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Verklýðsblaðið
https://timarit.is/publication/345

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.