Verklýðsblaðið

Ataaseq assigiiaat ilaat

Verklýðsblaðið - 18.08.1931, Qupperneq 1

Verklýðsblaðið - 18.08.1931, Qupperneq 1
ÚTGEFANDI: KOMMÚNISTAFLOKKUR ISLANDS (DEILD ÚR A. K.) II. árg. Reykjavík 18. ágúst 1931 38. tbl. Kommúnistaflokkur Islands eflisf 16 nýjir meðlimir gaitga í Reykjavílrurdeildina Áfram með stækkun flokksins! Nauðsynin á að allur verkalýður skilji hlut- verk sitt og einu úrlausn vandi’æða sinna, eykst nú með hverjum degi. Framundan er néyð og hungur verkalýðsins og hrun miðstéttanna efnalega, ef þessar stéttir ekki í tíma vakna til meðvitundar um hvað er að gerast og samein- ast til að steypa auðvaldinu. Því betur, sem kommúnistarnir vinna, því fyrr sem alþýðunni skilst þetta, því frekar getur verkalýðnum og fátækari miðstéttunum sparast að þurfa að ganga þau þungu spor, sem auðvaldið nú mark- ar þeim í vaxandi kreppu og neyð. Og þessi skilningur f jöldans er að vaxa. Á síðasta fundi Reykjavíkurdeildar K. F. 1., er hún hélt ásamt F. U. K. í Reykjavík gengu •*rc r -. Kreppap í Ksnada Ofbirgðir — hung-ur — olsóknir 16 nýir meðlimir í flokkinn. Jafnframt bar fundurinn glöggan vott um vaxandi fórnfýsi og ! starfsvilja félaganna fyrir flokkinn og verka- lýðinn. Svo það er ekki aðeins höfðatalan, fjöld- inn, sem vex, heldur eykst og áhuginn, þrótt- urinn að sama skapi. Félagarnir sýndu það þá með fórnfýsi sinni, að þeim er alvara með að láta ekki fjárhagsörðugleika blaðsins og at- vinnuleysi sívaxandi hluta flokksmanna eyði- leggja það vopn í höndum verkalýðsins, sem „Verklýðsblaðið“ og önnur útgáfustarfsemi fiokksins er. Félagar út um land verða að herða á sókn- inni og fara að dæmi Reykjavíkurdeildarinnar — og gera betur! Englandsbanki á erfitt. Pundið fallvalt. Xreppan er að komast í algleyming á fs« landi. En auðvaldsskipulagið á íslandi er veikt fyrir og þolir ekki mikið hnjask, svo auðvalds- flokkarnir verða að koma sér vel saman um að „vernda þjóðfélagið“ og skipta skynsamlega með sér verkum, til að halda alþýðunni rólegri undir þeim skelfingum atvinnuleysis og skorts, sem yfir munu dynja. Auðvaldsklíka „sjálfstæðis“ hefir séð nauð- synina á þessu og beygt sig gersamlega undir forsjá Jónasar frá Hriflu, eftir að hann var búinn að gefa henni nógu skýlausar yfirlýsing- ar um að hann vildi „vernda þjóðfélagið“. En Jónas fyrirskipaði henni um leið að bæla þá niður þær „byltingarraddir“, sem heyrðust í „sjálfstæðinu“ frá Jakob Möller og fleirum. Var því boði tafarlaust hlýtt. „Sjálfstæðisflokkurinn“ hefir tekið að sér að hjálpa „danska málstaðnum“ til að viðhalda sigri sínum! „Sjálfstæðið" hefir samþykkt verðtollinn til að gera „einræðisstjórninni" mögulegt að sitja áfram. Flokkurinn, sem hót- aði að draga landsstjórnina fyrir lög og dóm fyrir stjórnarskrárbrot, — hefir ekki hreyft legg né lið til svo mikils sem þingsályktunar- tillögu út af þingrofinu. Alt orðagjálfur og lýðskrum „sjálfstæðis“- forkólfanna hefir sýnt sig sem hin argasta blekking, sem þeir ekkert meintu með, nema það að reyna um stundarsakir að blekkja til fyjgis við sig þá verkamenn og miðstéttar- menn, sem hötuðu Framsóknarstjórnina fyrir alt framferði hennar í garð alþýðu, fjáraustur og loforðasvik. Nú hafa „sjálfstæðis“-garparmr svo átakan- lega skriðið undir pilsfald Framsóknar, til að leita peningapyngjum sínum hælis og verndar — og Framsókn hefir með ánægju tekist það starf á liendur að vernda eignir og yfirdrotnun íslenzku auðmannastéttarinnar. Auðvaldið ís- lenzka álítur það vafalaust sérstaka heppni fyr- ir sig að það skuli vera „Framsóknar“-stjórn, sem með völd fer nú, því það styrkir baráttu auðvaldsins gegn alþýðunni í kreppunni að geta einmitt notað Fi’amsóknarstjórnina til að vernda hagsmuni auðvaldsins. Illutverk „Sjálfstæðisflokksins“ verður því það að vera hinn tryggi bakhjallur „Framsókn- ar“ pólitískt og reyna að halda þeim miðstéttar- mönnum (smáútvegsmönnum, handverksmönn- um, smákaupmönnum o. fl.), sem kreppan eyðilegur, föstum við flokkinn með látalátum gegii ,.Framsóknar“-stjórninni, ef með þarf, án ]æss þó nokkurntímann að gera alvöru úr hót- unum sínum og stóryrðum í garð stjórnarinn- ar. Hlutverk „Sjálfstæðisgarpanna“, — sem hafa gersamlega svikið fylgjendur sína um allt, sem þeir lofuðu þeim við kosningarnar, — er að blekkja þá alþýðu og fátækari hluta mið- Uppskeran í Kanada er talin minnka um 100 miljónir bushels sakir þurka. Minnkar það vinnuna við uppskeruna og flutninginn geysi- lega og sviftir þúsundir atvinnuleysingja, sem ráfa hungraðir um stræti Winnipegborgar og annara hveitilandsborga, síðustu vonunum um vinnu til að afla sér matarforða til vetrarins. I iðnaðarborgunum hníga menn niður af hungri á götunum. í Toronto eru 9000 fjöl- skyldur styrktar af hinu opinbera. Jafnvel í smáborgum með 20000 íbúa eru taldir 1600 at- vinnuleysingjar — og hinir vinna aðeins part úr viku. Ráð yfirstéttanna eru: Foringjar atvinnu- leysingjanna eru teknir fastir og dæmdir í ára fangelsi, herliðið aukið, að mun og atvinnu- leysingjar hnepptir í varðhald. En hveitisambandið í Kanada, sem hefir ráð- ið helming hveitiútflutnings heimsins, hrynur saman, tapið nemur um 100 milj. kr. En óseld- ar hveitibirgðir liggja hrönnum saman (140 milj. bushels) og timburhlaðarnir safnast fyrir óseljanlegir á j árnbrautarstöðvunum. Allsherjarveitfall gegn skattaálflgeH. / I Bagdad hefir nú staðið allsherjarverkfall í hálfan mánuð. Er það ekki aðeiná verkalýður- inn, sem stendur í verkfalli, heldur einnig smá- kaupmenn og fjöldi millistéttamanna. Allar verk- smiðjur og allar búðir eru loksíðar. Verkfallinu er beint gegn l/inum drepþungu sköttum, sem ríkisstjórnin í Irak, þessi leppur breska auðvaldsins, leggur j, íbúana. Hreyf- Þrátt fyrir öll vinalæti á yfirborðinu, heyja franska og brezka bankaauðmagnið harða bar- áttu sín á milli. Hafa frönsku auðmennirnir- sagt upp fjölda lána í Englandi, sem stuttur gj aldfrestur var á, og Englandsbanki hefir orð- ið að grípa til gullútflutnings í stórum stíl, hækka forvexti um 1% og samt lækkaði ster- lingspundið allhættulega um tíma. Bak við Lundúnafundinn bjuggu einmitt tilraunir brezku stjórnarinnar til að blíðka Frakka, en það mistókst. Frönsku bankaauðmennirnir heimta áfram fé sitt frá Englandi og spurning- in er hve lengi brezku bankarnir geta haldið áfram að borga án þess að heimta aftur skuldir sínar í Þýzkalandi greiddar — og það vill í'ranska auðvaldið knýja þá til, til að koma Þýzkalandi algerlega’ á kné og fyrirskrifa því annan Versalasamning til. Óttinn í öllum brezku borgara- og krata- flokkunum er geysilegur. „Daily Herald“ mál- gagn kratastjórnarinnar, segir berum orðum 20. júlí „að aldrei síðan 1914 hafi landið verið nær hruninu og ógæfunni en síðustu 7 júlídaga“ — og Thomas, fjármálaráðherrann, álítur það „guðlega forsjón, að það skuli einmitt vera verkamannastjórn og forsætisráðherra úr Verkamannaflokknum, sem eigi að leysa þetta vandamál“! (Daily Herald 21. júní). En hinni „guðlegu forsjón“ hefir þó enn ekki þóknast að láta þessa „verkamannast j órn“ finna nein bjargráð fyrir auðvaldið, þótt hún sé svo æst 1 að bjarga því út ur vandræðunum. ingin er komin langt út fyrir það að vera að- eins barátta gegn sköttunum og er orðin bar- átta gegn kúgun brezka auðvaldsins — oS ómögulegt að segja hvar hún endar.

x

Verklýðsblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Verklýðsblaðið
https://timarit.is/publication/345

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.