Verklýðsblaðið

Tölublað

Verklýðsblaðið - 08.09.1931, Blaðsíða 3

Verklýðsblaðið - 08.09.1931, Blaðsíða 3
Sósíaldemókratar Dana dæma auðvaidstéttardóma. Alkunnugt er, að aldrei má danskur krati koma svo til íslands, að ekki komi einhver ís- lenzkur „flokksbróðirinn" frá Alþýðublaðinu til hans að spyrja tíðinda frá hinni sósíaldemó- kratísku paradís. Þessi viðtöl eru öll upp á sömu bókina lærð. Væmið lof á hina smáborg- aralegu pólitík dönsku kratanna. í síðasta viðtali er Alþýðubl. átti við einn danskan sálufélaga frá Randers á Jótlandi, var sagt að enginn kommúnisti væri í Randers. Hvað sem hæft er í því skal látið liggja milli hluta, en hér skal sagt frá öðrum dönskum bæ, þar sem sósíaidemókratar eru í meiri hluta. Það er Nakskov á Fjóni. . Svo bar við 2. febrúar á þessu ári, að at- vinnuleysingjar í Nakskov neyddu bæjarstjórn- ina til að veita 20.000 kr. í styrktarsjóð at- vinnuleysingja. Næsta dag gerði sama bæjar- stjórn samþykkt sína ógiida, því að hún þóttist hafa verið kúguð til fjárveitingarinnar, þ. e. hún hafði ekki getað beitt sínu sósíaldemókrat- íska lögregluliði til að vernda sig. Foringjar hinna atvinnulausu vóru dæmdir í fangelsi, ann- ar í 6 mánuði, en hinn i 4. Nú liðu 3 mán. og verkalýðurinn í Nakskov ætlaði að halda 1. maí hátíðlegan, eins og venja er til, með kröfugöngum o. þvl. En daginn áð- ur leggur lögreglustjóri bæjarins sem er sósíal- demókrati, blátt bann við kröf ugöngunni. Verka- menn skeyttu auðvitað ekki þessu banni, og gengu út í kröfugöngu. Lögreglunni var þá sig- að með brugðum stöfum á verkamenn og börðu alt sem fyrir varð, konur, börn og karla. Næsta dag mótmælti verkalýðurinn þessu svívirðilega framferði og gekk kröfugöngu til ráðhússins næsta dag í mótmælaskyni, Lögregl- an réðst út til atlögu, en verkamenn tóku mannlega á móti og ráku lögregluna á fiótt;t inn í ráðhúsið og héldu henni þar i umsáturs- ástandi í nokkra tíma. Sluppu hinir umsetnu sósíaldemókratar fyrst þegar lögregla og herlið hafði verið kallað til hjálpar úr grendinni. Hin- ir dönsku sósíaldemókratar hefndu sín grimmi- lega á verkamönnunum Nakskov. 9 verkamenn voru dæmdir í samtals 9 ár og 4 mánaða fang- elsi og betrunarhússvinnu! Þannig lítur smettið út á hinum sósialdemó- kratíska flokk Danmerkur. Eftir þetta ætti Al- þýðublaðið að sjá sóma sinn í því að tala sem minnst um „frægðarverk" flokksbræðra sinna í Danmöiáiu, ella er ósvífni þess meira en í meðallagi. íldireidin boimnð Sjómenn reknir heim frá ágætum afla. Verkalýðurinn í iandi svo þúsundum skiftir atvinnulaus. Síldveiðin hefir hvað afla snertir gengið ágætlega. Það er nóg af síldinni, og gæðin eru ákjósanleg. Hundruð skipa og þúsundir verka- fólks á sjó og landi eru reiðubúin til að veiða síldina og gera hana að einhverri ágætustu matvöru heimsins. Miljónir manna í Svíþjóð, Danmörku, Þýzkalandi og víðar fagna þessari síld sem einhverjum bezta mat, er þeir i'á. En framleiðslan er stöðvuð, skipin knúin til að leggjast við land, sjómenn og verkafólk í landi svift allri atvinnu og neytendur innan- lands og utan sviftir þúsundum tunna af síld, sem auðvelt var að framleiða í viðbót. Allsstað- ar er þörfin fyrir vinnuna og matinn, — en hvorugur aðilinn fær þörfinni fullnægt. Hvað veldur? Þessu veldur auðvaldsskipulagið, sem gerir vöru þessa að braskvöru á markaði sínum eins og allar aðrar. En jafnframt eyðileggur það sjálft alltaf með vissu millibili markað þenn- an sakir arðránsins á verkalýðnum, sem gerir kaupgetu hans svo litla, og óreiðunnar í fram- leiðslunni. Þessvegna skapast annað eins skelf- ingarástand og það að annarsvegar verður verkalýður Svíþjóðar eða Þýzkalands að svelta, af því hann fyrir auðmönnunum ekki fær að framleiða vörur, t. d. handa íslandi m. a., — og hinsvegar er nú verkalýður Islands við síldina ofurseldur atvinnuleysi og skorti, af því hann fær ekki að framleiða meiri síld, sem alþýðuna í Þýzkalandi og Svíþjóð þó vant- a,r. Auðvaldið takmarkar framleiðsluna í öllum löndum, eykur með því atvinnuleysi og neyð — og minnkar kaupgetuna. Hér á Islandi er það Síldareinkasalan, sem rekur erindi auð- valdsins hvað takmörkun framleiðslunnar snertir, — og hefir til þess lagalegan rétt frá auðvaldsríkinu íslenzka. Eignaréttur auðmannastéttarinnar á fram- leiðslutækjum og vald þeirra* yfir afurðunum og verzluninni með þær verða þess valdandi að ekki fæst framleitt nema það, sem auðvaldinu þóknast og í öllum löndum, þar sem auðvald- ið enn þá ríkir, verður verkalýðurinn að þjást af skorti sakir atvinnuleysis og lágs kaups, en að sania skapi hindrar auðvaldið framleiðslu þeirra verðmæta, sem hann þarfnast til lík- amlegrar og andlegrar vellíðanar. Sjá nú ekki allir vinnandi menn og konur hve ófært þetta skipulag er orðið? Verkalýðurinn í öllum löndum er hindraður í að framleiða nauðsynjar sínar og skiptast á þeim af auðvaldi því, sem á framleiðslutækin. Vald auðvaldsins yfir tækjunum og framleiðsl- unni verður að hverfa, verkalýðurinn verður sjálfur að fá framleiðsluna og tækin í sínar hendur, til þess að geta framleitt óhindrað af braskmarkaði og gróðalöngun auðvaldsins. Þar sem verklýðsvöldin eru þegar komin á, í Rúss- landi þar vex framleiðslan gífurlega, allir vinna, •— en hér er vinnan bönnuð og fólkinu skipað að líða skort. Þessi síldarvertíð ætti að kenna öllum þeim, sem hana hafa stundað, að auðvaldsyfirráðin yfir framleiðslunni eru orðin óþolandi, — að verkalýðurinn á sjó og landi verður sjálfur að taka við. Það er takmarkið. En meðan því ekki er náð, verður verkalýð- urinn að krefjast þess að atvinnunni sé haldið áfram, meðan gæði náttúrunnar leyfa það, að saltað sé í allar tunnumar og að sjómönnunum séu greidd lágmarkslaun í vertíðarlok. Grjaldþrot Astralíu Alþýðan greiðir okurskuldir til brezka bankaauðvaldins. Brezka banka- og fj:ármálaráðuneytið hefir arðsogið Ástralíu svo miskunnarlaust, að tekju- hallinn á fjárlögunum er nú orðinn 21 miljón sterlingspunda (462 milj. kr.) og til þess að greiða brezka auðvaldinu vexti þess, afborgan- ir og skuldir, pínir nú sósíaldemókratastjórnin í Ástralíu alþýðuna með miskunnarlausum tollaálögum og sker að sama skapi niður öll gjöld til þjóðþrifa. Þannig á að lækka laun verkamanna og starfsmanna ríkisins um 40 milj. kr., spara á styrkjum 66 miljónir, á mæðrahjálp 5 milj. kr. Ástralía var lengi vel skoðuð sem paradís „hægfara jafnaðarmanna", — en eftir hið geysilega verðfall á ull og öðrum framleiðslu- afurðum landsins, varð það augljósar, að hún var aðeins nýlenda brezka bankaauðvaldsins, sem stjórna henni nú í rauninni með eftirlrts- mönnum sínum. Sést hér hve árangurslausar allar smáendur- bætur verða, ef grundvellinum, drottinvaldi auðmannastéttarinnar og arðránsmöguleikum hennar, ekki er raskað. Ráðstjórnar-Bandaríkin, er lýgi, lýgi og aftur lýgi". Þegar hann var spurður, af þýzkum blaða- mönnum, hvort hann áliti mögulegt að fram- kvæma sovét-skipulagið í Evrópu, svaraði Shaw: „Já, Ráðstjórnar-Bandaríkin er það land, er varpað hefir í burtu öllum erfðakenn- ingum og parlamentarisma. Þingmenn vorir segja: bíðið ofurlítið, á morgun verður tak- markinu náð. ... I Ráðstjórnar-Bandaríkjunum gengu þeir beint til verks, þess vegna er það skoðun mín að skipulag þess eigi að takast upp í öllum löndum". Þessi ummæli Barnard Shaw eru því eftir- tektarverðari sem vitað er, að hann er ekki ' kommúnisti (eins og sjá má jafnvel á ummæl- um þeim, sem birt eru hér). Hann segir reynd- ar um sjálfan sig: >,Ég var sósíalisti og Marx- isti- löngu áður en heimurinn vissi, að Lenin var til". Þá er ekki síður eftirtektarverðari ummæli lady Astor, er var í sama ferðamannahóp sem Bernard Shaw. Þessi miljónafrú, er þekkt mjög í enska heiminum. Hún er meðlimur Ihalds- flokksins enska og situr á þingi. Sérstaklega er h.ún fræg fyrir heiftarlegar árásir sínar á Ráð- stjórnar-Bandáríkin. Engan pólitískan fund hefir hún haldið án þess að lýsa því fyrir verka- mönnum Englands hve hræðilegt ástand væri er verkalýðurinn hér í landi ætti við að búa. Fundur einn í Liverpool er í minnum hafður. Lady Astor endaði þá rógræðu sína um Ráð- stjórnar-Bandaríkin á þann hátt, að bjóðast til að kosta til Rússlands hvern þann verkamann, er þangað vildi fara með fjölskyldu sína og setj- ast' þar að. 20—30 verkamenn gáfu sig þegar fram, en frúin þóttist þá þurfa að takmarka til- boð sitt við eina f jölskyldu og það varð hún að efna. Þessi fjölskylda flutti svo til Leningrad og taldi sig hafa breitt um til batnaðar. Maður- inn, er nú nýdáinn, en konan fór skemmtiför með börn sín til Englands í sumar. Hún hrósar happi að vera þegn Ráðstjórnar-Bandaríkjanna, en ekki Bretlands. Nú hefir lady. Astor tekið kjark í sig og heimsótt sjálf þetta ógurlega land. Hver er árangurinn ? 1 fyrstu er hún full tortryggni og viðbúin við árásum úr öllum áttum. Verka- mennirnir eru líka ófeimnir að svara henni, er hún „treður upp" á samkundum þeirra. Hún telur sig gleðjast yfir hinum miklu framförum í Sovét-Rússlandi. „Sovétríkið sækir núi fram við hlið hins menntaða heims og állur heimur- inn mun sækja fram með því". Verkamennirnir svara: „Við sækjum fram við hlið öreiga allra landa, en ekki við hlið borg- aranna". Er þessi gamli fjandmaður Sovét-Rússlands liverfur héðan, virðist hann hafa tekið allmikl- um breytingum til batnaðar hversu lengi sem slík áhrif vara. Útlendum blaðamönnum gefur hún þessi svör: „Sovét-Rússland er nú að fram- kvæma nýstárlega og merkilega tilraun. Jafn- vel þótt sú tilraun sé ekki fullnuð, er rússneska þjóðin hamingjusamasta þjóð heimsins". Moskva, 12. ágúst 1931. A. S. Til fyrirmyndar Ungur kommúnisti, sem stundaði sjó- mennsku við síldveiðar í sumar kom núna í vik- unni upp á skrifstofu flokksins og afhenti sum- arstarf sitt fyrir hreyfinguna. Hafði hann unn- ið á skipinu, náð í 2 nýja meðlimi í flokkinn, 3 nýja félaga í FUK, 6 áskrifendur að „Rétti" og auk þess nokkra áskrifendur að Verklýðs- blaðinu. Svona eiga ungir kommúnistar að starfa. Áfram nú, félagar, með áskrifenda- söfnun að blaðinu. X.

x

Verklýðsblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Verklýðsblaðið
https://timarit.is/publication/345

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.