Verklýðsblaðið

Útgáva

Verklýðsblaðið - 08.09.1931, Síða 4

Verklýðsblaðið - 08.09.1931, Síða 4
Keykjaríburd. K. F í. oskva hafnarborg í júaímánuði síðastliðnum var ákveðið að grafa skipaskurð milli fljótanna Volga og Moskava, sem rennur gegnum Moskva. Skurð- urinn, sem verður 200 kílómetrar á lengd, á að verða fullgerður eftir 4 ár og er undirbúningur að verkinu þegar hafinn. Búist er við að skurð- urinn kosti 200. miljónir rúbla. Með skurði þessum opnast siglingaleið frá Moskva ekki að- eins til Kaspíhafsins, heldur einnig til Svarta- hafsins gegnum Volga-Don skurðinn. Þá er og í ráði að gera annan skipaskurð milli Oka og Moskava. Hann verður 150 kíló- metra langur og kostar 250 miljónir rúbla. Sá skurður á að vera fullgerður eftir 5 ár. Þannig verður á næstunni opnuð siglingaleið frá Moskva til þriggja hafa, Eystrasalts, Kaspíhafs og Svartahafs. Skurðirnir verða svo djúpir, að djúpskreið hafskip geta siglt eftir þeim og jafnframt verður byggð hafskipahöfn í Moskva, svo að eftir 5 ár verður hægt að flytja afurðir milli Moskva og umheimsins án nokkurrar umhleðslu. Slíkar samgöngubætur eru gerðar í Sovét- Rússlandí, enda er það eina landið, þar sem all- ar framkvæmdir miðast við þarfir og þægindi íbúanna, en ekki við gróðavonir einstakra kapítalista. Samskonar skipulagi verða verka- menn og bændur að koma á á íslandi, því að með því einu móti geta þeir skapað sjálfum sér lífsskilyrði, sem eru boðleg nútímamönnum. Leiðin til slíks skipulags liggur yfir rústir kapítalismans. Þessvegna verða verkamenn og bændur að taka höndum saman gegn kapítal- ismanum til þess að geta byggt upp sósíalism- ans þegar hinn fyrnefndi er yfirunninn. Sameinist til baráttu undir forustu Kommún- istaflokks íslands! 4. þingr S. U. K. verður haldið í Reykjavík 23. okt. til 1. nóv. Ár er nú liðið frá því að sósíaldemókratarnir klufu samtök verklýðsæskunnar íslenzku á þinginu á Siglufirði í fyrra. Þrátt fyrir það að óreglusemi ungkratanna í allri starfsemi hafði haft mjög slæm áhrif á samtökin, hefir hin- um ungu kommúnistum á þessu fyrsta starfs- ári sínu undir forustu Alþjóðasambands ungra kommúnista tekist að skapa harðvítugt bar- áttulið. Ungkommúnistarnir hafa átt við mikl- -ar ofsóknir frá hendi borgaranna og sósíal- demókratanna að etja. Má þar til dæmis nefna brottrekstur félaganna Eggerts Þorbjarnarson- ar og Ásgeirs Magnússonar úr skólanum á Ak- ureyri, fangelsun félaganna Þorsteins Péturs- sonar og Hauks Björnssonar í atvinnuleysis- baráttunni nú í vetur, og loks ofsóknir ’ krat- anna þegar þeir ráku Eggert Þorbjarnarson úr Dagsbrún fyrir baráttu hans í máli sendisvein- anna. Allar þessar ofsóknir hafa aðeins orðið til þess að stæla félagana í baráttunni og opna augu íslenzkrar verklýðsæsku fyrir því hverjir gæta hagsmuna hennar. Samband Ungra Kommúnista hefir eflst mjög á þessum stutta tíma og telur nú á 6. hundrað meðlimi. Þann 23. október næstkomandi verður hald- ið 4. þing sambandsins hér í Reykjavík. Verð- ur það haldið á tíma vaxandi kreppu og harðn- andi stéttabaráttu. Þessi ráðstefna ungu kom- múnistanna hefir því það verkefni með hönd- um að ákveða baráttuna í vetur og búa sig und- ir það hlutverk sjtt að safna allri verklýðsæsk- unni inn í samtökin. Hin fjölbreytta dagskrá þingsins er auglýst á öðrum stað í blaðinu. í sambandi við þingið hefir S. U. K. nú hafið baráttu fyrir meðlimasöfnun og hefir það sett sér það takmark að ,auka meðlimatölu sína um 25% fyrir þingið. 4. þing S.U.K. verðnr haldið í Reykjavík dngrana 23. október til 1. nóv> ember nk. í Alþýðuhiisinn „Iðnó“. Dagrsskrá þingsins verðnr þessi: I. a) þingrsetning: b) Kosning kjörbréfanefndar c) Kosning starfsmanna þingsins II. Skýrsla sambnndsstjórnar III. Reikningar sambandsins IV. Hin pólitíska barátta verklýðsæskunnar Afstaðan tii borgaralegu æsknlýðslireyfitigarinnar Stríðshætta og baráttan gegn stríðinu V. Hagsmnnabarátta verklýðsæskunnar: a) liarátta verkiýðsæsknnnar alment b) Iðnneraar c) Sendisveinar d) Verklýðsæskan í sveitum e) Hagsmunabarátta verknkvenna f) Atvinnnleysið og verklýðsæskan VI. Skipulagsmál S.U.K. S.U.K. ogr flokkurinn VII. Fræðslu ogr útbreiðslustarfsemi sambandsins a) Rauði fáninn og bókaútgáfa b) Fræðslnstarfsemi (leshringnr, skólar) c) Barnahreyflngin d) Íþróttahreyíing verkalýðsins VIII. Önnnr mál IX. Kosningr sambandsstjórnar og annara starfsmanna X. þingslit. í sambandi við þingið. er ráðgert að hnlda útbreiðslu- fundi í Reykjavík og nágrenninu. Eftir þingslit verð- ur haldin fjölbreytt æskulýðsskemtun (langardag 31. okt.) Tiliögrnr um breytingar, eða viðauka við dagskrá þingrsins frá deildum eða einstöknm félögmn sendist sambandsstjórninni hið fyrsta. Reykjavik 6. sept. 1031 Stjórn Sambands ungrra kommúnista Haukur Björnsson. Bóka-útsala Gyldendals sem hófst 26. ágúst, er hin stærsta, sem nokkurntíma hefir átt sér stað á Norðurlöndum. Mörg hundruð þús- und bindi verða seld við stórlega niðursettu verði. Skrá yfir bækurn- ar, hátt á þriðja hundrað tvídálk- aðar síður, má fá frá bókaverzlun Snæbjarnar Jónssonar í Reykjavík, gegn 50 aurum í óbrúkuðum frí- merkjum. A. S. Y. A. S. Y. Fundur í K. R. húsinu föstud. 11. sept. kl. 8V2 e. h. Dagsskrá: Ýms télag'smáí og undirbúningur undir vetrarstaríid. r Aríðandi að allir mæti. Ganga Kveldúlfur og Alliance með sigur af hólmi? Heyrst hefir að útgerðarmannasamlagið hafi gefist upp við að þvinga Kveldúlf og Alliance inn í samtökin með og láti þau selja fyrir sig sem umboðssala og appkaupendur. Þetta þýðir að Kveldúlfur og Alliance ganga með sigur af hólmi og velta kreppunni yfir á þá smærri eftir vild. Einmitt í kreppunni mél- ast þeir smærri og auður stórlaxanna og völd aukast. „TURKSIB“, rússneska kvikmyndin, sem a. S. V. hefir fengið til sýningar hér á landi, var sýnd í Nýja Bíó fyrir húsfylli nú á sunnudag- inn. — Myndin vakti almenna hrifningu áhorf- enda og háfa fjölda áskoranir borizt um að endurtaka sýningu hennar. Fundur í K. R. húsinu uppi, fimmtudaginn 10. þ. m. kl 8V2 e- h. Dagskrá: 1. Félagsmál 2. Þingmál 3. Ástandið á Sigluf. 4. Erlendar fréttir Stjórnin. Á þessn ári hafa Bosch rafmagnslugtir enn þá verið endurbættar. Þær lýsa nú raeð fullum styrk- leik. straks á hægri ferð, og eru þrátt fyrir það ódýrari. SOSCH Heildsala S m á s a 1 a FALKINN Vanti þig kennara þá hittu Gunnar Benediktss. frá Saurbæ, Mímisveg 2 Stoppuð húsgögn • fjölbreytt og vönduð einuig’ D IV A N A fáiö þér á HVERFISGÖTU 30 Friðrik J. Olafsson. Lægsta verð í bænum Allar nýlenduvörur hreínlætisvörur tóbak, sælgæti. Verkamenn og smábændur! Bkiftið við ykkar eigin verslun Kaupfélag Verkamanna Yestmanimeyjum VERKLÝÐSBLAÐIÐ. Ábyrgðarm.: Brynjólfur Bjarnason. — Árg. 5 kr., í lausasölu 15 aura eintakið. — Utanáslcrift blaðs- ins: Verklýðsblaðið, P. O. Box 761, Reykjavík. Afgi'eiðsla Aðalstræti 9 B. Sími 2184. Prentsmiðjan Acta.

x

Verklýðsblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Verklýðsblaðið
https://timarit.is/publication/345

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.