Verklýðsblaðið

Tölublað

Verklýðsblaðið - 08.09.1931, Blaðsíða 4

Verklýðsblaðið - 08.09.1931, Blaðsíða 4
Moskva hafnarborg í júnímánuði síðastliðnum var ákveðið að grafa skipaskurð miili fljótanna Volga og Moskava, sem rennur gegnum Moskva. SkUrð- urinn, sem verður 200 kílómetrar á lengd, á að verða fullgerður eftir 4 ár og er undirbúningur að verkinu þegar hafinn. Búist er við að skurð- urinn kosti 200. miljónir rúbla. Með skurði þessum opnast siglingaleið frá Moskva ekki að- eins til Kaspíhafsins, heldur einnig til Svarta- hafsins gegnum Volga-Don skurðinn. Þá er og í ráði að gera annan skipaskurð milli Oka og Moskava. Hann verður 150 kíló- metra langur og kostar 250 miljónir rúbla. Sá skurður á að vera fullgerður eftir 5 ár. Þannig verður á næstunni opnuð siglingaleið frá Moskva til þriggja hafa, Eystrasalts, Kaspíhafs og Svartahafs. Skurðirnir verða svo djúpir, að djúpskreið hafskip geta siglt eftir þeim og jafnframt verður byggð hafskipahöfn í Moskva, svo að eftir 5 ár verður hægt að flytja afurðir milli Moskva og umheimsins án nokkurrar umhleðslu. Slíkar samgöngubætur eru gerðar í Spvét- Rússlandi, enda er það eina landið, þar sem all- ar framkvæmdir miðast við þarfir og þægindi íbúanna, en ekki við gróðavonir einstakra kapítalista. Samskonar skipulagi verða verka- menn og bændur að koma á á Islandi, því að með því einu móti geta þeir skapað sjálfum sér lífsskilyrði, sem eru boðleg nútímamönnum. Leiðin til slíks skipulags liggur yfir rústir kapítalismans. Þessvegna verða verkamenn og bændur að taka höndum saman gegn kapítal- ismanum til þess að geta byggt upp sósíalism- ans þegar hinn fyrnefndi er yfirunninn. Sameinist tij baráttu undir forustu Kommún- istaflokks fslands! 4. þing S. U, K. verður haldið í Reykjavík 23. okt. til 1. nóv. Ár er nú liðið frá því að sósíaldemókratarnir klufu samtök verklýðsæskunnar íslenzku á þinginu á Siglufirði í fyrra. Þrátt fyrir það að óreglusemi ungkratanna í allri starfsemi hafði haft mjög slæm áhrif á samtökin, hefir hin- um ungu kommúnistum á þessu fyrsta starfs- ári sínu undir forustu Alþjóðasambands ungra kommúnista tekist að skapa harðvítugt bar- áttulið. Ungkommúnistarnir hafa átt við mikl- •ar ofsóknir frá hendi borgaranna og sósíal- demókratanna að etja. Má þar til dæmis nefna brottrekstur félaganna Eggerts Þorbjarnarson- ar og Ásgeirs Magnússonar úr skólanum á Ak- ureyri, fangelsun félaganna Þorsteins Péturs- sonar og Hauks Björnssonar i atvinnuleysis- baráttunni nú í vetur, og loks ofsóknir krat- anna þegar þeir ráku Eggert Þorbjarnarson úr Dagsbrún fyrir baráttu hans í máli sendisvein- anna. Allar þessar ofsóknir hafa aðeins orðið til þess að stæla félagana í baráttunni og opna augu íslenzkrar verklýðsæsku fyrir því hverjir gæta hagsmuna hennar. Samband Ungra Kommúnista hefir eflst mjóg á þessum stutta tíma og telur nú á 6. hundrað meðUmi. Þann 23. október næstkomandi verður hald- ið 4. þing sambandsins hér í Reykjavík. Verð- ur það haldið á tíma vaxandi kreppu og. harðn- andi stéttabaráttu. Þessi ráðstefna ungu kom- múnistanna hefir því það verkefni með hönd- um að ákveða baráttuna í vetur og búa sig und- ir það hlutverk sitt að safna allri verklýðsæsk- unni inn í samtökin. Hin fjölbreytta dagskrá þingsins er auglýst á öðrum stað í blaðinu. í sambandi við þingið hefir S. U. K. nú hafið baráttu fyrir meðlimasöfnun og hefir það sett sér það takmark að ,auka meðlimatölu sína um 25% fyrir þingið. 4. þing verðnr hiildúl í Reykjarík dagana 23. október til 1. nóv- ember nk. f Alþyðuhúsinn „Iðnó". Dagsskrii þingsins verður þessi: I. a) Þingsetning b) Kosning kjö'rbréfanefndar c) Kosuiag starfsmanna hing-sins II. Skýrsla sambandsstjórnar III. Reikningar sambandsins IY. Hin pólítíska barátta verklýðsæskunnar Afstaðan til borgaralegu æsknlyðshreyflngarlnnar Stríðshætta og baráttan gegn stríðinn T. Hagsmunabarátta verklyðsœsknnnar: a) Barátta verkiyðsæsknnnar- alment b) Iðnnemar c) Sendisveinar d) Verklýðsæskan í sveitnm e) Hagsmunabarátta verknkvenna f) Atvinnnleysið og verklýðsæskan VI. Skipulagsmá! S.U.K. S.U.K. og flokkurinn "VII.. Fræðsln og útbreiðslustarfsemi sambandsins a) Ranðifáninn og bókaútgáfa b) Frœðslnstarfsemi (leshringar, skólar) c) Barnahreyflngin d) íþróttahreyflng verkaiýðsins VIII. Önnur mál IX. Kosning sambandsstjórnar og annara starfsmanna X. Þingslit. t sambandi við þingið. er ráðgert að halda útbreiðsln- fnndi í Reykjavík og nágrenninn. Eftir þingslit verð- ur haldin fjölbreytt æskulýðsskemtnn (langardag 81. okt.) Tillö'gur um breytingar, eða viðanka við dagskrá þingsins fri't deildum eða einstökum félögnm sendist sambandsstjórninni hið fyrsta. Reykjavík 6. sept. 1981 Stjórn Sambands ungra kommónista Haukup Björnsson. Bóka-útsala Gyldendals sem hófst 26. ágúst, er hin stærsta, sem nokkurntíma hefir átt sér stað á Norðurlöndum. Mörg hundruð þús- und bindi verða seld við stórlega niðursettu verði. Skrá yfir bækurn- ar, hátt á þriðja hundrað tvídálk- aðar síður, má fá frá bókaverzlun Snæbjarnar Jónssonar í Reykjavík, gegn 50 aurum í óbrúkuðum frí- merkjum. I A. S. Y. A. S. Y. Fundur í K- R. húsinu föstud. 11. aept. kl. 8V2 e. h. Ðagsskri: Ýms télagsmái og undirbúningur undir vetrarstarfid. Áríðandi að ailir mæti. Ganga Kveldúlfur og Alliance með sigur af hólmi? Heyrst hefir að útgerðarmannasamlagið hafi gefist upp við að þvinga Kveldúlf og Alliance inn í samtökin með og láti þau selja fyrir sig sem umboðssala og jppkaupendur. Þettp, þýðir að Kveldúlfur og Alliance ganga með sigur af hólmi og velta kreppunni yfir á þá smærri eftir vild. Einmitt í kreppunni mél- ast þeir smærri og auður stórlaxanna og völd aukast. „TURKSIB", rússneska kvikmyndin, sem a. S. V. hefir fengið til sýningar hér á landi, var sýnd í Nýja Bíó fyrir húsfylli nú á sunnudag- inn. — Myndin vakti almenna hrifningu áhorf- enda og háfa fjölda áskoranir borizt um að endurtaka sýningu hennar. KeykjaTÍkurd. K. F í. Fundur í K. R. húsinu uppi, fimmtudaginn 10. þ. m. kl 8l/s e. h. Dagskrá: 1. Félagsmál 2. Þingmál 3. Ástandið á Sigluf. 4. Erlendar fréttir Stjórnin. Á þessu ári hafa Bosch rafmagnslugtir enn þá verið endurbættar. Þær lýsa nú raeð fullum styrk- leik. straks á hægri ferð, og- eru þratt fyrir þaö ódýrari. Heildsala S másala FAL KINN ^k Vanti þig kennara þá ^L ^k hiiiu Gunnar Benedikiss. frá Saurbæ, Mímisveg 2 Stoppuð húsgögn • Qölbreytt og vönduð einnig DIVANA íáiö þér á HVERFISGÖTU 30 Friðrík J- Olafsson. . ^^^^^^^^^^^^^^^^^^^^^^^^^^ Lægsta verð í baenum Allar nýlenduvörur hreínlætísvörur tóbak, sælgæti. Verkamenn og smábændur! Skiftið við ykkar eigin verslun Kaupfélag Yerkamanna Vestmannaeyjum wtmKSMKxmBmmmmmmmmmmmmamammmmmmmmmm VERKLÝDSBLADID. Ábyrgðarm.: Brynjólfur Bjarnason. — Árg. 5 kr., i iausaaöiu 15 aura eintakiö. — Utanáskrift blaðs- ins: Verklýðsblaðið, P. O. Box 761, Reykjavik. Afgreiðsla Aðalstræti 9 B. Sími 2184. Frontsmiðjan Acta.

x

Verklýðsblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Verklýðsblaðið
https://timarit.is/publication/345

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.