Verklýðsblaðið

Tölublað

Verklýðsblaðið - 11.08.1931, Blaðsíða 3

Verklýðsblaðið - 11.08.1931, Blaðsíða 3
itlar iMdii ai eiiðilcDoia sílðaratviniini? Miukandi þátttaka i sildveiöinni. Bræðslur standa kyrrar. Skip hætta veiðúm vegna takmörkunar á tramleiðslunni. Atvinnuleysi og kaupkúgun i landi. Auðvaldið sýnir nú rneð hv.erjum degi betur, hve ófært skipulág þess er að verða, hvernig það hindrar starfsemi fjöidans, lætur framleiðslu- tækin stöðvast og leiðir atvinnuleysi og sult yfir þjóðina. Bankarnir draga úr útgerðinni. Útgerðin á mestallt sitt algerlega undir bönk- unum komið. Bankarnir hafa fyrirskipanir frá lánardrottni þeirra, breska bankavaldinu, um að takmarka framleiðsluna sem mest. Þessvegna hafa bankarnir dregið mjög úr því að þau skip, sem þeir ráða yfir fari á síld, og nú liggur fjöldi skipa á Reykjavíkurhöfn, sem vel hefðu getað farið á síld og aukið þannig atvinnuna. Heíir þátttaka sunnlensku skipanna því minkað stórum. Eru það sameiginlegir fulltrúar íhalds, Framsóknar og krata, sem hór eru að verlti. 5L Útflutningsnefndin takmarkar söitun og eykur atvinnuleysið. Pulltrúar íhalds, Pramsóknar og krata hafa verið vel sammála um að draga úr síldarsölt- uninni eftir mætti. Pyrst og fremst fást þeir ekki, þrátt fyrir ítrekaðar tillögur Einars Olgeirssonar í útflutn- ingsnefnd, til að býrja söltun fyrst í júlí, þótt vitanlegt væri áð útlendingarnir byrjuðu þá og yrðu á undan á markaðinn. Hinsvegar sýndi síldin sig að vera 'ágæt fyrst í júlí og sízt betri fyrst í ágúst. Eru með þessum drætti eyðilagð- ir í senn bæði stórkostlegir atvinnumöguleikar fyrir verkalýð á sjó og landi og miklir mark- aðsmöguleikar í Sviþjóð, því mikið selst þar í júlí, ef síldin bara kemur. Ennfremur vildi útflutningsnefnd ekki verða við þvi að auka söltunarleyfin um 50°/0, og nú eru afleiðingarnar þær að þau skipin, sem fengu hlutfallslega minnst veiðileyíin, eru að hætta veiðum. Nú þegar, 5. ágúst, eru togarar að hætta við síldveiðina eftir 20 daga vertíð. Sjómennirn- ir verða að halda heim og missa þá premíu, sem þeir hefðu ella fengið í viðbót. Verkafólk- ið í landi situr eftir við sívaxandi atvinnuleysi. En allt í kring morar af síldinni og himinháir tunnustaflarnir gnæfa yfir verkafólkinu á bryggj- unum. En einkasalan neitar að auka veiðileyfin — en lætur tunnuforðann bíða næsta árs. Reknetabátarnir verða einnig mjög illa úti, því þeim er ekki greitt neitt hærra fyrir sína síld, eins og þó væri sanngjarnt. Það eru full- trúar stórlaxanna, sem ráða í útflutningsnefnd- inni, og þeir kæra sig kollótta um smáútgerð- ina. Þessvegna hætta ýmsir reknetabátar veið- um. Bræðslúrnar og bræðslusíldarverðið. Bræðslur Goos og Dr. Paul standa alveg kyrr- ar. Þessir dönsku og þýsku auðmenn, sem misk- unnarlaust hafa arðrænt sjómenn og verkafólk í landi á undaflförnum árum, svelta nú hundr- uð verkamanna með því að gera þá atvinnu- lausa um hásumarið. Og þrátt fyrir allt skraf um atvinnubjargir, þá er ekkert gert til að breyta þessu. Verkalýðurinn krafðist þess, að verksmiðjur þessar væru annaðhvort reknar, en ella teknar eignarnámi skaðabó’talaust, — en ekkert er að- hafst — og skipin hætta síldveiðum og fara heim! Ríkisbræðslan, — þessi bjargvættur síldarút- gerðarinnar að sögn Framsóknar og krata, — gefur 3 kr. fyrir málið og eyðileggur þar með alla möguleika fyrir skipin, að léggja upp í bræðslu eingöngu. Atvinnuleysið og kaupkúgunin. Allstaðar eru sem samantekin íáð allra þátta auðvaldsins, alt frá útlendu bröskurunum Goos og Paul til „innlenda“ ríkisauðvaldsins í stjórn- um ríkisbræðslu, einkasölu og banka,—að draga úr ailri atvinnu, minka framleiðsluna, beinlínis eyðileggja síldarvertíðina sem atvinnutima fyrir verkafólkið. Og þetta nota svo útgerðarmenn og saltendur, atvinnurekendustéttiu á sjó og landi til að kúga niður kaup verkalýðsins, til þess að neyð hans og fátækt verði ennþá sár- ari og kaup hans eftir sumarið ennþá rýrara. Sovét-sendinefndin. Sívaxandi áhugi, einnig meðal bænda. Nú eru söfnunarlistar komnir út um allt land að heita má og árangur söfnunarinnar til að senda verklýðssendinefnd til ráðstjórnar- ríkjanna, þegar farinn að sjást. Þótt erfitt sé um fé og atvinnuleysið. kreppi hart að, sýnir íslenzki verkalýðurinn þó áhuga sinn fyrir upp- byggingu sósíalismans í ráðstjórnarríkjunum með því að láta hver og einn sinn skerf*tii ferðarinnar. En meðal bænda er áhuginn fyrir ferðinni einnig mikill og hafa því komið fram upþá- stungur um að 3—4 bændur yrðu hafðir með í förinni. Hefir nú verið skrifað til rússnesku verklýðsfélaganna viðvíkjandi slíkri breytingu. Kaupfélag Þingeyinga, elzta og róttækasta bændakaupfélag landsins, hefir boðist til að kosta för eins þingeysks bónda að sínu leyti. Ættu fleiri bændakaupfélög að feta í fótspor þess til þess að gera bændum, útvöldum af meðlimum þess, fært að kynnast af eigin reynd hinu stórkostlega uppbyggingarstarfi vinnandi bænda í því landi, þar sem samvinnustefnan í skjóli sigrandi sósíalismans hefir náð langmest- nm blóma enn í heiminum. Einkum hefir hin volduga samyrkjuhreyfing bændanna, sem nú hefir lagt undir sig helming allra bændabýla Rússlands, hið merkilegasta fordæmi að bjóða þeirri bændastétt, sem þrátt fyrir fjögra ára „bænda“-stjórn „samvinnumanna“ hvorki sér enn neitt til samvinnu um framleiðsluna né sig- urs kaupfélaganna yfir kaupmannahringum og kreppum auðvaldsins. íslenzkir verkamenn og bændur! Herðið á innsöfnuninni til sendiferðarinnar. ^jósið Sovétvinanefndir til að standa fyrir þessu! Sendið tillögur um sendimenn og ferða- lagið! Einmitt þegar atvinnuleysið og kreppan hér á íslandi harðnar, vex nauðsynin á að kynna sér það land, þar sem atvinnuleysinu er út- rýmt og kreppan ekki til. K>aiiði fámnn kemur út á fimmtudaginn, fjölbreyttur og skemmtilegur. — Söludrengir komi niður í Aðalstræti 9 B um morguninn. hann flutti hina frægu ráðagerð sína' fyrir rúm- um mánuði um að fresta skaðabótagreiðslum Þjóðverja um eitt ár. Þessar greiðslur námu ca. 1600 miljónum marka. Það nægði tæplega til að rétta við halla fjárlaganna, það nægði ekki tiJ að hjálpa Þýzkalandi út úr kreppunni. Það hafði meira að segja mjög stutt „sálfræðileg“ áhrif, þrátt fyrir allt auglýsingaglamrið, sem fylgdi ráðstöfun Hoovers úr hlaði. Hoover- ráðagerðin gekk í gildi í byrjun júlí, en síðan það var, hefir hver hrinan á fætur annari skoll- ið á Þýzkaland. Einn af stærstu bönkum Þýzka- lands, Darmstadtbankinn, varð gjaldþrota, aðrir bankar fylgdu á eftir. Kauphöllunum var lokað, bankana varð að setja undir lögreglu- eftirlit (og úttektir manna úr bönkunum voru takmarkaðar. Auðmagnið flaut út úr Þýzka- landi og mönnum telst svo til, að Þýzkaland hafi á þann hátt misst um 3 miljarða marka. Hinir erlendu lánardrottnar voru farnir að ugga um fé sitt, er þeir áttu í þýzkum fyrir- tækjum og þótti ráðlegra að tryggja það á er- lendum bönkum. Nú hófust pólitískar og fj árhagslegar betli- ferðir þýzku stjórnarleiðtoganna til París og London. Á fieim tveim ráðstefnum, sem þar voru haldnar, komu mótsetningar stórveldanna fram í skýru ljósi. Briining fór fram á alþjóð- legt lán til Þýzkalands, er næmi ca. 3 miljörð- um marka. England og Bandaríkin voru fús til þessa, en það .strandaði á Frakklandi, sem ekki vildi ganga til lánveitingarinnar, nema að „póli- tísk trygging“ fengist í Þýzkalandi, þ. e. að hætt yrði við smíði nýrra herskipa, sem veitt var fé til á fjárlögum Þýzkalands, að Þýzkaland hætti við hugmynd sína um tollbandalag við Austurríki og að það stigi ekkert það pólitískt spor, er skerti hagsmuni Frakklands. M. ö. o. Þýzkaland átti því aðeins að fá lánið, að það af- salaði sér pólitískum athafnarétti, en að Frakk- land yrði tryggt pólitískt forræði á meginlandi Evrópu. Þessar kröfur Frakka náðu ekki fram að ganga. Brúnirig gat ekki gengið að þeim, því að það hefði verið sama og fall stjórnarinnar. Eng- land og’ Ameríku voru heldur ekkert áfjáð að sjá áhrif Frakklands vaxa svo á meginlandinu. Sjövelda ráðstefnan í London endaði því með sáralitlum árangri — „fjöllin tóku léttasótt og fæddu litla mús“. Samþykkt var að framlengja 100 milj. dollara lán það, er Þýzkaland hafði fengið fyrir nokkru frá höfuðbönkum stórveld- anna, ennfremur að hindra það, að hinum stuttu lánum Þýzkalands yrði sagt'upp, þ. e. hindra frekari’ auðmagnsflótta frá Þýzkalandi og loks var sett á laggirnar alþjóðleg fjármála- nefnd, er skyldi vera „leiðbeinandi“ þýzku ríkis- stjórnarinnar í fjármálaefnum. Þannig eru fjár- mál Þýzkalands sett undir eftirlit stórveldanna. En kreppan harðnar í Þýzkalandi. Síðan ráð- stefnunum í París og London lauk hafa enn fleiri bankar farið á höfuðið, kauphöllin í Berlín ér lokuð um óákveðinn tíma, kannske fram á haust. Neyðin vex í landinu, lýðurinn verður æ róttækari, Jíyltingarhreyfingin grefur um sig með eldhraða. 1 Þýzkalandi ríkir ekki lengur þingræðis- stjórn. Bruning-stjórnin ríkir einráð, án þess að kalla þingið saman, og hún situr með stuðningi sósíaldemókrata, sem leggja á sig stórar fórnir til þess að bjarga „lýðræðinu“ og „þingræðinu"! Svo undarlegar eru mótsetn- ingarnar í stefnu þýzku kratanna, og þó eru þær í raun og- veru ekkert' undarlegar, þegar þess er gætt, að borgaralegt „lýðræði“ og „þing- ræði“ er ekkert annað en grímuklætt einræði borgarastéttarinnar. Þegar í odda skerst kastar borgarstéttin grímunni og „lýðræði“ hennar kemur fram í sinni réttu mynd, sem einræði hennar. Brúningsstjórnin ríkir nú orðið með tómum „hallærisráðstöfunum“ (,,Notverordnungen“) — þær eru nú orðnar 9 talsins. Hver ný „hall- ærisráðstöfun“ er hnefahögg framan í hinn' vinnandi lýð. Blöð komúnista eru bönnuð, sam- , komum þeirra. er tvístrað, ritvarzlan er orðin eins og hún var verst í Prússlandi fyrir miðja 19. öld, borgarastéttin er að búa sig undir að gera kommúnistaflokkinn ólöglegan. Það er einn hluti af rentrinum, sem heimsauðvaldið heimtar af fé sínu. Þýzkaland á að vera brim- brjótur gegn hinni „rauðu hættu“, gegn „hætt- unni í austri“. En í sama mun vaxa mótsetn- ingarnar innan þess, verkalýðsbyltingin grefur um sig í djúpunum, enginn getur sagt með vissu hvenær gosið verður, 'en öll merlíi benda til þess-að ekki sé langt að bfða umskiptanna.

x

Verklýðsblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Verklýðsblaðið
https://timarit.is/publication/345

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.