Verklýðsblaðið

Tölublað

Verklýðsblaðið - 25.08.1931, Blaðsíða 2

Verklýðsblaðið - 25.08.1931, Blaðsíða 2
götvaði .í þess hóp og týndi burt, til að reyna að prýða hópinn í augum almennings og fórna einum einstakling fyrir heildina, — var hold af þess holdi og blóð af þess blóði og allt of skyldur því í anda og sál til þess að ofurselja hann Jónasi. Þessvegna varði íhaldið öll glæpa- málin, — í staðinn fyrir að hræsna sem ekta broddborgurum sæmdi — og verður að meta því þetta til vorkunnar, því það ber vott um óljósa sektarmeðvitund. En einmitt þessvegna gat íhaldið ekki þolað þetta lcrukk Jónasar áfram, ef friður átti að haldast — og krafa íhaldsins, þegar mynda átti nýju stjórnina var einmitt friður, hvað allt þetta snerti, allar skammir og vammir þess hinar smáu skyldu ósnortnar látnar sem hinar stærri fyr. Eining íhaldsandans átti að ríkja — allir að sameinast til að velta afleiðingum kreppunnar yfir á verkalýðinn og vernda auð- valdsskipulagið á þessum hættutíma þess. Og 'hinn svokallaði „hægri“ armur Framsóknar með Ásgeir Ásgeirsson í broddi fylkingar gerð- ist formælandi þessarar kröfu — og vildi alls ekki hafa Jónas í stjórninni. En Jónas hugsaði nú einmitt gott til glóðar- . innar að ná alveg tökum á Framsókn og halda sinni gömlu auðvaldspólitík áfram og byrjaði ' með því að gera kröfu til þess að ráða stjórn- inni alveg. Hófst þá reipdráttur sá innan Framsóknar um völdin, sem nú er lokið, — með fullum ósigri Jónasar frá Hriflu. Þátttaka Ásgeirs í stjórn- inni þýðir um leið að „krukkinu“ verður hætt, enda lýsti sjálfur Ólafur Thors yfir von sinni um að „mannkostir“ Ásgeirs myndu hafa nógu bætandi áhrif á Jónas. Einu tímabili í sögu Jónasar frá Hriflu er lok- ið. Maðurinn, sem var stofnandi Alþýðusam- bandsins, fulltrúi hásetafélags Reykjavíkur og bakhjallur í verkfallinu 1916, — maðurinn, sem íhaldið vildi setja í fangelsi 1921, — átti eftir einn þátt í sálarlífi sínu, þrátt fyrir öll svikin við sósíalismann og ofsóknirnar gegn kommún-( istum, sem fjekk fjölda róttækra alþýðumanna til að halda tryggð við hann. Það var hatur hans á íhaldinu og forkólfum þess persónulega, — og var það aðalhvöt hans til krukksins í þá. íjt frá sama sjónarmiði hataði hann banda- menn íhaldsins í sínum eigin flokki — og vildi þá jafnvel helzt ekki á þing. En íhaldið utan og innan Framsóknar upp- Ræða Stalins. Á þriðja og þýðingarmesta ári 5-ára áætl- unarinnar, er vöxtur uppbyggingar sósíalismans í Sovétlýðveldunum orðinn svo stórfenglegur, að sjerhver iðnaðarleg eða pólitísk ráðstöfun ráðstjórnarinnar, hlýtur að framkalla hina mestu athygli og ótta í löndum hins deyjandi kapítal- isma. Athygli og hrifningu meðal alls hins vinn- andi lýðs, sem í landi sósíalismans sér lifandi dæmi um frelsi sitt, en ótta og hatur meðal kapítalistanna og þeirra fylgiflska. Þessvegna er "líka auðskilið að sérhver ræða foxángja bolsévíkanna, Stalins félaga, vekur hina mestu eftirtekt, ekki eingöngu meðal verkalýðs alls heimsins, heldur engu síður meðal fjandmanna öreiganna, borgaranna. Hin nýja ræða Stalins er haldin á ráðstefnu iðnaðarforingja verkalýðsins, í landi þar sem verkalýðsstjettin ræður yfir allri framleiðslunni og stjórnar henni, þar sem verkalýðurinn í félagi við vinnandi bændur heflr nú þegar unnið stór- sigra að uppbyggingu sósíalismans. Stalin hóf ræðu sína með því að benda á að vöxtur framleiðslunnar í ýmsum iðnaðar- greinum, hefir verið 50 prósent á fyrstu 5 mán- uðum ársins 1931. Jafnframt gat hann þess, að aðrar iðnaðargreinar höfðu á sama tíma ekki aukið framleiðsluna, nema um 6 til 10 prósent, og því bæri nauðsyn til að koma á nýjum og betri vinnu- og skipulagsaðferðum. Og til hvers? Til þess að sigrast á kyrstöðunni í áðurnefnd- um iðngreinum, til þess að flýta fyrir fullkomn- i rætti jafnvel þessar síðustu leyfar úr hugs- analífi hins fyrri sósíalista. I hvert skiftið á fætur öðru beygði hann sig. Islandsbankamálið var ein varðan á útfararleið íhaldsandstæðings- ins J. J. Og i’áðuneytismyndunin nú fullkomn- aði verkið. Síðustu glæðurnar eru nú kulnaðar. Maðurinn, sem með „endurbótum“ ætlaði að berjast gegn auðvaldinu, hefir tíl að halda völd- unum slegið af hvað ofan í annað, — uns hann nú fær af náð að vera verkfæri í hendi íhalds- ins, sem það notar þegar því finnst það þægi- legt, en verður að haga sér eins og því þóknast þess á milli. Valdalöngunin hefir kæft síðustu uppreisnartilfinningarnar niður, sem birtust í stríðni hans við íhaldið. Manninn, sem sendur var út af örkinni, fyrir 15 árum til að gera fátæka bændur að sósíalist- um, hefir nú stórbændaklíka Framsóknar gert að auðvaldssinna og verklýðsandstæðing, og íhaldið öfundast af að mega ekki eiga sæti við hlið hans í ráðherrastól. Því er ráðuneytinu var heilsað á Alþingi, lýsti Ólafur Thors því yfir að á svona hættutímum hefði átt að bjóða hinum flokkunum upp á að vera í ráðuneytinu með. Hann langaði fyrir sjálfan sig, Magnús eða Jón, í sætið við hlið Jónasar frá Hriflu! Sambræðslan er því fullkomnuð, þó íhaldið hafi aðeins andlega, en ekki flokkslega fulltrúa í hinni nýskipuðu stjórn auðvaldsins á Islandi. Fasistatilhneigingar Jónasar frá Hriflu munu nú fá fyllilega að njóta sín í heilögu bandalagi við íhaldið eins og þegar er komið í ljós með verðtollslögin. Hin nýja stjórn verður fyrst og fremst verndarstjórn hins fallandi auðvalds- skipulags, ætluð til þess að velta afleiðingum kreppunnar yfir á herðar verkalýðsins með kauplækkun, tollum og atvinnuleysi, en bi’jóta á bak aftur mótstöðu verkalýðsins með skoð- anakúgun og afsóknum. Til þess að verkalýðurinn geti barizt gegn stjórn þessari eins og þarf, þurfa því verka- menn og fátækir bændur, sem kosið hafa Fram- sókn mikið til af trú á auðyaldshatur Jónasar frá Hriflu, að átta sig’ á hinu hreina auðvalds- eðli þessarar stjórnar bg hefja ásamt þeim stéttarsystkinum sínum, sem þegar hafa skip- að sér undir merki Kommúnistaflokks Islands baráttuna gegn fátækt og atvinnuleysi auð- valdsskipulagsins, baráttuna fyrir afnámi auð- valdsins og fullum sigri sósíalismans á Islandi * un 5-ára áætlunarinnar, til þess að ná betri árangri í framkvæmd sósíalismans. Það er sízt að undra þótt óvinir Sovét reyni ■eð nota sér þessa ræðu, og þá sérstaklega gagn- rýningu Stalins til þess að sýna fram á „upp- gjöf kommúnismans“, „afturkomu kapítalismans“ etc. Á þeim tímum sem verkalýðurinn fylkir sér í þúsundatali daglega undir merki kommún- ismans, þegar stéttabaráttan harðnar dag frá degi um allan auðvaldsheiminn, þurí'a kapítal- istarnir um fram alt að halda á lygum um Sovét. Fyrir liðlega ári síðan, þegar Stalin skrifaði grein sína, til þess að vara félaga við flaustri um stofnun samyrkjubúanna, áður en bændurn- ir fengju skilið þýðingu þeirra og yfirburði yfir einstaklingsreksturinn, þá öskruðu borgarablöð- in urn allan heim: „Samyrkjuhreyfingin er far- in út um þúfur“. Og hvernig fór? í byrjun yfir- standandi árs voru samyrkjubúin orðin 13. 7 miljónir þ. e. höfðu fjölgað um 55 prósent, og sósíalisminn fer nú sigurför um sveitirnar. Fyr- ir einu ári var atvinnuleysisstyrkur afnuminn í Sovétlýðveldunum af þeirri einföldu ástæðu að atyinnuleysið var ekki lengur til. Þá hróp- uðu öskurapar borgaranna: „Atvinnuleysingjarn- ir eiga að sveíta í Rússlandi11. í dag veit hvert mannsbarn, og borgararnir þora meira að segja ekki lengur að bera á móti því, að atvinnu- leysið er ekki eingöngu afnumið í Sovétlýðveld- uuum, heldur vantar 2 míljónir verkamanna, vegna hinnar risavöxnu þróunar iðnaðarins. Að þessu sinni spara borgararnir ekki upp- hrópanirnar, rangfærslurnar og lygarnar um síðustu ræðu Stalins, og sérstakt umtalsefni hefir það atriði í ræðu hans orðið meðal auð- SíldareiaStasðlumii breytt Lýðræði við kosningu útgerðarmannafulltrúa. Alræði kratanna við kosningu verklýðsfulltrúa. Með afbrigðum hafa verið sett lög í gegnum Alþingi, er breyta kosningu í útflutningsnefnd Síldareinkasölunnar, þannig að 4 menn hennar verða héðan af kosnir af 15 manna fulltrúa- ráði. 7 af fulltrúunum kjósa útgerðarmenn með almennri kosningu, þar sem eitt atkvæði er fyr- ii hvern bát. En hinsvegar eru sjómenn og veikamenn í landi sviftir algerlega réttinum til að kjósa sína fulltrúa, — og sá réttur fenginn í hendur stjórn Alþýðusambandsins, sem lögum hennar samkvæmt er skipuð eingöngu af krötum. Mestallir sjómenn og verkafólk norðanlands, sem eins og síðustu kosningar sýna, kýs með kommúnistum, er þar með svift öllum rétti til afskipta. Hinsvegar hafði það þennan rétt, meðan Verklýðssamband Norðurlands kaus fulltrúa í útflutningsnefnd, því í V.S.N. voru allir kjörgengir. íhald, Framsókn og kratar voru öll hjai’tan- lega sammála um að svifta sjómenn og verka- lýð þannig öllum rétti — og fela sínum tryggu þjónum í stjórn Alþýðusambands íslands, að fara með þann rétt, eins og auðvaldinu hentar. Slys vid köfniixa Maður slasast á höfði og merst. Við uppskipun úr „Brúarfoss“ vildi það slys tii í gær, að verkamaður einn, sem var að vinna við skipið, varð fyrir timbri, er datt nið- ur, sökum þess, að „stroffan“ bilaði, og meidd- ist hann talsvert á höfðí og marðist víðar á lík- amanum. Var maðurinn samstundis fluttur heim. Bætist hér eitt slysið enn við niður við höfn- ina, sem stafar beinlínis af því að tækin, sem verkamennirnir eiga líf sitt og limi undir, eru ónýt. Er það til að spara fyrir atvinnurekend- um, að stroffur og önnur tæki eru notuð svo lengi, og sífelt rekíð á eftir verkamönnum að flýta sér, en hinsvegar ekkert Lillit tekið til ör- yggis verkamannanna. Ætlar Dagsbrúnarstjórnin nú ekki að fara að rumska í öryggismálunum ? valdsblaðanna, sem fjallar um nauðsynina á að launa betur iðnlærða verkamenn. Við skulum því athuga þetta atriði nánar. Stalin bendir á ummæli Marx (sbr, „Aths. við Gotha-stefnuskrána“, „Réttur“ 1928.) og Lenins um að mismunurinn á lærðu og ólærðu vinnu- afli hverfi þá fyrst, þegar stéttirnar eru úr sög- unni, þ. e. á æðra stigi kommúnismans. Verkalýður Sovétlýðveldanna tók við af keis- arastjórninni landi, þar sem svo að segja eng- inn iðnaður var til, og þar af leiðandi enginn iðnlærður verkalýður. Það er því skiljanlegt, að nú þegar upp er risinn stórfenglegur iðnaður, sem vex hraðara en dæmi eru til unx í sögunni, að þörfin fyrir iðnlærðan verkalýð vex lirað- fara. Það er því orðið eitt af nauðsynlegustu skilyrðum fyrir framkvæmd 5-ára plansins, að breyta óiðnlærðum verkamönnum og sveita- mönnum í iðnlærða verkamenn. í sambandi við þessa hraðfara þróun iðnaðarins hafa því Sovét- lýðveldin komið á tröllauknu fræðslustai’fi. Á þessu ári er varið 1000 miljónum rúbla (yfir 2000 miljónir króna) til þess að skapa iðnlærð- an verkalýð. Það er auðskilið, að fái iðnlærð- ir menn sama fyrir vinnu sína og ólærðir, hlýtur það að vera þröskuldur í vegi þessa fræðslustarfs. Stalin deildi því á þetta skakka launafyrirkomulag og bendir á að iðnlærðir verkamenn verði að fá hærri laun en ólærðir, einmitt til þess, að óiðnlærðu verkamennirnir fái enn meiri áhuga fyrir því að iðnmentast. Laun vei’kalýðsins í Sovjetlýðveldunum fara sífelt hækkandi. Á tímabilinu janúar—júní 1931 hækkuðu launin um 6.7 prósent. Á sama tíma og atvinnuleysið í auðvaldslöndunum eykst óð-

x

Verklýðsblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Verklýðsblaðið
https://timarit.is/publication/345

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.