Verklýðsblaðið

Eksemplar

Verklýðsblaðið - 25.08.1931, Side 1

Verklýðsblaðið - 25.08.1931, Side 1
ÚTGEFANDI: KO MMÚNISTAFLOKKUR ISLANDS (DEILD ÚR A. K.) II. árg, Reykjavíb: 25, ágúst 1931 39. tbl Bræðingur á báða bóga. Ihaldid samþykkir verðtollinn, kratarnir landsreikningana. Skýrari verður með degi hverjum hvað borg- araflokkarnir að sósíaldemókrötum meðtöldum meina með verkaskiptingu sinni og eins hitt að verkaskipting þess er einungis á yfirborðinu, til þess að blekkja alþýðuna. Þegar það um daginn var lífsskilyrði fyrir Framsókn að fá verðtollinn samþykktan, þá varð „Sjálfstæðið“ til að hlaupa úndir bagga með henni — og hlaut auðvitað sín laun fyrir. Þá talaði Alþýðublaðið af fjálgleik miklum um svik „sjálfstæðisins“ í baráttunni gegn ríkis- stjórninni. En Jónas brosti í kampinn yfir flat- sæng nr. 21. Síðasta föstudag var samþykkt landsreikn- inganna á dagskrá í efri deild. Var þá „sjálf- stæðið“ á móti þeim, en — Jón Bald. sat þá hjá og hjálpaði landsreikningunum þannig í gegn. Er sagt að sú „hjáseta" hafi orðið stjórninni dýr, — og að öllum líkindum dýrari en hin ódýru kaup á „sjálfstæðinu" um daginn, enda var þá selt í heildsölu. Það er nú líka það minnsta, sem hægt er að ætlast til af krötun- um, að þeir hafi lært eitthvað af því að selja I ágústbyrjun var í Moskva ráðstefna fyrir fiskiiðnað ráðstjórnarríkjanna. Samvinnu- hreyfing um fiskveiðina hefir vaxið geysilega. Iflútdeild samvinnufélaganna í fislcveiðunum var 1. jan. 1930 16%, en 1. jan. 1931 var hún orðin 74%. Sum héruð hafa framkvæmt sam- nýtinguna allgerlega. Framleiðslan eykst sí- fellt og er Rússland nú orðið annað mesta fisk- veiðaland heimsins. Fyrri helming þessa árs jókst fiskifram- I gær, mánudaginn 24. ágúst, var upp kveð- inn í hegningarhúsinu dómur valdstjórnarinn- ar yfir þeim, er ákærðir voru fyrir atvinnu- leysisfundinn í vetur. Hlaut Guðjón Benediktsson 30 daga einfalt fangelsi, Þorsteinn Pétursson 60 daga einfalt fangelsi fyrir brot á hegningarlögunum. Er dómurinn skiíyrðisbundinn og verður ekki framkvæmdur, ef þessir ekki gera sig seka um brot aftur innan 5 ára. Haukur Björnsson fær fyrir brot á lögreglu- samþykktinni 100 kr. sekt eða 7 daga einfalt fangelsi. sig fyrir lítið sem ekkert í síðustu fjögur ár. „Stjórnarandstæðingarnir“, kratar og „sjálf- stæði“ hjálpa þannig til skiptis ríkisstjórninni til að koma því fram, sem hún vill — og skamma svo báðir stjórnina til að sýnast, og skammast á víxl yfir svikum hvors annars. Er þetta einhver' hjákátlegasti skrípaleikur, sem leikinn hefir verið í íslenzku stjórnmálalífi og undarlegt að flokkar þessir skuli láta sér detta í hug að nokkur glæpist á að taka leik þeirra alvarlega. Hafa nú bæði „sjálfstæði“ og kratar sýnt það, að þeir eru stuðningsflokkar núverandi rikisstjórnar og samábyrgir henni um allt, sem hún hefir í frammi, fyrst þeir aldrei nota sér tækifærið til að gera henni völdin ómöguleg, þótt þeim'sé það í lófa lagið. Eini stjórnmálaflokkurinn, sem er algerlega andstæður ríkisstjórninni og öllum stuðnings- flokkum hennar, er Kommúnistaflokkurinn. Hann einn leiðir alþýðu til baráttu gegn auð- valdinu og öllum verndurum þess. leiðsla ríkisfyrirtækjanna og samvinnufélag- anna um 20% miðað við sama tíma í fyrra. Var þá framleiðslan 7 milj. vættir. Samt fannst ráðstefnunni þessar framfarir ekki nægar og var ákveðið að herða á fram- leiðslunni. En hér eru hin fáu samvinnufélög sjómanna á heljarþröminni, þrælskuldug auðvaldinu, liggja með birgðir sínar óseldar og auðvaldið minnkar framleiðsluna ár frá ári. Jónas Guðmundsson hlaut 15 daga fangelsi — skilyrðisbundið þó. (Er það sama og Jó- hannes bæjarfógeti fyrir 60.000 krónurnar. — Það er dýrara að láta bæjarstjórnina heyra sannleikann, en níðast á ekkjum og munaðar- leysingjum!). Þeir Magnús J. Þorvarðarson og Georg Knud- sen, sem báðir hafa verið dæmdir áður, hlutu 60 daga fangelsi (fyrir að slá logregluna) og 30 daga fangelsi. Nánara verður ritað um dóminn næst. Nýja stjórnin Bræðingsstjórn Framsóknar, sem íbaldið býðst til að vera með í. Loks er þá hin nýja stjórn mynduð, Tryggvi Þórhallsson forsætisráðherra, Jónas Jónsson dómsmálaráðherra og Ásgeir Ásgeirsson fjár- málaráðherra. Það kostaði mikla kvöl og mildl umbrot að koma stjórn þessari á laggirnar ,enda táknar hún að nokkru leyti sigur nýrrar stefnu hjá Framsókn. Jónas frá Hriflu hefir sem aðalmaður ríkis- stjórnarinnar áður haldið þeirri venju að stríða auðvaldinu í smámálum, eins og læknamálunum eða slíkum, narta í aurasöfnun þess, eins og í Jóhannesarmálinu, trufla það í þess borgaralega dugnaði og framtakssemi, eins og í Brunabóta- sjóðsmálinu og klípa í sum ýldukaun þess eins og Hnífsdalsmálið éða slík. Hinsvegar hefir hann — sem góður verndari þjóðfélags auð- valdsins — látið öll stórmál þess og lífsnauð- synjamál afskiptalaust eða jafnvel hjálpað því eftir mætti. Hið geysilega arðrán stóratvinnu- rekendanna á verkalýð landsins hefir hann stutt eftir mætti — en krukkað í Jóhannes. Hinar svívirðilégu tollaálögur hefir hann barið í gegn og rænt þannig alþýðu miljónum, — en hjalað um Brunabótasjóðinn. Pestaríbúðir þær, sem auðvaldið sýkir verkalýðinn í, þessar kjall- araholur, sem þverbrjóta allar heilbrigðisregl- ur siðaðra manna, hefir hann verndað meö þjóðfélaginu, sem elur þær, — en læknafélagið er hann sífelt að rífast við. Kosningasvikin miklu, sem svifta reykvíska verkamenn mann- réttindum, útiloka styrkþega frá því að teljast menn, ræna unglingana kosningarétti, — þau kosningasvik telur hann hið fyllsta réttlæti, — en á Hnífsdalssvikunum reynir hann að slá sér til riddara. Þetta er og hefir verið pólitík Jónasar frá Hriflu. Með þessu smákrukki sínu í íhaldið, sem hann svo í „Tímanum" lætur lofsyngja sem afskapleg hetjuverk og framúrskarandi réttlætismál, reynir hann að blekkja alþýðu til að halda að hann sé einhver sérstakur fjand- maður íhaldsins — og fjöldi manna, einkum upp til sveita, hefír glæ'pst á að trúa þessu. Það er öllum heilvita mönnum skiljanlegt, að þessi pólitík Jónasar er mjög skynsamleg frá sjónarmiði borgarastéttarinnar sem heildar, og Jónas ætti þakkir sltilið, frá Reykjavíkurvald- inu fyrir hyggni sína. En íslenzka íhaldið hefir verið of heimskt til að skilja þessa pólitík og ráðist miskunnarlaust á Jónas fyrir hana — og þannig „agiterað“ hann upp sem helzta and- stæðing sinn og gert honum ennþá léttara fyrir um blekkingar sínar. Þar með hefir þessi heimska íhaldsins jafnvel orðið því til góðs, — því hinn ágæti fulltrúi þess, Jónas frá Hriflu, hefir sökum þess fengið fjölda hatursmanna íhalds og auðvalds meðal alþýðu til að fylgja sér — til baráttu gegn alþýðunni sjálfri, eins og tolla álögurnar, skoðanaofsóknirnar og allt annað framferði hans gegn alþýðu ber vott um. Samábyrgðartilfinning íhaldsins var of mikil. Það fann að hver glæpamaður, sem Jónas upp- Dómur valdstjórnarínnar gegn atvinnuleysíngjunum íallinn i í

x

Verklýðsblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Verklýðsblaðið
https://timarit.is/publication/345

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.