Verklýðsblaðið

Tölublað

Verklýðsblaðið - 01.08.1931, Blaðsíða 1

Verklýðsblaðið - 01.08.1931, Blaðsíða 1
VERKLYÐSBMÐIÐ ÚTGEFANDI: KOMMÚNISTAFLOKKUR ISLANDS (DEILD ÚR A.K.) II. ág. Reykjavík 1. ágúst 1931 36. tbl. Er fjárhagshrun í vændum á Islandi? Stórknstlegt verðfall á ðllum útflutningsvðrum. Sífelt versnar kreppan á íslandi, þótt lítt sé um >að hugsað frá valdhafanna hálfu, hvernig verjast skuli afleiðingum hennar. Þeir fljóta sofandi að feigðarósi og þegar verkalýðurinn nú bráðlega vekur þá við vondan draum, ér lík- kgast að þeir segi, að hann sé sjálfur orsök kreppunnar. Aðalframleiðslutíma ársins er nú brátt Iokið eftir rúman mánuð og þá kemur haustið með dóm sinn um verðið á afurðum þeim, sem ís- lenzk alþýða til lands og sjávar hefir framleitt fyrir íslenzku atvinnurekendastéttina til sölu á erlendum braskmarkaði auðvaldsins. Og hvern- ig verður sa dómur? Fiskurinn liggur allur óseldur og ómögulegt að segja, hvað fást kann fyrir hann. En ekk- ert bendir til þess að sósíaldemókrötum þeim og borgaraflokkum,' er stjórna spánska lýð- veldinu fyrir auðvaldið, muni takast að bæta þar kjör verkalýðsins og bændaalþýðu, svo kaupgetan vaxi. Þvert á móti fer ástandið sí- versnandi, 60% af verkalýðnum atvinnulaus og launin þau lægstu í Evrópu. — Það er því al- veg óvíst, hvernig fer með fiskbirgðirnar á Islandi. Bíður þeirra ef til vill líkt hlutskipti og hveitis þess í Ameríku, sem nú- er brent, eða kaffis þess í Brasilíu, sem nú er fleygt í sjó- inn? Ætlar auðvaldinu virkilega að takast að leiða alla bölvun sína í fyllsta mæli yfir alþýðu þessa lands?'Ætlar það jafnvel að breyta alls- nægtunum, sem íslenzkur ægir gefur þeim og íslenzkur verkalýður með vinnu sinni skapar, í þjóðarböl og þjóðarsmán? Fara þá ekki dag- ar þess að verða taldir? Síldin er nú að veiðast og óvíst um verð enn. En viðbúið er að auðvaldsóreiðan í Þýzkalandi, atvinnuleysið og neyðin þar, komi til að hafa nokkur áhrif á síldarverðið, því erfitt mun héðan af reynast að selja þangað þann tunnu- fjölda, er ætlað var. Og samkeppni Norð- rnanna, FiniW og Dana fellir verðið á Norður- löndum tvímælalaust mjög mikið. Skal engu spáð ennþá, en teljast má gott, ef síldarverðið ekki fellur nema 20% frá í fyrra, en þá féll það 30% frá árinu áðUr. Síldarmjöl og síldarlýsi mun lítt heyrast um nú, enda kemur það lítt við íslenzku fram- leiðsluna í ár fyrst búið er að ákveða verðið á bræðslusíld rúmlega 50% lægra en í fyrra. Hinsvegar er viðbúið að alþýðan fái að greiða drjúgan skilding í tollum fyrir tap á rekstri síldarbræðsluverksmiðjunnar á Siglufirði undir stjórn þeirra herra Guðm. Skarp. & Co. Þá eru landbúnaðarafurðirnar. Ull og gærur eru nú þegar fallnar svo hrotta- lega, að til stórvandræða horfir. En kjötið- hefir frani á síðasta haust haldið sér sæmilega. Þá var það 1.00 kr. kílóið. En nú hefir fleskið í Danmörku fallið í ár niður í 70 aura úr 1,44 kr., sem það var í s. 1. ár. Gera m.á ráð fyrir líku falli á kjötinu hér heima — eða að það kunni að falla allt niður í 50.aura. Hvar stöndum .við eftir svona verðfall á flestum sviðum? Svarið er eins víst og öll reynsla auðvaldsins sýnir: Fjöldinn allur af smærri atvinnurekendum verða gjaldþrota, bændur flosna upp unnvörp- um. Bankarnir yfirtaka f jöldann allan af fyrir- tækjum og stöðva þau gersamlega eins og átakanlega hefir sýnt sig í ár. Sterkustu auð- hringarnir hremma ýms af þeim smærri fyrir hlægilega lágt verð og láta þau þá jafnvel Iiggja ónotuð nokkurn tíma, ef þeim líst svo* Því kreppurnar —- það er eintnitt tíminn, þeg- ar stórlaxarnir méla millistléttina, kasta hemni unnvörpum niður í öreigalýðinn, og gleypa ávöxt starfs hennar og iðju um áratugi. En ríkisbankarnir, þessi bakhjallur einka- auðvaldsins hér, eru síst óþrotleg fjárupp- spretta, heldur þvert é móti fjárvana mjög og undir eftirliti brezka bankaauðvaldsins. Og hve lengi leyfir það þeim, að halda áfram? Hvað lengi heldur ríkissjóður afram að greiða t. d. tap á ríkisbræðslunni o. s. frv.? Á íslandi er ríkið og ríkisauðvaldið fléttað svo inn í alla útgerð og landbúnað, að hið geysilega verðfall, sem skollið er á, getur jafn- vel riðið sjálfu ríkisauðvaldinu að fullu. Hið stórfenglegasta fjárhagshrun er hugSr- anlegt. Og vitanlegt er að það eina, sem ríkis- valdið kemur til með að búa sig undir að gera, er að reyna að skella afleiðingum kreppunnar yfir á verkalýðinn og alla alþýðu. Eftir atvinnuleysissumar á verkalýðurinn hinn versta vetur framundan, með algeru a> vinnuleysi, vaxandi dýrtíð og aukinni neyð. Og þetta allt mitt í öllum allsnægtunum, sem hann hefir skapað! En verkalýðurinn þarf ekki að þola þetta ástand. Nú veit hann, að það er aðéins sök auð- valdsskipulagsins að svo er koniið, því þar sem verkalýðurinn ræður sjálfur, í ráðstjórnar- ríkjUnum — þar er atvinnuleysið horfið, þar fara launin síhækkandi, þar er auðvaldið og ok þess afnumið. Þar er verkalýðurinn og bændur frjálsir og ráða sjálfir framleiðslu sinni óháðir braski auðvaldsins — og framleiða með sínar eigin þarfir fyrir augum, en ekki fyrir óþekkta roarkaði, sem undirorpnar eru dutlungum auð- hringanna og gróðafíkn þeirra. Islenzka auðvaldsskipulagið er nú að sýna/ að það er að vera ófært til að tryggja líf og af- komu lengur. Þessvegna verður verkalýðurinn nú að búa sig undir að afnema það. 1. ágúst 1 dag mótmælir allur sá hluti verkalýðsins í heiminum, sem fylkt hefir sér undir fána sósíalismans og Alþjóðasambands kommún- ista, stríðsundirbúningi stórveldanna gegn ráð- stjórnarrílq'unum. Nú þegar hin ægilegasta kreppa geysar um gervallan auðvaldsheiminn, er eina „ráðið", sem auðmannastéttin sér út úr vandræðum sínum, sú að reyna að kæfa í blóði þau einu ríki, sem ráðið. hafa við kreppuna, verklýðsrík- in. „Ráð" auðvaldsins við atvinnuleysinu og neyðinni, er að reyna að brjóta á bak aftur þann verkalýð, sem útrýmt hefir hjá sér afc- vinnuleysi og neyð. Og um leið stendur þetta sama auðvald í veginum fyrir því, að verka- lýður annara landa fari að dæmi rússneskra stéttarsystkina sinna: 1. ágúst er baráttudagurinn gegn þessum „ráðum" auðvaldsíns, — sem eru banaráð torugguð verklýðshreyfingu heimsins, tilræði við fyrstu ríki sósíalismans í veröldinni. Dag- urinn er valinn með stríðsbyrjunina 1914 fyrir augum, til þess að allir, sem nú eru vaAtrúaðir á að auðvaldið virkilega sé að undirbúa nýtt stríð, minnist þess, er heimsmorðin miklu byrjuðu þá, og muni ennfremur hvernig sósíal- demókratar allra. landa þá snerust í lið með auðvaldinu, og fylgdi hver flökkur auðvaldi „síns föðurlands" — og fyrir þau svik urðu miljónir verkalýðs í Evrópu að láta lífið. Er sízt vanþörf að minnast þess, því einnig nú eru sósíaldemókratarnir fremstir í flokki með stríðsundirbúninginn gegn ráðstjórnarríkjun- um. Baráttaii gegn i stríðsundirbúningi auðvalds:- ins er um leið bar'áttan fyrir afnámi auðvalds- ins, fyrir útrýmingu atvinnuleysisins, fyrir sigri sósíalismans um víða veröld. Hér á landi, þar sem auðvaldsskipulagið sífelt sýnir hið sanna og illa innihald sitt betur og betur, er nú nauðsyn á því fyrir verkalýðinn að hefjast handa. Fram til baráttu gegn auðvaldinu og stríðs- undirbuningi þess! Berjist gegn atvinnuleysinu óg neyðinni, sem auðvaldð leiðir yfir ykkur! Verndið ráðstjórharríki verkalýðsins! Fram til baráttu fyrir sigri sósíalismans! Dýpra og* dýpra. Ríkisstjórnin biður um ríkisábyrgð fyrir 3 miljónum handa TJtvegsbankanum. Það kemur nú í ljós, sem við höfum haldið fram, að farið er að þrengja ærið mikið að bönkunum. Arftaki braskbankans „Útvegs- banki Islands h.f." þarf að fá 3 miljónir kr. til að geta haldið áfram að lána stórlöxunum út á fiskinn, sem ekki selst. Á að nota þetta tij þess að halda áfram- braskinu með allan fiskinn, sem fyrir er, og bíða svo átekta! Fyrir þennan banka skrifaði Alþingi upp á 30 miljón kr. víxil í fyrra, eins og sagt hefir verið, — en það er alþýðan, sem á að borga. i/2 miljón á ári e*" greidd af tolltekjunum, sem píndar eru út úr diþýðu, í þennan banka, — og nú á að bæta 3 miljónum þar við. — Rækilegar vai' ekki hægt að taka Íslandsbankaþrotabúið upp á arma sína! Alþingi samþykkh- auðvitað lánið og krat- arnir líka! Og það þó að Útvegsbankinn gengi á undan í að stöðva útgerðina, — því Jón Bald. þarf sitt. En svo kemur til Bretans kasta. Hvaða skil- yrði setur hann nú fyrir nýju láni? Kreppan er að gera íslenzku þjóðina að al- gerri undirlægju brezka auðvaldsins. Hve lengi 'skal svo haldið áfram.

x

Verklýðsblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Verklýðsblaðið
https://timarit.is/publication/345

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.