Verklýðsblaðið

Issue

Verklýðsblaðið - 11.08.1931, Page 1

Verklýðsblaðið - 11.08.1931, Page 1
VERKLYÐSBIAÐIÐ ÚTGEFANDI: KOMMÚNISTAFLOKKUR ISLANDS (DEILD ÚR A. K.) II. árg. Reykjavík; 11. ágúst 1931 37. tbl. Bandalag íhalds og Framsóknar Auðvaldsflokkarnir sameiuast um að legg'ja drepþuugar skattabyrðar á alþýðu. Hvað gerir alþýðan? 5. ág-úst gerðust þau tíðindi í efri deild að íhaldsmenn, sem þar hafa nægilegt atkvæða- magn ásamt Jóni Bald., til að fella f,járlög og annað fyrir ríkisstjórninni, samþykktu aíS framlengja verðtollslögin um eitt ár til. Er þar með auðséð, að íhaldið ætlar sér að styðja Framsóknarstjórnina, koma fjárlögunum í gegn fyrir hana og er þetta fyrsti árarigurinn — 2Va miljón króna tollur á alþýðu. Lítið legst nú fyrir kappann! Þeir hefðu átt að hafa hærra, Ólafur Thors, Jakob Möller og þeirra líkar, um andstöðu sína við Framsóknar- stjórnina. Aldrei hefur lýðskrum þeirra birzt betur í öllum sínum vesaldómi en nú, þegar þeirn með atkvæðagreiðslu einni saman í þing- inu var mögulegt að hindra framgang þeirra laga, sem stjórnin alls ekki gat án verið. Nú sjá þeir verkamenn og fátækir alþýðumenn, sem glæpst hafa á að fylgja íhaldinu fram að þessu, sakir látalæta þess, fyllilega hið sanna innihald þessa hlægilega „sjálfstæðisflokks“. Sannleikurinn er sá, að auðmenn íhaldsins eru riú örðnir hræddir um peninga sína og ótt- ast skattaálögur á sig, ef þeir ekki geta séð til þess að öllum byrðunum verði skellt yfir á alþýðu. Þessvegna vilja þeir hjálpa Framsókn til að þyngja tollana á almenningi. Og Fram- sókn — sem fyrir hverjar kosningar státar af alþýðuást sinni, setur í stefnuskrá sína af- nám tolla og gengur berserksgang á móti Reykjavíkurvaldinu — tekur auðvitað fegins Allsherjarverkfall og götu- bardagar í Sevilla. í Andalúsíu harðnar sífelt baráttan milli verkalýðsins undir forustu kommúnista og, lýð- veldisstjórnar burgeisa og sosialdemokrata. Einkum skerst þó í odda í Sevilla. Þar er hafð- ur mikill her og lierlið, jafnvel stórskotalið heldur vörð á götunum og vélbyssuhersveitir hafðar við opinberu byggingarnar. Verkfalls- mönnum eykst þar sífellt fylgi og nú hafa verk- lýðsfélögin hafið þar allsherjarverkfall frá 7. ágúst. Hvað eftir annað hafa orðið blóðugir bardag- ar við l'ögregluna. Bðtubardagar í Flandern. í Ypern og öðrum bæjum Suður-Flanderns er verkfall og hafa orðið skærur milli lögreglu- liers og verkalýðs. I einum bænura varð 3 tíma strætaorusta milli hersins og verkalýðsins. Ganga yfirvöldin afarhart fram og taka jafnvel þá, sem safna fyrir A. S. V., fasta. Verklýðsblaðið kemur héðan af út á þriðjudögum. hendi boði auðmannaklíkunnar í Reykjavík, að hlaða tollunum á alþýðuna, til þess að geta hlíft Reykj avíkurvaldinu! Fer nú ekki þeim smábændum, sem fylgt hafa Framsókn fram að þessu, að þykja nóg um? Birtast nú ekki nógu átakanlega blekk- ingarnar, sem Framsókn er með, til að véla þá til fylgis við — Reykjavíkurauðvaldið? Þetta eru ráðin, sem auðvaldsflokkarnir sjá við atvinnuleysinu: 2*4 miljón kr. tollar á al- þýðuna áfram — aðeins með framlengingu verð- tollsins. Það er aðeins ein hugsun, sem ríkir hjá þessum flokkum, að hlífa pyngju auð- mannanna. Alþýðan er svo sem ekki óvön þessum sví- virðingum af hálfu auðvaldsflokkanna. Síðustu 4 ár hafa þær sömu svívirðingar, verið framd- ar á hverju ári af Framsókn og krötum sam- eiginlega, svo krötunum ætti sízt að klígja við þessu. En nú er þetta gert — verðtollur- inn framlengdur — og þeir fá líklegast ekk- ert f-yrir það, svo þessvegna verða þeir ef til vill reiðir. En nú er fyrst fyllilega auðséð hverskonar stjórn verður hér næstu 4 ár? Nú veit alþýðan fyllilega hvað hún á í vændum. Og hver trúir ái að bót verði ráðin á neyðar- ástandinu á þingræðislegan hátt? Nei! Alþýðan verður að grípa til sinna ráða. Frá Alþingi væntir hún ekki neinna bóta meir. Blóðbað í Berlín. Bardagi á Biilowplatz. Isögreglan verður að vikja. Að kvöldi 9. ágúst. varð bardagi milli lög- reglunnar og verkamanna á Biilowplatz í Beiiín, þar sem Karl Liebkneeht húsið, miðstöð þýzka konnnúnistaflokksins, er. Skaut lögreglan á verkamenn — eins og henni nú er leyfilegt fyrirvaralaust. Gripu þeir til sjálfsvarnar og hröktu lögregluna að lokum burtu. Fjöldi manna beið bana og um 100 kommúnistar hafa verið handteknir. Lögreglustjórinn í Berlín er sósíaldemókrati. Frakkar hætta við aðflutn- ingsbann á sovjet-vðrum. 3. okt. 1930 gaf franska stjórnin út bann við innflutningi vara frá Ráöstjórnarríkjunum. Svör- uðu þau þá í sama tón. Hefur nú franska stjórnin látið undan síga og afnunrið bannið. Er það skýr vottur um vaxandi alþjóðlegt vald ráðstjórnarríkjanna og einn ávöxtur af friðarpolitik þeirra. Húsaleigan. Hvernig Framsókn ætlar að „bæta“ ár hásnæðisyandræðuimm í lteykjíiYÍk og lækka leiguna. Framsókn hefur lagt fram í Alþingi frum- varp til laga um húsnæði í Reykjavík. Er frum- varpið lagt fram undir nafni Jörundar Brynj- ólfssonar. Er frumvarpið sýnilega lagt fram í þeim lilgangi að reyna að vinna hylli verka- lýðsins hér í Reykjavík, því það er látið líta svo út að það eigi að vinna að hagsbótum veckalýðsins í húsaleigumálinu og til að bægja utanhéraðsmönnum frá að flytjast í bæinn, til að taka atvinnu frá bæjarmönnum. En þótt þetta séu ekki fyrstu vindhögg Fram- sóknar, er þó óhætt að segja, að þetta sé með þeirn stærri, og er þá mikið sagt. Þarf Jörund- ur þessi að grímuklæða sig betur, svo að reyk- vískur verkalýður þekki hann ekki. Fyrsta grein frumvarpsins segir, að „til þess að komið verði í veg fyrir húsnæðisvandræði, ósanngjarnan leigumála m. m. í Reykjavík, skal skipa þar fimm manna húsnæðisnefnd“. önnur grein kveður á um hvernig nefnd þessi sé skipuð og fellur þá gríman frá andliti óheilindanna og sézt þá þegar að með þessu frumvarpi er eingöngu verið að slá ryki í augu verkalýðsins, því nefndin er öll skipuð af yfir- stéttinni og hlýtur því að gæta hagsmuna hennar. Formann nefndarinnar skipar hæstiréttur — æðsti dómstóll auðvaldsins, er gætir réttar yfir- stéttarinnar — auðmannanna — húseigandanna. Dettur nokkrum verkamanni í hug að hæsti- rjettur skipi mann í nefndina, er gæti orðið pyngjum húseigendanna hættulegur? Nei, hús- eigendur mega vera rólegir fyrir afskiftum for- manns nefndarinnar. Atvinnu- og samgöngumálaráðaneytið skipar tvo nefndarmennina. Ríkisvald auðvaldsins oregst varla svo trausti stéttar sinnar að skipa nefndarmennina til hagsbóta fyrir leigjendurna — jafnvel þótt annar þeirra sé „valinn úr flokki leigataka húsnæðis“, Bæjarstjórn Reykjavikur skipar tvo nefndar- manna. Bæjarstjórn Reykjavíkur sem er skipuð íhaldsmönnum að meiri hluta og sem undan- farið hefur barist gegn því að lóðir yrðu leigð- ar í stórum stíl og með góðum kjörum, svo húsnæðið ykist ekki of ört í bænum og hús- eigendur yrðu af því að lækka leiguna. Meiri lriuti bæjarstjórnar hefur þá verið vörður hús- eigenda og lóðaeigenda og því nokkurnveginn hættulaust fyrir þá að láta hann skipa tvo menn til að „koma í veg fyrir ósanngjarnan leigumála í Reykjavík“. Það sézt á þessu, að þessi nefnd verður ekki skipuð fyrir leigutaka húsnæðis. Þeir fá ekkert til málanna að leggja eða hafa áhrif á skipun nefndarinnar. Það er yfirstéttin sem ræður og velur alla nefndina. Og þótt tveir nefndarmann- anna eigi að vera „úr flokki leigutaka hús- næðis“, þá verður yflrstéttinni — ríkisstjórn og bæjarstjórn — ekki skotaskuld úr því að flnna hættulausa menn úr þeim „flokki“. Þarna hefur þá yfirstéttin — auðmennirnir — húseigendurnir nefnd til að gæta hagsmuna

x

Verklýðsblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Verklýðsblaðið
https://timarit.is/publication/345

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.