Verklýðsblaðið

Tölublað

Verklýðsblaðið - 08.09.1931, Blaðsíða 2

Verklýðsblaðið - 08.09.1931, Blaðsíða 2
kröíu, þá sýnir það aöeins að krataflokkurinn hefir á því sviði, sem víða anjiarsstaðar, verið flokkur ríkisauðvaldsins, boðberi nýtísku, full- komnasta arðránsskipulags auðvaldsins, — og að hugmyndir þeirra eru — líkt og sjálfir þeir — það hálmstrá, sem auðvaldið síðast reynir að grípa í, þegar við hruni liggur, enda reyn- ast þeir nú í Evrópu víðast hvar sú veika taug, sem auðvaldsskipulagið enn lafir á. Saltfiskeinkasala yrði ekki sósíalistisk krafa, fyrr en verkalýðurinn hefði sjálfur völdin og framkvæmdi þá einkasölu sem aðrar, sér sjálf- um til hagsbóta í stéttabaráttunni við auðvald- ið innan lands og utan. En nú á saltfiskeinka- salan að vera tæki auðvaldsins til að velta af- leiðingum kreppunnar yfir á herðar verkalýðs- ins með minnkun framleiðslunnar, aukningu atvinnuleysisins og — lækkun launanna, þyí tví- mælalaust yrði slíkur- einokunarhringur at- vinnurekenda, hvort heldur hann hefði opin- bera ríkisaðstoð eða ekki, skæðastur í baráttu sinni við verkalýð, sjómenn og smáframleið- endur. Engin saltfiskeinkasala né önnur samtök at- vinnurekenda megna að bjarga út úr núverandi kreppu. Tilgangur þeirra er aðeins sá, að velta afleiðingum kreppunnar, atvinnuleysinu, verð- lækkun, skortinum yfir á hið breiða bak alþýðu. Þessvegna þarf .öll alþýða að sameinast til bar- áttu gegn þessu „ráði" auðvaldsins, til baráttu fyrir því eina, sem megnar að útrýma krepp- unni og afleiðingum hennar: sósíalismanum. ¦£&3faS a starísíblk sitt. ** Claríé u Nýlega var stofnað í Reykjavík „clarté"fé- lag líkt og samnefnd erlend félög. Eru í því só- síalistiskir menntamenn og starfsfólk aðallega, svo sem rithöfundar, læknar, listamenn marg- ir, kennarar, skrifstofufólk og fleiri. Tilgangur- inn er að afla félagsmönnum og veita öðrum þekkingu á sósíalismanum bæði eins og hann kemur fram í kenningum Marxismans, upp- byggingunni* í ráðstjórnarríkjunum og baráttu verkalýðsins. Hlutverk félagsins á fræðslu- og útbreiðslu- sviðinu, innan og utan vébanda þess sjálfs, er mikið ogvóskandi að það verði fært um að leysa það hlutverk sem bezt af hendi. Gefa góðir kraftar, sem þegar hafa safnast í félagið ástæðu til að vona að slíkt takist. En nauðsyn- legt er að hafa sem bezt sambönd við verkalýð- inn og baráttu hans, en ekki einangrast frá verklýðshreyfingunni. Stjórn félagsins skipa: Halldór Kiljan Lax- ness formaður, Gunnar Benediktsson ritari, Jónas Sólmundsson gjaldkeri, ennfremur Ein- ar Olgeirsson og Sigurður Einarsson. Dýrtíðaruppbót starfsmanna ríkisins lækkud. Laun lægst launada verkalýðsins rýrð, — en stórlaxalaunin óskert. Eitt 'af frægðarverkum Alþingis var að lækka laun starfsmanna ríkisins, með því að skera af dýrtíðaruppbótinni, þótt dýrtíðin fari vaxandi, þrátt fyrir allt skraf Framsóknar um að minnka hana. Var þar farið að sem venjulega, lækkað til- finnanlegast á þeim sem minnst hafa launin, en ekki hreyft við stórlöxunum. Fátækir barnakennarar, sem hafa hið stórfenglegasta starf með höndum, lækka niður í jafnvel 200 krónur á mánuði, — en bankastjórarnir, sem starfa að því að sigla þjóðarskútunni í strand,1 hafa 20,000—30,000 kr. laun óskert fyrir, svo ekki sé minnst á „eftirlaunin" tii Islandsbank- ans sáluga, 550,000 á ári fyrir að fara á haus- inn, — eða hans hátign með 72,000 kr. -fyrir iðjuleysi með stjórnarskrárbrot til dægrastytt- ingar. Framferði þetta er í alla staði óverjandi. Árásin á lífskjör barnakennaranna og annara fátækra starfsmanna ríkisins, er níðingsverk, gagnvart mönnum þessum, sem eru varnar- lausir, af því þeir hafa ekki einu sinni verk- fallsrétt. Jafnframt er þetta árás á menningu alþýðunnar og einkum uppvaxandi kynslóðar- innar, sem verður að líða fyrir það, að lífsskil- yrði þessara menningarfrömuða hennar eru rýrð og skilyrði þeirra til að afla sjálfum sér fullkomnari menntunar og miðla hennar aftur, eru minnkuð. Þetta var þá kórónan á samstarfi þeirra ráðherranna og „vinanna" — Ásgeirs og Jón- asar — fræðslumálastjórans og kennsiumála- ráðherrans, — að ráðast á laun barnakennar- anna, sem voru skammarlega lág fyrir! Þetta er þá hátindur skólamálastefnu menningar- frömuðsins frá Hriflu! En Islandsbanka og kónginn vernda þeir eftir mætti! Við svo búið má ekki standa. Það hlýtur að verða krafa allra verklýðs- sinna, bæði innan starfsmannastéttarinnar og utan, að árás ríkisvaldsins verði hrundið til baka, að kraftar stéttarinnar sem heildar — jafnt þeirra, sem eru í þjónustu ríkisvaldsins, frá vegamönnum til barnakennara, og hinna, er vinna hjá einkaauðvaldinu, — séu samein- aðir til baráttu gegn launaárásum auðvaldsins. Hagsmunir hinna vinnandi stétta eru hinir sömu, hvort sem þær vinna í verkamannaföt- um á eyrinni og sjónum, eða með „hvítt um hálsinn" í skólum og skrifstofum og kallist ef til vill frekar menntamenn en verkamenn í daglegu tali. Verkamenn heila og handa! Takið höndum saman! Herðið baráttuna fyr- ir sameiginlegum hagsmunum ykkar! Svikurunum ofbjóða sirikin. Enski krataflokkurinn sparkar MacDonald & Co. Macdonald er orðinn forsætisráðherra með Baldwin og aðra fulltrúa „íhalds" og „frjáls- Iyndis" sér við hlið, — og Alþýðublaðið er hróð- ugt, að Macdonald skuli sýnd þessi virðing og birtir það" með stórum stöfum. En ensku kratarnir eru ekki eins hrifnir. Henderson og fleiri skynsamir sósíaldemókrat- ar sáu að með beinni samsteypustjórn við auð- valdsflokkana gerðu þeir sig of bera að svikum við verkalýðinn og mundu á því gersamlega missa fylgi sitt. Þéssvegna hafa þeir nú gefið Macdonald, Snowden og Thomas spark, — lýst því yfir að þeir sætu áfram í stjórninni í óleyfi flokksins, sem privatmenn, en ekki fulltrúar hans. Og Thomas var knúinn til að segja af sér trúnaðarstöðu í járnbrautarverkamanna- sambandinu. Ein af aðalorsökum til andstöðu Hendersons og hans fylgifiska við nýju samsteypustjórn- ina er álit þeirra um að það sé Bandaríkjaauð- valdið, sem fyrirskipa Bretum þessa stjórn og heimtar lækkun atvinnuleysisstyrksins. Þeim finnst auðmýking Bretavaldsins of mikil Kratarnir hér heima hafa ekki ráðist á Mac- donald & Co. ennþá. Þeir læra það ef til vill af þessari grein. En þeir læra samt ekki að spila sig jafn „rót- tæka" eins og Henderson, — því þá væru þeir búnir að reka sína opinberustu svikara, Erling og Guðmund Skarp.! En slíkt gera íslenzku kratarnir ekki — og ekki hörmum við þó þeir séu ekki að hafa fyrir að þvo verstu smánar- blettina af sér, fyrst við höfum bent þeim svo rækilega á þá. — Islenzku kratarnir yrðu vafa- laust fegnir að fá íslenzka ,,Baldwin"a í flokk- inn til sín! Það eina, sem þeir ekki vilja, eru kommúnistar — og það er eftir skipun Breta og Dana. Ummæli Bernard Shaw og lady Astor um Sovét-Rússland Bernard Shaw er nýlega horfinn heim úr för sinni hingað til Ráðstjórnar-Bandaríkjanna. Eins og eðlilegt er, er því veitt mikil eftirtekt hvað þessi heimsfrægi, aldraði ritsnillingur segir um „föðurland öreiganna". Ég set hér nokkur ummæli, er blaðamenn hafa eftir hon- um. „Ég er jiú, frekar en nokkru sinni áður, sann- færður um það, að ég hafði rétt fyrir hér þeg- ar ég sagði auðvaldsríkjunum að þau yrðu að taka upp skipulag rússnesku þjóðannnar, ef þau vildu forðast skipbrot. Við skjögrum áfram, að því komnir að gefast upp. 1 Rússlandi er allt í blómgvun. Eina bjargarvonin fyrir okkur er að fylgja dæmi Rússlands". Um Stalin segir hann: „Stalin er risi. Stjórn- málamenn Vestur-Evrópu eru dvergar". Shaw mótmælir kröftuglega H. G. Wells, er spáð hefir illa fyrir 5 ára iáætluninni. Hann segir m. a.: „Þegar það er haft hugfast hvað hann (þ. e. rússneski verkalýðurinn) hefir átt við að stríða og hvað honum hefir áunnist nndir hin- Bernard Shaw um erfiðu aðstæðurrt, þar með talin hernaðar- árás framin af okkur, — þ'á virðist mér það í fyllsta máta heimskulegt að halda því fram að hann nú gefist upp. Allar hrakspár um Sovét- Rússland eru sprottnar af ósk um ófarir. Ég skil ekki hvernig nokkur maður er telur sig unna velferð mannkynnsins, fær óskað þess, að hin stórfellda tilraun, sem nú er gerð í Rúss- landi, misheppnist. Því miður er það þó svo, að við höfum mikið af flónum meðal okkar, er óska Ráðstjórnar-Bandaríkjunum ófarnaðar. Þeir geta haft mig fyrir því, að þeim verður ekki að ósk sinni. — Rússnesku kommúnistarn- ir hafa rétt fyrir sér, en við erum á refilstig- um". Sem svar við spurningu amerísks blaðamanns um nauðungarvinnu í Sovét-Rússlandi, sagði Shaw. „I Sovét-Rússlandi er engin nauðungarvinna, hún á sér aðeins stað í auðvaldsríkjunum, þar sem að verkamaðurinn lætur framleiðslu sína í hendur stéttarandstæðingi sínum". Borgarablöðin pólsku sendu menn sína á fundi B. Shaw, er hann var á heimleið, en þau forðást að birta samtölin. Eitt þessara blaða segir: „Öllum til hinnar mestu undrunar vár Bernard Shaw mjög bjartsýnn á núverandi ástand og framtíðarhorfur í Rússlandi". Við. blaðamann „Welt am Abend" í Berlín sagði Shaw: „Allt, sem borgarablöðin skrifa um

x

Verklýðsblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Verklýðsblaðið
https://timarit.is/publication/345

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.