Verklýðsblaðið

Tölublað

Verklýðsblaðið - 01.09.1931, Blaðsíða 2

Verklýðsblaðið - 01.09.1931, Blaðsíða 2
Stéttadómarnir. Skýrslan, sem fjármálaspekingar auðvaldsins birtu í Basel fyrir skemstu, er hið merki- legasta plagg. í fyrsta skifti meðgengur kapítalisminn hátíðlega, að hann sé ólæknandi. Plagg þetta gérir ráð fyrir að kapítalisminn eigi aðeins nokkra mánuði eftir ólifað. Ef það sem útvöldustu f jármálaspekingar auðvaldsins. sendu frá sér í Basel nýlega, hefði verið gef- ið út í Moskva, sem tesa frá III. Internationale, þá mundi hafa verið hrópað hátt um „kommúnistiskar æsingar“. Borgararnir hafa fellt nýjan stéttadóm yfir verkamönnum. Þeir hafa svalað löngun sinni til þess að sýnast „réttlátir“, með því að sak- fella atvinnulausa verkamemi, sem krefja bæjarfélagið um vinnu. Hvað eftir annað hefir verið hafin rann- sókn út af verkföllum, en ætíð verið hætt við þær. En Jónas „hinn mikli“ þurfti hér, eins og víðar, að sýna dugnað sinn, og hann greip tækifærið, þegar atvinnulausir menn, er hvað eftir annað höfðu verið sviknir um það, af forráðamönnum bæjarins, að taka til umræðu atvinnuleysið, báru fram kröfur sínar í fundarhléi bæjarstjórnar. Lögreglan sletti sér fram í og olli óeirðum. Auðvaldið var hrætt um sig og sigaði varn- arliði sínu á verkamennina. Kratarnir sátu hjá og þótti gott. Þeir fylktu sér við hlið auðvaldsins gegn verkalýðnum. Kommúnistar styrktu avtinnuleysingjana og kröfur þeirra. Þeir voru engir bandamenn stjórnarinnar eins og krafarnir. Þess vegna voru nokkrir þeirra teknir, þegar lögreglan hafði stofnað til ó- eirða, varpað í gæzluvarðhald og dæmdir. Auðvaldið og ríkið hefir svarað atvinnu- leysingjunum. Ef þið gerist svo djarfir, að heimta þann rétt ykkar, að vinna, sigum við á ykkur lögreglunni og búum þannig til á- tyllu til þess að fangelsa foringja ykkar og dæma. Borgaramir telja dóma þessa eflaust allt of væga. Þeir vildu helzt mega skjóta allt „hyskið“. Verkamennimir líta réttilega á þá sem stéttardóm, því væri sanngjarnlega og rétt- sýnt litið á málið, og það rannsakað eins og ber að rannsaka slíkt mál, mundi sjást, að verkamennirnir áttu enga sök á því sem skeði. Ábyrgðin hvíldi á þeim, sem trúað hafði verið fyrir að fara með málefni bæjarins, en svikust um það, þrátt fyrir gefin loforð, að tíjka til greina kvartanir atvinnuleysingjanna. Fyrsti þáttur málsins er brigðmælgi borg- arstjóra. Annar þáttur óþarfa slettirekuskap- ur lögreglustjóra. Þessir tveir herrar hefðu því átt að sæta refsingu. En þeir em fulltrú- ar auðvaldsins og eigi má skerða hár á höfði þeirra. Verkamennimir, sem dæmdir eru, hafa í málarekstrinum sætt vafasamri meðferð. Þeir em að vísu dæmdir skilorðsbundið sumir, en aðrir eru dæmdir í þunga refsingu eða sektir, sem auðvitað er sama og fangelsi fyrir at- vinnulausan mann. Vafalaust ætlast auðvaldið til þess, að dóm- ar þessir hafi þau áhrif, að þagga niður í atvinnuleysingjunum. En þar skjátlast því. Við hvert högg er auðvaldið greiðir verka- mönnunum, skerpast línurnar og fleiri og fleiri verkamenn átta sig á því, með hverjum þeir eiga að standa. Allir stéttardómar fylla verkamenn réttlátri reiði og auka mátt þeirra. Auðvaldið hefir auðvitað með dómum þessum komist á bragð- ið, og eigi þarf að ganga að því gruflandi, að fleiri dómar og þyngri munu á eftir fara. Atvinnuleysið vex og það heldur áfram lengi enn, allt þangað til verkalýðurinn tekur sjálf- ur framleiðsluna og völdin í sínar hendur. Dómarnir skulu vera hvatning og eggjun til atvinnuleysingja og vinnandi verkalýðs, sem aldrei veit hvenær hann missir atvinnu sína, til þess að herða enn meir á kröfunum og fylgja þeim fram enn þá fjölmennar en verið hefir. Auðvaldið mun reyna að telja mönnum trú um, að þetta hafi bara verið „óeyrðir" kom- múnista, og enginn þurfi að sjá eftir þó slík- ir kumpánar lendi í steininum. En allir hinir dæmdu eru fyrst og fremst verkamenn og tveir þeir, er þyngstu dómana fá, voru ekki kommúnistar. Verkamenn! Minnist þess, að kommúnist- arnir munu ótrauðir berjast í fylkingarbrjósti, enda þótt engir viti betur en þeir, að það getur kostað þá (frelsið. Þeir hopa ekki af 13. júlí, þegar hrunið mikla kom í Þýzka- landi, sáu aðalbankastjórar allra helztu seðla- banka á rökstólum í Basel. Þegar ríkisbankinn þýzki kom þangað til að biðja um hjálp, lýstu því yfir, að lánveítingar til Þýzkalands væru pólitískt mál, sem heyrðu undir stjórnir við- komandi landa. Síðan var stjórnmíálastefnan haldin' í London. Þar var það viðtekið í einu hljóði, að á pólitíska sviðinu væri ekkert hægt að gera og því yrðu fjármálaspekingarnir í Basel að rannsaka ástandið í Þýzkalandi. Nú rannsökuðu fjármálaspekingarnir ástandið og luku allir upp einum munni um það, að málið væri pólitískt mál, sem stjórnirnar einar væru bærar að leysa. Þessi boltaleikur milli London og Basel, milli pólitíkusa og fjármálaspekinga, sýnir svo ljóslega sem verða má vanmátt, öng- þveiti og ráðþrot kapítalistisku leiðtoganna, bæði á pólitíska sviðinu og atvinnumálasvið- inu. Hvað segja fjármálaspekingarnir? Þeir rannsökuðu ástandið í Þýzkalandi og komust að þeirri niðurstöðu, að Þýzkaland skuldaði ekki minna en 15,8 miljarða í útlönd- um. Sem stendur er ómögulegt fyrir Þýzka- land að greiða þessa reginfúlgu. Það er þvi nauðsynlegt, að Þýzkaland fái að halda áfram að skulda það sem það nú skuldar og auk þess að það fái ný lán í stað þeirra, sem sagt hefir verið upp síðustu vikumar. Hvaða leiðir eru þá færar? Á Þýzkaland að selja verðmæti þau, er það á í útlöndum? Fjármálaspekingarnir segja, að það sé ómögulegt. Á Þýzkaland að takmarka innflutning sinn enn meir og remb- ast enn betur við útflutninginn? Fjármála- spekingarnir segja, að úr því yrði þýzk „dumping“, sem mundi auka fátæktina og at- vinnuleysið og herða heimskreppuna. Sú leiö er því einnig ófær. Á Þýzkaland að stofna til nýrra lausaskulda með því að taka lán, til stutts tíma? Fjármálaspekingamir segja, það er ómögulegt, því þá mundu erfiðleikarnir, sem einmitt stafa að mestu leyti af lausu skuldunum, aukast enn á ný. Á Þýzkaland að taka löng lán? Ómögulegt, segja fjármálaspek- ingarnir. Hvergi í víðri veröld fær Þýzkaland lán til langs tíma, þó aldrei nema þýzki iðnað- urinn sé talinn heilbrigður inn á við og þýzku stjórninni sé fyllilega trúandi til að beita hverskonar grimd og hörku til að koma fram áhugamálum kapítalista. I stuttu máli: Allt er ómögulegt. Það er engin leið til út úr kreppunni. Síðasti frestur. Fjármálaspekingarnir áttu ekki gott með að skilja svo, að þeir gerðu ekkert annað en að meðganga, að kreppan verði ekki leyst. Þeir klóruðu sig fram úr þessu með því að hjálpa lánardrottnum Þýzkalands — sem samtímis héldu ráðstefnu í Basel um svokallað upp- sagnarhlé á lausum skuldum — að komast að samkomulagi. Það er ákveðið, að lausu skuld- unum, sem nema 5 til 6 miljörðum marka, verði ekki sagt upp fyr en 18. febr. 1932. Þó nærþetta aðeins til þeirra lána, sem veitt hafa verið í útlendri mynt. Af útlendum inn- eignum, sem greiðast eiga í mörkum, má strax krefja inn 25% og svo mánaðarlega 15%. Þetta var ákveðið þrátt fyrir það, þó ríkis- bankinn þýzki lýsti því yfir, að með því væri gullforða hans stefnt í voða og þá um leið gengi marksins. Þetta er aðalinnihald „sam- komulagsins í Basel“. Trú á kraftaverk. Öll skýrslan ber með sér örvænting og á- hyggjur borgarastéttarinnar út' af hinum ó- fyrirsjáanlegu afleiðingum af hruninu, sem framundan er. Að áliti spekinganna verður þegar í stað að gera þær ráðstafanir, sem duga. Hverjar eru þessar ráðstafanir? Fyrst og fremst á að „skapa gagnkvæmt traust milli þjóðanna og byggja pólitísk mök þeirra á því“. Hver er meiningin með þessu? Með því er það viðurkennt, að nú beri þjóðimar ekki pólitískt traust hver til annarar. Það er með öðrum orðum viðurkennt, að í Evrópu ríki pólitísk tortryggni — þ. e. það ástand, sem æfinlega er undanfari stríðs. Enginn maður í víðri veröld trúir því í alvöru, að þessi ófrið- artortryggni hverfi af sjálfu sér. 1 öðru lagi segja spekingarnir „að alþjóða- greiðslurnar, sem Þýzkaland á að inna af hendi, megi ekki stofna fjármálunum í voða“. Það er sama og að segja að það verði að slá striki yfir hernaðarskaðabæturnar. En hver trúir því, að stórveldi kapítalismans megni að leysa skuldafargan sitt innbyrðis á friðsam- legan hátt! Þannig lokast hringurinn. Útgöngudyr eru livergi. Kapítalisminn er að þrotum kominn. Enginn veit þetta betur en kapítalistarnir sjálfir. Og með skýrslunni frá Basel hafa þeir sjálfir boðað endalyktina, sem yfir þeim vofir. Ba. M. Hungur t Ktna. I Mið-Kína geysar núna ægileg hugursneyð. í héraðinu Kiangsi einu saman hafa 3 milljónir manna dáið úr hungri. Leppar stórveldanna, hinir kínversku hershöfðingjar, sem fara með völdin í landinu, reita blóðfjaðrirnar af kín- versku alþýðunni til hagsmuna fyrir erlent og innlent auðvald. Alþýðan fær ekkert annað en hungurdauðann, byssukúlurnar og trúboðana — það eru ávextir hinnar evrópisku „menningaru í Kína. hólmi þótt Knútur, Hermann og Jónas sam- eini andúð og ilsku auðvaldsins út af því að atvinnuleysingjarnir leyfa þeim ekki að sofa í friði á góðum launum, meðan verkamenn svelta. K. Kreppan í Svíþjóð. Minnkandi framleiðsla — vaxandi atvinnuleysi. Framleiðslan í Svíþjóð fer síminnkandi. Frá apríl til maí hefir framleiðslan minnkað um 22%. Hvernig útflutningurinn fer minnkandi sést af eftirfarandi samanburði: Útflutningur jan.—maí: 1929 1930 1931 593milj.kr. 600milj.kr. 391 milj. kr. Atvinnuleysið eykst, svo í janúar voru 20,6% af öllum meðlimum verklýðsfélaga at- vinnulausir, en árinu áður 13,9%. Sífellt versnar ástandið og kaupgetan minnk- ar að sama skapi. iiihwii ■MiiiMiii'mi—i iii !■ iii 11 iii iiiiiéi i» i .. ■ iii i m ii> VERKLÝÐSBL AÐIÐ. Ábyrgðarm.: Brynjólfur Bjarnason. — Árg. 5. kr., í lausasölu 15 aura eintakið. — Utanáskriít blaðs- ins: Verklýðsblaðið, P. 0. Box 761, Reykjavík. Afgreiðsla Aðalstræti 9 B. Sími 2184. Prentsmiðjan Acta.

x

Verklýðsblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Verklýðsblaðið
https://timarit.is/publication/345

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.