Verklýðsblaðið

Tölublað

Verklýðsblaðið - 25.07.1931, Blaðsíða 1

Verklýðsblaðið - 25.07.1931, Blaðsíða 1
ÚTGEFANDI: KOMMÚNISTAFLOKHUR ISLANDS (DEILD ÚR A.K.) II. árg. Reykjavík 25. júlí 1931 35. tbl« Striðsundirbúningur stórveldanna — á Islandi Krepian i PýskiM i Jlinimi Næststærsti banki Þýskalands gjaldþrota. Fjöldi fyrirtækja stödvast. Atvinnuleysið eykst giturlega. Atvinnnleysingjar yfír 4 miljónir. Mark- tall i rauninni byrjað i stórum stil. Prentfrelsi og tundatrelsi takmark- að og næstum atnumið. Skörp viðskiptahött sett á. Sjaldan hefir auðvaldsblekking- gufað eins fljótt upp og gjaldafrestur Hoovers. Þrátt fyrir hann, skall viðskiptakreppan yfir í sinni skörpustu mynd, sem bankahrun. Danat-bank- inn, næststærsti banki landsins, stjóraað af aðalfjármáladrotnara Þýzkalands, Jakob Gold- schmidt, varð gjaldþrota. Ríkið tók á sig ábyrgð fyrir bankann, án þess sjálft að hafa fé til nokkurs. Fjölmargar verksmiðjur hafa þegar stöðvað alla vinnu, því þær geta ekki greitt út — svo neyð og atvinnuleysi aukast. En braskaramir flytja féð úr landi svo miljón- um skiptir. Ríkisstjórnin þykist reyna að hefta þetta glæpsamlega brask, en beinir aðalkraft- inum að því að halda lýðnum í skefjum. Bann- ar hún fundi, ritskoðar og bannar blöð og of- sækir kommúnistaflokkinn þýzka á allan hátt. Fjöldi fólks sér ekkert nema hungrið fram undan og byltingarhreyfing lýðsins vex dag frá degi. Kröfur þýzka kommúnistaflokksins. Betur og betur sér nú þýzka alþýðan að eina lausnin út úr öngþveitinu er kommúnisminn og sameiginleg barátta með verkalýð heimsins og einkum þó Ráðstjórnarríkjanna gegn auð- valdsríkjunum. Kröfur kommúnistanna eru nú þessar: Verkalýður Vestmannaeyja krefst atvinnubóta. i 15. júlí var verklýðsfundui haldinn í Vest- mannaéyjum að tilhlutun Kommúnistaflokks- ins. Voru þar samþykktar tillögur, er kröfðust atvinnuleysisstyrkja, styttingar vinnutímans, byggingar veLkamannabústaða, starfrækslu ailra framleiðslutækja, sem venjulega eru rek- in, og skaðabótalaust eignanám ella,, og auk þess allmikilla atvinnubóta. Voru allar tillög- urnar samþýkktar með öllum greiddum at- lcvæðum. Ennfremur skoraði funduiinn á Alþingi að tákmarka með lögum vinnutíma kvenna og barna í verksmiðjum, við fiskverkun og aðra eifiðisvinnu og' benti á hvílík óhæfa það væri að þræla húsmæðrum' og börnum út í jafnvel 12 til 15 stunda vinnu, þegar verkamennimir um leið ganga atvinnulausir. Allsstaðar tekur verkalýðurinn að fylkja sér um kröfur kommúnista. Á fjórum fundum, á Siglufirði og Akureyri, í Vestmannaeyjum og Reykjavík samþykkir verkalýðurinn samskon- ar kröfur sem kommúnistaflokkur Islands ber fram sem brautryðjandi verkalýðsins. Sífelt vex skilningur alls verkalýðs á því, að hann verður að standa saman undir for- ustu Kcmmúnistaflokksins til þess að verjast árásum auðvaldsins og hefja gagnsókn sína. Braskararnir og auðmenn þeir, sei i sök eru í auðmagnsflóttanum og gjaldþrotunum, séu fangelsaðir og dæmdir. Öll bankainneign yfir 20.000 mörk sé tekin eignanámi og notuð til að tryggja innieign smáu sparendanna. Eignir miljónamæringa, stórgróðamanna og eftirlaunastórlaxa séu teknar eignanámi skaða- bótalaust. Öll stöðvuð fyrirtæki séu opnuð og starf- rækt án tillit til þess, hvort það borgar sig fyrir auðmennina. Matar-, klæða-, skó- og aðrar nauðsynjavöru- birgðir séu teknar eignarnámi og úthlutað til hungrandi lýðsins, atvinnuleysingja og fátæk- linga. Hinar stóru íbúðir, „villur“ og hallir séu teknar eignarnámi handa hinum búsnæðislausa og bágstadda verkalýð. „Lifi baráttan fyrir frjálsu, sósíalistisku Þýzkalandi!" Þannig lýkur ávarpi þýzka kommúnista- flokksins til þýzku þjóðarinnar. Úrslitabaráttan nálgast nú alstaðar í veröld- inni með hverjum degi sem líður. Islenzkur verkalýður! Ert þú líka reiðubú- ; inn, þegar ráðþrot valdhafanna eru fullkcmin, ! og þú verður sjálfur að skapa þér örlög þín? Byltingarhreyfing verkalýðs- ins magnast á Spáni. Hernafiarástand og gðtuhar- dagar I Sevilla. Lýðveldisstjórn borgaraflokkana og sóslai- demókrata á Spáni megnar ekki að leysa vand- ræði alþýðunnar. Óánægjan vex með degi hverjum, I Sevilla og Andalúsíu — héraðinu, eru kommúnistar einna sterkastir á Spáni. Þar brauzt út pólitískt allsherjarverkfall síðastliðinn mánudag og hófust strax erjur við lögregluna. Hafa 11 manns beðið bana í skær- unum, en 900 verið fangelsaðir. Á miðvikudagskvöld var lögieitt hernaðar- ástand í Sevillahéi aði og má búast við stór- tíðindum jiaðan biáðlejja, því með byssukúlum tekst sósíaldemókrötum og herrum .þdi'ra, auð- valdinu, ekki að seðja svangan verkalýð. ini'ini—miiii iii mnniinnTTi—imiinTTnnni~Tni«« 11riim Taltmarkinu meö áskriftafjölgunina var náð 23. júlí. — Félagar! Hvað getum við komist langt fram úr áætlun? -~rr--T--1 - r i -1—iti— Auðvaldsríkin um allan heim undirbúa árásarstríð á ráðstj ómaríkin. Alstaðar reyna þau að flækja smáþjóðimar inn í það, til þess að geta att þeim fram fyrir sig og til þess að tryggja sem fullkomnasta einangrun og að- f'lutningsbann til Rússlands. Einnig hér á Is- landi gerir alþjóðaauðvaldið nauðsynlegan undirbúning og annast það einkum sú deild. al- þjóðaauðvalds, sem drottnar hér, brezka auð- valdið. Inngangan í Þjóðabandalagið. Samtök auðvaldsríkjanna gegn i'áðstjómar- ríkjunum, það er Þjóðabandalagið. Starf þess á að vera að útvega hentugar átyllur til stríðs- byrjunar, fegra og dylja herbúnaðinn með friðarglamri og afvopnunarfundum, útvega auðvaldsræningjunum sem fegui'sta hugsjón á broddi byssustingjanna (frið, frelsun menning- arinnar, varðveizlu kristninnar etc.) og koma skipulagi á algerða einangran ráðstjórnarríkj- anna og tryggja þátttöku, sem allra flestra ríkja. Þessvegna er það skilyrði í lögum þessa bandalags, að hvert einasta ríki, sem í því er, taki þátt í viðskiftastríðinu og einangruninni og' leyfi her að fara um land sitt, etc. ísland yrði því gert að flota- og flugvjela- stöð, þegar stríð byrjaði, að svo miklu leyti, sem það yrði hentugt, og að nokkru leyti yrði það tvímælalaust hentugt fyrir brezka her- valaið að nota ísland þannig. Þeir, sem berjast fyrir inngöngu íslands í Þjóðabandalagið, Framsókn og kratar, vinna því beinlínis að því að láta það ganga í hern- aðarbandalag stórveldanna, gefa upp hlutleysi sitt og taka þátt í stríði móti ráðstjórnar- ríkj unum. Þátttakan í II. Internationale. Alþjóðasamband sósíaldemókrata er upp- víst að þvi að hafa varið stórfé til hernjósna og skemmdarverka í Rússlandi, til þess að undirbúa þannig styrjöld auðvaldsins gegn ráðstjórnarríkjunum. I þessu sambandi eru íslenzku sósíaldemókratamir og feng'u frá því 40000 kr. 1928. I þakklætisskyni fyrir þessa Júdasarpeninga kljúfa kratabroddamir ís- lenzku verklýðshreyfinguna og reyna að úti- loka kommúnista. Með þátttöku sinni í II. Int- emationale taka ísl. kratamir einnig beinan þátt í undirbúningi styrjaldar gegn ríkjum verkalýðsins og sósíalismans. En íslenzki verkalýðurinn verður að hindra að Island gangi í Þjóðabandalagið og knýja Alþýðusambandið út úr II. Internationale. Þar með vinnur hann að sínu litla leyrti móti stríðshættunni. En undirbúningur stói'veldanna undir stríð, jafnvel héðan frá íslandi, er ekki aðeins inni- falinn í þessum alþjóðasamtökum þeirra og innlimun Islands í þau. Hann er einnig beins hernaðarlegs eðlis.

x

Verklýðsblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Verklýðsblaðið
https://timarit.is/publication/345

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.